Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 249. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkín: Verður enska gerð að opinberu máli? Washington, AP. BANDARISKIR kjósendur völdu sér í gær ekki aðeins þingmenn og rikisstjóra, heldur tóku þeir einnig afstöðu til fjöldamargra ann- arra mála. Voru þau rúmlega 200 talsins, m.a. hvort leyfa skuli marijúanaræktun og hvort enskan skuli gerð að opinberu máli. „Hér fylgjumst við af áhuga með því, sem gerist í Kaliforníu, það mun ráða framhaldinu," sagði Gro- ver Robinson, öldungadeildarþing- maður fyrir Florida, en hann er hvatamaður þess, að enska verði lögleidd sem opinbert mál í ríkinu. Um það var einnig kosið í Kali- forníu þar sem spænska og raunar flestar þjóðtungur í heimi eru talað- ar auk enskunnar. John Sajo, sem fékk því framgengt í Oregon, að fólk fengi að kjósa um hvort leyfa skyldi maríjúanaræktun til eigin nota, sagðist hafa unnið mikinn sig- ur með því að fá málið tekið fyrir. I skoðanakönnunum blaða kom þó fram, að 74% kjósenda voru andvíg tillögunni. I sumum ríkjum var kosið um lægri skatta og í öðrum um strang- ari lög um umhverfismál en alls voru málaflokkamir, sem um var Danskir póstmenn: Á námskeið í hundasálfræði Viborg, AP. PÓSTMENN í Viborg eða Vé- björgum á Jótlandi verða brátt sendir á námskeið i hundasál- fræði. Á það að hjálpa þeim við að forðast hundsbitin að sögn danska ríkisútvarpsins. Á þessu ári hafa 15 póstmenn í borginni orðið að leita læknis vegna hundsbits en í dönsku læknablaði kom nýlega fram, að jafnvel lítilfjör- legt bit gæti valdið alvarlegri sýkingu í mönnum. 325 póstmenn munu sækja námskeiðið þar sem þeir verða leiddir í allan sannleika um tilfínn- ingalíf og sálarkima hundanna. kosið 226. Af öðrum málum má nefna, að í Kalifomíu var lagt til, að allir, sem sýktir eru af alnæmi, skyldu kvíaðir af frá öðru fólki; í Massachusetts og Nebraska var kosið um hvort skylda bæri bílbelta- notkun; í Idaho var spurt um hvort réttur manna til atvinnu skyldi ákveðinn með lögum og í Kansas vildu sumir leyfa matsölustöðum að selja fólki áfengi í glasatali en það hefur verið bannað. Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, lagði hart að sér í kosningabaráttunni enda úrslitin ákaflega mikil- væg fyrir hann. Hér er hann staddur í Las Vegas með samflokksmanni sínum, Jim Santini, sem bauð sig fram sem öldungadeildarþingmaður fyrir Nevada. AP/Símamynd Kosningarnar í Bandaríkjunum í gær: Mikilvægar fyrir völd Reagans sem forseta Washington, AP. ENGAR tölur höföu borist úr kosningunum í Bandaríkjunum þegar Morgunblaðið fór í prent- un í nótt enda kjörstöðum á austurströndinni ekki lokað fyrr en eftir miðnætti að fsl. tíma og öðrum síðar. Líklegt þótti, að mjög mjótt yrði á mununum en demókratar gerðu sér þó vonir um að vinna öldungadeildina af repúblikönum. Ef þeim hefur tekist það er það mikið áfall fyr- ir Reagan forseta. í kosningunum var tekist á um öll 435 sætin í fulltrúadeildinni og 34 sæti af 100 í öldungadeildinni. Auk þess voru kosnir ríkisstjórar í 36 ríkjum. Demókratar hafa ráðið fulltrúadeildinni en repúblikanar öldungadeildinni, höfðu 53 þing- menn á móti 47 demókrata og þurftu þeir síðamefndu því aðeins að vinna fjögur þingsæti til að ná meirihluta í deildinni. Reagan, forseti, tók mikinn þátt í kosningunum og fór um landið þvert og endilangt til að hvetja fólk til að kjósa frambjóðendur Repú- blikanaflokksins. Átti hann mikið undir því, að repúblikönum tækist að halda öldungadeildinni því að annars fær hann engum málum framgengt nema þeim, sem demó- krötum þóknast. Sovétmenn óttast Stinger-flaugamar - segja Bandaríkjamenn sækjast eft- ir hernaöarlegri lausn í Afganistan Vínarráðstefnan hafin AP/S!mamynd Vínarráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu hófst í gær en hún er þriðja framhaldsráðstefna Helsinkifundarins árið 1975. Verður þar kannað hvemig þjóðimar 35, sem undirrituðu Helsinki- sáttmálann. hafa staðið við ákvæði hans, m.a. um mannréttindamál. Fulltrúar íslands við setningu ráð- stefnunnar vom þeir Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal, sendiherra, og Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Sjá fréttir af Vínarráðstefnunni á bls. 25. Moskvu, Islamabad, AP. ÓNEFNDUR talsmaður sovéska varnarmálaráðuneytisins fór í gær hörðum orðum um Banda- ríkjamenn og gagnrýndi þá fyrir að hafa látið skæruliðum í Afg- anistan í té Stinger-loftvarna- flaugar. Sagði hann, að nú væri erfiðara en áður að semja um friðsamlega lausn á átökunum í landinu. Benda þessi ummæli til, að eldflaugarnar hafi nú þegar valdið Sovétmönnum miklu tjóni. Halda sumir sérfræðingar því fram, að þær kunni að breyta gangi styijaldarinnar verulega. „Þessi ákvörðun, sem tekin er þrátt fyrir friðarvilja Sovétmanna og heimköllun sex herdeilda, sýnir, að Bandaríkjamenn sækjast eftir hemaðarlegri lausn á vandamálum Afgana," sagði ónefndur talsmaður sovéska vamarmálaráðuneytisins í viðtali við Tass-fréttastofuna. Sov- étstjómin kallaði fyrir skömmu heim frá Afganistan sex herdeildir, 8000 hermenn, en vestrænir sér- fræðingar segja, að það skipti engu því að enn séu í landinu 110.000 sovéskir hermenn. Fjölmiðlar á Vesturlöndum skýrðu frá því um helgina, að skæruliðar í Afganistan væru komnir með bandarískar Stinger- eldflaugar, sem em afar fullkomnar og næstum ógjömingur að forðast þær. Fréttir frá Afganistan að und- anförnu benda líka til, að Sovét- menn hafi orðið fyrir gífurlegu flugvélatjóni, misst fjöldann allan af fallbyssuþyrlum og orrustuþot- Bretland: íhaldsflokk- urinn með forystuna London, AP. í FYRSTA sinn í næstum eitt ár nýtur íhaldsflokkur Margaret Thatcher mests fylgis meðal breskra kjósenda. í skoðanakönnun, sem birt var í gær, kemur fram, að íhaldsflokkur- inn hefur 4% forystu, og virðist sem það hafí haft lítil eða engin áhrif, að Jeffrey Archer, varaformaður flokksins, mátti segja af sér vegna afskipta sinna af vændiskonu. Nú styðja 40% íhaldsflokkinn, 36% Verkamannaflokkinn og 21% Kosn- ingabandalagið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.