Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 21
STUTTAR FÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 21 Alnæmi; 23 látnir í Noregi Osló, Reuter. 36 Norðmenn þjást af alnæmi og 23 hafa látist af völdum sjúk- dómsins, að því er yfírmenn heilbrigðismála sögðu í gær. í tilkynningu yfirvalda sagði að 480 Norðmenn hefðu tekið veiruna, sem veldur sjúkdómn- um og að 60 prósent þeirra byggju í Osló. Tígrisdýr í vígamóð Dacca, Bangladesh, AP. Tígrisdýr hafa banað 70 mönnum í Bangaladesh undan- fama 45 daga, að sögn dagblaðs sem gefið er út í Dacca. Flest fómarlambanna hafa verið skógarhöggsmenn í Sundur- ban-skóglendinu, en þar er öll veiði bönnuð. í frétt blaðsins sagði að í mörgum tilfellum hefðu dýrin tryllst vegna skots- ára sem þau hefðu hlotið af völdum veiðiþjófa. Indland: Tvær millj- ónir í verkfalli Nýju Delhí, AP. Rúmlega tvær milljónir manna lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla efnahagsstefnu ríkisstjórnar Rajivs Gandhi for- sætisráðherra. Vinna lagðist að mestu niður í ríkisreknum nám- um, verksmiðjum og bönkum og flugsamgöngur gengu úr skorð- um. Talsmenn verkalýðsfélaga hafa sakað stjórn Gandhis um að taka hagsmuni ijölþjóðafyrir- tækja fram yfir hagsmuni ríkisfyrirtækja. Segja þeir stefnu þessa ógna sjálfstæði Indlands auk þess sem þeir eru andvígir auknum einkarekstri fyrirtækja. Frá því Gandhi tók við völdum fyrir rúmum tveimur árum hefur hann slakað á inn- og útflutn- ingshöftum og leitað eftir samvinnu við erlend stórfyrir- tæki á sviði hátækniiðnaðar. Sovétríkin: Hyggjast draga úr olíufram- leiðslu Moskvu, Reuter. Sovétstjómin hefur ákveðið að draga úr olíuframleiðslu á þessu ári, að því er Gennady Gerasimov, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins, sagði í gær. Gerasimov sagði þessa ák- vörðun hafa verið tekna í kjölfar heimsóknar olíumálaráðherra Saudi-Arabíu til Sovétríkjanna. Nikolai Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, átti við- ræður við olíumálaráðherrann í fyrradag og lýsti þá yfir stuðn- ingi við þá ákvörðun OPEC-ríkja að draga úr olíuframleiðslu í því skyni að hækka verðið á ný. OPEC-ríkin hafa að undanförnu leitað eftir stuðningi ríkja utan samtakanna. Reuter Veturí Washington ÍBÚAR stórra svæða í Bandaríkjunum hafa fundið óþyrmilega fyrir Vetri konungi að undanförnu. Snjó hefur kyngt niður og fjöldi manna hefur látist af völdum veðursins. I gærmorgun var snjókoma og heldur kuldalegt um að litast í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, er ljósmyndari festi á filmu þessa vegfarendur er voru á leið til vinnu. Viðræður GATT-rík)a í Genf: N iðurgreiðslur í land- búnaði eru helsta ágreiningsefnið Genf, Reuter. FULLTRÚAR þeirra 92 ríkja sem eiga aðild að samkomulagi um tolla og viðskipti (GATT) áttu í gær lokaða fundi þar sem ræddár voru leiðir til að tryggja aukið frelsi í alþjóða viðskiptum. Ríkin hafa einsett sér að ná samkomulagi fyrir 28. janúar. David Woods, talsmaður GATT, sagði í gær að bjartsýni ríkti um að samkomulag myndi liggja fyrir næsta miðvikudag. Sagði hann að vel hefði miðað í samkomulagsátt að undanfömu. í desember töfðust viðræður vegna ágreinings milli Bandaríkjastjómar og ríkja Evrópu- bandalagsins. Deilt var um hvort leggja bæri áherslu á viðræður um niðurgreiðslur í landbúnaði umfram önnur mál. Bandaríkjamenn vildu að viðræðum á þessu sviði yrði hraðað eins og frekast væn unnt en Evrópubandalagið taldi það með öllu ástæðulaust. Deilur um niður- greiðslur hafa einkum sett svip sinn á þessa lotu viðræðnanna. í gær voru einnig ræddar leiðir til að koma á auknu frelsi í þjón- ustugreinum svo sem bankastarf- semi og ferðamannaþjónustu. Á fundi GATT-ríkja í Punta del Este í Uruguay í septembermánuði var ákveðið að láta samkomulagið einn- ig taka til þess háttar viðskipta. 99. árgAPK Anltíunös Ðagblaö Lordag H- i**nuar stormi og stórsjó er fiskiskip þeirra, Haroyfjord, fórst austur af Stafjord í Norðursjó 15. jan- úar 1981. Þeir voru allir sammála um það, sjómennirnir níu, sem bjargað var við mjög erfiðar aðstæður eftir að hafa verið rúmar 9 klst.í sjónum í norðan- Staðreyndir tala sínu máli Sendum myndalista. "HIB ÖRYGGI LnJl OFAR Hdly-Hanscn O L L U Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.