Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 63

Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 63 • Bjarni Friðriksson júdómaður tekur hér við styrk íþróttaráðs Reykjavíkur úr hendi Júlíusar Hafstein. Bjarni styrktur myndarlega af ÍBR, íþróttaráði og Flugleiðum c. / byl BJARNI Ásgeir Friðriksson júdó- maður fókk á þriðjudaginn styrki frá ÍBR, íþróttaráði Reykjavíkur og Flugleiðum, í hófi sem efnt var tii að Fríkirkjuvegi 11. Styrkir þessir gera honum kleift að stunda œfingar og keppni að full- um krafti til undirbúnings fyrir næstu Ólympíuleika. Á fundi iþróttaráðs Reykjavíkur 27. maí í sumar var lögð fram sam- kkt stjórnar Styrktarsjóðs íþrótt- ráðs frá 23. maí varðandi erindi arna Friðrikssonar júdómanns um styrk til æfinga og keppnis- feröa til undirbúnings fyrir næstu Ólympíuleika. Ennfremur var lagt Sundmót ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra efn- ir á morgun til hins árlega Nýárssundmóts fatlaðra barna og unglinga. Mótið fer fram f Sundhöll Reykjavíkur og hefst kl. 15.00. Rétt til þátttöku eiga börn og unglingar fædd 1969 og síðar, en keppt verður í flokkum blindra og sjónskertra, þroskaheftra og hreyfihamlaðra. fram bréf ÍBR varðandi erindið svo og æfinga- og keppnisáætlun Bjarna fram að ÓL. Fram kemur í samþykkt úthlut- unarnefndar að stjórnin hafi samþykkt að styrkja Bjarna með kr. 125.000 framlagi á ári á árunum 1986, 1987 og 1988 í samvinnu við ÍBR, sem styrkir hann um sömu upphæð, og Flugleiðir. Flugleiðastyrkurinn til Bjarna er í formi flugmiða. Hann fær 24 af- sláttarmiða fram til ÓL 1988. Og þarf hann aðeins að greiða kr. 10.000 fyrir hvern miða, sama hvert flogið verður. Bjarni hefur gert ýtarlega æf- inga- og keppnisáætlun fram að OL í Seoul. Hann áætlar að taka þátt í 12 stórmótum erlendis á árinu, auk þess fer hann þrívegis í æfingabúðir til Frakklands og Svíþjóðar. Heimsmeistaramótið í júdó verður haldið í september og verður Bjarni auðvitað þar á meðal keppenda. Á árinu 1988 áætlar hann að taka þátt í sjö mótum fram að Ólympíuleikum. Þessi styrkveiting kemur sér vel fyrir Bjarna sem nú getur helgað sig alfarið íþrótt sinni. Hann á áræðanlega eftir að sanna það enn Handbolti: Heil umferð um helgina KEPPNIN í 1. deild karla á ís- landsmótinu í handbolta heldur áfram um helgina aö loknu jóla- leyfi. í dag verður einn leikur á Akureyri, en á morgun veröa fjór- ir leikir, einn f Hafnarfiröi og þrír f Höllinni. KA og Fram leika á Akureyri í dag og hefst leikurinn klukkan 13.30. Leikur Ármanns og Stjörn- unnar byrjar í Höllinni klukkan 14 á morgun, en tveir leikir hefjast klukkan 20. FH og UBK leika í Hafnarfirði og Valur og Haukar í Höllinni. Að þeim leik loknum hefst viðureign KR og Víkings. STAÐAN eftir 9 umferðir í 1. deild karla er þessi: Breiðablik 97 1 1 204:192 15 Víkingur 97 11 211:191 15 FH 96 1 2 228:196 13 Valur 95 1 3 230:199 11 Fram 9504212:195 10 KA 94 1 4 199:210 9 Stjarnan 9 3 1 5 220:225 7 KR 9 3 06 179:203 6 Haukar 9 2 07 188:224 4 Ármann 90 09 179:217 0 frekar hversu góður júdómaður hann er. Opaas efstur í skíðastökkinu VEGARD Opaas frá Noregi er nú f efsta sæti heimsbikarsins í skíðastökki. Hann sigraði í stökki af 90 metra palli í Oberstdorf í Vestur-Þýskaiandi á miðvikudag- inn og hefur nú 90 stig f keppn- inni. Ernst Wettori, Austurríki, er í öðru sæti með 87 stig. Opaas var aðeins í fjórða sæti eftir fyrra stökkið en stökk 106,5 m í seinna stökkinu og vann Vest- ur-Þjóðverjann, Thomas Klauser, með aðeins 0,1 stigi. Tveir ungir austurrískir stökkvarar, Harald Rodlauer og Oliver Strohmaier, áttu lengstu stökkin í keppninni. Þeir stukku 109 og 107 metra í fyrra stökkinu en náðu sér ekki á strik í því seinna og höfnuðu í 8. og 9. sæti. Eddie Edwards, 22 ára gamall Englendingur, var fyrstur Breta til að taka þátt í skíðastökki heims- bikarsins er hann stökk 65 metra, sem var lakasta stökk képpninnar. Hann setti jafnframt nýtt enskt met í skíðastökki, en gamla metið var 61 m og var sett fyrir 55 árum. Staðan í heimsbikarnum er nú þessi: Vegard Opaas, Noregi 90 Ernst Vettori, Austurríki 87 Thomas Klauser, V-Þýskalandi 64 Matti Nykaenen, Finnlandi 62 Primoz Ulrga, Júgóslavíu 62 Jens Weissflog, A-Þýskalandi 61 Andreas Felder, Austurriki 47 MiranTepes, Júgóslavíu 39 Findeisen, V-Þýskalandi 38 Jukka Kalso, Finnlandi 38 Andreas Bauer, V-Þýskalandi35 Litla heimsmeistarakeppni öldunga hefst á morgun Á MORGUN hefst f Brasilíu litla heimsmeistarakeppni öldunga í knattspyrnu, nefnd Pelebikarinn. Keppnin er opin þjóðum, sem unnið hafa heimsmeistaratitilinn tvisvar eða oftar og verða leik- menn að vera eldri en 34 ára. Fyrsti leikurinn verður á milli Brasilíu og Ítalíu, en úrslitaleikur- inn verður 18. janúar. AUK fyrrnefndra þjóða taka Ur- uguay, Vestur-Þýskaland og Argentína þátt í mótinu. Snillingur- inn Pele, sem nú er 46 ára, verður að öllum líkindum aðeins með Brasilíu í fyrsta leiknum, en gert er ráð fyrir að Rivelino og Jairzinho leiki alla leikina. í ítalska liðinu má nefna Albertosi, Fachetti og Bon- insegna og helstu stjörnur Þjóð- verja eru Beckenbauer, Breitner og Uwe Seller. Villa, Babington, Kempes og Albrecht leika með Argentínu og í liði Uruguay eru ’ Forlan, Castillo og Silva, svo ein- hverjir séu nefndir. Skíðaganga í DAG og á morgun klukkan 14 til 15 stendur Skíðafélag Reykjavíkur fyrir kennslu í skíða- göngu fyrir almenning við gamla skálann í Bláfjöllum. Ágúst.«jr Björnsson kennir og nú er bara að vona að veðrið setji ekki strik í reikninginn. KR-ingaróheppnir: Hans handarbrotnaði á móti í Þýskalandi HANS Guðmundsson handar- brotnaði f sfðasta leik KR á móti í Þýskalandi á milli jóla og nýárs og verður frá æfingum og keppni um ófyrirsjáanlegan tfma. Hans og Jóhannes Stefánsson skoruðu 25 mörk hvor á mótinu og urðu í 3. til 4. sæti yfir markahæstu menn. Fyrir keppnina hafði Jó- hann Ingi Gunnarsson, þjálfari Essen, sagt að Jóhannes myndi í mesta lagi skora 15 mörk og ekkert gegn Essen. Veðmál var sett í gang, þjálfarinn tapaði veð- málinu og verður að hlaupa 20 hringi í kringum Tjörnina. Ólafur Jónsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með feröina, en að sama skapi óhress með að Hans skyldi meiðast. „Þetta er ein erfið- asta ferð, sem ég hef farið í, en hún var mjög skemmtileg og lær- dómsrík. Það er bagalegt fyrir okkur að missa Hans aftur, en hann fékk högg á nákvæmlega sama blett og í haust, brotið tók sig upp og hann leikur ekki með um ófyrirsjáanlegan tíma. Heilladísirnar hafa svo sannarlega ekki verið með okkur í vetur, en við þessu er ekkert að gera.“ Jóhannes Stefánsson vann veð- mál við Jóhann Inga Gunnarsson, þjálfara Essen og verður sá síðar- nefndi að hlaupa 20 hringi t kringum Tjörnina. Þjálfarinn sagði að Jóhannes myndi í mesta lagi skora 15 mörk og þar af 6 af línu, en ekkert gegn Essen. Jóhannes varð þriðji markahæsti maður mótsins, skoraði 25 mörk og þar af 6 gegn Essen! KR-ingarnir léku 7 leiki á 5 dög- um. Þeir töpuðu með nokkrum mun gegn Essen, Gdansk og Tata- banja, en áttu að vinna Skoda > Pilsen, höfðu 2 mörk yfir þegar 4 mínútur voru til leiksloka, en töp- uðu með einu marki. Þá tóku þeir þátt í hraðmóti og höfnuðu í 3. sæti af 6 liðum. y^SÍXl ÞJÓNUSD GREIÐSLUKORTAÞJC ISLENSKRA GETR Hér eru leikirn Leikir3. janúar1987 na \ DNUSTA AUNA lir! 1 X 2 1 Aston Villa - Nott'm Forest 2 Leicester - Sheffield Wed. 3 Liverpool - West Ham 4 Man. City - Oxford 5 Newcastle - Coventry 6 Q.P.R. - Everton 7 Southámpton - Man. United 8 Wimbledon - Watford 9 Blackburn - Portsmouth 10 Crystal Palace - Derby 11 Sheff. United - W.B.A. 12 Shrewsbury - Ipswich Hríngdu strax! 688-32! 2 föstudaga kl. 9.00-17:00 laugardagakl. 9.00-13.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.