Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 37 Áramótin róleg AKUREYRINGAR héldu áramót- in mjög- friðsamlega að sögn lögregluvarðstjóra. Ólvun var nokkur á nýársnótt en engin vandræði. Lítið hefur verið um árekstra það sem af er árinu, og sagði varðstjóri, sem blaðamaður ræddi við, tíma til kominn að menn hægðu á í þeim efnum - því á ný- liðnu ári voru hvorki fleiri né færri en 810 árekstrar bókaðir hjá lög- reglunni. Sagði hann það mun meira en árið 1985. Alfadans- o g brenna á Þórsvellinum ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór heldur sína árlegu álfabrennu næstkom- andi þriðjudagskvöld, á þrett- ándanum, á félagssvæði sínu í Glerárhverfi. Álfakóngur og drottning mæta á staðinn með hirð sína, púka, tröll og fleira. Álfadans verður stiginn undir stjóm Sigvalda Þorgilssonar. Páll Jóhannesson söngvari syng- ur nokkur álfalög, jólasveinar koma í heimsókn og gefa börnunum Blöndu, Óli appelsína verður líka á staðnum og síðast en ekki síst mætir Bjössi bolla eins og í fyrra, syngur fyrir bömin og grínast. I lokin verður svo Hjálparsveit Skáta með flugeldasýningu eins og undanfarin ár. Athöfnin á Þórsvellinum hefst kl. 20.00 á þriðjudagskvöld. Að- gangur verður 250 krónur. “Pældíði“ sýnt í Dyn- heimum í kvöld LEIKKLÚBBURINN Saga sýnir leikritið „Pældíáí“ í 4. skipti í Dynheimum í kvöld. Sýningin hefst kl. 20.30. 5. sýning verksins verður svo fimmtudaginn 8. jan- úar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrtmsson Viðbúinn, tilbúinn, nú! Á milli jóla og nýárs fór fram fyrri viðureign KA og Þórs í Akureyrarmóti meistaraflokks í handknattleik. KA menn sigr- uðu 25:22 í baráttuleik, en Þór hafði yfir, 11:10, i leikliléi. Eins og jafnan þegar þessi lið mæt- ast var ekkert gefið eftir. Á myndinni er ekki annað að sjá en andstæðingarnir tveir séu að leggja af stað í spretthlaup - viðbúinn, tilbúinn, nú! Svo er þó ekki - Eggert Tryggvason úr KA, til vinstri, er að leggja af stað í vörnina eftir að Her- mann Karlsson markvörður Þórs, til hægri, hafði varið frá honum úr horninu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Nýársbarnið á Akureyri flýtti sér íheiminn FYRSTI Akureyringurinn sem fæddist á nýbyijuðu ári var meybarn og kom það i heiminn klukkan 9.40 að morgni nýárs- dags. Ekki var annað að sjá en móður og barni heilsaðist hið besta þegar blaðamaður heim- sótti þau í gærmorgun. For- eldrar nýársbarnsins eru Eyrún Hermannsdóttir og Kol- beinn Hjálmarsson og er þetta þriðja dóttir þeirra. Barnið vó 4260 grömm og mældist 52 sentímetrar þegar það kom í heiminn. Ljósmæðumar Margrét Þór- hallsdóttir og Freydís Laxdal tóku á móti nýársbaminu og læknamir Jónas Franklin og Emil Sigurðs- son aðstoðarlæknir komu einnig við sögu. Það er óhætt að segja að nýárs- bami þeirra Eyrúnar og Kolbeins hafi legið á í heiminn því það var fætt aðeins tíu mínútum eftir að móirin kom á fæðingardeildina. „Ég vaknaði klukkan 9, var kom- in hingað upp eftir klukkan hálf tíu og átti' tíu mínútum síðar,“ sagði Eyrún í gær, og Margrét Þórhallsdóttir ljósmóðir bætti við: „Það var varla meira en svo að hún næði upp í rúm áður en hún átti!“ Slökkvilið Akureyrar: 71 brunaútkall á árinu 1986 Á ÁRINU 1986 var 71 brunaút- kall hjá Slökkviliði Akureyrar, en en voru 82 árið áður. Af þessu 71 útkalli voru 3 utanbæjar. Mestu eldsvoðarnir voru að Sól- bergi Svalbarðsströnd og Fjólu- götu 2, en þar lést kona í brunanum. Sjúkraútköll voru 977 á árinu 1986, þar af 130 utanbæjar, en voru 1050, þar af 172 utanbæjar, árið áður. Af þessum 977 útköllum vom 185 bráðatilfelli. í samantekt frá slökkviliðsstjór- anum á Akureyri kemur fram að flest útköll voru í maí, 9, en 8 út- köll vom í apríl, júní, ágúst og september. Síðan vom 7 í desemb- er, 6 í október og marz, 5 í nóvember, 4 í janúar og 2 í febrú- ar. Athygli vekur að ekkert útkall var allan júlímánuð. Útköll án elds vom alls 49. Þar af vom 23 æfíngar, í 17 tilvikum lék gmnur á að um eld væri að ræða, 5 sinnum var um bilun brana- boða að ræða og þrisvar var Slökkviliðið narrað á árinu. Einu sinni var um fýrirbyggjandi aðgerð að ræða. Utköll vegna elds vom flest að íbúðarhúsum, 13. 11 útköll vom vegna elds í msli, sinu eða mosa og 8 sinnum vegna elds í ökutæki. Um upptök eldsvoða segir í skýrslu slökkviliðsstjóra að 13 sinn- um hafi þau verið vegna starf- rækslu, 7 sinnum var íkveikja orsök elds, 6 sinnum leikur bama með eld, 6 sinnum vegna þess að óvar- lega var farið með eld og 6 sinnum var ekki vitað um orsakir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.