Morgunblaðið - 03.01.1987, Qupperneq 52
52
MO&GUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1987
t
Ást.kær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR DAGBJARTSSON
Ljósheimum 11,
lést að heimili sinu að kvöidi gamlársdags. Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Björg Áróra Hallgrímsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir minn,
GÍSLI GUÐJÓNSSON,
Hlíð,
Garðabæ,
andaðist 31. desember.
Kristinn Gíslason.
t
Móðurbróðir minn,
JAKOB ÓLAFSSON
frá Urriðavatni,
andaðist á öldrunardeild Landspítalans 1. janúar.
Oddný Pótursdóttir.
t
Systir mín,
KRISTJANA MELLSTRÖM,
lést í Stokkhólmi á gamlársdag.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrót Hallgrfmsson.
t
ANDRÉG. ÞORMAR,
fyrrv. aðalgjaldkerl Landssíma íslands,
lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 30. desember.
Birgir Þormar,
Gunnar Þormar.
t
Útför móður okkar,
HELGU SIGVALDADÓTTUR
frá Syðri-Á f Ólafsfirði,
fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 5. janúar kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Jóhann Þórðarson,
Björg Þórðardóttir,
Helgi Þórðarson,
Ólafur Þórðarson,
Kormákur Bragason.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA LUISE MATTHÍASSON,
verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 3. janúar
kl. 14.00.
Anna Lfsa Ásgeirsdóttir, Walter Gunnlaugsson,
Guðný V. Ásgeirsdóttir, Sverrir Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta Ijóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
Kveðjuorð:
Svanur Rögnvalds-
son bátsmaður
Fæddur 14. desember 1929
Dáinn 25. desember 1986
Aðfangadagskvöld jóla er ekki
aðeins kvöld friðar og fagnaðar, það
er kvöld fjölskyldunnar, þá samein-
ast fjölskyldur í friði og fagnaði.
Oft er það svo að þegar fullorðið
fólk er að lýsa bemsku- og æsku-
árum sínum þá er það ótrúlega oft
að aðfangadagskvöldið heima er því
minnisstæðast. Slík er dýrð þessa
kvölds. Hitt vill oft gleymast að
sjómenn eru margir á hafí úti og
beijast þá oft við válynd veður. Ég
minnist þess t.d. að faðir minn átti
fleiri aðfangadagskvöld á togurum
á Halamiðum en heima hjá fjöl-
skyldu sinni. Á seinni árum hefur
þetta breyst hvað togara snertir en
farmenn eru flestir á hafí úti í öllum
veðrum, fjarri heimilum sínum og
ástvinum.
Á sl. aðfangadagskvöldi fundum
við sem heima vorum ekki fýrir
vondu veðri né vindum. En á jóla-
dagsmorgun kom sú frétt að flutn-
ingaskipið Suðurland hefði sokkið
í Norðurhöfum. En ellefu manna
skipshöfn hefði komist í björgunar-
báta. Því miður átti þessi frétt eftir
að verða dimmri, því aðeins fimm
af ellefu lifðu þetta sjóslys af.
Einn af þeim sem fórust þennan
jóladag var æskuvinur minn, Svan-
ur Rögnvaldsson.
Við kynntumst strax á ungl-
ingsárum, enda báðir Reykvíkingar
og ég man eftir og er enn minnis-
stætt að við unnum saman í frysti-
húsi heilan vetur — þá komungir
menn. Svanur var ákaflega eftir-
minnilegur vinnufélagi — hann var
allra manna kátastur í vinnu og
jafnframt röskur verkmaður. Til-
svör voru sérlega skemmtileg og
hnyttin — vinátta okkar var góð
en hann var svo skemmtilegur og
orðheppinn í tilsvörum að á því sviði
hafði ég ekkert í hann að gera.
Hann var flestra hugljúfí á þessum
vinnustað því hann hélt uppi fjöri
og gerði alla kaffítíma eftirminni-
lega og skemmtilega. Frá þessum
tíma hélst á milli okkar órofa vin-
átta, þótt samfundir væru ekki tíðir.
Faðir Svans var Rögnvaldur Guð-
brandsson — einn af þessum gull-
tryggu Dagsbrúnarmönnum, ríkur
af félagshyggju og réttlætiskennd
og vann ósvikið að gengi Dags-
brúnar og öllum velferðarmálum
félagsins. Ef til vill hefur samstarf
mitt og föður hans á þessum vett-
vangi orðið til að auka vináttu okkar
Svans. Móðir hans var Steinunn
Bjamadóttir. Þau hjón bjuggu á
Haðarstíg 15 hér í borg og þar ólst
Svanur upp í hópi ijögurra systk-
ina. Ofmælt væri að segja að
Svanur hefði haft sama eldheita
áhuga á verkalýðsmálum og faðir
hans, en það fór ekki dult, neinum
sem kynntist honum, að hann var
einlægur verkalýðssinni.
Svanur fór komungur að vinna
og var aðeins sautján ára er hann
fór fyrst á fískiskip. Hann var á
fiskibátum, á togurum og öll hin
síðari ár á farskipum. Það var aldr-
ei mulið neitt undir þennan mann
og hann fæddist ekki með silfur-
skeið í munninum en hann hafði
að vísu það veganesti sem er flestu
öðm dýrmætara en það voru góðir
foreldrar sem hann hlýtur að hafa
átt sterkar og hlýjar minningar um.
Móðir hans lést um 1950 en faðir
hans fyrir einum 4—5 árum, háaldr-
aður maður. Svanur gekk til allrar
almennrar vinnu hress og glaður
og dró hvergi af sér — en öðm frem-
ur stundaði hann sjó.
Gústav Sigvalda-
son - Kveðjuorð
-V?_ij_m ;'ií im 1 monnnBMBnnBHnnBBBaHi
Dáinn 6. desember 1986
Gústi frændi, eins og hann heitir
í mínum huga, var kvaddur á brott
þann 6. þ.m. Ég er viss um að
Gústi skilur eftir sig sterka minn-
ingu hjá hverjum þeim er honum
kynntist. Ég minnist hans fyrst er
hann kom norður á sumrin að hon-
um fylgdi alltaf hraði og ákefð.
Hann var maður framkvæmdanna,
lét sér ekki nægja að láta sig
dreyma, þess ber glöggt vitni að
ráðast í að byggja upp á Hrafna-
björgum, fæðingarjörð sinni.
Hann þótti oft á tíðum hijúfur á
yfírborðinu eins og það fólk þykir
sem er hreinskiptið og ákafasamt
í verki, en hann hafði þá kosti til
að bera sem ég met mest í fari
hvers manns, sem voru hjálpsemi
og umhyggja fyrir þeim sem eitt-
hvað bjátaði á hjá.
Þegar einhver þurfti á hjálp að
halda var hann boðinn og búinn og
ef hann vissi að einhver af hans
fólki væri veikur eða á spítala þá
var hann ekki langt undan. Sem
dæmi þá dvaldi aldraður mágur
hans á Reykjalundi í sumar og þá
taldi Gústi það ekki eftir sér að
heimsækja hann næstum á hveijum
degi og stytta honum stundir við
spjall um þeirra sameiginlegu
áhugamál.
Gústi fæddist þann 12. júlí I9ll
að Hrafnabjörgum í Svínadal, A-
Hún. og ólst þar upp. _ Hann
kvæntist Ásu Pálsdóttur frá ísafírði
og áttu þau þijú böm, Jónínu Guð-
rúnu, Pál og Sigvalda.
Hann varð búfræðingur frá Hól-
um í Hjaltadal árið 1932 og var
síðan í Samvinnuskólanum
1933—35. Upp frá því vann hann
nær eingöngu við skrifstofustörf
t.d. hjá heildverslun Jóns Loftsson-
ar og hjá Ofnasmiðjunni. Frá l.
janúar 1948 vann hann hjá Flug-
málastjóm, fyrst sem aðalagjald-
keri og síðan sem skrifstofu- og
fjármálastjóri. Hann lét af störfum
1982, þá 70 ára. Sem aukastarf
byggði hann upp og ræktaði á
Hrafnabjörgum, keyrði oft norður,
stundum um hveija helgi og dvaldi
þar í öllum sínum fríum í mörg ár.
Hann hafði svo sterka tilfinningu
fyrir sinni gömlu sveit að slíkt er
með ágætum. Slíkur athafnamaður
skilur eftir sig spor hvar sem hann
kemui- og sjónarsviptir er að, þá
er hann hverfur.
Ég er þess fullviss að Gústi
frændi hefur fengið ný verkefni í
nýjum heimkynnum og nýtur þar
sinna kosta.
Ég bið Guð að vera með hans
ástvinum nú og_ ævinlega.
Ásdís Hallgríms
Fram eftir aldri var Svanur fé-
lagi í Dagsbrún, þótt sjómennska
væri aðalstarfið — sennilega hefur
faðir hans skrifað hann þar inn
strax er hann varð 16 ára. Ein-
hveiju sinni þegar ég var ekki við,
lét hann færa sig yfír í Sjómannafé-
lagið — ég hefði aldrei sleppt
honum.
Árið 1960 giftist hann eftirlif-
andi konu sinni, Fríðu Gústafsdótt-
ur, þann 26. dag desembermánaðar.
Þau áttu saman ijögur böm og þau
eru Sjöfn, 27 ára gift Emi Óskars-
syni og eiga þau tvö böm, Gústaf,
24 ára, Rúnar Guðjón, 17 ára og
Jóhanna, 14 ára. Fyrir hjónaband
eignaðist Svanur eina dóttur, Stein-
unni, sem gift er Gunnari Bjama-
syni og eiga þau þijú böm. Alltaf
var kært á milli Steinunnar og hjón-
anna Svans og Fríðu. Hefur Stein-
unn, móðir hennar og fósturfaðir
reynst Fríðu ákaflega vel í sorg
hennar og erfíðleikum.
Sorgin hefur knúið dyra víðar en
hjá Fríðu og bömum í þessari fjöl-
skyldu. Faðir hennar, Gústaf
Gestsson, er orðinn 81 árs. Hann á
tvær dætur, Ásgerði Þóm og Fríðu,
og þær em honum ákaflega kærar
og tengdasynir hans vom honum
það Iíka. Sl. haust féll eiginmaður
Ásgerðar Þóm, Sturla Jóhannesson
frá Sturlu-Reykjum í Borgarfírði
frá og var hans sárt saknað. Og
nú fellur hinn tengdasonurinn frá,
Svanur, en síðustu árin var Gústaf
að mestu í heimili hjá þeim Svani
og Fríðu.
Stundum hafði ég samband við
þessi ágætu hjón, en allt of sjaldan.
Þau vom hvort öðm ákaflega kær.
Fyrir ekki löngu síðan hitti ég
Svan og sagði: „Þú ert alltaf til
sjós, ferðu nú ekki að koma í land
og koma í Dagsbrún aftur?“ „Ætli
maður þrauki þetta ekki út til sex-
tugs — em ekki komin lög þar sem
sjómenn fá fullar lífeyrissjóðs-
greiðslur sextugir?" Við skiptumst
á einhveijum gamanyrðum og
kvöddumst síðan með handabandi.
Svan sá ég ekki meir. Kannske
var hann kíminn á svip er hann
sagði þetta, því hann hafði aldrei
fengið í hendur peninga nema þá
sem hann hafði unnið fyrir með
erfíði og svita.
Jóladagurinn síðasti er mér ekki
aðeins minnisstæður fyrir þau
hörmulegu tíðindi er þá bárust, en
enn þá sárari er ég frétti að þessi
æskuvinur minn væri meðal þeirra
látnu. Hann var jarðsettur í gær,
föstudaginn 2. janúar, frá Bústaða-
kirkju.
Á slíkum stundum em öll orð til
lítils, því Svanur verður ekki grátinn
úr Helju. Hans er sárt saknað af
fjölda vina og ættingja. En konu
hans og bömum sem eiga um sár-
ast að binda votta ég samúð mína
og bið þeim allrar blessunar á þeim
tímum sem í hönd fara.
Það er umhugsunarefni, hvort
ekki sé hægt að gera einhveijar
öflugri ráðstafanir til að hindra,
betur en nú er, að atburðir eins og
áttu sér stað síðasta jóladag endur-
taki sig ekki á jafn átakanlegan
hátt og þá áttu sér stað, þegar
Svanur Rögnvaldsson lét lífíð ásamt
félögum sínum í Norðurhöfum.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar.