Morgunblaðið - 05.11.1986, Side 23

Morgunblaðið - 05.11.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 23 Framsóknarmenn á Vestfjörðum: Ennþá er von á framboðum að mati formanns kjördæmisráðs SIGURÐUR VIGGÓSSON á Pat- reksfirði, formaður kjördæmis- ráðs Framsóknarflokksins á Vestfjörðum telur að enn sé von á nokkrum framboðum framsókn- armanna í kjördæminu, vegna skoðanakönnunar fyrir komandi alþingiskosningar. Frestur til þess að skila inn framboðum rennur út nú á laugardag, þann 8. nóvember. Þeir sem þegar hafa tilkynnt fram- boð eru Ólafur Þ. Þórðarson alþingis- Morgunblaðið/Bjami íslensku stórmeistaramir sem taka þátt í mótinu. Taldir frá vinstri: Jón L. Arnason, Margeir Péturs- son, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson. Alþjóðlegt skákmót í Reykjavík i febrúar: Sterkasta skákmótið hér á landi til þessa maður, Gunnlaugur Finnsson fyrrverandi alþingismaður, _ Pétur Bjamason fræðslustjóri á Isafirði, Magdalena Sigurðardóttir varaþing- maður, Þórunn Guðmundsdóttir, starfsmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík og Guðmundur Hagalíns- son bóndi á Hrauni, Ingjaldssandi. Skoðanakönnunin fer fram þann 6. og 7. desember næstkomandi. Sig- urður sagðist eiga von á því að a.m.k. þrír framsóknarmenn ættu eftir að skila inn framboðum sínum, áður en fresturinn rennur út á laug- ardag, en hann vildi engu spá um það hveijir það yrðu. í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi hefur fyrirtækið ákveðið að standa fyrir sterku skákmóti hér á landi í febrúar næstkomandi í samvinnu við Skáksamband Islands. Fimm af tólf sterkustu skák- mönnum heims taka þátt í mótinu, auk fjögurra íslenskra skákmanna af yngri kynslóðinni, og Norðmannsins Shimen Agdestein. Verðlaun- afé er samtals að upphæð 30 þúsund Bandaríkjadalir, sem jafngildir um 1,2 milljónum íslenskra króna. Mótið verður það langsterkasta, sem hefur verið haldið hérlendis til þessa. Það verður af 14. styrk- leikagráðu, sem þýðir að meðal- skákstigatala keppenda verður á bilinu 2.576-2.600 stig. Samkvæmt skrásetningu alþjóðaskáksam- bandsins FIDE verða mót ekki sterkari en af styrkleikagráðu 16. Hæst ber að Garrí Kasparov, núverandi heimsmeistari í skák er væntanlegur hingað til lands til þess að taka þátt í mótinu, ef svo fer sem horfir, en endanleg stað- festing á þáttöku hans hefur ennþá ekki borist. Svars er vænst innan tíðar. Ef Kasparov getur ekki tekið þátt í mótinu, mun Ungveijinn Lajos Portisch taka sæti hans. Aðr- ir erlendir skákmeistarar verða Viktor Korchnoi, landflótta Rússinn sem nú býr í Sviss og hefur 2.650 skákstig, Jan Timman, Hollandi 2.620, Nigel Short, Englandi 2.615, Ljubomir Ljubojevic, Júgóslavíu 2.600 og Simen Agdestein, Noregi 2.545. íslensku stórmeistaramir sem þátt taka í mótinu eru Helgi Ólafs- son 2.560, Jóhann Hjartarson 2.525, Jón L. Árnason 2.510 og Margeir Pétursson 2.510. Þess ber að geta að þessi skákstig eru frá því í júlí í sumar. Ný skákstig verða reiknuð út í desember og gæti því stigatala keppenda eitthvað átt eft- ir að breytast. IBM á íslandi stendur straum af öllum kostnaði við mótið, en íslenska skáksambandið sér um framkvæmdina og rennur allur að- gangseyrir til þess. 1. verðlaun verða 10 þúsund Bandaríkjadalir, 2. verðlaun 6 þúsund dalir og 3. verlaun 4 þúsund dalir. Þá verða samtals tíu þúsund dalir greiddir fyrir unnar skákir og verður upp- hæðinni deilt jafnt á milli þeirra skáka sem vinnast. Það er því hag- ur hvers skákmanns að vinna sem flestar skákir. Á blaðamannafundi, sem IBM á íslandi og Skáksambandið boðuðu til þar sem fyrirhugað mót var kynnt, sagði Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM, að Islendingum hefði orðið einna mest ágengt í skáklist- inni og fjöldi ungra skákmanna hefði á undanförnum árið borið hróður landsins um víða veröld. Því hefði fyrirtækið ákveðið að minnast tuttugu ára afmælis síns með þess- um hætti og væri það von forráða- manna þess að mótið yrði til þess Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi afhendir Þráni Guð- mundssyni merki alþjóðlega skákmótsins, sem haldið verður í febrúar. að efla enn frekar skákáhuga í landinu, jafnframt því sem það yrði hinum ungu íslensku stórmeistur- unum, sem allir væru í mikilli framför, dýrmæt reynsla. Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambandsins, þakkaði IBM fyrir rausnarskapinn. Hann sagði að það hefði þótt í mikið ráðist þegar Reykjavíkurskákmótin hófu göngu sína árið 1964. Framan af hefðu þau mót verið haldin á tveggja ára fresti, en eftir 1980 hefðu komið upp raddir um að halda þyrfti skákmót hér árlega og hefði Skáksambandið unnið að því að gera þann draum að veruleika. Nú hefðu mót verið haldinn á hveiju ári frá árinu 1984 og vonandi yrði það raunin í framtíðinni að sterk alþjóðleg skákmót yrðu haldin hér- lendis árlega. „IBM Iceland Super Chess To- urnament ’87“, eins og mótið er nefnt, hefst 19. febrúar og lýkur þann 1. mars. * * Borgarráð: Greinagerð um opnunar- tíma verslana Á fundi borgarráðs í gær var lögð fram greinagerð Gunnars Eydal skrifstofustjóra borgar- stjórnar um opnunartíma verslana í borginni og lögð fram umsögn flugráðs um þotuflug á Reykjavíkurflug- velli. Samþykkt var að stöðva töku kvikmyndar um fikniefni en ágreiningur varð um hækk- un dagvistargjalda og skipu- lags skilmála við Skúlagötu og verða þau mál tekin upp á næsta borgarstjómarfundi. í greinagerð um opnunartíma verslana sem, lögð var fram í borgarráði, er fjallað um ýmsa möguleika á opnunartíma versl- ana og þeir bomir saman. Engar ákvarðanir voru teknar en grein- argerðinni dreift til fundarmanna. Umsögn flugráðs um þotuflug á Reykjavíkurflugvelli er til komin vegna tillögu frá Albert Guð- mundssyni frá því í janúar sl. um að þotuflug um völlinn takmarkist við neyðartilfelli en verði annars bannað. Lögð var fram greinargerð undirbúningsnefndar að kvik- mynd um flkniefni, sem hafín er kvikmyndun á, á vegum borgar- innar. Borgarráð samþykkti að stöðva gerð myndarinnar á meðan kostnaðarhliðin er athuguð nánar. LIU þingar í Skipstjórar á Isafírði ætla að semja heima ísafirði. AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgj- unnar var haldinn á ísafirði mánudaginn 27. október sl. Á fundinum var ákveðið að segja upp gildandi samningum við út- vegsmenn, svo þeir verði lausir um áramót. Jafnframt var ákveðið að félagið semdi við Útvegsmannafélag Vest- flarða en tæki ekki þátt í heildar- kjarasamningum undir stjórn aðalsamninganefndar í Reykjavík, eins og síðast. Stjórn félagsins var endurkjörin, en í henni eiga sæti Gísli Skarphéð- insson, formaður, Hermann Skúla- son, ritari, og Grétar Þórðarson, gjaldkeri. Aðalfundurinn sendi frá sér eftir- farandi ályktun um stjórnun fisk- veiða: Aðalfundur Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar á ísafirði lýsir yfir andstöðu sinni við framkomnar hygmyndir um að framlengja núgildandi lög um stjómun fiskveiða til ársins 1990. Bendir fundurinn á, að kvóta- kerfið var á sínum tíma samþykkt sem algjört neyðarúrræði, þegar þorskstofninn var í mikilli lægð, og aðeins var leyft að veiða 200 þús. lestir. Þar sem leyfilegur hámarks- afli er nú mun hærri, eða um 350 þús. lestir, og fer að líkindum hækk- andi, er ljóst að neyðarráðstafanir eiga ekki lengur við. Algjör uppstokkun á stjórn fisk- veiðanna er orðin bráðnauðsynleg, því kvótakerfið er ekki sú lausn sem hægt er að hlíta til frambúðar. Sífellt minnkandi hlutdeild Vest- firðinga í bolfiskaflanum undir- strikar nauðsyn þess að hverfa frá núverandi stefnu. Fundurinn vísar til áður fram- kominna tillagna Vestfirðinga um endurbætt sóknardagakerfi sem leið út úr ógöngum kvótakerfisins. — Úlfar AÐALFUNDUR LIU hefst í Vest- mannaeyjum í dag, miðvikudag með setningu Kristjáns Ragnars- sonar, formanns stjórnar LIÚ og ávarpi Halldórs Asgrímssonar, sjávarútvegsráðherra. AIIs verða á annað hundrað manns í Eyjum í tengslum við fundinn. Helztu dagskráratriði fundarins verða: Ástand helztu nytjastofna við Island, flutningsmaður Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar; Hagur Sjávarútvegs, Gamalíel Sveinsson, forstöðumaður þjóðhagsreikninga hjá Þjóðhags- stofnun; Vátryggingar fiskiskipa og áhafna, Gunnar Felixson, að- stoðarforstjóri; Endurnýjun og úrelding fiskiskipaflotans, Svavar Ármannsson, aðstoðarforstjóri og Framtíð _ Ríkismats sjávarafurða, Halldór Árnason, fiskmatsstjóri. Að auki munu fundarmenn skoða sig um í Eyjum og heimsækja ýmis fyrirtæki. Fundinum lýkur síðdegis á föstudag. Auk þessa verður fjallað um margvíslega málaflokka á fundin- um svo sem fyrirhugaðan olíuskatt stjórnvalda, mismunandi þorskafla- hámark í sóknarmarki eftir lands- hlutum, útflutning á ferskum fiski og hækkandi verð á unnum fiska- furðum. Leiðrétting I FRÉTT um niðurstöður skoð- anakönnunar Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandi í gær misritaðist heildarfjöldi atkvæða eins fram- bjóðandans. í fréttinni stóð að Eggert Hauk- dal hefði fengið alls 270 atkvæði, en heildatkvæðatala hans var 208 atkvæði. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.