Morgunblaðið - 03.01.1987, Síða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
Minning:
Hlöðver Einars-
son yfirvélstjóri
Jólin eru hátíð ljóss og friðar en
skyndilega er þeirri gleði sem þeim
fylgir svipt burtu er fréttir bárust
af hörmulegu slysi er ms Suðurland
fórst sl. jóladag.
Hlöðver Einarsson vélstjóri,
æskuvinur minn og leikbróðir, var
einn þeirra sem mátti lúta í lægra
haldi fyrir ofurmætti höfuðskepn-
anna.
Hlöbbi, eins og hann var oftast
kallaður í okkar hópi, fæddist í
Vestmannaeyjum 11. nóvember
1945. Foreldrar hans voru Einar
Runólfsson skipstjóri og kona hans,
Vilborg Einarsdóttir. Hlöbbi var
næstyngstur fjögurra systkina.
Elstur var Atli, síðan Eygló (Systa)
og yngst er Friðbjörg. Atli og Systa
búa í Vestmannaeyjum en Friðbjörg
hefur búið í Svíþjóð síðasta ár. I
bemsku vorum við nágrannar í
Eyjum þar sem þau áttu heima í
næsta húsi, sem kallað var Vellir,
en það stóð þar sem nú er Útvegs-
banki Vestmannaeyja. Mikið leik-
svæði skapaðist fyrir okkur
krakkana þar sem þessar lóðir voru
eins og ein heild að meðtöldum tún-
unum á Rafnseyri og Helli. Það
svæði sem ekki fór undir kartöflu-
garða var því okkar krakkanna og
var það óspart notað til allskonar
leikja sem varla sjást lengur. Hlöbbi
er sá þriðji úr þessum æskuvina-
hópi sem lætur lífið í sjóslysi. Hinir
voru Marvin frá Hólmgarði og Birg-
ir frá Borgarhóli. En á þessum árum
var alvara lífsins okkur víðs Qarri.
Við Hlöbbi undum okkur mikið tvö
eins og létum stríðni annarra ekki
á okkur fá. Okkur samdi yfírleitt
mjög vel, þó minnist ég þess að
einu sinni hafí slest upp á vinskap-
inn er við voram í svokölluðum
rakaraleik. En hann hafði lokið við
að klippa mig, vildi hann hætta,
hefur sennilega ekki litist á blik-
una, en við það var ekki komandi
af minni hálfu og varð hann á end-
anum að láta undan.
Minningamar era svo margar að
ógerlegt er að telja þær allar upp.
Hin síðari ár höfum við þó sjaldan
hist en sambandið hefur þó haldist
við fjölskyldu hans.
Ég votta eiginkonu, bömum, for-
eldram, systkinum og öllum að-
standendum samúð mína.
Minningin um góðan dreng lifír
áfram.
Fríða Einarsdóttir
Jól era okkur kristnum mönnum
fyrst og fremst hátíð ljóss og lífs,
gleði og samvera með ástvinum.
Dauði og myrkur era eðlilega flarri.
En ef til vill er ekkert bil á milli
dýpstu gleði og sárastu sorgar.
Jólaboð á heimili Aðalheiðar
móðursystur okkar á jóladag hefur
jafnan verið mikil gleðistund, jafn-
vel í háværara lagi, þar sem
umræða um þjóðmálin og nýjustu
tfðindi hafa blandast ánægju sam-
verastundarinnar. Þama höfum við
öll komið, jaftivel erlendis frá eða
hringt okkur saman og allir gengið
að því vísu, að svo myndi verða að
ári.
En þá dundi reiðarslagið yfír.
Daglangt beið fjölskyldan milli von-
ar og ótta. Einn af okkur, Hlöðver,
var í sjávarháska langt norður í
höfum ásamt félögum sínum á ms.
Suðurlandi. Nú biðu eiginkona hans
og tvö böm, tengdaforeldrar og við
öll hin, og reyndum að halda í von-
ina eins lengi og hægt var. Síðdegis
var svo Ijóst, að Hlöðver kæmi ekki
aftur.
Á stundum sem þessum beinist
athyglin að þeim, sem sárast eiga
um að binda, eiginkonu og bömum.
Þegar ljölskyldan er lostin svo
þungu höggi, sem raun ber vitni,
er það okkur öllum uppörvun að sjá
hvemig Kristín og bömin tvö, Sig-
urður Helgi og Hlín, hafa eflst við
pí#:
skyndilegan ástvinamissí og eiga
meira að segja aflögu styrk okkur
til huggunar.
Hlöðver Einarsson varð 41 árs.
Það er ekki hár aldur og því erfið-
ara að sætta sig við, að dagsverkinu
hans skuli nú vera lokið. Hafi hon-
um gefist tóm til að líta um öxl,
hefur hann þó getað gert það með
ánægju og gleði, því við eram þess
fullvissir, að hann hefur notið til
fulls lífsins með Kristínu og bömun-
um tveim, á glæsilegu heimili,
fjölsóttu af vinum og samstarfs-
mönnum. Hann hefur getað litið til
starfs fyrir samtök vélstjóra og fyr-
ir sjómannasamtökin í Iandinu, en
Hlöðver Iét sig öryggismál sjó-
manna alltaf miklu skipta. Hann
var sjómaður fram í fíngurgóma
enda alinn upp í Vestmannaeyjum.
Öryggi og hlýja heimilisins togaðist
þó á um sjómanninn í honum og
Hlöðver var á leið í land, alltaf á
leið í land. Hann hafði nánast lokið
námi í rafvirkjun og hugðist snúa
sér að störfum á þeim vettvangi.
Við höldum þó, að hann hefði verið
farinn að ókyrrast innan tíðar. Sjór-
inn heiilaði. Og heimtaði hann að
lokum allan.
Sorgin og þráin eftir látnum ást-
vini er byrði þeirra, sem eftir lifa.
Það er Kristínu frænku okkar, Sig-
urði Helga, Hlín litlu og okkur öllum
hinum huggun, að það eina, sem
linar þær þjáningar hugans, era
góðar minninar um þann, sem kall-
aður hefur verið burt.
Blessuð sé minning hans.
ísleifur, Helgi, Kristinn
og Gissur Péturssynir.
Á jóladag dundi reiðarslag yfír
okkur öll, þar sem við héldum jólin
saman. Hann Hlöðver var tekinn
frá okkur, hvemig sem við báðum
Guð um að færa okkur hann til
baka.
Þetta slys er okkur óskiljanlegt.
— Hvers vegna er 41 árs gamall
maður tekinn frá fjölskyldu sinni á
þennan hátt? Maður í blóma lífsins.
En þegar stórt er spurt verður fátt
um svör.
Hlöðver giftist systur minni í
nóvember 1969 og þá strax tókst
með okkur mikil og góð vinátta, sem
hélst alla tíð. Hann var einn þeirra,
sem vildi allt fyrir alla gera, hjálp-
samur, duglegur og fómfús. Okkur
hjónum hjálpaði hann mikið og
núna undanfarin ár hafði hann unn-
ið við rafvirkjun í fyrirtæki okkar,
þar sem hann var að ljúka námi í
iðngreininni.
I sorginni riQast upp margar
samverastundir, sem við áttum
saman.
Elsku Kristín, Sigurður Helgi og
Hlín. Við biðjum Guð að styrkja
ykkur í þeirri miklu sorg, sem nú
hefur vitjað ykkar.
Foreldram og systkinum Hlöðv-
ers sendum við samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Sigga og Guðjón
í miðri hátíð ljóssins, jólahelg-
inni, barst sú harmafregn að
flutningaskipið Suðurlandið hefði
farist á leið sinni frá íslandi til
Rússlands. Af ellefu manna áhöfn
komust aðeins fimm af eftir 14 tíma
baráttu í stórlöskuðum gúmmíbáti
í náttmyrkri og stórsjó.
Á slíkum stundum koma margar
áleitnar spumingar í hugann,
hvemig getur það gerst að velbúið
skip skuli bera lægri hlut við ekki
verri aðstæður en vora þegar slysið
átti sér stað og af hveiju einmitt í
miðri mestu hátíð kristinna manna,
jólunum. Spumingar af þessu tagi
hljóta að leita á við slíkar harma-
fregnir, en svörin era fá.
Einn þeirra, sem beið lægri hlut
f
Eiginmaöur minn, faðir okkar, afi og sonur,
SIGURÐUR LÚÐVÍK ÞORGEIRSSON,
stýrimaAur,
Grenilundi 3, Akureyri,
lést af slysförum 24. desember.
Kristfn Huld HarAardóttir,
Jón Andri SigurAarson,
SigurAur SigurAarson,
ÞorgerAur SigurAardóttir,
Unnur Huld Sœvarsdóttir,
Leó Magnússon,
Halldóra SigurAardóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGVELDUR SVANHILDUR PÁLSDÓTTIR,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði þann 1.
janúar. Jarðarförin auglýst síðar.
Eygló Gfsladóttir,
Ingólfur Gfsli Þorsteinsson,
Vignir Páll Þorsteinsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar,
ÞÓRDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Grundarstfg 12.
Bestu þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landakotsspítala.
Sérstakar þakkir til Birnu Þ. Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings fyrir
umhyggju og vinsemd alla.
Friður og farsæld só með ykkur öllum á nýju ári.
Fyrir hönd vandamanna,
Páll Kristjánsson,
Einar Kristjánsson
. frá Hermundarfelli.
Minning:
Sigurbjörg S.
Sigurvaldadóttir
Fædd 29. nóvember 1895
Dáin 23. desember 1986
Hún Sigurbjörg hefír nú gengið
til hinstu hvílu eftir langan starfs-
dag, með rúmlega níutíu og eitt
ár að baki. Mörg hafa sporin verið
og þarf engan að undra þó heilsan
sé biluð og þrekið þrotið eftir slíka
lífsferð, ekki síst hjá þeim sem
aldrei hafa lært að hlífa sjálfum
sér.
Þótt ég festi á blað nokkur
hugsanabrot, sprottin af þakkar-
kennd á kveðjustund, verður ekki
farið út í ættfræði eða tilraun
gerð til að rekja ævisögu Sigur-
bjargar Sigríðar Sigurvaldadóttur
enda ekki á mínu færi og hefði
heldur ekki verið að hennar skapi.
Ég vil aðeins geta þess, að hún
og maður hennar, Láras Björns-
son, voru bæði Húnvetningar og
hófu þar búskap en fluttu snemma
til Reykjavíkur og þar, á Fjölnis-
vegi 20, bjuggu þau er leiðir okkar
lágu fyrst saman. En Sigurbjörg
og Hallgrímur Th. Bjömsson,
maðurinn minn, vora hálfsystkini.
Er ég kom fyrst, ung og nýgift
með manni mínum, til Sigurbjarg-
ar og Lárasar, var ég feimin og
kveið því að verða kynnt fyrir svo
nánu venslafólki. Höfðingleg kona
og alvarleg í bragði tók á móti
okkur. Þetta var mágkona mín.
Mér fannst hún hlyti að vega það
og meta hvort væri líklegra, að
yngsti bróðir hennar hefði nú anað
útí einhveija ófæra eða öfugt. En
ég hætti brátt að velta þessu fyrir
mér, því bros hennar opnaði fyrir
mér þann sannleika, að þama
væri góð kona og hjartahlý, —
kona, sem hægt væri að treysta
gegn um þunnt og þykkt.
Gestrisni hennar og umhyggja
brást heldur ekki, hvorki í þetta
sinn né síðar. Það var alltaf hægt
að ganga að því hérambil vísu,
að ekki yrði gripið í tómt, ef mað-
ur átti leið um og datt í hug að
líta inn á Fjölnisvegi 20, þá var
Sigurbjörg heima og bauð gestum
að ganga inn. Orðin vora að vísu
venjuleg orð, eins og gengur. En
það var líkt og einhverjir ósýnileg-
ir varmageislar væra í fylgd með
þessari hógværu konu.
Alla búskapartíðina helgaði Sig-
urbjörg heimilinu krafta sína,
einvörðungu, enda var þá lítið um
að konur störfuðu utan heimilis.
Ég býst heldur ekki við að það
hefði samrýmst hennar hugsunar-
hætti, að vera fjarri börnunum,
meðan þau þurftu hennar mest
með. í fari Sigurbjargar var það
ríkast, að hlúa að öðrum og þá
fyrst og fremst þeim, sem stóðu
henni næst, búa þeim gott og
traust athvarf þar sem öllum liði
í baráttu fyrir lífi sínu við náttúra-
öflin þessa nótt, var Hlöðver
Einarsson, vélfræðingur, sem var
yfírvélstjóri skipsins í þessari ferð.
Hlöðver Einarsson var fæddur
11. nóvember 1945 í Vestmanna-
eyjum. Sonur Einars Runólfssonar,
skipstjóra, og konu hans, Vilborgar
Einarsdóttur. Hlöðver lauk prófí frá
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja
árið 1960 og prófi frá iðnskóla sama
staðar 1963. Að loknum iðnskóla
lá leið Hlöðvers í Vélskóla íslands
en þaðan lauk hann 4. stigs prófí.
Vélvirkjanám stundaði hann í Vél-
smiðju Kristjáns Gíslasonar í
Reykjavík og lauk sveinsprófí í
þeirri iðn 1972.
Hlöðver kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Kristínu Káradóttur,
þann 22. nóvember 1969 og þau
eiga tvö böm, Sigurð Helga og Hlín.
Strax á meðan á námi stóð og
að því loknu stundaði Hlöðver vél-
stjórastörf bæði á físki- og farskip-
um og var þegar Hafskip hætti
rekstri orðinn fastur vélstjóri hjá
því skipafélagi, en jafnhliða stund-
aði hann nám í rafvirkjun og hefði
lokið sveinsprófí í þeirri iðngrein
ef ævin hefði endst.
Hlöðver var mjög virkur í félags-
málum og var kjörinn í stjóm
Vélstjórafélags íslands á árinu
1977 fyrir kaupskipavélstjóra og
sat í þeirri stjóm þegar hið hörmu-
lega slys bar að höndum.
Við, sem sátum með Hlöðver í
stjóm félagsins, minnumst hans
sem ósérhlífíns góðs drengs, sem
talaði tæpitungulaust um hlutina
og gekk til hverra þeirra trúnaðar-
starfa, sem honum vora falin, af
lífi og sál. Alltaf tilbúinn að takast
á við þau mál, sem upp komu. Þá
var aldrei spurt um stund né stað
heldur lagt á brattann, trúr mál-
staðnum með sigurvissu að leiðar-
ljósi.
Við leiðarlok er þakklæti efst í
huga og ósk um farsæla ferð yfír
móðuna miklu til þeirra heima sem
okkar allra bíða. Megi farsæld bíða
hans þar.
Eftirlifandi eiginkonu, bömum,
foreldram og öðram aðstandendum
vottum við okkar dýpstu samúð og
biðjum góðan guð að veita þeim
huggun og frið.
F.h. Vélstjóra-
félags íslands,
Helgi Laxdal.
vel. Hún kastaði heldur aldrei
höndunum til neins, vann hvert
verk af alúð og skyldurækni. Og
við lítinn vélakost tók allt lengri
tíma en nú gerist. Sigurbjörg leit
líka þannig á, að starf húsmóður-
innar væri ekki síst í því fólgið,
að vera viðlátin ef einhver þyrfti
á henni að halda. og þar sem böm
era annars vegar er ákallið —
mamma — það orð, sem oftast
hljómar á degi hveijum og svarið
þolir enga bið. Já, heimilið var
Sigurbjargar veröld og þar vildi
hún ætíð vera til staðar.
Sigurbjörg og Lárus eignuðust
fjórar dætur og ólu upp einn dótt-
urson.
Lárus andaðist í nóvember ’81.
Og nú þegar Sigurbjörg er líka
horfín af sjónarsviðinu minnist ég
með þakklæti hinna fjölmörgu
góðu stunda, sem ég hef átt með
þeim um áratuga skeið. Blessuð
sé minning þeirra.
Dætrunum og öðram aðstand-
endum færi ég samúðarkveðjur.
Lóa’ Þorkelsdóttir