Morgunblaðið - 03.01.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.01.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Á nýju ári Við áramót s.taldra menn við að venju, horfa í senn um öxl og fram á við, reyna að meta hið liðna, læra af reynslunni, og átta sig á því, hvað framtíðin ber í skauti sér. Við íslendingar höf- um lifað viðburðaríkara ár en oftast áður í sögu okkar. Efst á baugi inn á við er árangurinn, sem náðist í efnahags- og kjara- málum, og sá mikli _ hagvöxtur, sem varð á árinu. Út á við er fundur leiðtoga stórveldanna í Reykjavík að sjálfsögðu sá at- burður liðins árs, er hæst ber. •Það verður ekki annað sagt en að við höfum verið lánsöm þjóð. Verkefnið framundan er að verja það sem áunnist hefur, treysta undirstöður og sækja fram. Á nýju ári blasa einnig við ýmsar hættur, sem að þjóðinni steðja og eru öðrum þræði afleiðing af velgengni okkar. Þar skiptir mestu vandi okkar sem smáþjóð- ar í veröld, sem er að verða að einni menningarheild. Framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar veltur á því, hvort okkur tekst að varðveita og rækta sérkenni okkar. Það er mikilvægt, að styrkja efnahagslegan grundvöll þjóðarbúsins, og ætti að vera auðveldara nú en oft áður vegna þeirrar hagsældar sem við njót- um, en það markmið er lítils virði, ef við stefnum ekki sam- hliða að því að hlúa að tungu okkar og menningu. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, vék að þessu efni í ávarpi sínu á nýársdag. „Aldrei hafa menningaráhrif frá öðrum þjóð- um átt jafngreiða leið til okkar og nú um stundir og eru þó smá- ræði ein í samanburði við það sem framtíðin virðist boða. Það er okkur mörgum áhyggjuefni, hvort þjóðin muni við þær að- stæður gæta uppruna síns, og geyma þau ómetanlegu verð- mæti, sem þarf til þess að hún megi kallast sjálfstæð og sérstök þjóð um ókomin ár. Því einmitt án menningararfsins og þeirra andlegu verðmæta sem fyrri kyn- slóðir hafa skapað virðist hverri þjóð hætta búin. Um það vitna mörg dæmin í reynslusögu mann- kynsins," sagði forsetinn. Og Vigdís Finnbogadóttir bætti við: „Með þessum orðum er ég ekki að taka afstöðu með þeim sem jafnan beijast gegn öllu öðru en heimafengnum bögg- um. Ég er ekki að segja að öll erlend áhrif á menningu okkar og lífshætti séu hættuleg. Því fer fjarri. Það er eðli okkar allra að taka við áhrifum, læra af öðrum. Stórmenni sögu okkar voru gagn- kunnug erlendum menningar- straumum sinnar tíðar. En þau kunnu líka að fella þá strauma að íslenskum veruleika. Vitan- lega þurfum við enn sem fyrr að vera viðtakendur áhrifa — ein- faldlega vegna þess að við erum hluti af mannkyni og mann- heimi. En hins vegar megum við aldrei vera svo áköf í nýjunga- gimi okkar að við gleymum eigin sérkennum, því sem. gert hefur okkur að þjóð og gera mun um ókomna tíð ef rétt er á haldið. Við þurfum að vera sjálfstæðir viðtakendur og kunna enn sem fyrr að laga hið nýja og erlenda að íslenskum aðstæðum. í því felast töfrar okkar meðal þjóða heims að vera eilítið öðruvísi, með okkar eigin sniði. Þannig getum við komið færandi hendi með sitt- hvað sem öðrum þykir bragð að.“ Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, vék einnig að verkefnum framtíðarinnar í ávarpi sínu á gamlársdag. Hann lagði áherslu á, að styrkja hinn efnahagslega grunn, en minnti jafnframt á þau fjölmörgu félags- legu verkefrii, sem bíða úrlausn- ar. „Mér er ljóst, að allt krefst það fjármagns, og ekki er vin- sælt að tala um hækkun skatta. Eg er heldur ekki sannfærður um, að það þurfi að verða mikið, ef allir taka réttlátan þátt í rekstri þjóðarbúsins og greiða sín gjöld,“ sagði forsætisráðherra. Og hann bætti síðan_ við: „Hitt er þó ljóst, að við íslendingar þurfum að gera upp hug okkar um það, til hvers við ætlumst af ríkisvaldi og ríkissjóði." Þetta er hárrétt athugasemd. Því miður hafa stjómmálamenn okkar ekki mótað með sér nægilega skýrar hugmyndir um það, hvaða bás beri að marka ríkinu. Þess vegna eru ákvarðanir þeirra um útgjöld og skatta oftar en ekki tilviljunar- kenndar og ómarkvissar eins og dæmin sanna. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, minnti á hina sið- ferðilegu þætti samlífs okkar í nýársávarpi sínu. Hann taldi, að í þeim efnum væru margir hættu- boðar. „Það er brýnt fyrir foreld- mm að ala bam sitt upp í kristinni trú og siðgæði. Þetta hlutverk heimilanna er óhugsandi að rækja sem skyldi án samstöðu þjóðarinnar því að gáttir em nú opnar fyrir þeim uppeldisáhrifum er þaðan koma. Þjóðlífið hefur því miður þróast í aðra átt en vera skyldi. Það er vegna þess, að við misskiljum frelsið. Það er ekki takmark í sjálfu sér, heldur tæki til að koma á fót því góða, að geta vaiið og hafnað í sam- hljóðan við þau boð og bönn, sem em sannprófuð að gefa lífinu gildi og mannkyni velfamað sinn,“ sagði hann. Þessum orðum skyldu menn gefa gaum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 369. þáttur „í dyragætt hins nýja árs Fyrst er að leiðrétta tvær vill- ur sem slæðst hafa inn í prentun síðustu þátta. í næstsíðasta þætti misprentaðist ilmur fyrir limur í beinni vitnun til Vídalíns- postillu. Málsgreinin á að vera svo: „Enginn limur líkamans, engin tilhneiging sálarinnar er sú, að eigi stríði í gegn guði.“ í síðasta_ þætti var óbeinlínis vitnað til íslendingabókar Ara fróða. Þar misprentaðist íslandi fyrir ísland: „Fjórtán vetmm eða fimmtán_ fyrr en kristni kvæmi hér á ísland", átti þetta að vera. ★ Ólafur Tryggvason í Reykjavík skrifar mér svo: vHr. Gísli Jónsson. I minni bamaskólatíð var það hamrað inn í okkur bömin, að orðið að brúka væri komið úr dönsku, og því ófært í íslenzku. Löngu seinna rakst ég svo á þetta orð í einhverri af fornsög- um okkar, en man nú ekki hverri og get því ekki vitnað í heimild. Annað forboðið orð var að vaska, og öll orð því skyld og afleidd. Þetta sá ég svo ítrekað í þætti þínum í Morgunblaðinu í dag [13. des.] en þessa þætti hef ég lesið, mér til óblandinnar ánægju ámm saman. Ég minntist þess þá að hafa séð þetta orð í_ Víglundar sögu. Og þar stendur, á bls. 406—407 í útgáfu Guðna Jónssonar 1968: „Engan höfuð- þvátt mun ek hafa ok engan hefi ek haft síðan vit Ketilríðr skildum. Lét Víglundr ekki vaska sér.“ Sagan er talin gerast á 10. öld og rituð á seinni hluta 14. aldar. Og nú er mér spum. Úr hvaða dönsku er þetta orð? Með beztu jóla- og nýársósk- um.“ ★ Ég þakka Ólafi Tryggvasyni góðar óskir og gott bréf. Þau bréfin em hvað best, þegar mitt eigið mál er gagnrýnt með gild- um rökum. Ekki er einasta að sögnin að vaska komi fyrir í Víglundarsögu, heldur einnig í Bjarnar sögu Hítdælakappa og Heiðarvígasögu. Ennfremur í vísu sem eignuð er Einari Skúla- syni (afkomandi Egils Skalla- grímssonar; um 1100). Sögn þessi virðist því vera samgerm- anskur arfur, talin í uppmna- orðabók Jan de Vries komin í Norðurlandamál úr miðlág- þýsku. Því verður erfitt fyrir mig að svara lokaspumingu Ól- afs Tryggvasonar. Hitt er svo annað mál, að sögnin að vaska er ólíkt tíðari í dönsku en íslensku, og eftir sem áður mæli ég með sögninni að þvo. Hún er sérkennileg að því leyti að enda á o í nafnhætti, en það kemur til af því að hún var áður þvá (þó, þógum, þveginn), sem sagt sterk eftir 6. röð (<*þwa- han). Nú er beyging hennar óregluleg, en nafnhátturinn þvá breyttist fyrst í þvó (framvirkt hljóðvarp) og síðan í þvo. Ég hef lengi haft vissa samúð með sögninni að brúka, þótt mér væri ungum kennt að forð- ast hana, á sama hátt og Ólafi Tryggvasyni. Um hana er reynd- ar ekkert dæmi gefið í Fritz- nersorðabók, og Jan de Vries tekur hana ekki upp. Hún kemur hins vegar fyrir í gotnesku biblíuþýðingunni (4. öld) í gerð- inni brúkjan, í gamalli ensku brúcan og fornháþýsku brúh- han, og skilst mér að það samsvari brauchen í nútíma- þýsku. Ekki er ólíklega til getið að sögn þessi samsvari latínu fruor, en þar af kemur nafnorð- ið fructus=ávöxtur, e. fruit. í Blöndal og Orðabók Menn- ingarsjóðs er sögnin að brúka tekin upp og margvíslegar sam- setningar og myndanir af henni. Nefna má nafnorðin brúk og brúkun=notkun, brúkandi= notandi, brúkanlegur og brúklegur=nothæfur. Svo eru einnig til samsetningar eins og brúkaralag=oflátungsleg fram- koma, brúkari=gortari, oflát- ungur og brúkyrði=grobb. Þær samsetningar gætu allt eins ver- ið komnar af brúk í merking- unni „þensla við gerð“, kannski skylt brugga. Reyndar má ætla að öll þessi brúk-yrði séu runnin af sömu frumrót, og þar með talið þarabrúk=þarahrönn, þangdjmgja. Nafriorðið brúkun og sögnin að brúka hafa stundum á sér annan blæ en nota og notkun. Verður mér enn að vitna til frægrar skólaritgerðar svohljóð- andi: Húsdýrin eru ýmist notuð til þarfa eða brúkunar, til dæmis hesturinn, hann er notaður til brúkunar". ★ Eindregið vil ég taka í streng með þeim sem illa kunna orða- laginu að baka laufabrauð. Eftir minni málvitund er laufa- brauð steikt. Þá þykir mér undarlega hafin styijaldarstór fyrirsögn á forsíðu Dags ekki fyrir löngu. „Neikvæðar rann- sóknir", sagði þar um rækju- rannsóknir á Húnaflóa. Geta rannsóknir verið neikvæðar? Ég efast um það. Hitt er því miður staðreynd að niðurstöður rann- sókna eru ekki alltaf uppörvandi. ★ Hlymrekur handan sendi þættinum þetta limrukom: Ljúft er mörgum að líta til baka, þegar laufabrauðs steikt verður kaka. Svo er árið vort liðið, bæði afmælt og sniðið, og kemur auðvitað aldrei til baka. Gleðilegt nýár. Þökk fyrir gamla árið. skiptir miklu að halda áttum“ Nýársávarp frú Vigdísar Finnbogadóttur forseta Islands Styrkur rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins: Njörður P. Njarðvík hlaut stvrkinn í ár Góðir landsmenn, góðan dag, gleðilegt ár. Enn á ný sem svo oft áður höfum við verið minnt á það hversu óblíð náttúruöfl þjóð okkar þarf einatt við að etja. Skuggi hefur hvílt yfir hátíðarhöldum okkar við fregnir af miklum sjóslysum undan ströndum landsins. Á slíkum raunastundum kemur ávallt í ljós hinn mikli sam- hugur sem býr með íslendingum. Missir eins er missir fyrir alla. Sam- úð okkar er einhuga um þessar mundir með fjölskyldum látinna sjó- manna og allra annarra sem að hefur verið höggvið. Að því mæltu flyt ég héðan frá Bessastöðum þær hugleiðingar sem ég vildi fá samtíð- armenn mína til að eiga hlutdeild í við þessi áramót. „Vér stöndum nú í dyrum nýs árs. I dag er fyrsti dagur hins fyrsta mánaðar í nýju ári, fyrsti janúar. Mörgum er kunnugt að þetta mán- aðarnafn er úr latínumáli og dregið af orði sem merkir bogi eða hlið og einnig er það nafn hinna fomu Rómveija á goðmagni dyra og hliða, sem sýnt var á myndum í líki mann- veru með andlit í tvær öndverðar áttir, aftan og framan á höfði. Eins og guðinn horfa dyr bæði út og inn, aftur og fram í senn. Það gera áramótin einnig, mánaðamafnið minnir oss á það, dyramánuður." Þannig hóf Kristján Eldjám ávarp sitt til þjóðarinnar í ársbyijun 1978. Þau orð hef ég kosið að gera að mínum nú af ýmsum ástæðum. Á árinu sem nú er nýliðið hefði Kristján Eldjám orðið sjötugur og það rifjaðist enn upp fyrir okkur hve allt of snemma við máttum sjá á bak svo dýrmætum manni sem hann var. Kristján Eldjárn hafði gert það að ævistarfi sínu að rýna í fortíðina og grandskoða hana. Engu að síður horfði hann ávallt til framtíðar þeg- ar hann tók til máls fyrir hönd þjóðar sinnar og las í framtíðina í krafti þekkingar sinnar á fortíð og sögu. Og hann tók jafnan til máls með þeim hætti að rækilega var tekið eftir. í framhaldi af þeim orðum sem ég vitnaði til úr ávarpi Kristjáns Eldjárns vék hann að því að það 1 að skyggnast um, horfa til átta, væri ríkur þáttur í mannlegu eðli en hins vegar misjafnt til hverrar áttar væri fastast horft. Orð hans 1 vom hvatning til þjóðarinnar um að halda jafnan vöku sinni og gleyma engri áttinni, gleyma hvorki Íortíð né framtíð í kappinu eftir / stundargæðum. Hver sá sem stendur í dyrum er jafnan staddur á tímamótum. Hann þarf að taka ákvörðun og oft nokkra , áhættu. Víst getur hann kosið að ! snúast á hæli á þröskuldi sínum og hverfa aftur inn í húsið, una við hið þekkta og heimakunna, fullviss 1 þess að það sé rétt sem í Hávamál- um segir að „dælt er heima hvat“. Allt sýnist mun auðveldara heima fyrir því þar þekkjum við allar að- stæður, vitum hvað getur gerst. Oftar en ella er þó nauðsynlegt að taka aðra ákvörðun: að stíga yfir þröskuldinn, ganga út til móts við hið ókunna, út í það land þar sem fen og foröð kunna að leynast. í dyragætt nýs árs eigum við ekki þessara kosta völ. Okkur stendur ekki til boða að snúa aftur inn í það hús sem var í fyrra held- ur er okkur nauðugur sá kosturinn að ganga yfír þröskuldinn. Undan því verður ekki vikist en hins vegar kann það að varða alla heill okkar, alinna og óborinna, með hvaða hug- Vigdís Finnbogadóttir forseti arfari og hverskonar ásetningi við stígum skrefin. Þær kynslóðir sem nú byggja þetta land, ísland, hafa stigið stærri skref út í óvissuna en nokkrar fyrri kynslóðir. Á hálfri öld höfum við orðið vitni að þvílíkum breytingum að umhverfi okkar væri óþekkjan- legt fyrri tíðar fólki. Vissulega hefur tæknibyltingin breytt mörgu fyrir öðrum þjóðum en við getum hæglega leitt að því rök að hér á landi hafi umskiptin orðið miklu stórfelldari og sneggri en víðast annars staðar. Þegar við horfum á myndir af fátækt og neyð með öðr- um þjóðum hættir okkur til að gleyma hve örskammt er liðið frá því forfeður okkar stóðu andspænis þeim aðstæðum að þeir gerðust landflótta hundruðum og þúsundum saman. Því það er ekki einu sinn full öld liðin frá Vesturferðum ís- lendinga, flóttanum mikla frá örbirgðinni, þegar sárafátæku og matarlitlu fólki var beinlínis ýtt úr landi til að létta bagga hinna sem eftjr sátu. í dyragætt hins nýja árs skiptir miklu að halda áttum, að kunna að skyggnast um áður en lengra er gengið. Þá ríður á að kunna að horfa allt í senn aftur og fram og til höfuðátta. Hveijum manni er það nauðsyn að staldra við öðru hvoru og freista þess að skilgreina og skilja sjálfan sig, að gera sér grein fyrir eigin verðleikum og hlutverki í samfélagi mannanna. Þá sem endranær verð- ur hann meðal annars að gera sér grein fyrir siðferðilegri ábyrgð sinni á sjálfum sér. Þá mun hann jafn- framt geta gert sér grein fyrir því að næst því að gæta sjálfs sín hlýt- ur hann að gæta bróður síns. Á sama hátt er hverri þjóð nauð- syn að vita deili á sjálfri sér, vita hvað það er sem hún hefur til mála að leggja í samfélagi þjóðanna, hvenær það er sem hún getur stolt lagt fram sinn skref án tillits til stærðar og veraldlegs auðs á heims- vísu, hvenær hún getur krafist þess að menn leggi eyru við rödd henn- ar, að á hana sé hlýtt. Það getur ekki sú þjóð sem gleymir að horfa til baka vegna þess að henni er ofbirta í augum af nútíð og framtíð. Það getur heldur ekki sú þjóð sem gleymir að taka siðferðilega ábyrgð á sjálfri sér. Þegar Atli Ásmundarson á Bjargi, bróðir Grettis, gekk um dyr heimilis síns til móts við banamenn sína, þótti honum nokkuð til spjót- anna koma sem að honum beindust og hafði um þau orð að „þau tíðkast nú hin breiðu spjótin". Þar sem við stöndum nú, íslendingar, í dyrum nýrra tíma, beinast að okkur mörg spjót og sum breið. Aldrei hafa menningaráhrif frá öðrum þjóðum átt jafngreiða leið til okkar og nú um stundir og eru þó smáræði ein í samanburði við það sem framtíðin virðist boða. Það er okkur mörgum áhyggjuefni hvort þjóðin muni við þær aðstæður gæta uppruna síns, og geyma þau ómetanlegu verð- mæti sem þarf til þess að hún megi kallast sjálfstæð og sérstök þjóð um ókomin ár. Því einmitt án þeirra andlegu verðmæta sem fyrri kyn- slóðir hafa skapað virðist hverri þjóð hætta búin. Um það vitna mörg dæmi í reynslusögu mann- kynsins. Með þessum orðum er ég ekki að taka afstöðu með þeim sem jafn- an beijast gegn öllu öðru en heimafengnum böggum. Ég er ekki að segja að öll erlend áhrif á menn- ingu okkar og lífshætti séu hættu- leg. Því fer fjarri. Það er eðli okkar allra að taka við áhrifum, læra af öðrum. Stórmenni sögu okkar voru gagnkunnug erlendum menningar- straumum sinnar tíðar. En þau kunnu líka að fella þá strauma að íslenskum veruleika. Vitanlega þurfum við enn sem fyrr að vera viðtakendur áhrifa, einfaldlega vegna þess að við erum hluti af mannkyni og mannheimi. En hins vegar megum við aldrei vera svo áköf í nýjungagimi okkar að við gleymum eigin sérkennum, því sem gert hefur okkur að þjóð og gera mun um ókomna tíð ef rétt er á haldið. Við þurfum að vera sjálf- stæðir viðtakendur og kunna enn sem fyrr að laga hið nýja og er- lenda að íslenskum aðstaeðum. í því felast töfrar okkar meðal þjóða heims að vera eilítið öðruvísi, með okkar eigin sniði. Þannig getum við komið færandi hendi með sitthvað sem öðrum þykir bragð að. Á hitt ber einnig að líta að jafn- hættulegt menningu og þjóðemi væri að horfa einasta til hins liðna,. gleyma vökunni í nútíð vegna draumanna um fortíð. Því hverri hugsandi veru, hverri hugsandi þjóð, er nauðsyn á ögrandi við- fangsefnum, nauðsyn á einhveiju nýju að glíma við. Vopn hennar í glímunni við hið nýja og ókunna em þekking og menntun. Gleymist ekki að afla þekkingar, skipuleggja hana og hlú að henni munum við ávallt geta tekist á við hið óþekkta og vonandi jafna hafa nokkum sig- ur í þeirri glímu. Án þekkingar og reynslu verður hætt við þungri byltu. Af þeim sökum er okkur svo brýnt að gæta vel að skólum okkar og menningarstofnunum. Þar em gróðrarreitir þekkingarinnar og þar verður að leggja gmndvöll að skiln- ingi okkar á sjálfum okkur, eðli þjóðar okkar og hlutverki. Þannig tryggjum við einnig þekkingu á því menningarsamhengi sem við stönd- um í. Og samhenginu má íslensk þjóð aldrei gleyma. Hvorki hinu sögu- lega samhengi við fortíðina né heldur samhenginu milli veraldlegra gæða og andlegra gæða, sam- henginu milli framleiðsluvöm okkar, þeirrar sem við seljum á markaðstorgum og hinnar sem fólg- in er í listum okkar og menningarlífi á öðm sviði. Því aðeins að þetta samhengi sé ljóst getum við gert okkur og öðmm grein fyrir því hvað HIN árlega styrkveiting úr rithöfundasjóði Ríkisút- varpsins fór fram í Þjóð- minjasafninu á gamlársdag, að venju. Að þessu sinni hlaut styrkinn, Njörður P. Njarðvík, rithöfundur. Jón- as Kristjánsson, formaður stjómar rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins sagði af þvi tilefni meðal annars: „Hér mun nú fara fram hin árlega styrkveiting úr sjóðn- um, svo sem venja er á þessum stað og stundu. Sjóðurinn var stofnaður og tók til starfa árið 1956, og er því þessi veiting hin þrítugasta og fyrsta í röð- inni. Alls hafa 61 rithöfundur hlotið styrki úr sjóðnum, ef þessi veiting er með talin.“ henni fylgir. Það er mér sérs- takt gleðiefni að hljóta þessa viðurkenningu frá Ríkisút- Tekjur rithöfundasjóðsins sem að þessu sinni komu til húthlutunar námu 200 þús- undum króna. Eins og áður segir var það Njörður P. Njarðvík sem styrkinn hlaut að þessu sinni. Njörður P Njarðvík sagði m.a., þegar hann hafði veitt styrkinum viðtöku, að honum teldist svo til, að hann hefði á síðastliðnum 15 árum verið tólf sinnum viðstaddur úthlut- un úr rithöfundasjóði Ríkisút- varpsins á gamlársdag, fyrst sem formaður útvarpsráðs en síðan sem stjómarmaður og formaður Rithöfundasam- bandsins." En það skal fúslega játað, að það hlutverk sem ég gegni nú, er miklum mun ánægjulegra," sagði Njörður. Jónas Kristjánsson, formaður stjórnar rithöfundasjóðs Rikisútvarpsins afhendir Nirði P. Njarðvík styrk sjóðsins. “Ég veiti þessari úthlutun við- töku með þakklátum huga og þeirri viðurkenningu sem varpinu, enda er það stofnun sem mér þykir mjög vænt um og hef starfað mikið við.“ það er að vera íslendingur, hvers vegna við getum hiklaust sagt að íslendingar viljum við öll vera. Það er ekki af því að hér sé betra að sitja við kjötkatlana en annars stað- ar. Úr dyragætt áramótanna horfum við til framtíðar og fortíðar í senn. Þekking okkar á fortíðinni verður undirstaða framtíðarsýnarinnar. Og hvemig er framtíðarsýn íslendinga? Hvemig viljum við til dæmis að aðrar þjóðir líti til okkar og á okkur í framtíðinni? Hver er sú ímynd, sem við viljum sjálf skapa? Svörin verða eflaust misjöfn. Þó ætla ég að nokkuð verði þeim öllum sameiginlegt. Við munum áreiðan- lega öll komast að þeirri niðurstöðu að við viljum að aðrir geti horft til okkar sem sjálfstæðrar menningar- þjóðar. Þjóðar sem hefur hiklaust . axlað þá ábyrgð sem felst í því að vera hluti mannkyns. Við viljum geta verið stolt af því sem við höfum til þekkingar og menningar heimsins að leggja. Við viljum geta glaðst yfir sigrum okk- ar 4 sem flestum sviðum, hvort heldur er í íþróttum hugar eða líkamans. Við viljum um hver ára- mót geta horft svipdjörf fram á veg og sagt: Hér komum við, fullgildir þátttakendur í samfélagi þjóðanna. Um undanfarin misseri hafa lær- dómsmenn okkar unnið að því að reyna að átta sig á framtíðinni og lýsa ytri ramma framtíðarsýnarinn- ar. Margt er þar sem ekkert verður um vitað en þó ber öllum saman um sumt. Þannig er ljóst að hlut- föll kynslóðanna raskast svo um munar: miklu fleiri en nokkru sinni fyrr verða í elsta aldurflokknum þar sem fyrirséð er að aldraðir verða full 17% þjóðarinnar uppúr alda- mótum og þá um Ieið mun færri sem sjá þurfa öldruðum, sem skilað hafa sínum hlut til samfélags þjóð- arinnar, fyrir góðu og sómaríku ævikvöldi. Óþarfi ætti að vera að vekja athygli á því að þeir sem ungir eru á þessari stundu eldast * samtíma öðrum og verða einnig gamlir einn góðan veðurdag, ef þeim auðnast líf, sem við öll vonum. Þeir vilja eins og aðrir geta gengið að umhyggju nýrra kynslóða í eigin elli. Hér er um að ræða þátt komandi tíma sem við vitum um og getum þess vegna búið okkur undir. Þeirra tíma vegna megum við einskis láta nokkurs ófreistað til að efla mennt- un og þekkingu barna okkar og búa þau þannig undir þá framtíð sem við viljum eiga með þeim. Því mennt er máttur til að takast á við þær aðstæður sem skapast hveiju sinni. Sú þjóð sem gengur til móts við tæknivædda tíma án þess að vera brynjuð þekkingu og almennri menntun hún mun ekki aðeins tapa fyrstu orrustunni heldur stríðinu öllu. Framtíðin spyr ekki um ver- aldarauð sem auðvelt er að sóa heldur þekkingu til að skapa auð- sæld. Á nýju ári er gott að minnast mikils sannleika sem felst í skoðun Einars skálds Benediktssonar og hann setti fram í Dagskrá sinni fyrir réttum hundrað árum, í tilefni þess hve fólk var vanbúið til að mæta framtíðinni á ættjörð sinni og neyddist til að segja skilið við hana. „ ... Mesti og besti auður hvers lands,“ ritar hann, „er fólkið sjálft, sem lifir þar, hugsar og starf- ar...“ Þessi orð skáldsins biýna okkur til að búa æsku íslands sem best undir að eiga hér heima með víðsýni yfír heimsbyggðina, til fyrir- myndar í hagleik og kunnáttu. Til þessa markmiðs megum við aldrei spara sameiginlega fjármuni okkar, því þannig er þeim varið til þjóðar- heilla, til heilla okkur sjálfum hveiju og einu. Því beini ég þeim orðum til þeirra sem ábyrgð bera á nánasta um- hverfi sínu eða heildinni allri að láta það aldrei úr huganum hverfa að við eigum engan auð meiri en mannfólkið sjálft og að við skuldum hverri mannveru að rækta hana til þeirra verðmæta sem enginn getur frá henni tekið, og það eru þekking og menntun: meginatriði sem í framtíðinni verða höfuðundirstaða þess sem í askana verður látið. Gleðilegt nýár, gleðiríka framtíð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.