Morgunblaðið - 05.11.1986, Síða 50
50
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986
Ast er...
«--s-
... að láta draum-
inn rætast.
TM Reg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved
e 1986 U>s Angeles Tlmes Syndicate
breytingar komið með
nokkur blóm í stað þess
að koma alltaf með gö-
tótta sokka.
HÖGNI HREKKVtSI
E/NKASA/WTAL... 5INS SIN6 ■ --
L.ITLA HKAUN-. - KV/A0f?y6öJA.-5AN QUENTiN-''
Vandið málfarið betur
Heiðraði Velvakandi.
Ekki dreg ég það í efa, að þið
Morgunblaðsmenn viljið hafa sem
vandaðast málfar í blaði ykkar.
Stundum bregður út af því, og mun
það ekki síst vera hvað varðar að-
sent efni.
Ég var að rísla mér við að lesa
auglýsingar í blaðinu frá sunnudeg-
inum 26. okt. Ekki get ég að því
gert, að mér fannst, að málfar aug-
Sonur minn 11 ára ætlaði á
landsleikinn við Austur-Þjóðverja
sem var á miðvikudagskvöldið sem
leið. Þegar hann kom að miðasöl-
unni var honum sagt að uppselt
væri fyrir böm en hann gæti feng-
ið fullorðinsmiða. Hann hefði sjálf-
sagt látið sig hafa það að kaupa
sig inn sem fullorðinn en hann hafði
ekki til þess peninga svo piltur varð
lýsinganna þar væri með verra
móti og það einkennilega var, hve
margar þeirra voru með sama máls-
farssjúkdóminn: STARF. Hér eru
nokkur sýnishorn:
Dæmi 1
Óskum eftir starfsmanni til
starfa. Leitum að starfsmanni til
framtíðarstarfa. Vinna fyrir alla
starfsmenn félagsins. Umsóknar-
eyðublöð hjá starfsmannaþjón-
að snúa frá.
En það sagði hann mér, þegar
hann kom heim aftur vonsvikinn,
að þama hefði komið fullorðin kona
með ungan pilt og borguðu þau
bæði fullorðinsmiða.
Mig langar til að krefja þá, sem
með þessi mál fóra, skýringa.
S.G.
ustu. (Sem sé, lítil auglýsing eftir
manni, sex sinnum orðið STARF.)
Dæmi 2
Vil ráða starfsfólk til starfa.
Upplýsingar um störf þessi veitir
starfsmannastjóri. (Fjóram sinn-
um STARF.)
Dæmi 3
Afgreiðslustörf í verslun. Vilj-
um ráða starfsfólk til afgreiðslu-
starfa. Upplýsingar um störf þessi
veitir starfsmannastjóri. (Fimm
sinnum STARF.)
Spennandi starf. Vantar starfs-
mann. Þarf að hafa reynslu í starfi.
Starfið krefst... (Aðeins fjóram
sinnum STARF.)
Dæmi 5
Óskað eftir sölumanni. Starfið
krefst... Þarf að hefja störf.
Upplýsingar um fyrri störf. (Þrisv-
ar STARF.)
Dæmi 6
Óskað eftir framkvæmdastjóra.
Óflugt sölustarf. Starfið felst í.. .
og sölustarfi. Krefjandi starf, gott
samstarfsfólk. Reynsla í starfi
nauðsynleg. (Sex sinnum STARF.)
Hér er ekki verið að spilla málinu
með notkun erlendra orða; nei, sei
sei nei. En varla getur þetta þótt
góð íslenska, þótt íslenska sé.
Klaufaskapur — staglstíll?
Það vora nokkrar fleiri auglýs-
ingar í þessu sama blaði með sama
STARF-staglinu, en ég fer ekki
lengra.
Eins og sjá má á uppsetningunni
era auglýsingamar ekki teknar upp
í heild, STARF aðeins lauslega sett
í samhengi við efnið.
Slys?
Ja, nú dámar mér, sagði hún
móðir mín heitin, þegar gekk fram
af henni. Mér leist ekki á í morg-
un, þriðjud. 28. nóv., þegar ég fékk
Moggann. A fjóram stöðum las ég
að FORÐA SLYSI. Og ég var að
hrósa ykkur fyrir málfar. — Hroða-
legt!
Nöldrari
Hvenær verður uppselt fyrir börn í Laugardalshöllina? Eru einhver
ákveðin stæði eða sæti ætluð þeim?
Börnin að borga
sem fullorðnir væru
Víkverji skrifar
Hringlið með fréttatíma sjón-
varpsstöðvanna okkar tveggja
er að verða dálítið kátbroslegt. Því
verður þó vart á móti mælt að sök
ríkissjónvarpsins í þessu efni er
meiri en nýju stöðvarinnar. Forr-
áðamenn Stöðvar 2 tóku þá ákvörð-
un í upphafi að hafa sjónvarpstíma
sinn hálfri klukkustund á undan
hefðbundnum fréttatíma ríkissjón-
varpsins. A þeim bæ var hins vegar
talin hætta á að þar með fækkaði
áhorfendum að fréttatíma ríkissjón-
varpsins og því ákveðið að færa
fréttatímann fram á sama tíma og
Stöð 2 hafði helgað sér. í vestræn-
um heimi kallast slíkt “counter-
programing" eða gagndagskrár-
svöran og var býsna algeng hér á
áram áður en á síðari áram hafa
stóra sjónvarpsstöð’varinnar verið
æ meira að hverfa frá slíkri dag-
skrárstefnu, því að hún þykir ekki
hafa borið þann ávöxt sem menn
væntu.
Það hefur hins vegar komið í ljós
að ákvörðun ríkissjónvarpsins um
að færa fram sjónvarpstímann hef-
ur mælst mjög misjafnlega fyrir og
gagnrýnisraddir verið háværar.
Stöð 2 hefur þegar brugðist við á
þann hátt að færa sjónvarpstíma
sinn aftur til kl. 8 og nú virðist hið
sama ætla að verða uppi á teningn-
um hjá fréttastofu ríkissjónvarps-
ins. Slíkt hringl verður hins vegar
,að teljast afar vafasamt og lítt
traustvekjandi. Forráðamenn
fréttastofu ríkissjónvarpsins hafa
tekið ákvörðun og þeir eiga að hafa
þann manndóm í sér að standa við
þá ákvörðun.
xxx
Nú er skýrslan um Hjálparstofn-
un kirkjunnar komin fram og
með lestri hennar ætti almenningur
að fá svör við öllum þeim spurning-
um sem vöknuðu vegna skrifa um
meðferð stofnunarinnar á fjármun-
um þeim er safnað er meðal fólks
hér á landi til hjálpar bágstöddum
í hinum vanþróuðu ríkjum. Það er
ástæða til að bera lof á þá menn
sem stóðu að þessari athugun.
Skýrslan er afdráttarlaus, hvergi
reynt að draga fjöður yfir þau at-
riði sem nefndarmenn telja mis-
farist í íjármálastjórn stofnunarinn-
ar en jafnframt sýnir skýrslan svo
ekki verður um villst að meginhluti
þess flármagns sem Hjálparstofn-
unin safnar, fer rétta boðleið til
þeirra verkefna sem er grandvöllur-
inn fyrir þessari starfsemi. Því má
segja að með skýrslunni sé þetta
mál meira og minna tæmt og það
er því rétt ákvörðun stjómar Hjálp-
arstofnunar að birta hana í heild.
Stofnuninni ætti nú að gefast tóm
til að endurmeta starfsemi sína,
kippa í liðinn því sem aflaga hefur
farið og endurvinna þá velvild sem
hún hefur notið meðal þjóðarinnar
um árabil.
xxx
Víkveiji varð fyrir vísi að menn-
ingaráfalli á dögunum. Hann
átti þess kost ásamt fleiri löndum
að fjúga um hálfan hnöttinn með
flugfélagi sem heiti Cathay Pacific
og hefur aðsetur í Hong Kong.
Flugvélin var að vfsu Jumbo-breið-
þota en ferðast á venjulegum
ferðamannaklassa. Engu að síður
var vel rúmt um farþegana og þjón-
ustan slíkt að við landamir, margir
hverjir vel ferðavanir, höfðum ekki
kynnst öðra eins. Þegar hins vegar
lent var í London var farið beinustu
leið um borð í Boeing 727-þotu
Flugleiða áleiðis heim. Og hvílík
viðbrigði! I samanburði við fyrri
farkost var sem við væram komnir
um borð í gripaflutningavél. Þijár
sætaraðir vora hvora megin gangs-
ins og þrengslin slík að útilokað var
td. að reyna að stytta sér stundir
við lestur breskra dagblaða í stærra
brotinu. Eins og títt er um íslend-
inga á heimleið voru margir vel
birgir af handfarangri og það
reyndist meiriháttar höfuðverkur
að koma honum fyrir. Það var því
kannski ekki að undra þó að einn
samferðamaður orðaði þetta sem
svo að honum liði eins og sardínu
í dós frá K. Jónssyni á Akureyri.
XXX
Smá línubrengl varð í Víkvetja-
pistli í gær þar sem var rætt
um tengsl ræðismannsins Anthony
Hardy í Hong Kong og Islands. Þau
era tilkomin vegna þess að fyrir-
tæki það sem hann starfaði hjá
áður er umboðsaðili Flugleiða og
CARGOLUX - en það nafn féll nið-
ur í pistlinum.