Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 46

Morgunblaðið - 23.10.1986, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 Minning: Benedikt Sigurjónsson fv. hæstaréttardómari Fæddur 24. apríl 1916 Dáinn 16. október 1986 Þegar Benedikt Siguijónsson bauð til fagnaðar í tilefni sjötugsaf- mæli síns á sumardaginn fyrsta nú í vor, spurði hann vini sína hvort þeir vildu koma og óska sér gleði- legs sumars. Þá var hann glaður og reifur, eins og jafnan áður. En Bene- dikt Sigurjónsson átti ekki gleðilegt sumar 1986. Snemma í júlí kenndi hans sér meins og varð að gangast undir þungbæra geislameðferð. Sjúkdómurinn var ólæknandi. Síðsumars varð öllum, sem til þekktu, ljóst að Benedikt átti skammt eftir ólifað. Hann var sam- kvæmur sjálfum sér og nýtti það litla, sem eftir var af starfsorku, þar til yfir lauk. Tæpum mánuði fyrir andlátið gerði hann ráðstafanir til að fá sér aðra og betri ritvél. Eitt af síðustu verkum hans var að dæma nokkrar prófúrlausnir fyrir lagadeild Háskóla íslands hinn 29. september sl. Hann andaðist 16. október 1986. Starfsferill Benedikts Siguijóns- sonar er langur og glæsilegur. í þessum minningarorðum verðurekki reynt að gefa heildstætt yfirlit yfir lífsstarf Benedikts, heldur verður stuttlega drepið á þau starfssvið hans, er sá, sem þetta ritar, þekkti best til. Undirritaður kynntist Bene- dikt þegar hann var hæstaréttarlög- maður og rak skrifstofu í félagi við Lárus og Ágúst Fjeldsteð. Þá hafði Benedikt öðlast langa reynslu við dómstörf í einkamálum í héraði. Hann átti einnig að baki framhalds- nám í skaðabótarétti í Danmörku og Svíþjóð og eftir hann lágu rit um þá grein lögfræðinnar. Einn af ijölmörgum viðskiptavin- um Benedikts og feðganna Lárusar og Ágústar var Sjóvátryggingafélag íslands hf. Kom m.a. í hlut Bene- dikts að flytja flest mál fyrir félagið og sinna umfangsmiklum ráðgjafar- störfum á reglubundnum fundum með tjónsafgreiðslumönnum Sjóvá- tryggingafélagsins. Ýmis önnur vátryggingafélög leituðu til Bene- dikts varðandi ráðgjöf og mál flutti hann fyrir sum þeirra. Svo mikilvirk- ur og ráðhollur var Benedikt vá- tryggingafélögunum, að fljótlega kom að því að fá mikilvæg lögfræði- leg álitamál voru leidd til lykta í íslenskri vátryggingastarfsemi án þess að Benedikt ætti þar hlut að. Samband íslenskra tryggingafélaga kom á fót skóla fyrir starfsmenn vátryggingafélaganna á árinu 1963. Kom Benedikt Siguijónsson mjög við sögu Tryggingaskólans sem fyr- irlesari, prófdómari og fræðilegur ráðunautur, einkum á fyrstu árum skólans. Tryggingaskólinn naut Benedikts þó lengur, bæði meðan hann gegndi embætti hæstaréttar- dómara frá 1. janúar 1966 til 31. desember 1981 og einnig síðar. Hann gegndi síðast störfum próf- dómara í Tryggingaskólanum á árinu 1983. í störfum sínum fyrir vátrygg- ingafélög og samtök þeirra kynntist Benedikt fjölmörgum starfsmönnum félaganna og tengdist mörgum þeirra sterkum vináttuböndum. Minnast íslenskir vátryggingamenn Benedikts með þakklæti og virðingu. Benedikt Siguijónsson var einn af stofnendum Lögfræðingafélags íslands árið 1958. Hann sat aldrei í stjóm félagsins, en lagði á sig mikla vinnu í þágu þess, fyrst og fremst með því að flytja fyrirlestra á fræðafundum og málþingum. Síðasti fyrirlestur, sem hann flutti á vegum félagsins, fjallaði um skatt- lagningu dánarbúa og var haldinn á málþingi félagsins í september 1985. Á félagið honum þakkarskuld að gjalda fyrir að bregðast alltaf fljótt og vel við, þegar stjóm félagsins leitaði til hans. Um árabil var Benedikt próf- dómari í lagadeild Háskóla íslands. Hann átti og oft sæti í dómnefndum á vegum deildarinnar, m.a. í nefnd- um, sem dæmdu um hæfi manna til að gegna prófessorsembætti. Nutu hæfíleikar Benedikts sín vel í störf- um hans fyrir lagadeild. Þótt Benedikt Siguijónsson hafi mestan hluta ævi sinnar gegnt tímafrekum málflutnings- og dóm- störfum, lágu eftir hann mörg lögfræðirit. Flest þeirra fjalla um bótarétt, einkum skaðabótarétt utan samninga. Þau verða ekki talin hér, en um þau má vísa til Lögfræðinga- tals (Rvík 1976) og ritaskrár í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 1980. Heimildir þessar eru að vísu eigi alveg tærnandi um ritverk Bene- dikts. Aðrir munu segja ítarlegar frá ævi og störfum Benedikts. Hér er margs ógetið, svo sem vinnu hans við samningu lagafrumvarpa, erinda á þingum norrænna lögfræðinga, ritstjómarstarfa, t.d. við Nordisk Domssamling árin 1968 til 1983, setu í Kjaradómi, umfangsmikilla nefndastarfa, fyrirlestra um lög- fræði á ýmsum þingum, ráðstefnum og námskeiðum utan samtaka lög- fræðinga, ráðgjafarstarfa eftir að hann hætti að reka lögmannsskrif- stofu og óteljandi álitsgerða um margvísleg lagaleg álitaefni. Góðar gáfur, mannúð, mikil þekk- ing, fjölbreytt reynsla, fágæt starfs- orka og reglusemi lyftu Benedikt Siguijónssyni í hóp fremstu lögfræð- inga landsins. Skopskyn hans og létt lund gerðu honum kleift að þola mikið vinnuálag árum saman án þess að bogna eða brotna. Hann gat hlegið að málum, sem hann tapaði og skopast að meintum eða raun- verulegum ávirðingum sínum í málflutningi eða öðrum störfum. Hann var umburðarlyndur maður og alþýðlegur. Hann kom eins fram við höfðingja og þá, sem lítils máttu sín. Hann var trygglyndur og hjálp- samur og taldi ekki eftir sér að vinna kauplaust, ef einhver þurfandi átti í hlut. Fáum lagamönnum hef ég kynnst, sem hafa verið jafn fúsir og hann til að aðstoða og leiðbeina öðr- um lögfræðingum, þegar á þurfti að halda. Margir lögfræðingar áttu honum mikið að þakka, þeirra á meðal sá, er þetta skrifar. Náðu vin- sældir Benedikts Siguijónssonar langt út fyrir hóp lögfræðinga og skjólstæðinga. Ég votta samúð ekkju Benedikts, Fanneyju Stefánsdóttur, sonum þeirra, þeim Stefáni kennara, Guð- mundi lækni og Siguijóni tannlækni, svo og eiginkonum þeirra og böm- um. Arnljótur Björnsson Mér er bæði ljúft og skylt að mæla nokk'ur orð eftir minn gamla vin og félaga, Benedikt Siguijónsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem borinn verður til moldar í dag. Kynni okkar voru orðin æði löng, eða allt frá því báðir voru við nám í lagadeild háskólans. Ég kom þangað haustið 1936, en Benedikt var þar fyrir, á öðru námsári. Höfðum við að sjálfsögðu margt saman að sælda á þeim árum, eins og gengur og ger- ist um skólafélaga. Benedikt lauk prófi vorið 1940 með hárri 1. einkunn. Kom það engum á óvart, er til þekktu, því maðurinn var skarpgáfaður og framúrskarandi námsmaður. Kynni okkar urðu þó eigi náin fyrr en báðir hófu störf að loknu námi, hann sem fulltrúi lögmannsins í Reykjavík, ég sem fulltrúi á málflutn- ingsskrifstofu föður míns og Theo- dórs B. Líndal. Eftir það mátti heita að við hittumst nær daglega í störfum okkar. Það kom brátt í ljós að Benedikt var réttur maður á réttum stað. Hann vann í fyrstu aðallega að fógetamál- um en bráðlega voru honum falin dómstörf í einkamálum. Þegar lögmannsembættið var lagt niður í árslok 1943 og því skipt í embætti borgardómara og borgarfóg- eta, kaus Benedikt að fylgja starfs- bróður sínum og vini, Áma Tryggvasyni, sem skipaður var fyrsti borgardómari í Reykjavík. Er Ámi lét af stömm sem borgardómari 1945 og Einar Amalds tók við, var Bene- dikt jafnan hægri hönd hans meðan báðir störfuðu saman. Margs er að minnast frá þessum ámm í samskiptum við Benedikt. Var gott að leita ráða hans í vandasömum málum, og naut ég þess í ríkum mæli. Mest og best kynni hafði ég þó af Benedikt, er hann gerðist félagi okkar feðga um málflutningsskrif- stofu árið 1955, eftir að okkar ágæti félagi Theodór B. Líndal var skipaður prófessor í lögum og hætti lögmanns- störfum. Faðir minn var þá orðinn aldraður maður og þreyttur eftir eril- söm lögmannsstörf í nálega hálfa öld og vildi gjaman fara að draga sig í hlé. Skrifstofan hafði marga góða viðskiptamenn, bæði innlenda og er- lenda, og með því að ljóst var að ég mundi brátt standa einn uppi, bar nauðsyn til að fá úrvalsmann í félags- skap okkar. Ég hafði oft rætt um það við Bene- dikt hvort hann hefði áhuga á að breyta til og fara í lögmannsstörf, og fannst mér hann því ekki fráhverf- ur. Hér var komið tækifæri. Ég lagði fast að honum að taka hlut Theodórs í skrifstofunni og gerast félagi okk- ar. Eftir nokkra umhugsun afréð hann að taka þessu boði og tel ég það eitt mesta lán mitt á lífsleiðinni að fá slíkan mann að félaga, enda bar aldrei skugga á samstarf okkar þau ár, sem við unnum saman að málflutningsstörfum. Benedikt aflaði sér strax leyfis til málflutnings fyrir hæstarétti, og svo sem vænta mátti, varð hann brátt einn virtasti og mikilhæfasti lögmað- ur landsins. Hann naut hvarvetna mikils álits og var sóttur mjög að ráðum, bæði af hálfu einstaklinga og opinberra aðila. Engum manni, sem ég hefi kynnst á lífsleiðinni, var betra að starfa með en Benedikt, og virti ég hann manna mest, næst föður mínum. Hann var allra manna ljúfmannlegastur, húm- oristi mikill og skemmtilegur maður í allri umgengni. Hann var ákaftega laginn að setja niður deilur manna, enda maður friðar og sátta og var jafnan mjög farið að ráðum hans. Hann var þannig gerður að hann átti bágt með að neita nokkrum manni um aðstoð sína, þótt hann væri yfírhlaðinn störfum, og varð því vinnudagurinn oft æði langur og lýj- andi. Heilsa hans var ekki sem best á þessum árum og þegar honum stóð til boða að verða dómari í hæstarétti í árslok 1965, var það mikil freisting fyrir hann að taka við starfi, sem ekki er eins erilsamt og lögmanns- starfíð. Var hann líka vissulega vel að þeim frama kominn, enda í miklu áliti sem einn af hæfustu lögfræðing- um landsins. Áður en Benedikt sótti um dómara- embættið í hæstarétti, ræddi hann þetta ítarlega við mig og þótt mér væri mikil eftirsjá í svo góðum fé- laga, hvatti ég hann eindregið til þess að sækja. Ég held að það fari ekki á milli mála að hæstarétti var mikill fengur að fá Benedikt til starfa í dóminn. Fyrri starfsferill hans og einkum, að ég hygg, reynsla hans sem lög- manns, var sem kjörinn undirbúning- ur undir dómarastarf í hæstarétti. Auk þess var maðurinn ágætur fræði- maður í lögum og hafði ritað fjölda merkra ritgerða á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Það fór líka að vonum, að hann reyndist hinn nýtasti dómari í hæsta- rétti. Þegar dómarar láta af embætti í hæstarétti setjast þeir jafnan á frið- stól og njóta elliáranna eftir langan starfsdag. Ekki var svo um Bene- dikt. Honum voru falin ýmis þýðing- armikil störf og verkefni eftir að hann lét af störfum í hæstarétti, og var sívinnandi allt til dauðadags. Benedikt kvæntist árið 1946 eftir- lifandi eiginkonu, Fanneyju Stefáns- dóttur, mikilhæfri konu, sem studdi hann mjög í lífi og störfum. Eignuð- ust þau þijá syni, Stefán kennara, Guðmund lækni og Siguijón tann- lækni, sem allir eru mestu efnismenn og sómi sinnar stéttar. Ég sendi þeim og Fanneyju innilegustu samúðar- kveðjur. Er ég lít yfir farinn veg sl. hálfa öld, finnst mér ég ekki hafa kynnst betri og vammlausari manni en vini mínum Benedikt Siguijónssyni. Blessuð sé minning hans. Ágúst Fjeldsted Nokkur kveðjuorð Mér barst sú harmafregn að kvöldi hins 16. okt. sl. að vinur minn Benedikt Siguijónsson væri látinn. Raunar hafði ég vitað að hann hafði um skamma hríð þjáðst af ólæknandi sjúkdómi, en engu að síður komu þessi sorgartíðindi mér nokkuð á óvart. Benedikt Siguijónsson fæddist 24. apríl 1916 í Hólakoti á Reykja- strönd í Skagafirði. Hann var kominn af traustu og virtu bænda- fólki þar um slóðir, en ekki verður ætt hans rakin frekar hér, það munu aðrir gera. Benedikt Siguijónsson var einn af þessum glæsilegu persónuleikum sem aldrei gleymist þeim er honum kynntust. Gáfur hans komu fljótt í ljós. Þegar sá sem þessar línur ritar kom í Menntaskólann á Akureyri tæpum áratug eftir að Benedikt Siguijónsson útskrifaðist úr þeim skóla voru enn á kreiki sögur um frábæra námshæfileika Benedikts. Nám og starf Benedikts varð allt með slíkum glæsibrag að fáir geta af slíku státað. Eftir lögfræðipróf rak hann ásamt fleiri virtum lög- mönnum lögmannsskrifstofu í Reykjavík við góðan orðstír. Hann var skipaður dómari í Hæstarétti íslands frá 1. jan. 1966 og gegndi því vandasama embætti með sóma á annan áratug. Þá hefur Benedikt ritað fjölda greina og ritgerða um lögfræðileg málefni, en ekki verða þau rit talin hér. Eftir að Benedikt lét af störfum sem hæstaréttardómari lágu leiðir okkar meira saman en áður hafði verið. Benedikt varð fyrsti formaður Tölvunefndar og sem öðrum störf- um gegndi hann því af mikilli alúð. Einnig starfaði Benedikt sem ráð- gjafi í vissum málum fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins um árabil. Samskiptin og samvinnan við Ben- edikt voru einkar ánægjuleg, því að ljúfmennska hans ásamt með skörpum gáfum og hæfileikum til að leysa hvers kyns vanda gerðu samvinnu þessa alla einkar hug- þekka. Þegar vandamál bar að höndum, sem ekki var svo sjaldan og lausn sýndist ekki í sjónmáli, var það segin saga að Benedikt hafði ráð undir rifi hveiju og málið leystist jafnan farsællega fyrir hans atbeina. Þetta eru ógleymanleg til- vik úr samskiptum okkar Benedikts Siguijónssonar. Við samstarfsmenn hans hér í Tryggingastofnun ríkisins söknum hans sárt. Ljúfmennskan, tryggðin og látleysið voru hans aðalsmerki. Nú þegar Benedikt Siguijónsson er allur að afloknum glæsilegum vinnudegi kveðjum við hann með trega. Sár harmur er kveðinn að eigin- konu, sonum, tengdadætrum og bamabömum Benedikts og vottum við þeim dýpstu samúð okkar. Guð blessi minningu Benedikts Siguijónssonar. Björn Önundarson og sam- starfsfólk í Tryggingastofn- un ríkisins. Hann Benedikt er látinn. Margs er að minnast þegar hugsað er til hans. Ég mun ekki minnast á veg- semdir sem honum hlotnuðust á lífsleiðinni, það munu aðrir gera. Árið 1958 kom ég 32 ára gam- all lögfræðingur ráðinn á skrifstofu þess vinar sem ég hripa þessi orð um. Fyrir á skrifstofunni voru þeir ágætis feðgar Láms og Ágúst Fjeldsted að ekki sé gleymt Nönnu Sveinsdóttur gjaldkera svo ekki var í kot vísað. Benedikt tók mér vel með sínum létta kímna „húmor“ sem einkenndi hann alla tíð. Strang- ar reglur vora ekki settar um nýliðann en þó tekið fram: „Hér tölum við ekki um stjómmál." Ég kunni víst eitthvað fyrir í fræðun- um, en hollráð sótti ég til hans í vandasömum málum. Aldrei var hávaðanum fyrir að fara og lundin létt en skap átti Benedikt til ef á þurfti að halda eins og hans mann- gerð á til í pokahominu ef á reynir. Aldrei flutti ég mál á móti vini mínum, en góður þótti hann mál- flutningsmaður og fylginn sér. Það man ég ekki að styggðaryrði féllu til mín öll þau tæpu átta ár sem ég starfaði sem fulltrúi hans og var þó undirritaður ærið brokkgengur á stundum. Í mínum augum stendur Benedikt sem ljúfur afbragðs lög- fræðingur með sinni léttu kímni. Og ekki gleymast dagamir á nor- ræna lögfræðingamótinu í Kaup- mannahöfn um árið. En þá var glatt á hjalla. Oft gat ég dáðst að því hvemig hann gat gefið sér tíma til að sinna hjartans málum smæl- ingja, sem til hans leituðu og aldrei mun fyrir það endurgjald komið. Það var mér mikil upphefð þegar Benedikt var skipaður hæstaréttar- dómari að hann skyldi þá fela mér hin stóra mál sem óleyst vora, svo hægt væri að ljúka þeim með nokkr- um ágætum. Fanney ekkju Benedikts og hin- um velgefnu sonum þeirra bið ég Guðs blessunar. Gísli G. ísleifsson Það var glöð stund 24. apríl sl. er Benedikt Siguijónsson fyrrv. hæstaréttardómari hélt upp á 70 ára afmæli sitt. Hann hafði látið reisa skála um þjóðbraut þvera og var hann hylltur af mörgum. Meðal þeirra sem tóku til máls vora Davíð Ólafsson seðlabankastjóri, Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra, Magnús Þ. Torfason forseti Hæstaréttar og Jón G. Halldórsson viðskiptafræðingur, sem talaði fyrir hönd bekkjarbræðra Benedikts. í máli þeirra kom fram hvílíkur afbragðs maður Benedikt Sigur- jónsson væri. í fáum orðum sagt maður, sem vildi leysa vandræði hvers manns; sá sem hvað fyrstur kom mönnum í hug, þegar mikið þótti liggja við og skilaði jafnan öllum þeim mismunandi verkum sem honum væra fengin af stjórn- völdum og öðram. Vinnuþjarkur með afbrigðum og hjálpfús. Gætinn og ráðhollur. Þá datt engum í hug annað en að hann myndi lifa næsta áratuginn sinn og betur. Hann var glaður og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.