Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 10

Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 Bréf til barna og fullorðinna Vasabrotsbækur um trúmál ■— ___■_k_ __ . . _ allri sköpun Guðs og ötlum börnum crienaar oæKur ,____*,, __ Torfi Olafsson Um Fount-bókaútgáfuna virðast gilda sömu lögmál og önnur bóka- forlög að ftjósemi þeirra eykst þegar dregur að jólum. Þessi bóka- útgáfa sendir okkur til umsagnar þær vasabrotsbækur sínar sem um trúmál fjalla og eru þær þessar: Letters to Children eftir C.S. Lewis, höfund Narnia-bókanna sem nú eru að koma út á íslensku, ein bók fyrir hver jól og er þriðja bókin af sjö þegar komin í bókaverslanir. Letters to Children er að verulegu leyti tengd þeim bókaflokki því hún er safn bréfa sem C.S. Lewis skrif- aði börnum til að svara fyrirspum- um þeirra og ræða málin við þau. Og margar fyrirspumimar og þar af leiðandi bréfin fjalla einmitt um Namia-bækumar en einnig um skólann (Lewis var mjög slappur í reikningi), ritmennsku og dýr. Spiritual Letters of Jean- Pierre de Chaussade. Ensk þýðing eftir Kitty Muggeridge. de Chaussade var uppi á 17. öld, gekk í prestaskóla og gerðist Jesúíti. Hann var m.a. andlegur leiðtogi systrareglunnar „The Nuns of the Visitation" í Nantes og þessi bók er einmitt safn bréfa sem hann skrifaði systrunum,_ þeim til and- legrar leiðsagnar. I þeim hvetur hann systumar til að afneita sjálf- um sér og beygja sig undir vilja Guðs en hann hafnar þeirri skoðun að einangrun í klaustri geti losað fólk undan þjáningum og and- streymi hins jarðneska lífs. Höfuð- viðfangsefni bókarinnar eru hinn innri friður, að bera krossinn og fátækt í andanum. Open to God eftir bróður Bem- arð er skrifuð af anglíkönskum Fransiskana og segir hann jöfnum höndum frá andlegum hugmyndum sínum og sögu hins heilaga Frans, fyrirmyndar sinnar. Hann er, eins og heilagur Frans, hugfanginn af opu hennar. I lok bókarinnar tekur hann upp spuminguna gömlu sem lögð var fyrir hl. Frans, samkvæmt sögu hans: „Hvort er betra, Frans, að þjóna Drottni eða þjóni hans?“ Og Frans svarar: „Hvort vilt þú heldur að ég geri, Drottinn?" Og það er einmitt grunntónn bókarinnar, að maðurinn leitist við að starfa sam- kvæmt vilja Guðs en ekki sínum eigin. One Step Enough — saga um ferð, eftir Peter Comwell, er saga höfundar af andlegri för hans sjalfs. Hann var ungur prestur við Maríu- kirkju í Oxford og stóð framarlega í röðum anglíkanskra presta en áður en nokkum varði lagði hann upp í sömu för og John Henry New- man 140 árum áður og lýsti því yfir að hann ætlaði að ganga í kaþ- ólsku kirkjuna, sem hann og gerði. Bókin er því sjálfsævisaga hans í stuttu máli og mjög athyglisverð fyrir þá sem stigið hafa sömu skref og hann. All Shall Be Well eftir Michael Meegan er saga ungs manns frá Liverpool sem leggur stund á heim- speki og guðfræði en helgar sig síðar alþjóðlegu hjálparstarfi fyrir hungraða og þjáða í þriðja heimin- um. Hann er nú framkvæmdastjóri slíkra samtaka og býr meðal Ma- asai-hirðingja í Rift Valley í Kenya. I bókinni veltir hann fyrir sér vandamálum hinna þjáðu, bróður- kærleikanum og hinu einfalda lífi náttúmbamanna sem hann um- gengst og gætu kennt okkur svo margt um samhjálp og einlæga vin- áttu. Og vitundin um þjáningar og undirokun tveggja þriðju hluta mannkynsinis fær mjög á hann því hann lítur á þá sem bræður sína og systur. God’s Opportunities eftir John Woolley fjallar fyrst og fremst um kraftaverkin — tækifæri Guðs. Höf- undurinn er þjónandi prestur í anglíkönsku kirkjunni og hefur skrifað allmargt bóka. Honum finnst „spennandi" að fylgjast með því sem gerist allt í kringum hann því hann sér Guð gera kraftaverk þar sem aðrir mundu ekki taka eft- ir neinu heldur segja: „Það er bara svona.“ Hann tekur dæmi jafnt úr Biblíunni og samtímanum en bókin er þó ekki safn kraftaverkasagna, heldur fyrst og fremst umræða um kraftaverkin í lífi mannanna, starf- semi Guðs allt í kringum okkur. Secrets eftir Ritu Snowden er ljóðabók. Grunntónn hennar er að sjálfsögðu kristilegur því það er einmitt kristin trú sem hefur orðið höfundinum hvati til að skrifa þær mörgu bækur sem frá hennar hendi hafa komið. Hún tilheyrir kirkju meþódista og hefur skrifað bæði fyrir börn og fullorðna, meðal ann- ars bækur um bænina og sjálf hefur hún samið margt bænabóka. Nirfill bætir ráð sitt Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Charles Dickens JÓLADRAUMUR. Reimleikasaga frá jólum. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Myndir eftir Michael Foreman. Forlagið 1986. Jóladraumur Dickens er meðal kunnari sagna sem tengjast jólum og jólahaldi. Skáldsagan kom fyrst út í desember 1843, hlaut þá strax góðar undirtektir og er vinsæl enn í dag. Ungir og gamlir lesa hana sér til uppbyggingar og afþreyingar og skemmtiiðnaður kvikmynda og sjónvarps hefur nýtt hana eftir megni. Gamli þrjóturinn, Scrooge, hinn dæmigerði nirfill, hefur löngum verið táknmynd hins illa í mannssál- inni. En Jóladraumur fjallar um það hvemig honum snýst hugur og verður þrátt fyrir allt góður maður. Það eru andar sem birtast honum í draumi sem leiða hann á rétta braut, en bak við hugarfarsbreyt- inguna stendur vofa Marleys, fyrrum félaga hans. Marley hefur ástundað sömu iðju og Scrooge í lifanda lífí og er dæmdur til útskúf- SIMAR 21150-21370 SOtUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH ÞOROARSON HDL Til sýnis og sölu m.a.: Glæsilegar íbúðir með útsýni 2ja og 3ja herb. viö Blikahóla og Engjasel. Útsýni yfir borgina. Steinhús á glæsilegum útsýnisstað á sunnanverðu Seltjarnarnesi. Húsið er hæð og jaröhæö um 110x2 fm. Ennfremur góð rishæö 4 herb. og snyrting m.m. Húsiö getur ver- ið meö 2-3 íb. Hentar einnig til margskonar annarra nota. Viðbygging verkstæði um 70 fm fylgir. Rúmgóö eignarióð. Teikn. og uppl. á skrifst. Skipti möguieg á góöri sérhæö 110-130 fm meö bílsk. Hentar smið eða lagtækum Járnklætt timburhús, hæö og ris á steyptum kjallara i gamla Austur- bænum skammt frá Landsmiöjunni. Grflötur tæpir 50 fm. I húsinu er rúmgóð 4ra-5 herb. íb. Endurnýjun er ekki iokið. Sanngjarnt verö. Teikn. og myndir á skrifst. Nokkur góð raðhús M.a. í Seljahverfi, Fossvogi, Grafarvogi og á Seltjarnarnesi. Teikn. á skrifst. Raðhús helst við Unufell óskast til kaups. Losun má dragast til mai-júní nk. Rétt elgn veröur borguð út. Fjársterkir kaupendur — skipti Til kaups óskast 2ja herb. (b. á 1. hæð miðsvæðis í borginni. Skipti möguleg á 4ra herb. íb. við Stórageröi. Til kaups óskast 3ja herb. íb. miösvæðis í borginni. Skipti mögulel á 2ja herb. íb. á 3. hæö viö Safamýri. Til kaups óskast 5-6 herb. sérhæð eöa 6 herb. ib. í lyftuhúsi. Skipti möguleg á úrvals sérhæö í Hlíöunum. Til kaups óskast einbhús, ekki stórt, eöa raöhús viö Hraunbæ eöa í Ártúnsholti. Skipti möguleg á 5 herb. ágætri íb. í Árbæjarhverfi. 2ja-3ja herb. íbúð má vera Irtil óskast til kaups i gamla bænum eða nágrenni. Rétt eign veröur borguð út. Bestu nýársóskir til viðskiptamanna okkar og annarra landsmanna með þökk fyrir liðiö ár. Opið í dag frá kl. 11.00 til kl. 16.00 siðdegis. ALMENNA FASTEI6HASALAH LAUGAVEG118 SIMAR 21150 - 21370 unar og kvala. Nú vill hann koma félaga sínum til hjálpar áður en það er um seinan. Þegar fyrsti andinn kemur til Scrooge er nirfillinn fullur ótta og kvíða. En hann er betur búinn und- ir heimsókn hinna andanna tveggja því að þá vill hann bæta ráð sitt. Allra síst vill hann að óhugnanleg draumsýn þar sem hann fær að líta sitt eigið lík rætist. Hann vill ekki deyja hataður og fyrirlitinn af öllum mönnum. Jóladraumur er ævintýri og um ieið litrík mynd þess Lundúnalífs sem Dickens þekkti svo vel. Honum var einkar lagið að draga fram mannlega mynd, þjóðfélagslegt óréttlæti. En hann kunni líka að slá á strengi gleðinnar, gera lífið að hátíð þegar honum sýndist svo. í Jóladraumi kynnumst við svartri hlið og bjartri, en mest um vert er Charles Dickens að fá að ganga á vit frásagnargleð- innar. Dickens skrifar í formála: „I þessari litlu reimleikabók hef ég reynt að vekja upp anda hug- myndar, sem ekki á að valda lesendum mínum sárindum út í sjálfa sig, aðra, árstíðina eða mig. Megi hann ganga ljósum logum um hýbýli þeirra án þess að nokkum fysi að kveða hann niður.“ Jóladraumur er myndskreyttur af Michael Forman. Þetta eru teikn- ingar í ákaflega breskum anda, litmyndirnar mun eftirtektarverð- ari, en teikningamar koma fremur dauflega út. Prentáferð þeirra hjá Odda er ekki í æskilegu samræmi. Letur er á nokkmm stöðum sært og spillir það heildarsvip jafn merkrar bókar. Þorsteinn frá Hamri hefur getið sér gott orð fyrir þýðingar klass- ískra verka, ekki síst reimleika- sagna, og bregst ekki að þessu sinni frekar en endranær. Jóladraumur er á vönduðu máli og það mál er um leið lipurt og þjált svo að skáld- sagan er hinn æskilegasti lestur fyrir böm og unglinga og vitanlega fullorðna líka. Útgáfa Alþingisbóka Bókmenntir Erlendur Jónsson ALÞINGISBÆKUR ÍSLANDS. XVI. 669 bls. Sögufélag. Reykjavík, 1986. Útgáfa þessarar stóru bókar sýnir annars vegar hverju þraut- seigjan og þolinmæðin fær áorkað; hins vegar hveijar hindr- anir eru í vegi þess að gefa svona rit út, yfirhöfuð. Gunnar Sveins- son, umsjónarmaður útgáfunnar, segir meðal annars í formála: »Nú lætur nærri, að farið sé að grilla í útgáfulok Alþingisbóka íslands, enda tími til kominn, þar eð liðið er nú á áttunda áratug, síðan fyrsta bindið kom út, 1912-1914.« Síðar Gunnar: í formálanum segir »Bindi þetta átti upphaflega að vera fyrr á ferðinni en raun hefur á orðið. Hið sama má segja um tvö næstu bindi á undan. En í rúman áratug er líkt og álög hafi hvílt á útgáfu þessari. Hlaup úr einni prentsmiðju í aðra hafa fremur seinkað verkinu en flýtt því, sem til var þó ætlazt. Útgef- andi gegnir fullu starfi og hefur því orðið að grípa stopular stund- ir að loknum vinnudegi og um helgar.« Þetta segir umsjónarmaður út- gáfunnar. Þolinmæðin er því lofsverðari ef haft er í huga að þjónustustarf af því tagi, sem hér hefur verið innt af hendi, er sjald- an metið eða launað að verðleik- um. Menn fletta upp í löngum nafnaskrám án þess að hugleiða hvílík vinna það er sem liggur á bak við eina slíka skrá. Og fátt mun að sinni vekja minni athygli í bókaútgáfunni en þessi tæplega sjö hundruð blaðsíðna bók. Bindi þetta tekur til áranna 1781-1790, það er að segja næst síðasta áratugar hins gamla Al- þingis. Sá, sem réð því helst að það var lagt niður áratug síðar, var af einhveijum kallaður morð- ingi Alþingis. En var ekki þing þetta að lognast út af hvort eð var? Svo vill til að þetta bindi nær yfir þann kapítula íslandssögunn- ar sem einna erfiðastur varð: Skaftárelda og móðuharðindi. Alþing 18. aldar, sem oft var kallað Öxarárþing, átti nauðalítið skylt við Alþing hið foma á Þing- velli — eða að hinu leytinu þjóðþing nútímans. Þetta var dómstóll; og ekki einu sinni hæsti- réttur heldur áfrýjunarréttur aðeins og lafði þarna af gömlum vana. Enda er yfirskrift bókarinn- ar fyrir hvert ár: Lög’-þingis bókin, innihaldandi það, sem gjörðist og framfór fyrir lög- þingis-réttinum. Rækilega má minnast þess, þegar bók þessi er lesin, að íslend- ingar lutu danskri stjóm. Þama em heilu gemingamir á dönsku. Og það fór vaxandi. Ekki er ég svo vel að mér í 18. aldar dönsku að ég treysti mér að dæma um hversu vel er með það mál farið. En íslenskan er ömurleg þar sem hún er notuð. Þó þama ættu að heita lærðir menn að verki er sýnt að kunnátta í móðurmálinu hefur verið í lágmarki, og virðing- in fyrir því sýnu minni. Kansellís- tíllinn er enn í tísku, stofnanamál þeirra tíma. Dönsku- og latínu- slettur þykja ómissandi. Smá- dæmi um stíl og orðalag: »Sýslumaður Magnús Gíslason declareraði appell til æðri réttar vegna madame Þorbjargar Bjamadóttur frá þeim þann 21. hujus afsagða lögþingis réttar dómi í Galtardalstungu málinu, begjörði processen beskrifaðan og lagði í réttinn 1 rdl. banco.« (Sá, er þessar línur ritar, hafði sem unglingur fávíslegt gaman af að lesa þetta hrognamál.) Þeir, sem gera lítið úr málvönd- un, mættu vita hvað þeir hefðu nú ef Fjölnismenn og aðrir slíkir hefðu ekkert aðhafst. íslenskan væri þessu lík. Eða öllu verri! Þegar þing er haldið 1784 var liðið ár frá upphafi Skaftárelda. Þess sér stað í upphafi bókunar: »Hr. amtmaðurinn auglýsti sín forföll frá fyrri að geta komizt hingað á lögþingið í ár vegna þess dæmalausa hesta-hruns í Norðurlandi á síðastliðnum vetri (hvað og so mikið sem tilvitist sé að kalla jafnt yfir það heila land), þar hr. amtmaðurinn af öllum sínum hestum ei hafí behaldið eftir lifandi utan tveimur . . .« Lítið er þama eftir af reisn þeirri og fomaldar frægð sem Jónas lýsti í ísland, farsældafrón. Þótt honum og fleiri þætti illt til að hugsa að Alþing yrði endur- reist í Reykjavík, hrafnaþing kolsvart á holti, gat það vart orð- ið ömurlegra en þetta Öxarárþing á þess síðustu ámm. í heild lýsir bók þessi vanda þjóðar sem er í háska stödd, ekki aðeins efnahagslega heldur líka stjómarfarslega og menningar- lega; ef ekki hreint að segja sálarlega!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.