Morgunblaðið - 03.01.1987, Page 64
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Handjám-
uð og fang-
elsuð í
Chicago og
send heim
V egabréf sáritun
ekki fullnægjandi
TVÍTUG kona frá Keflavík,
Harpa Högnadóttir, var
handtekin í vinnu hjá verzlun
Islenzks markaðar í Chicago
daginn fyrir gamlársdag,
flutt handjárnuð I fargelsi
og haldið þar í sólarhring.
Hún kom heim til íslands á
f'*'hýársdag og var henni gefin
upp sú ástæða, að hún hefði
ekki fullnægjandi vega-
bréfsáritun, en önnur íslenzk
kona með sams konar vega-
bréfsáritun var látin óáreitt.
Harpa fór til Chicago um miðj-
an september og starfaði þar hjá
íslenskum markaði, Icemart. Þá
hafði hún fengið áritun hjá
bandaríska sendiráðinu til sex
^mánaða. en bandaríska lögregl-
:in sagði henni, að sú áritun
dygði henni ekki til að starfa í
Bandaríkjunum, þar sem til þess
þyrfti sérstaka áritun. „Þetta
mál er á misskilningi byggt,“
sagði Ófeigur Hjaltested, yfír-
maður íslenzks markaðar. „Sú
sem hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri hjá Islenzkum
markaði í Chicago er íslenzk og
hefur sömu áritun og þessi
starfsstúlka. Það mun hins vegar
vera í lagi, þar sem litið er svo
á að hún reki íslenzkt fyrirtæki
og vinni því ekki hjá bandarísku.
Þegar starfsstúlkan fór út þá
^skildist okkur að það sama ætti
við um hana. Hún fer út aftur
þegar áritun hennar er komin í
lag og við ætlum líka að ganga
í það að fá öruggari áritun fyrir
framkvæmdastjórann okkar svo
hún eigi ekki það sama á hættu.“
Sjá „Óskemmtileg
reynsla..." á bls. 4.
Morgunblaðið/BB.
Harpa Högnadóttir
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Morgunbladið/Kr. Ben.
Sjómannaverkfall
Verkfall sjómanna hefur nú lamað sjósókn frá verstöðvum landsins. Nær öll skip og bátar eru því
í höfn og þessi mynd frá Grindvík táknræn fyrir stöðuna i höfnum landsins.
Vestmannaeyjar:
16pólskir
skipasmiðir
ráðnir að
Skipalyftunni
Vestmannaeyjum.
SKIPALYFTAN hf. í Vestmanna-
eyjum hefur fengið atvinnuleyfi
fyrir 16 pólska skipasmiði og eru
þeir væntanlegir til starfa hjá
fyrirtækinu 9. janúar nk. Menn-
irnir eru ráðnir til 6 mánaða og
með mögulegri framlengingu
starfstímans.
Skipalyftan réð til sín í marsmán-
uði á síðasta ári 12 Pólveija sem
störfuðu í Eyjum í átta mánuði við
góðan orðstír. Gunnlaugur Axelsson
framkvæmdastjóri Skipalyftunnar
sagði í samtali við Morgunblaðið að
reynsla þeirra af hinum pólsku
skipasmiðum væri mjög góð og hafi
þeir reynst góð viðbót við heima-
mennina.
„Við erum búnir að auglýsa mikið
og lengi eftir mönnum en þeir hafa
engir fengist hér innanlands. Við
höfum átt gott samband við North-
em Shipyard skipasmíðastöðina í
Gdansk í Póllandi og með þeirra
aðstoð höfum við ráðið Pólveijana
ti) okkar," sagði Gunnlaugur Axels-
son. Hann sagði að það væru ekki
sömu mennimir sem kæmu nú og
störfuðu hjá þeim og í fyrra nema
hvað sami yfirverkstjórinn kæm:
aftur.
Gunnlaugur sagði að mjög gott
útlit væri með verkefni allt þetta ár
og til þess að geta sinnt þeim hefði
verið nauðsynlegt að ráða pólsku
skipasmiðina til starfa. — hkj.
Sjómenn og útvegsmenn:
Stefnt að lausn kjara-
deilunnar um helgina
Ágreiningur um einstök mál
lagður til hliðar á meðan
á gamlársdag orðið 22% hærra en
verð á olíu í birgðum hér.
NOKKUR bjartsýni ríkir nú á, að samkomulag náist í kjaradeilu
útvegsmanna og sjómanna, en verkfall sjómanna hófst um áramót-
in. Sjómenn hafa nú samþykkt að setjast að samningaborðinu án
þess að krefjast þess, að meintir verkfallsbrjótar sigli skipum sínum
inn áður en samningaviðræður hefjast. Er það gert að ósk ríkissátta-
semjara og hafa ágreiningsatriði um framkvæmd verkfallsins verið
Iögð til hliðar meðan reynt verður um helgina að ná samkomulagi
um kjaraatriðin. Akvörðun fulltrúa fiskvinnslunnar í yfimefnd Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins um að fallast á hækkun fiskverðs um 8%
í stað 6% er talin greiða fyrir lausn mála, en sú ákvörðun eykur
útgjöld fiskvinnslunnar um nálægt 200 milljónir króna. í gær voru
74 fiskiskip á sjó, þar af 50 togarar og togskip. Sjómenn telja um
30 togara hafa haldið til veiða með ólögmætum hætti.
í samtölum Morgunblaðsins við Fulltrúar sjómanna telja 8%
fulltrúa fískvinnslunnar í blaðinu í hækkun fískverðs mikilvægan þátt
Nokkrar deilur hafa risið milli
útgerðarmanna og sjómanna vegna
veiðiferða skipa, sem hófust milli
jóla og áramóta. Samkvæmt gild-
andi samningum er skipum heimilt
að halda til veiða á þessum tíma
séu þau að físka til sölu erlendis.
Hins vegar er ágreiningur um það
hvort nauðsynlegt sé að skipin hafí
pantað löndunardag áður en verk-
fall er boðað. Ennfremur kom upp
ágreiningur á Vestijörðum um lög-
mæti boðunar verkfalls Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Bylgjunnar
og ágreiningur reis líka á Aust-
fjörðum, en þar voru þijú skip að
veiðum eftir klukkan fjögur á gaml-
ársdag. í flestum tilfellum hafa
deiluaðilar ákveðið að láta ágrein-
ing um einstök mál liggja milli hluta
meðan samningalota helgarinnar
stendur yfír.
Sáttafímdur sjómanna og útgerð-
armanna hófst hjá sáttasemjara
klukkan 13 í gær og stóð fram eft-
ir kvöldi. Eiginlegar samningavið-
ræður hefjast væntanlega í dag og
verður þá líklega haldið áfram til
sunnudagskvölds eða þar til sam-
komulag hefur náðst.
Sjá samtöl og frásagnir á bls.
26 og 27.
dag kemur fram sú skoðun þeirra,
að þeir hafi samþykkt hærra fisk-
verð, en þeir voru áður búnir að
ná samkomulagi um, til að greiða
fyrir lausn kjaradeilu sjómanna og
útvegsmanna. Fulltrúar deiluaðila
hafí óskað þess, að ákvörðun um
6% hækkun verðsins yrði endur-
skoðuð í því augnamiði og það hafí
fulltrúar fískvinnslunnar samþykkt.
Þeir telja lar.gt sjómannaverkfall
geta haft óbætanlegar afleiðingar
á mörkuðum okkar erlendis og að
minna fari af físki í frystingu en
ella. Þeir segjast ennfremur illa
sviknir náist samkomulag ekki um
helgina.
til lausnar deilunni enda færi hún
útgerð meiri tekjur en hún eigi kröf-
ur á miðað við stöðu hennar. Þessi
hækkun dugi þó ekki til að tekjur
sjómanna haldi í við hækkun kaup-
taxta verkafólks í landi. Mismuninn
verði að sækja með því að kostnað-
arhlutdeildin verði felld niður í ljósi
lækkunar verðs á olíu.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, segir sjómenn hafa fengið
sambærilegar hækkanir og land-
verkafólk með fískverðsákvörðun-
inni og auk þess hafi þeir notið
góðærisins 1986 engu síður en út-
gerðin. Jafnframt bendir Kristján á
það, að verð á olíu í Rotterdam var
Gjald fyrir sjón-
varp, útvarp og
síma hækkar um 10%
GJALDSKRÁ fyrir símaþjónustu
hækkar um 10% frá og með ára-
mótum. Þá hefur afnotagjald
útvarps og sjónvarps verið hækk-
að um sama hundraðshluta.
Nú er gjald fyrir sjálfvirkan síma
585 krónur á ársfjórðungi og hvert
teljaraskref 1 króna og 32 aurar.
Stofngjald fyrir númer í miðstöð
og línu verður framvegis 5.000
krónur.
Gjald fyrir afnot af útvarpi og
sjónvarpi verður 1.680 krónur en
var 1.525 krónur fyrir hækkunina.
Gjaldaseðlar munu berast notend-
um á næstu dögum.
Sjá fréttir bls. 2.