Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.01.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987 63 • Bjarni Friðriksson júdómaður tekur hér við styrk íþróttaráðs Reykjavíkur úr hendi Júlíusar Hafstein. Bjarni styrktur myndarlega af ÍBR, íþróttaráði og Flugleiðum c. / byl BJARNI Ásgeir Friðriksson júdó- maður fókk á þriðjudaginn styrki frá ÍBR, íþróttaráði Reykjavíkur og Flugleiðum, í hófi sem efnt var tii að Fríkirkjuvegi 11. Styrkir þessir gera honum kleift að stunda œfingar og keppni að full- um krafti til undirbúnings fyrir næstu Ólympíuleika. Á fundi iþróttaráðs Reykjavíkur 27. maí í sumar var lögð fram sam- kkt stjórnar Styrktarsjóðs íþrótt- ráðs frá 23. maí varðandi erindi arna Friðrikssonar júdómanns um styrk til æfinga og keppnis- feröa til undirbúnings fyrir næstu Ólympíuleika. Ennfremur var lagt Sundmót ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra efn- ir á morgun til hins árlega Nýárssundmóts fatlaðra barna og unglinga. Mótið fer fram f Sundhöll Reykjavíkur og hefst kl. 15.00. Rétt til þátttöku eiga börn og unglingar fædd 1969 og síðar, en keppt verður í flokkum blindra og sjónskertra, þroskaheftra og hreyfihamlaðra. fram bréf ÍBR varðandi erindið svo og æfinga- og keppnisáætlun Bjarna fram að ÓL. Fram kemur í samþykkt úthlut- unarnefndar að stjórnin hafi samþykkt að styrkja Bjarna með kr. 125.000 framlagi á ári á árunum 1986, 1987 og 1988 í samvinnu við ÍBR, sem styrkir hann um sömu upphæð, og Flugleiðir. Flugleiðastyrkurinn til Bjarna er í formi flugmiða. Hann fær 24 af- sláttarmiða fram til ÓL 1988. Og þarf hann aðeins að greiða kr. 10.000 fyrir hvern miða, sama hvert flogið verður. Bjarni hefur gert ýtarlega æf- inga- og keppnisáætlun fram að OL í Seoul. Hann áætlar að taka þátt í 12 stórmótum erlendis á árinu, auk þess fer hann þrívegis í æfingabúðir til Frakklands og Svíþjóðar. Heimsmeistaramótið í júdó verður haldið í september og verður Bjarni auðvitað þar á meðal keppenda. Á árinu 1988 áætlar hann að taka þátt í sjö mótum fram að Ólympíuleikum. Þessi styrkveiting kemur sér vel fyrir Bjarna sem nú getur helgað sig alfarið íþrótt sinni. Hann á áræðanlega eftir að sanna það enn Handbolti: Heil umferð um helgina KEPPNIN í 1. deild karla á ís- landsmótinu í handbolta heldur áfram um helgina aö loknu jóla- leyfi. í dag verður einn leikur á Akureyri, en á morgun veröa fjór- ir leikir, einn f Hafnarfiröi og þrír f Höllinni. KA og Fram leika á Akureyri í dag og hefst leikurinn klukkan 13.30. Leikur Ármanns og Stjörn- unnar byrjar í Höllinni klukkan 14 á morgun, en tveir leikir hefjast klukkan 20. FH og UBK leika í Hafnarfirði og Valur og Haukar í Höllinni. Að þeim leik loknum hefst viðureign KR og Víkings. STAÐAN eftir 9 umferðir í 1. deild karla er þessi: Breiðablik 97 1 1 204:192 15 Víkingur 97 11 211:191 15 FH 96 1 2 228:196 13 Valur 95 1 3 230:199 11 Fram 9504212:195 10 KA 94 1 4 199:210 9 Stjarnan 9 3 1 5 220:225 7 KR 9 3 06 179:203 6 Haukar 9 2 07 188:224 4 Ármann 90 09 179:217 0 frekar hversu góður júdómaður hann er. Opaas efstur í skíðastökkinu VEGARD Opaas frá Noregi er nú f efsta sæti heimsbikarsins í skíðastökki. Hann sigraði í stökki af 90 metra palli í Oberstdorf í Vestur-Þýskaiandi á miðvikudag- inn og hefur nú 90 stig f keppn- inni. Ernst Wettori, Austurríki, er í öðru sæti með 87 stig. Opaas var aðeins í fjórða sæti eftir fyrra stökkið en stökk 106,5 m í seinna stökkinu og vann Vest- ur-Þjóðverjann, Thomas Klauser, með aðeins 0,1 stigi. Tveir ungir austurrískir stökkvarar, Harald Rodlauer og Oliver Strohmaier, áttu lengstu stökkin í keppninni. Þeir stukku 109 og 107 metra í fyrra stökkinu en náðu sér ekki á strik í því seinna og höfnuðu í 8. og 9. sæti. Eddie Edwards, 22 ára gamall Englendingur, var fyrstur Breta til að taka þátt í skíðastökki heims- bikarsins er hann stökk 65 metra, sem var lakasta stökk képpninnar. Hann setti jafnframt nýtt enskt met í skíðastökki, en gamla metið var 61 m og var sett fyrir 55 árum. Staðan í heimsbikarnum er nú þessi: Vegard Opaas, Noregi 90 Ernst Vettori, Austurríki 87 Thomas Klauser, V-Þýskalandi 64 Matti Nykaenen, Finnlandi 62 Primoz Ulrga, Júgóslavíu 62 Jens Weissflog, A-Þýskalandi 61 Andreas Felder, Austurriki 47 MiranTepes, Júgóslavíu 39 Findeisen, V-Þýskalandi 38 Jukka Kalso, Finnlandi 38 Andreas Bauer, V-Þýskalandi35 Litla heimsmeistarakeppni öldunga hefst á morgun Á MORGUN hefst f Brasilíu litla heimsmeistarakeppni öldunga í knattspyrnu, nefnd Pelebikarinn. Keppnin er opin þjóðum, sem unnið hafa heimsmeistaratitilinn tvisvar eða oftar og verða leik- menn að vera eldri en 34 ára. Fyrsti leikurinn verður á milli Brasilíu og Ítalíu, en úrslitaleikur- inn verður 18. janúar. AUK fyrrnefndra þjóða taka Ur- uguay, Vestur-Þýskaland og Argentína þátt í mótinu. Snillingur- inn Pele, sem nú er 46 ára, verður að öllum líkindum aðeins með Brasilíu í fyrsta leiknum, en gert er ráð fyrir að Rivelino og Jairzinho leiki alla leikina. í ítalska liðinu má nefna Albertosi, Fachetti og Bon- insegna og helstu stjörnur Þjóð- verja eru Beckenbauer, Breitner og Uwe Seller. Villa, Babington, Kempes og Albrecht leika með Argentínu og í liði Uruguay eru ’ Forlan, Castillo og Silva, svo ein- hverjir séu nefndir. Skíðaganga í DAG og á morgun klukkan 14 til 15 stendur Skíðafélag Reykjavíkur fyrir kennslu í skíða- göngu fyrir almenning við gamla skálann í Bláfjöllum. Ágúst.«jr Björnsson kennir og nú er bara að vona að veðrið setji ekki strik í reikninginn. KR-ingaróheppnir: Hans handarbrotnaði á móti í Þýskalandi HANS Guðmundsson handar- brotnaði f sfðasta leik KR á móti í Þýskalandi á milli jóla og nýárs og verður frá æfingum og keppni um ófyrirsjáanlegan tfma. Hans og Jóhannes Stefánsson skoruðu 25 mörk hvor á mótinu og urðu í 3. til 4. sæti yfir markahæstu menn. Fyrir keppnina hafði Jó- hann Ingi Gunnarsson, þjálfari Essen, sagt að Jóhannes myndi í mesta lagi skora 15 mörk og ekkert gegn Essen. Veðmál var sett í gang, þjálfarinn tapaði veð- málinu og verður að hlaupa 20 hringi í kringum Tjörnina. Ólafur Jónsson, þjálfari KR, var mjög ánægður með feröina, en að sama skapi óhress með að Hans skyldi meiðast. „Þetta er ein erfið- asta ferð, sem ég hef farið í, en hún var mjög skemmtileg og lær- dómsrík. Það er bagalegt fyrir okkur að missa Hans aftur, en hann fékk högg á nákvæmlega sama blett og í haust, brotið tók sig upp og hann leikur ekki með um ófyrirsjáanlegan tíma. Heilladísirnar hafa svo sannarlega ekki verið með okkur í vetur, en við þessu er ekkert að gera.“ Jóhannes Stefánsson vann veð- mál við Jóhann Inga Gunnarsson, þjálfara Essen og verður sá síðar- nefndi að hlaupa 20 hringi t kringum Tjörnina. Þjálfarinn sagði að Jóhannes myndi í mesta lagi skora 15 mörk og þar af 6 af línu, en ekkert gegn Essen. Jóhannes varð þriðji markahæsti maður mótsins, skoraði 25 mörk og þar af 6 gegn Essen! KR-ingarnir léku 7 leiki á 5 dög- um. Þeir töpuðu með nokkrum mun gegn Essen, Gdansk og Tata- banja, en áttu að vinna Skoda > Pilsen, höfðu 2 mörk yfir þegar 4 mínútur voru til leiksloka, en töp- uðu með einu marki. Þá tóku þeir þátt í hraðmóti og höfnuðu í 3. sæti af 6 liðum. y^SÍXl ÞJÓNUSD GREIÐSLUKORTAÞJC ISLENSKRA GETR Hér eru leikirn Leikir3. janúar1987 na \ DNUSTA AUNA lir! 1 X 2 1 Aston Villa - Nott'm Forest 2 Leicester - Sheffield Wed. 3 Liverpool - West Ham 4 Man. City - Oxford 5 Newcastle - Coventry 6 Q.P.R. - Everton 7 Southámpton - Man. United 8 Wimbledon - Watford 9 Blackburn - Portsmouth 10 Crystal Palace - Derby 11 Sheff. United - W.B.A. 12 Shrewsbury - Ipswich Hríngdu strax! 688-32! 2 föstudaga kl. 9.00-17:00 laugardagakl. 9.00-13.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.