Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 43

Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 43 Ungur nemur, gamall temur. Þesslr fedgar voru hæstánægð- ir með fslenzka flskinn, sem þeir fengu hjá Long John Silverá í Chambersburg Texti og myndir: HG Úr elnum af veitlngastttðum Eatrt Park keðjunnar Tengslin milli framleiðenda og markaðs eru mjög mikll- væg. Forstjórar Coldwater og SH, þeir Magnús Qústafs- son og Friðrik Pálsson, heimsótti einn af veitlnga- stöðum Long John Silverá f sumar og skáru f Ittkin f rá sór niður í hæfilegt stykki til matreiðslu. Cod Fillets Thomas Q. Kutchera starfar hjá helldsttlunni Emplre Flsh f Milwaukee og selur meðal annars fslenzkan flsk. Hann seglr að ekkl só nóg að selja fisk, heldur verðl að kenna fólki hvernig hægt sé að matreiða hann. Feðgamir Stephen og Stephen Benyo ýsuflök, sem veitingahúsin mat- búa hvert eftir sínum aðferðum, áhugi á sjávarréttum í kjölfar aukins umtals um heilsusamlegt fæði og fleiri þátta. Við notum um 13 lestir af íslenzkum fiski mánaðarlega, en við matbúum hann sérstaklega sjálfir, kaupum ekki tilbúna fiskrétti. Við erum nú með nýjan matseðil, þar sem enn meiri áherzla er lögð á íslenzka fiskinn en áður,“ sagði Ronald J. Champe, innkaupa- stjóri veitingahúsakeðjunnar Eat’n Park. „Viðskiptin við Coldwater hafa gengið vel fyrir sig, þjónustan er góð, gæðin mikil og framboðið stöð- ugt. Pólk vill vita hvaðan fískurinn, sem það borðar, er og það er okkur mikill hagur að því að geta sagt frá því, að við séum með íslenzkan físk, þann bezta fáanlega. Hins vegar erum við mjög viðkvæmir fyrir verði, þar sem við leggjum áherzlu á þjónustu við fjölskyldur og milli- stéttimar og því má góður réttur ekki kosta meira en 200 til 240 krónur." sagði Ronald J. Champe. enda er fjölbreytni í matreiðslu fiskretta að aukast verulega og fólk farið að draga úr neyzlu á djúpsteiktum fiski í kjölfar um- ræðu um heilsusamlega fæðu. Auk þorsk og ýsu viljum við gjarnan selja fleiri sérstakar tergundir svo sem grálúðu og lúðu, en af íslenzkum fiski seljum við nú rúmlega 2 lestir á viku,“ sögðu feðgarnir Stephen Benyo, eldri og yngri, en þeir eiga og reka heildsöluna Pittsburg Se- afood. „ Við seljum aðallega íslenzkan físk, einkum frá Coldwatwer, en í hvert skipti, sem verðið hækkar, töpum við viðskiptum. Sumir taka verðhækkuninni, aðrir reyna að pressa verðið niður. Þriðji hópurinn reynir aðra seljendur, en helmingur- inn af þeim kemur alltaf aftur. Það gera gæði fisksins. Flestir eigendur veitingahúsa vita af íslenzka fískin- um, enda er Coldwater með eitt bezta kynningar- og auglýsinga- starfið af sambærilegum fyrirtækj- um. Vinna síðustu ára er að byija að borga sig og fískurinn er þekkt- ur fyrir gæðin," sögðu þeir feðgar. Carl Benson, forstjóri King: Notum 9 lestir af ís lenzkum fiski á mánuði „FRAMTÍÐ fisksölu í Banda- ríkjunum er bjartari en nokkurrar annarrar matvæla- sölu. Fisksalan getur ekki annað en aukizt, en það bygg- ist á stöðugu framboði og gæðum eins og hjá Coldwater. Við erum með 17 veitingahús, þar af 11, sem opin eru allan sólarhringinn og seljum um 3.500 máltíðir á dag að meðal- tali. Af þvi eru um 600 gerðar úr fiski frá Coldwater og inn- an við 200 af öðrum sjávar- réttum. Við notum um 9 lestir af íslenzkum fiski á mánuði,“ sagði Carl Benson, forstjóri Carl Benson I veitingahúsakeðjunnar King í Pittsburg. „Við byijuðum á fiskiherferð- inni fyrir 15 árum með fiskkvöldi á föstudögum. Þá gátu menn borðað af fiski eins og þeir gátu fyrir 1,99 dali, 80 krónur. Að- sóknin varð strax svo mikil að föstudagskvöldin dugðu ekki og við gerðum fímmtudag að físk- degi líka. Nú liggur við að allir dagar séu fiskdagar. Hins vegar hefur orðið mikil breyting á því hvemig fólk vill fá fískinn mat- reiddan. Upphaflega var nær eingöngu um djúpsteikingu að ræða, en hún hefur stöðugt hop- að. Við byijuðum til dæmis á pönnusteiktum fiski fyrir 2 til 3 árum og sala á honum er orðin jöfn dúpsteikingunni. Við kaupum mest sérstök flakastykki, sem við skerum nið- ur og setjum eigin húð utan um, en óskir viðskiptavina er mjög mismunandi eftir svæðum. Þess vegna er erfitt að kaupa tilbúna fiskretti en við notum þá lítillega í físksamlokur. Við byijuðum að kaupa físk frá Coldwater fyrir 15 árum og kaupum núna nánast allt frá þeim. Við erum aðeins með þorskinn og Coldwater hefur haldið stöðugum gæðum og jafnri stærð fískstykkja, sem er okkur mjög mikilvægt enda er fískurinn mest seldi einstaki rétturinn hjá okkur. Fyrir okkur skiptir stöð- ugt framboð mestu, gæði koma næst og þá verð og þjónusta. Það þýðir ekki að eiga í þessum við- skiptum, sé ekki hægt að treysta á að það, sem maður hefur unnið við að kynna á matseðlinum, sé til þegar þess er þörf,“ sagði Carl Benson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.