Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 36

Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Islenskir- krakkar kyrnia vetrartískuna í Evrópu Eru fyrirsætur í tískutímariti sem dreift er um alla Evrópu Á ÞESSU hausti kom út í Hollandi tímaritið „Fashion Magazine“, tískutímarit fyrir ungu kynslóðina þar sem alls konar vetrarfatnað- ur er kynntur. Það er sérstakt við þetta tískurit, að fyrirsætumar eru allar íslenskar, islenskir unglingar, og fóru myndatökur fram í maí í vor. Auk þeirra var þá unnið að gerð níu myndbanda sem hvort tveggja verða notuð til að kynna ísland í hollenska og þýska sjónvarpinu og tíl að sýna í verslunum, sem selja fatnað fyrír ungl- inga. „Fashion Magazine" kemur út í tveimur miUjónum eintaka og hefur veríð dreift um alla Evrópu ásamt myndböndunum. Framleiðandi „Fashion Maga- zine“, hollenski listhönnuðurinn Martie Dekkers, hefur sent Morg- unblaðinu lítið tilskrif um komu sína hingað til lands í vor og kynni sín af krökkunum og öðru fólki. Dekkers kom fyrst til íslands í apríl til að fínna hentuga staði fyr- ir myndatökur, velja fyrirsætur og ganga frá öðrum undirbúningi og kom svo aftur í maí. Segist hann ekki hafa í annan tíma orðið jafn hissa og þá á því að þegar hann kom á hótelið ásamt fylgdarliði sínu hefðu beðið hans þar 50 krakkar ásamt foreldrum sínum. Vandaðist nú málið því erfítt var að velja og segist Dekkers búast við, að marg- ir hafí snúið aftur dálítið vonsviknir. Á veitingastaðnum „Broadway" sá Dekkers til krakka sem sýndu jassballett og varð svo hrifínn af, Hollenski listhönnuðurinn Martie Dekkers. FASHION MAGAZINE iii m mm niiiáiiin T® AanOHTSKSBSSWEáR Eitt augiýsingaspjaldanna. Forsíða tímarítsins „Fashion Magazine“. að hann fékk þá til liðs við sig. Koma þeir fram á myndböndunum og segist hann enn ekki skilja hvernig þeir fóru að því að dansa í fjallaskóm á hijúfu hrauninu. Dekkers segist hafa kynnst mörgum í Reykjavík og harma það mest að geta ekki sjálfur þakkað öllum vinum sínum og þeim sem greiddu götu hans. Auk þess hreifst hann af borginni og landinu og langar til að koma hingað aftur. „Mig langar til að koma aftur til Reykjavíkur og hitta allt fólkið. Ferðin í vor tókst einstaklega vel og það væsti svo sannarlega ekki um okkur í þessu yndislega landi,“ sagði Dekkers að lokum í bréfí sínu. Sj ónvarpsauglýsingar: Bókaútgef endur mótmæla aukaálagi MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Félagi íslenzkra bókaútgefenda: „Stjóm Félags ísl. bókaútgef- enda hefur sent Markúsi Emi Antonssyni, útvarpsstjóra, mótmæli vegna tímabundinnar hækkunar á auglýsingaverði sjónvarps. Eftirfar- andi samþykkt var gerð á stjómar- fundi í Félagi ísl. bókaútgefenda 27. okt. sL eftir að rætt hafði verið um 25% hækkun sjónvarpsauglýs- inga í nóvember og desember nk. Auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins hefur staðfest, að í nóvember og desember 1986 verði auglýsinga- taxti sjónvarpsins með 15% álagi miðað við 1. janúar 1987. „Stjóm Félags ísl. bókaútgef- enda mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Ríkisútvarpsins að leggja sérstakt aukaálag á sjónvarpsaug- lýsingar, sem birtast eiga í nóvem- ber- og desembermánuði nk. Þar með er vegið að þeim aðilum sem þurfa einkum að kynna framleiðslu- vörur sínar á þessum árstíma. Er það stefna Ríkisútvarpsins að láta þá sem þurfa að auglýsa á sérstökum tímum ársins gjalda þess með tímabundinni hækkun á aug- lýsingaverði sjónvarps?" y raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | Félag sjálfstæðismanna í Langholti Aðalfundur félagsins veröur haldinn fimmtudaginn 13. nóv. nk. kl. 20.30. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Aðalfundur Týs Aðalfundur Týs, félags ungra sjálfstæðismanna i Kópavogi, veröur haldinn miðvikudaginn 5. nóvember nk. kl. 20.00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Úrslit kosninga. Ingimundur Magnússon rekstrarráðgjafi verður með framsögu- eríndi. 3. Önnur mál. Félagar mætið tímanlega. Stjórnin Almennur félagsfundur Hvatar % Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna i Reykjavík heldur almennan félagsfund i kjallarasal Valhallarfimmtudaginn 6. nóv. nk. kl. 12.00. Dagskrá: 1. Kosning uppstillingarnefndar fyrir aðal- fund félagsins 18. nóv. nk. 2. Gestur fundarins verður Sólveig Péturs- dóttir lögfræðingur. Léttur hádegisveröur verður á boðstólum. Sjálfstæðiskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Landsmálafélagið Vörður — Félagsfundur Landsmálafélagiö Vöröur heldur almennan félagsfund miövikudaginn 5. nóvember 1986 kl. 20.30 i sjálfstæöishúsinu Valhöll. Dagskrá: 1. Kosning þriggja manna uppstillingarnefndar vegna aöalfundar. 2. Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæðisflokksins fjallar um stjórn- málaviðhorf í þingbyrjun. 3. Önnur mál. Stjórn Varðar. Kópavogur — Happdrætti Vinsamlegast gerið skil á heimsendum happdrættismiðum i haust- happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins Hamraborg 1, er opin alla virka daga frá kl. 17.00-19.00, simi 40708. Sjáifstæðisféiögin i Kópavogi. Vestfjarðakjördæmi Fundur verður haldinn i kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins i Vest- fjarðakjördæmi laugardaginn 22. nóvember nk. Fundurinn hefst kl. 13.30 á Hótel (safirði 5. hæð. Fundarefni: Ákvörðun um framboðslista Sjálfstæðisflokksins i Vestfjarðakjör- dæmi við næstu alþingiskosningar. Stjórn kjördæmisráðs. Keflavík Aðalfundur Heimis FUS verður haldinn 5. nóvember nk. í Sjálfstæðis- húsinu Keflavík og hefst kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar fjölmenniö. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.