Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 23.10.1986, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1986 57 Öruggur sigur KR gegn KA Akureyri. Frá Skapta Hallgrímaayni, blaÖamanni Morgunblaðsins. KR-INGAR unnu öruggan og sanngjarnan sigur á KA í 1. deildinni f handbolta í gœr- kvöldi. Lokatölur urðu 22:16. Fyrri hálfleikurinn var hálf óskemmtilegur. Hamagangur- inn og lætin voru mikil en handboltinn sjálfur ekki áferð- arfallegur. Staðan í leikhléi var 5:9 fyrir KR. Þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum skoraði KA sitt annað mark og staðan þá 2:5. Lítið skor sem kom þó ekki til vegna frábærrar mark- vörslu eða firnasterkra varna heldur dapurs sóknarleiks fyrst og fremst. Þegar á leið hálfleikinn urðu varnir beggja liða reyndar ágætar og sókn- arleikurinn skánaði. Gísli Felix markvörður varði 6 skot í fyrri háifleik, þar af 1 víti og Brynjar Kvaran varði 4 skot í KA- markinu. KR-ingar héldu öruggri for- ystu fram í miðjan síðari hálf- leik er KA-liðið tók sig skyndilega til og skoraði fimm mörk í röð! Staðan breyttist þá úr 9:17 í 14:17. Með yfirve- guðum leik hefði ef til vill tekist að jafna leikinn en KA-menn urðu of æstir. Það átti að jafna í hverri sókn er hér var komið sögu og það varð til þess að leikmenn liðsins urðu allt of æstir. KR-ingar gengu á lagið og innsigluðu sigur sinn. Besti maður KR-inga var Konráð Ólafsson, bráðefnileg- ur hornamaður, sem lók mjög vel. Aðrir voru nokkuð jafnir. Hans Guðmundsson varð að fara af leikvelli um miðjan síðari hálfleik og er talið að hann hafi brotið þumalfingur hægri handar -að minnsta kosti tognað illa. Hjá KA lék enginn af eðli- legri getu og veröa KA-menn að laga margt ( leik sínum ef þeir ætla að ná árangri. Sókn- arleikurinn var sérstaklega slakur. Brynjar Kvaran hefur kvartað yfir því aö þeir æfi ekki nóg - og í gærkvöldi sagði hann við blaðamann að Akur- eyringar gætu ekki vonast eftir því að eignast gott 1. deildar- lið þegar svo væri. Dómarar voru Björn Jóhann- esson og Sigurður Baldursson og voru þeir ákaflega slakir. Mörk KA: Guömundur Guömunds- son 4/2, Jón Kristjánsson 3, Pétur Bjarnason 3, Hafþór Heimisson 2, Jóhannes Bjarnason 2 og Friöjón Jónsson 2. Mörk KR: Hans Guðmundsson 5, Konráð Jónsson 5/1, Guömuncur Albertsson 3, Guðmundur Pálmason 3. Jóhannes Stefánsson 2/1, Þor- steinn Guðjónsson 2, Páll Ólafsson 1, Peter Paulsen 1. Blikar með fullt hús BREIÐABLIK vann Hauka í 1. deildinni í handknattleik í gær- kvöldi með 24 mörkum gegn 21 og var leikið í Hafnarfirði. Staðan í leikhlói var jöfn 11:11. Leikurinn var slakur en engu að síður var nokkuð gaman að horfa á hann. Blikar höfðu nauma forystu mest allan fyrri hálfleikinn en Haukar komust þó yfir 8:7 og síðan aftur 11:9 rótt fyrir leikhlé en Björn Jónsson skoraði tvö síðustu mörk- in og jafnaði þar með fyrir leikhlé. í síðari hálfleik var enn jafnræði með liðunum. Jafnt vr í 15:15 en eftir það sigur Kópavogsbúar hægt og bítandi framúr og unnu leikinn og var þetta sanngjarn sigur. Blik- arnir voru betri. Vörn Blikanna byrjaði mjög vel nema hvað vinstra hornið hjá þeim lak hræðilega og skoruðu Haukar fjögur mörk úr því i fyrri hálfleik. Er líða tók á fyrri hálfeikinn gekk vörnin ekki eins vel upp og það nýtti Sigurjón Sigurðsson sér og skoraði hvert markið af fætur öðru og flest glæsileg. Geir Hallsteinsson þjálfari Blika greip til þess ráðs að láta Jón Þórir Jónsson taka Sigurjón úr umferð og við það riðlaðist sóknar- leikur Hauka mikið. Enginn virtist þora að skjóta. Jón Þórir gerði meira en taka Sigurjón úr umferð því hann fiskaöi mörg vítaköst sem Björn fyrirliði Jónsson skoraði úr af miklu ör- yggi. Guðmundur Hrafnkelsson komst heldur betur í stuð í síðari hálfleiknum og lokaði þá hreinlega markinu en í fyrri hálfleik lék hann ekki vel. Undir lok leiksins reyndu Haukar að taka Aðalstein Jónsson úr um- ferð en það var orðið of seint, Breiðablik hafði náð tökum á leikn- um og vann sanngjarnan sigur. Hjá Haukum var Sigurjón best- ur, í fyrri hálfleik en í þeim síðari bar lítið á honum. Árni Sverrisson var mjög drjúgur í horninu og Helgi Á. Harðarson laumaði inn fallegum boltum. Ólafur Guðjónsson stóð fyllilega fyrir sínu í markinu. Dómara leiksins vöktu mikla at- hygli, en því miður ekki fyrir góða frammistöðu. Þorgeir Pálsson og Guðmundur Kolbeinsson dæmdu og hafa trúlega aldrei dæmt eins illa. • Þeir Björn Jónsson fyrirliði Breiðabliks og Guðmundur Hrafnkels- son markvörður liðsins áttu ekki minnstan þátt í sigri Blikanna í gærkvöldi. Mörk HAUKA: Árni Sverrisson 6, Helgi Á. Harðarson 4, Sigurjón Sigurðsson 4/1, Pétur Guðnason 3, Eggert ísdal 2, Sigurð- ur Ö. Árnason 1, Ágúst Sindri Karlsson 1. Mörk UBK: Björn Jónsson 11/7, Aöal- steinn Jónsson 4, Jón Þórir Jónsson 4, Svavar Magnússon 2, Kristján Halldórs- son 1, Paul Dempsey 1, Sigþór Jóhanns- son 1. -sus. FH kafsigldi Stjörnuna Liðið fór á kostum síðustu mínúturnar og sigraði með átta marka mun • Óskar Ármannsson skoraði 8 mörk fyrir FH í gær og Guöjón Árnason 7 er liðið vann Stjörnuna. Hann- es Leifsson fyrirliði Garðbæinga skoraði 10 mörk fyrir iið sitt en það nægði ekki gegn Hafnfirðingunum. „Það er mikilvægast að vinna sterkari liðin og því var þessi sig- ur mjög ánægjulegur. í byrjun móts vorum við ekki á róttu „tempói“ en nú er þetta komið. Við vorum ákveðnir í að vinna þennan leik og héðan í frá tökum við stefnuna á toppinn,11 sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH, við Morgunblaðið að loknum 31:23 sigri FH gegn Stjörnunni í 1. deild karla f handknattleik i Digranesi í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var frekar jafn, mikið skorað enda varnirnar opn- ar. Jónas Þorgeirsson í marki Stjörnunnar varði ágætlega á með- an allt fór inn, sem að marki FH kom fyrstu mínúturnar. Stjarnan skoraði tvö fyrstu mörkin og náði mest þriggja marka forystu 7:4, en þá fór Magnús Árnason í mark- ið hjá FH og Hafnfirðingarnir náðu að jafna, þegar 14 mínútur voru liðnar af leiknum. FH-ingar náðu fjórum sinnum tveggja marka forystu það sem eftir var hálfleiksins, en staðan í hálfleik var 15:14 FH í vil. Stjarnan náði strax að jafna, en þegar 23 mínútur voru eftir var FH þrjú mörk yfir. Stjarnan gafst ekki upp og stundarfjórðungi síðar munaði aðeins einu marki, 23:22 fyrir FH. En þar með var allur kraft- ALLT var til reiðu í Istanbúl í gærkvöldi fyrir leik Besetkas frá Tyrklandi og Apoel frá Kýpur í Evrópukeppni meistaraliða. Þrjátíu og fimm þúsund áhorf- endur voru á lelkvellinum, tyrk- neska sjónvarpið tilbúið í beina útsendingu frá leiknum , dómar- inn á staðnum - og lið Bosetkas. ur úr Garðbæingum og Hafnfirð- ingarnir hreinlega kafsigldu þá síðustu mínúturnar. Þeir skoruðu næstu átta mörk, en Stjarnan átti síðasta orðið á lokasekúndu leiks- ins. Stórsigur FH gegn Reykjanes- meisturum Stjörnunnar, 31:23. Þetta var fyrsti sigur FH í þrem- En Kýpurbúarnir stóðu við það sem þeir höfðu áður tilkynnt og létu ekki sjá sig. Tyrkland og Kýpur hafa lengi átt í stjórnmáladeilum og eru reyndar í stríði - tæknilega séð. Þegar liðin tvö drógust saman varð strax Ijóst að til vandræða gæti komiö, því um yrði að ræða fyrstu samskipti ur leikjum.Sóknarleikurinn var góður og leikmennirnir fóru hrein- lega á kostum síðustu mínuturnar. Þegar Stjarnan hafði náð þriggja marka forystu tóku FH-ingar Hann- es Leifsson og Gunnar Birgisson úr umferð og opnaðist vörnin að sjálfsögðu fyrir vikið, en hættuleg- þjóðanna á íþróttasviðinu í 12 ár. Fljótlega blossuðu upp deilur og ásakanir flugu á báða bóga um að hinn aðilinn hyggðist nota leik lið- anna sem tilefni til hermdarverka. Talið er Ifklegt að UEFA muni taka mjög hart á þeirri ákvörðun Kýpurmanna að mæta ekki í leik- inn. ustu mótherjarnir voru um !eið stöðvaðir. Markvarslan lagaðist þegar á leið og þegar á heildina er litið var þetta sigur liðsheildar- innar. Atkvæðamestir voru Óskar Ármannsson, Þorgils Óttar Mathiesen og Guðjón Árnason. Héðinn Gilsson var góður í fyrri hálfleik, en lék meiddur í þeim seinni. Stjarnan byrjaði vel, en lét und- ' an, þegar mótherjarnir tvíefldust. Sóknarleikurinn var fálmkenndur síðustu mínúturnar, mótspyrnan var líklega meiri, en þeir bjuggust við. Magnús Teitsson lék ekki með vegna meðsla og verður frá í mán- uð, en bestir Stjörnumanna að þessu sinni voru Sigurjón Guð- mundsson, Hannes Leifsson og Sigmar Þröstur Óskarsson, sem varði ágætlega. Dómararnir, Rögnvaldur Erl- ingsson og Gunnar Kjartansson, voru samkvæmir sjálfum sér. Mörk STJÖRNUNNAR: Hannes Leifsson 10/7, Sigurjón Guðmundsson 5, Skúli Gunnsteinsson 2, Hermundur Sigmunds- son 2, Gylfi Birgisson 2, Einar Einarsson 2. Mörk FH: Óskar Ármannsson 8/4, Guðjón Árnason 7, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Héðinn Gilsson 3, Óskar Heigason 3, Gunnar Beinteinsson 2, Pétur J. Petersen Þrjátíu og fimm þúsund áhorfendur en enginn leikur!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.