Morgunblaðið - 03.01.1987, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1987
47
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
1987-
Spennandi ár
I dag ætla ég að fjalla um
árið framundan útfrá korti
íslenska lýðveldsins, 17. júní
1944 kl. 14 á Þingvöllum.
Eins og áður er ekki um at-
burðaspá að ræða. Við
skoðum þá orku sem birtist í
kortinu á næsta ári, reynum
að meta hæðir og lægðir, í
því skyni að benda á jákvæða
möguleika og vara við hætt-
um.
Bylting
og nýsköpun
Það sem helst er að gerast í
kortinu á næsta ári er mót-
staða Úranusar við Sól. Það
táknar að miklar breytingar
eru yfirvofandi eða bylting í
íslensku þjóðfélagi og valda-
kerfi. Nýir straumar leika um
þjóðfélagið. Mikilvæg tíma-
mót eru í kringum febrúar,
maí og desember.
AÖgát
Það sem helst þarf að varast
tengist í fyrsta lagi íslenskri
menningu og þá ekki síst
íslenskri tungu og í öðru lagi
því, að auknum erlendum
áhrifum fylgja jafnt slæmir
siðir sem góðir. Um hið fyrr-
nefnda hefur þegar verið
mikið fjallað og verður ekki
rætt nánar hér. Um síðara
atriðið hefur minna verið flall-
að og þá sérstaklega þann
þátt sem tengist hryðjuverk-
um. Úranus er m.a. táknrænn
fyrir þá menn sem í krafti
eigin sannfæringar svífast
einskis, taka hvorki tillit til
laga né tilfínninga annarra.
Úranus gegnt Sól getur í
versta tilviki táknað að hætta
steðjar að æðstu mönnum
þjóðarinnar sem og landinu
sjálfu á næsta ári. Vonandi
er að svo sé ekki en vissara
er að vera við öllu búinn og
byrgja brunninn áður en það
er um seinan.
JarÖhrœringar
Þar sem Úranus er talinn
tengjast jarðhræringum eru
líkur á jarðskjálftum töluverð-
ar, þó svo þurfí ekki að vera.
Skjálftarnir geta fullt eins
birst í mannlífínu.
Valdatilfœrsla
Þegar horft verður til baka
er ég fullviss um að áranna
1987 og 1988 verður minnst
sem ára mikilla hugarfars- og
stjómarfarsbreytinga. Ég vil
ganga svo langt að segja að
gamla ísland sé að deyja og
nýtt þjóðfélag tækni- og
geimaldar að fæðast. Það
þýðir m.a. upplausn gömlu
valdablokkanna. Núverandi
valdaaðilar fara að missa tök-
in á uppfræðslu þjóðarinnar,
nýir menn taka við og nýir
siðir og nýr hugsunarháttur
heldur innreið sína.
Upplausn
ogsköpun
Þessu getur fylgt stefnuleysi
og upplausn, en einnig frjóar
og skapandi nýjungar. Fram-
farasinnaðir einstaklihgar
geta séð fram á ótalmörg
tækifæri, enda eykst sveigj-
anleiki þjóðfélagsins. Hvað
tekur við er þó endanlega háð
því hvemig til er sáð og hvem-
ig á málum er haldið. Ef vel
tekst til getum við skapað
nýtt, fijálst og fijótt þjóð-
félag. Ef aðgát er lítil stönd-
um við frammi fyrir upplausn
og siðleysi. Næsta ár er þvi
bæði spennandi og varasamt.
Það býður upp á skemmtilega
möguleika en jafnframt
vandasamt val. Nauðsynlegt
er að landsmenn verði vel
vakandi og fylgist með.
Kosningar
Þar sem Úranus, pláneta
breytinga og róttækra bylt-
inga, er sterk á kosningarári
er nokkuð ömggt að kosning-
ar í ár verði sögulegar, í
kjölfarið fylgi ný stjóm og
breytingar á (slensku flokka-
kerfi. Frh. á morgun.
X-9
GRETTIR
/ HV/ERMIG EiGUM VIE> AÐ,
*KOMAST dJR P&S5ARI KLlPU?
f E«i SKR'TlPf
EIMMITT ÞEGAR ALLT
S-þMlST VTiKI-AUST,
þX 0ERST HjAuPlN /
1
ALL.T ER. _
CáOTT, PA
EMPiRIMN <
e(?(
U T KMuLCIVd
EK-KI
5UFMA-
r
LJOSKA
jUlíus lofapi mér KAUP.
HÆ.KKUN ... OG ÚG t—S
jvANN 5KRIF-
'SroFUKEPPNINA
( eiLLJAKP
4
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!H!!!!!!!!!?”?n!!!!!!!!!!!!!!!l!f?
FERDINAND
YE5,MAAM, I LEFT MY
LUNCH BOK ONITHE CUKB
BT THE BLI5 STOP...
50ME0NE 5 PROBABLY
FOUNP IT BY NOU)
I JUST HOPE U)I40EVEK
FOUNP IT APPRECIATE5
A 600P LUNCH...
Já, kennari, ég gleymdi
nestiskassanum minum á
gangstéttinni hjá bið-
stöðinni...
Líklega er einhver búinn
að finna hann núna.
Ég vona bara að sá sem
fann hann kunni að meta
góðan hádegismat...
Engir kleinuhringir!?!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Ef maður lítur aðeins á spil
NS virðist sem hálfslemma í
hjarta sé hinn prýðilegasti
tvímenningssamningur, næst á
eftir sjö laufum. Sex hjörtu vinn-
ast í flestum tilfellum ef trompið
liggur ekki verr en 4—2. En eins-
og legan var riðu menn ekki
feitu hrossi frá þeim samningi.
Norður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ Á1085
V Á108
♦ -
+ ÁKG876
Vestur Austur
♦ KG9732 ..... ♦ D64
▼ - ♦ 765432
♦ ÁK93 ♦ G854
♦ D92 ♦ -
Suður
♦ -
VKDG9
♦ D10762
♦ 10543
Norður opnaði víðast hvar á
einu laufí, hvort sem það var
af Precision eða Vínartoga
spunnið og einstaka hugdjarfír
austurspilarar köstuðu sér inn á
þremur hjörtum á tvistinn sjötta!
Enda hætturnar hagstæðar, eins
og einhver benti á. Spilarar í
suðursætinu supu hveljur og
dobluðu, en vestur, sem hafði
hugsað sér gott til glóðarinnar
að opna rólega á einum spaða,
þurfti nú að flýja í þrjá spaða.
Sú sögn setur norður í nokk-
urn vanda. Einhver doblaði í
þessari stöðu og þrufti að beij-
ast um á hæl og hnakka til að
taka spilið einn niður. Sem gaf
AV ljómandi góða skor, og sann-
ar kannski, að oft er gott að
hindra á lélega liti.
En á þeim borðum þar sem
austur passaði laufopnun norð-
urs þróuðust sagnir með öðrum
hætti. Á einu borðinu gengu þær
þannig:
Vestur Norður Austur Sudur
— 1 lauf Pass 1 hjarta
1 spaði 2 lauf 2 spaðar 3 spaðar
4 spaðar 6 hjörtu Dobl Pass .
Pass Pass
Vestur var svo furðu lostinn
yfir sögnum að hann spilaði sof-
andi út tígulás. Sagnhafí
trompaði með ásnum, lagði niður
laufás og var nokkuð ánægður
þegar austur trompaði. En bölv-
aði í sand og ösku næst þegar
hann komst að og spilaði trompi.
Spilið fór 1100 niður, en það
reyndist ekki toppur í AV, því
einhver hafði farið 1400 niður í
sama samningi.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þetta tvísýna endatafl kom upp
á opnu móti í Cap d’Agde í Frakk-
landi í ár í viðureign franska
alþjóðameistarans Bachar Kou-
atly og kólumbíska stórmeistar-
ans Alonso Zapata, sem hafði
svart og átti leik. Svartur er manni
yfír og á 2 öflug fripeð á g-
línunni, en hvítur á hins vegar
hættulegar máthótanir, sem við
fyrstu sýn virðast óveijandi. Zap-
ata fann laglega vöm:
2 1 jl
4 Sfcli
m± i & & A
i m i
39. — Be7!! (Svarta staðan er
hins vegar töpuð eftir 39. — Bh4,
40. Hxe8 - g2+, 41. Ke2!) 40.
Bxe8+ — Kf6, 41. dxe7 — g2,
42. Ba4 - gl=D+, 43. Kd2 -
Dcl og hvítur gafst upp.