Morgunblaðið - 03.01.1987, Side 60

Morgunblaðið - 03.01.1987, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 jjhiarm sagbi', „Gler er b&sti uinuir karimanna."" við hvort annað sem jafningja. TM Reg. U.S. Pat. Ott.-all rlghts reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Ég vil fá skýringu strax, Hvað get ég gert fyrir en ekki á morgun. frúna næstu daga? HÖGNI HREKKVÍSI // SVAKAF/NT FfSOP’OBAÐ- Hvort er hagkvæmara að fjölga húsum eða fækka þingmönmim? -Hugleiðing um húsnæðismál Alþingis Bréfritari telur 42 þingmanna löggjafaþing geta þjónað þjóðinni jafnvel og 63 manna þing. Þá er þinghlé hafið, eftir anna- sama daga og nætur. Pjárlög afgreidd með meiri tekjuhalla en þekktst hefur á síðustu áratugum. Sá liður, sem mér finnst að fresta hefði mátt að þessu sinni, að minnsta kosti um eitt ár er 12 miilj- óna framlag til þess að hanna nýtt alþingishús. Vitað er að mikil óán- ægja er bæði meðal þingmanna og almennings um ,þá teikningu að þinghúsi, sem verðlaunuð heftr ve- rið og einnig um staðsetningu. Minna má á hvað menn voru reikul- ir í ráði um lóð undir alþingishús 1880. Áform um að byggja það á Amarhóli náði ekki fram að ganga aðallega vegna þess að Magnús landshöfðingi átti sitt slægjuland á Amarhólstúni. Síðan var byijað að undirbúa gmnn þess neðst við Laugaveg norðanverðan og flytja byggingarefni á staðinn. Síðan var framkvæmdum hætt þar og keyptur kálgarður af Halldóri Kr. Friðriks- syni alþm. Sami hringlandahátturinn hefur svo endurtekið sig í sambandi við opinberar byggingar undanfama áratugi, t.d. Þjóðleikhúsið, Háskól- ann, Ráðhús Reykjavíkur og síðast en ekki síst Seðlabankann, sem teikna þurfti þrisvar. Virðist því full ástæða til að hafa alla aðgát við undirbúning nýrrar þinghúss- byggingar. Svo ætti að taka tillit til þess að þingkosningar em á næsta leiti, sem munu hafa í för með sér miklar breytingar þingliðs og gæti þá myndast nýtt viðhorf til málsins. Og hvað er þá að segja um núver- andi húsakost Alþingis? Alþingis- húsið, sem byggt var 1881, er 5.956 m 3 og rúmaði vandræðalaust þing- haldið framundir miðja þessa öld og vom þó uppá síðkastið 42 þing- menn. Þar að auki hýsti það Háskóla íslands í tæp 30 ár. Frá 1911 til 1940. Á fjórða áratugnum fjölgaði þingmönnum nokkuð, þegar upp- bótarþingmenn komu til sögunnar og síðan enn meir og hafa verið hin síðustu ár 60 og verða eftir næstu kosningar 63. En hvað hefur húsakostur Alþingis aukist á þess- um ámm frá því að Háskólinn flutti 1940? Eftirtaldar húseignir hafa verið keyptar og notaðar í þágu þing- manna: Templarasund 5 3.190 m3 Vonarstræti 12 2.359 m3 Kirkjustræti 8 1.551 m3 Skólabrú 2 1.068 m3 8.168 m3alls. Þannig hefur húsakostur Al- þingis meir en tvöfaldast frá 1940 og er nú samtals 14.124 m3 og hefur þá hver núverandi þingmaður rúmlega 235 m3 í sinn hlut og mun mörgum þykja það ærið athafna- svæði. Á síðari ámm hefir því oft verið hreyft utan þings, að þingmenn væm óþarflega margir. En þeir sjálfir hafa verið einráðir um fjölg- un sína og til skamms tíma skammtað sér laun og hlunnindi og þá ekki skort samstöðuna. Ég tel að nú ætti að taka þessi mál til rækilegrar athugunar og í stað þess að færa út kvíarnar, með því að fara að byggja nýja þinghöll fyrir milljarða, að fækka heldur í hjörðinni t.d. um þriðjung og hafa þingmenn 42, sem lengi reyndist vel. Þrátt fyrir það yrðum við með ijölmennasta þinghald allra Norður- landa miðað við fólksfjölda. En óhugsandi er að koma fram slíkum umbótum i stjómkerfinu nema með þjóðaratkvæðagreiðslu. Fullvíst má þó telja, að næði slík atkvæðagreiðsla fram að ganga yrði yfirgnæfandi meirihluti fyrir því að fækka þingmönnum. Athugum nú til samanburðar hvemig háttað hefur verið stjóm Reylq'avíkur á þessari öld. Árið 1908 voru í fyrsta sinn allir bæjarfulltrúar, 15 að tölu, kosnir í einu lagi. Þá vom bæjarbúar um 9 þúsund. Þegar svonefndir vinstri flokkar náðu meirihlutavaldi í borgarstjóm Reykjavíkur 1978 töldu þeir tíma- bært að fjölga borgarfulltrúum þi sem íbúatala hafði nífaldast frá 1908. Samþykktu þeir að auka tölu borgarfulltrúa í 21. Var svo kosinn sá fjöldi borgar- fulltrúa 1982. Við þá kosningu fékk sá flokkur er lengst hefir verið við völd í borginni meirihluta og eitt af hans fyrstu verkum var að sam- þykkja tillögu um að fækka aftur bæjarfulltrúum í 15. Og við það situr. Trúlega myndi löggjafarþing með 42 þingmönnum nýtast þjóð- inni jafnvel og með 63 eða fleirum og spara ríkinu stórfé í launum og öðmm kostnaði og gera byggingu nýrrar þinghallar óþarfa fyrst um sinn. Reykjavík, 22. des. 1986, Siguijón Sigurbjömsson Víkverji skrifar Em þau ekki farin að láta hálf ankannalega í eyrum öll þessi „undirboð“ sem sífellt er verið að klifa á í hvert sinn sem við megum láta í minni pokann í samkeppninni um erlendu markaðina? Þannig er það segin saga að Norðmenn „und- irbjóða" okkur á þeim fáu skreiðar- mörkuðum sem einhver slægur er í, og í hvert sinn sem við fömm af stað með blessaða sfldina okkar em þessir skrattakollar aftur komnir á vettvang með alla vasa fulla af „undirboðum". Nú syrtir enn í álinn og Danir em líka teknir til við þessa þokka- legu iðju. I úrvarpsfrétt um hörmungar Steinullarverksmiðj- unnar, sem þegar þetta er skrifað vantar litlar 400 milljónir til þess að hjara, var danskt fyrirtæki búið að bola okkur útaf steinullarmark- aðinum í heimalandi sínu með einu af þessum forkastanlegu „undirboð- um“ og gerði sig líklegt til þess að leika sama leikinn í Færeyjum. Fyrr má nú vera frekjan. Hinsvegar bregður svo við að þegar við höfum betur í hinum miskunnarlausa slag um markað- ina, heitir það aldrei að við höfum lagst svo lágt að vera með „undir- boð“, það er að segja boðið vömna vð vægara verði en keppinautamir. Þá emm við bara svona slyngir sölumenn og höfum haft betur í samkeppninni. Það heitir til dæmis aldrei undir- boð í fjölmiðlum hér heima þegar við eram að koma brotabroti af kjötflallinu okkar í útlendinginn með því að afhenda honum vömna fyrir nánast ekki neitt í skjóli niður- greiðslna og ríkisstyrkja. Engum dettur í hug að amast við því; við emm bara að beita öllum brögðum til að kafna ekki undir fjallinu. En látum aumingja Norðmanninn grípa til sömu ráða til þess að létta undir með sjávarútvegi sínum og þá náum við varla uppí nefið á okkur, svo hneykslaðir emm við. Svo að aftur sé vikið að vanda Steinullarverksmiðjunnar er það naumast einleikið hvað ríkið er seinheppið í ijárfestingum sínum þegar það þykist vera að efla iðnað- inn í landinu, auka fjölbreytnina, eins og það heitir líka. Víkveiji veit ekki betur en að þessi forsjón okkar sé til dæmis að reyna að losa sig við einar þrjár graskögglaverk- smiðjur, sem em náttúrlega líka á hvínandi kúpunni. Ríkissjóður rr.un eiga 40% í stein- ullarævintýrinu. Séður kaupsýslu- maður, sem færði þetta í tal við Víkvetja, þóttist samt vita um eina blessun sem fylgdi þessum árviss- um glappaskotum. Menn gátu haft þau að leiðar- ljósi, vildi hann meina, eða aðvör- unarljósi þó kannski öllu fremur. „Það er góð regla,“ sagði hann, „að fjárfesta aldrei í fyrirtæki þar sem ríkið er meðeigandi. Þá má nánast ganga út frá því sem vísu að það sé sjálfdautt." XXX XXX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.