Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
18. tbl. 75. árg.
FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Hreinsanir halda áfram í Kína:
Forsetum vísindaaka-
demíunnar vikið frá
Peking. AP og Reuter.
FORSETA og varaforseta vísindaakademíunnar í Kína var vikið úr
embætti i gær. Er þetta talinn liður í þeirri viðleitni stjómvalda að
vinna gegn vestrænum fijálslyndishugmyndum.
Það var hin opinbera fréttastofa
Xinhua, sem greindi frá því, að Lu
Jiaxi, forseti akademíunnar, og Yan
Dongsheng varaforseti hefðu verið
leystir frá störfum.
Zhou Guangzhao, forseti eðlis-
fræðingafélags landsins, var skipaður
forseti akademíunnar, og Teng Teng,
sem er efnafræðingur og hefur starf-
að sem aðstoðarforstöðumaður
áróðursdeildar kommúnistaflokksins,
var skipaður varaforseti.
Ekki greindi fréttastofan frá
ástæðum mannaskiptanna, en sumir
af meðlimum vísindaakademíunnar
hafa síðastliðið ár talað fyrir auknu
Þannig var umhorfs fyrir framan forsetahöllina í Manilla i gær, eftir að hermenn höfðu skotið á
fjölmennan hóp, sem þar hafði safnazt saman. Eins og sjá má liggja mörg lík á götunni.
Horfur uggvænlegar á Filippseyjum:
Tólf manns skotnir til
bana í óeirðum í Manilla
frelsi menntamanna og þannig dregið
að sér athygli í hinum pólitísku
hreinsunum, sem nú standa yfir.
Lu Jiaxi hafði verið forseti aka-
demíunnar frá árinu 1982. Eftirmað-
ur hans, Zhou, er 57 ára að aldri.
Hann nam öreindafræði í Moskvu.
Teng Teng er 56 ára gamall efna-
verkfræðingur. Hann var nýlega
skipaður forseti vísinda- og tæknihá-
skólans í Hefei í Mið-Kína, eftir að
fyrrverandi forseta og varaforseta
háskólans hafði verið vikið frá.
Ítalía:
Þrír meðlimir
Rauðu herdeild-
anna handteknir
Róm, Reuter.
LÖGREGLAN í Róm handtók í
gærkvöldi þijá meðlimi Rauðu
herdeildanna svonefndu eftir
skotbardaga og mikinn eltingar-
leik um fjölfarna götu i borginni.
Greip lögreglan til skotvopna,
eftir að einn þremenninganna hóf
skothríð á hana.
Aquino forseti hvetur landsmenn til að sýna stillingu
Manila, Reuter, AP. (
TÓLF manns biðu bana og 94 særðust í gær í Manilla, höfuðborg
Filippsejja, er hermenn hófu skothrið á fjölmennan hóp vinstri sinn-
aðra bænda. Gerðist þetta rétt fyrir framan forsetahöllina í borginni.
Höfðu bændurnir safnazt þarna saman til þess að krefjast. réttlátari
skiptingar á jarðnæði í landinu. Þetta er í fyrsta sinn, sem hermenn
beita skotvopnum gegn kröfugöngu á Filippseyjum, síðan Corazon
Aquino forseti komst þar til valda fyrir 11 mánuðum.
Sjálf lýsti hún yfir harmi sínum
vegna þessa atburðar í gær. í ávarpi,
sem hún flutti í sjónvarpi, sagði
hún, að ítarleg rannsókn yrði látin
fara fram og þeim yrði refsað harð-
lega, sem ábyrgð bæru á „þessum
blóðuga atburði." A meðan rann-
sóknin stæði yfir, yrði Ramon
Montano hershöfðingi, yfirmaður
heraflans í Manilla, leystur frá störf-
um.
Skothríðin hófst, er um 10.000
manna kröfuganga undir merkjum
vinstri sinnaðra bændasamtaka
(KMP) reyndi að bijótast í gegnum
fylkingu 500 hermanna, sem tekið
höfðu sér stöðu um 300 metra fyrir
framan aðalhliðið að Malacanang-
höllinni, embættisbústað forsetans.
Er þeir nálguðust, hrintu hermenn-
imir þeim harkalega frá með skjöld-
um sínum. Spennan fór síðan smám
saman vaxandi, einkum eftir að að-
komumenn tóku að kasta gijóti og
öðru lauslegu í hermennina.
Skyndilega tóku nokkrir úr hópi
hermannanna að skjóta á fólkið.
Héldu þeir jafnvel áfram að skjóta,
eftir að fólkið tók til fótanna og
reyndi eftir megni að komast í skjól
undan skothríðinni.
Talið er víst, að þessi atburður
eigi eftir að hafa víðtæk áhrif á
gang mála á Filippseyjum. Þannig
lýstu fulltrúar stjórnarinnar jafnt
sem fulltrúar kommúnista í samn-
ingaviðræðunum um vopnahlé því
yfir í gær, að þeim viðræðum yrði
frestað að sinni. Var sagt, að þetta
væri gert vegna morðhótana
óþekktra aðila í þjóðfélaginu við
samningamenn beggja aðila, sem
hefðu það að markmiði að grafa
undan stjórn Aquino og skapa
ótryggt ástand í landinu.
í sjónvarpsávarpi sínu hvatti Aqu-
ino forseti landsmenn sína til að
sýna stillingu, ekki sízt með tilliti
Vaxtalækkun í V-Þýzkalandi
Á ad stöðva frekari lækkun dollarans
Frankfurt, Reuter, AP.
SEÐLABANKINN í Vestur-Þýzkalandi tilkynnti í gær, að hann myndi
lækka vexti úr 3,5% í 3% frá og með deginum í dag. Tilgangurinn
með þessari ráðstöfun væri að stöðva frekari lækkun bandaríska doll-
arans. Tilkynning þessi kom þó of seint til að hafa áhrif á gengi
dollarans víðast hvar í gær, því að hann lækkaði enn gagnvart jap-
anska jeninu og vestur-þýzka markinu. Búizt er hins vegar við því,
að vaxtalækkunin muni hafa einhver hækkunaráhrif á dollarann í dag.
Seðlabankar Sviss og Austurríkis
tilkynntu í gær, að þeir myndu fara
að dæmi Vestur-Þjóðveija og lækka
vexti um og Japanir hyggjast
einnig lækka vexti hjá sér í næstu
viku.
Dollarinri lækkaði hinsvegar enn
í gærmorgun, er það varð Ijóst, að
Kiichi Miyazawa, fjármálaráðherra
Japans, hafði ekki tekizt á fundi
sínum með James Baker, Qármála-
ráðherra Bandaríkjanna á miðviku-
dagskvöld að fá Bandaríkjamenn til
að lofa því afdráttarlaust að koma
í vegfyrir frekari lækkun dollaruns.
Karl Otto Pöhl, seðlabankastjóri
Vestur-Þýzkalands gagnrýndi
Bandaríkjamenn harðlega, er hann
gerði grein fyrir vaxtalækkuninni
og sagði, að þeir væru að „leika sér
að eldi“ með því að láta dollarann
lækka jafn mikið og raun væri á
orðin í því skyni að draga þannig
úr stórfelldum viðskiptahalla sínum.
Jacques Delórs, forseti fram-
kvæmdaráðs Evrópubandalagsins
(EB), var ekki síður harðorður og
sakaði Bandaríkjamenn um „fjár-
kúgun“. Kom þetta fram í ræðu, sem
Delors flutti á Evrópuþinginu í
Strasbourg í gær. Hélt hann því
fram, að fall dollarans íþyngdi nú
öllu peningakerfí heims og væri tek-
ið að spilla mjög öllum verzlunar-
samkiptum milli EB og Banda-
ríkjanna.
Haft var eftir ýmsum sérfræðing-
um í gær, að vaxtalækkunin í
Vestur-Þýzkalandi kynni að vera of
lítil til að hafa verulega áhrif á geng-
isþróun dollarans. Vextir væru eftir
sem áður háir í Sambandslýðeldinu,
ef tekið væri mið af því, að þar ríkti
nú verðhjöðnun, verðlag þar færi
nú lækkandi. Því myndi eftirspum
eftir markinu ekki minnka né heldur
eftirspurn eftir dollarnum aukast,
sem væri þó forsenda fyrir hækkun
hans.
til þjóðaratkvæðiagreiðslu þeirrar,
sem fram á að fara á Filippseyjum
2. febrúar nk. um nýja stjómarskrá
í landinu. Sagði hún, að þangað til
myndu tilraunir til þess að steypa
stjórn hennar og afnema lýðræðið
vafalaust aukast mjög. „Við emm
viðbúin þessu,“ sagði Aquino. „En
við munum sjá til þess, að lög og
réttlæti fái að ríkja og að réttvísinni
verði fylgt eftir.“
Tveir af þremenningunum, karl-
maður og kona, særðust hættulega
og aldraður maður, sem staddur var
þarna nærri fyrir tilviljun, særðist
einnig.
Konan, Gerardina Coletti, var
þungt haldin í gærkvöldi, en hún
hafði fengið skot í kviðinn. Paolo
Cassetta, 26 ára vinstri sinnaður
öfgamaður, sem slapp úr gæzlu lög-
reglunnar 1984, særðist einnig.
^ lU'Utor
Alfrakki handa lömbum
Enskur bóndi heldur á eins dags gömlu lambi, sem klætt hefur
verið í sérstakan álfrakka til þess að halda á því hita. Frakki
þessi er búin sérstakri einangrun úr áli, sem hleypir hitanum
ekki út. Vonazt er til, að þetta verði til að draga verulega úr
lambadauða, en um 3 millj. lömb deyja árlega úr kulda í Bret-
landi um sauðburð.