Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Minning: Guðmundur Þ. Guðmundsson Fæddur 23. nóvember 1943 Dáinn 8. október 1986 Þeir deyja ungir, sem guðimir elska. Vinur okkar, Guðmundur Þórir Guðmundsson, er allur. Helstríðinu er lokið. Kynni okkar Guðmundar stóðu í sautján ár, eftir að hann kynntist systur minni, Guðrúnu, og bjuggu þau saman þessi ár. Margs er að minnast um góðan vin, þar bar aldrei skugga á. Margar voru ferðirnar norður á Skagaströnd og þaðan út á Skagaheiði, til að veiða silung, njóta kyrrðarinnar og nátt- úrunnar í friði og ró. Guðmundur var alltaf tilbúinn að hjálpa öðmm og gefa af sjálfum sér. Oft minntist hann á vinnustað sinn, Innkaupastofnun bóksala, með hlýjum huga enda var Guð- mundur einlægur í lífi sínu, gjaf- mildur og hlýr. Sár er söknuðurinn, en minning- amar lifa um góðan vin. Aðstand- Eftirlifandi sambýliskonu sinni, endum fæmm við okkar dýpstu Guðrúnu M. Bjömsdóttur, kynntist samúð Guðmundur fyrir 18 ámm, eða árið Verði Drottinn vilji þinn, 1968‘ *>au ^ ”ð Nökkva' vér oss, fyrir honum hneigjum hvort við lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (Vald. Briem.) vog en síðustu árin í Hvassaleitinu. Þau vom mjög sanuýnd og var það mikið áfall fyrir Guðrúnu móður mína að missa mann sinn svo skyndilega, langt um aldur fram. Ég ólst að mestu upp hjá móður minni og Guðmundi, eftir að þau hófu sambúð. Hann var mér ávallt góður vinur og félagi, sérstaklega em mér minnisstæðar hinar mörgu veiðiferðir sem við fómm saman á sumrin. Þá var Guðmundur í essinu sínu, hress og glaður. Öllum starfsmönnum Innkaupa- sambands bóksala, Hauki Gröndal framkvæmdastjóra, Helga Bjöms- syni, bróður Guðrúnar, og öllum öðmm vinum og ættingjum Guð- mundar færi ég þakkir fyrir veittan stuðning í veikindum hans. Innilega samúð votta ég móður minni og einnig þeim Áróm Guð- mundsdóttur, móður Guðmundar, og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, móðursystur hans. Þess bið ég af alhug að þeim megi veitast huggun í miklum harmi og söknuði því að sorgina hlýtur ávallt að bera óvænt að þá er burt er frá okkur kvaddur sá sem við unnum af alhug og gerð- um ráð fyrir að fá að njóta samvista við um mörg ókomin ár. Eftir er samt minningin um góðan dreng sem auðgaði líf okkar svo lengi sem við fengum að hafa hann hjá okkur. Við getum öll verið viss um að Guðmundi er ætlað hlutverk í öðr- um heimi sem æðri er okkar og bjartari, heimi lífs og ljóss og guðs- friðar. Baldur V. Hannesson MACINTOSH MACINTOSH-tölvan markar tímamót í tölvu- hönnun. A námskeiðinu er farið rækilega í þá stórkostlegu möguleika sem tölvan býður uppá. Dagskrá: ★ MACHINTOSH, stórkostleg framför í tölvu- hönnun. ★ Teikniforritið MACPAINT ★ Ritvinnslukerfið MACWRITE ★ Ritvinnslukerfið WORD ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN ★ Gagnasafnskerfið FILE ★ Ýmis hugbúnaður á MACINTOSH ★ Utprentun á laserprentara ★ Umræður og fyrirspurnir Tími: 25. og 27. október kl. 10—17. Ath. Endurmenntunarsjóðir BSRB og VR greiða hluta af námskeiðsgjaldinu fyrir félaga sína. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. Ásta, Helgi og fjölskylda Um hádegisbil miðvikudaginn 8. október sl. kvaddi vinur minn og félagi, Guðmundur Þ. Guðmunds- son, þennan heim eftir mikil og erfið veikindi. Aldrei hefði mér dott- ið í hug, þá er Guðmundur var lagður inn á Borgarspítalann til rannsóknar þann 20. janúar sl., hvað í vændum væri næstu mánuði. Allan tímann sem Guðmundur var veikur játaði hann sig aldrei sigraðan, gaf aldrei upp vonina um að hann næði heilsu á ný til að takast á við þau mörgu viðfangs- efni sem biðu hans og hann átti eftir að leysa. Það virtist svo ólík- legt að hans tími væri kominn svo skyndilega, meðan hann var á besta aldri og fullur starfsorku. En það er nú þannig að við ráðum ekki við örlögin. Guðmundur Þ. Guðmundsson var fæddur 23. nóvember 1943. Hann ólst upp í Kleppsholtinu hjá móður sinni, Áróru Guðmundsdóttur og móðursystur, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. Snemma fór Guðmundur að vinna fyrir sér enda var hann vinnu- samur með afbrigðum. Hjá Gísla Ferdinandssyni, skósmið í Lækjar- götunni, starfaði hann um tveggja ára skeið og líkaði vel, en réðst eftir það til Innkaupasambands bóksala og vann þar frá 21 árs aldri, eða í 22 ár. Hann var með lengstan starfsaldur allra starfs- manna fyrirtækisins enda líkaði honum ávallt mjög vel að vinna þar og undi sér eiginlega hvergi betur en einmitt í vinnunni kringum dönsku og ensku blöðin, en Guð- mundur vann m.a. við útkeyrslu, pökkun og frágang blaðanna. Hon- um féll sérstaklega vel við Hauk Gröndal, framkvæmdastjóra Inn- kaupasambands bóksala, sem reyndist Guðmundi ávallt framúr- skarandi vel f blíðu og stríðu. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Skólavörðustig 1 Sími: 22966 101 Reykjavik. CERICOMPLEX LEYSIR VANDANN! Réttar ákvaröanir þarfnast einbeitingar. Þegar á reynir þarft þú að geta tekiö á honum stóra þínum. Hugsaðu um heilsuna. Gericomplex er ekkert undralyf. Það ber einfaldlega árangur. Og þá verða sumir undrandi. Þeir vakna betur á morgnana, vinna betur á daginn og sofa betur á nóttunni. Gericomplex inniheldur 20 steinefni, 11 vítamín og Ginseng G115. Þessvegna er það einstakt. Þú færð Gericomplex í næstu lyfjabúö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.