Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986
7
Dómkónnn fynr framan Dómkirkjuna.
Tónlistardagar Dómkirkjunnar hefjast íkvöld
TÓNLISTARDAGAR Dómkirkjunnar hefjast í búsett er á íslandi, leikur einleik á nýja Dómkirkju-
kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. með tónleik- orgelið. Á Tónlistardögum Dómkirkjunnar verða
um Dómkórsins. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- einnig tónleikar um helgina. Laugardaginn 8. nóv.
breytt og verða m.a. flutt verk eftir Bach, leikur þýski organleikarinn Rolf Schönstedt og aðrir
Bruckner, Nystedt og fleiri. kórtónleikar verða á sunnudaginn. Stjómandi Dóm-
Norski organleikarinn Ann Turil Lindsted, sem kórsins er Marteinn H. Friðriksson.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTUNI 8- 15655
Ríkissaksóknari:
Ekki ástæða
til frekari að-
gerða vegna
fjármála BJ
PHILCO A H0RKUG0ÐU VERÐI.
ÞVOTTAVÉL FYRIR KR. 28.450,-*
OG ÞURRKARINN FYRIR KR. 19.370,-*
Svava Bernharðsdóttir
sigrar í tónlistarkeppni
við Juilliard-háskóla
EMBÆTTI ríkissaksóknara telur
ekki ástæðu til frekari rann-
sókna eða ákæru vegna fjármála
Bandalags jafnaðarmanna að því
er Hallvarður Einvarðsson, ríkis-
saksóknari, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær.
í bréfi ríkissaksóknara til RLR
segir að ekki sé efni til frekari rann-
sóknar eða ákæm af hálfu ákæru-
valds eins og mál þetta liggur fyrir.
Hallvarður Einvarðsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að þar
með væri þetta mál niður fallið sem
opinbert mál eða sakamál.
Philco 421 þurrkarinn.
Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti
sama magn og þvottavélin. Hann er
einfaldur í notkun; þú velur á milli 3
sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum
tegundum þvottar. Þurrktími getur
varaö allt aö tveimur klst. auk átta
mínútna kælingar í lok þurrkunar.
Philco w 393 þvottavélin.
Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir
Philco aö enn betri og öruggari
þvottavél en áöur. Vélin vindur meö
allt aö 1000 snúninga hraöa á mínútu.
Hún hefur stóran þvottabeig og tekur
inn á sig bæöi heitt og kalt vatn.
Þannig sparast umtalsverö orka.
Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni
- það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði.
Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað.
Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco
og eru frá Heimilistækjum. Þaðtalarsínumáli:Traustnöfn,sanngjarntverðog örugg þjónusta.
Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur.
Við erum sveigjanlegir í samningum.
Svava Bernharðsdóttir, lágfiðlu-
leikari.
York-borg sl. föstudag. Allir
lágfiðluleikarar háskólans tóku
þátt í keppninni og komust átta
þeirra í úrslit. Ekki eru veitt
peningaverðlaun fyrir fyrsta
sætið, en talinn er mikill heiður
að sigra í þessari keppni. Svava
mun í tilefni þessa fá að leika
einleik með skólahljómsveitinni
á tónleikum 14. nóvember nk. í
Lincoln Center í New York-borg.
Svava hefur verið við nám í Juill-
iard-háskólanum sl. þrjú ár og lauk
hún þaðan kandidatsprófi sl. vor.
Hún stundar nú doktorsnám við
skólann og lýkur því að tveimur
vetrum liðnum. Svava var áður við
nám í Tónlistarháskólanum í Haag
hjá Nubuko Imai, en burtfararprófi
í víóluleik lauk hún frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík vorið 1982.
Svava hóf fiðlunám aðeins 8 ára
í Tónlistarskóla Selfoss og voru
fyrstu kennarar hennar séra Sig-
Rannsóknarlögreglu ríkisins
barst hinn 29. október síðastliðinn,
kæra frá Þorsteini Hákonarsyni og
fleiri fyrrum trúnaðarmanna hjá
Bandalagi jafnaðarmanna, á hend-
ur Stefáni Benediktssyni alþingis-
manni, Kristínu Waage fyrrverandi
starfsmanni BJ og Iðnaðarbankan-
um og krafa um að fá afhenta
bankabók Bandalagsins. Jafnframt
var farið fram á opinbera rannsókn
á tilteknum atriðum varðandi fjár-
mál BJ. Rannsóknarlögreglan sendi
síðan rannsóknargögn til embættis
ríkissaksóknara hinn 31. október
síðastliðinn.
SVAVA Bernharðsdóttir, 26 ára
lágfiðluleikari, sigraði í tónlist-
arkeppni við hinn þekkta tónlist-
arháskóla Juilliard í New
urður Sigurðarson og Sigurður
Rúnar Jónsson. Hún var síðan nem-
andi Gígju Jóhannsdóttir í Tón-
menntaskóla Reykjavíkur. Á
unglingsárunum dvaldist hún er-
lendis með fjölskyldu sinni og var
þá hjá ýmsum kennurum í Eþíópíu
daog Bandaríkjunum.
Rut Ingólfsdóttir var kennari
Svövu í Tónlistarskólanum í
Reykjavik. Að loknu stúdentsprófi
frá MH árið 1980 snéri Svava sér
að víóluleik undir leiðsögn Stephens
King og einnig naut hún hand-
leiðslu Marks Reedman innan
strengjasveitar Tónlistarskólans.