Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Borgarspítalinn eftir ÓlafPálsson Undanfarið hafa farið fram tals- verðar umræður um Borgarspítal- ann í tilefni hugmyndar um að borgin selji ríkinu hann. Hafa nokkrir, aðallega læknar og hjúkr- unarfólk, látið í sér heyra, en lítið hefur heyrst frá borgurunum sjálf- um. Og vegna þess ætla ég að setja á blað nokkur atriði sem rifjast upp frá fyrri tímum og eins nokkrar lauslegar hugleiðingar. Eg minnist þeirra tíma á síðari hluta fímmta áratugarins, þegar við sem þá vorum ung vorum búin að eignast maka og farin að eignast afkomendur. Eg minnist þeirra áhyggna sem við höfðum af því hvort eiginkonur okkar ættu kost á að fæða bömin á fæðingardeild undir læknishendi og við góðar að- stæður. Á Landspítalanum var reyndar fæðingardeild, en þrengslin þar voru svo mikil að fyrir kom að kon- ur lágu jafnvel á göngunum endi- löngum fæðandi nýjar mannverur í þennan heim. Óvissan hvort konan ætti kost á að komast á deildina olli okkur miklum áhyggjum og þær konur, sem áttu von á sér urðu vegna óvissunnar að undirbúa sig til að geta alið bömin heima, tryggja sér ljósmóður og lækni og jafnvel reynda konu, ef hin fyrmefndu voru ekki tiltæk. Eg man til dæmis eftir einni konu sem bjó ein í kjallaraíbúð í Hafnarfírði á þeim árum, sem fæddi dóttur án aðstoðar, hvemig sem annars á því stóð. (Mörgum ámm síðar stofnsetti borgin fæð- ingaheimili.) Þetta voru samt smámunir miðað við þá sem áttu við alvarleg veikindi að stríða, sjúkrahúskostnaðurinn var mjög alvarlegur, þó ekki sé meira sagt, aðaláherslan var lögð á bráðatil- felli, en margir vom þeir sem urðu að liggja alvarlega veikir í heima- húsum við ófullnægjandi hjúkmn, svo ég tali nú ekki um dauðvona manneskjur sem vom að skilja við lífið. Menn urðu í þeim tilfellum að sækja það sem nú heitir heimilis- læknir og reyna að fá hjúkmnar- konu til aðstoðar í ígripum. Svo vom líka til ólærðar konur, sem höfðu orð á sér fyrir að kunna að líkna sjúkum og til þeirra var stund- um leitað. Ekki ætla ég riija þetta upp nán- ar, ástandið var sem sagt mjög slæmt. Svo var það fyrir bæjarstjórnar- kosningar að sjálfstæðismenn í bæjarstjóminni létu grafa holu í lóð fyrirhugaðs sjúkrahúss (teikningar hússins vom ekki fyrir hendi). Ég man vel hve allir glöddust yfír þess- ari hugmynd og svarið frá bæjarbú- um kom, þegar talið var upp úr atkvæðakössunum. En þetta var lengi vel sýndar- mennska, því það tók 7 ár að steypa húsið upp og þá var mikið eftir. Bygging spítalans tók hátt á annan áratug og ef ég man rétt var hún í 4 eða 5 skipti efst á blaði sem kosn- ingaloforð flokksins. Tveir mætir menn áttu afar mik- inn þátt í þessum hluta heilbrigðis- kerfísins en það vom þeir Jón Sigurðsson borgarlæknir og Sigurð- ur Sigurðsson landlæknir og eiga þeir ómælda þökk fyrir störf sín. Vemleikinn var þessi: Ástand heilbrigðismála hér var algjörlega óviðunandi, en bærinn og síðan borgin tók að sér að bæta úr því. Auðvitað kostaði þetta stórar flár- hæðir en ég er viss um að enginn borgarbúi taldi það eftir. Við skulum minnast þess að það vom Hringskonur sem létu reisa fyrsta hluta Landspítalans, en ekki ríkið. Hvemig var það með Bama- Ólafur Pálsson Sannleikurinn er sá að ríkið hefur aldrei haft nóg af lögu til að gera heilbrigðismálunum góð skil hér í höfuð- borginni og það var einmitt þetta framtak borgarinnar, sem hefur knúið fram að ástand málanna er ekki verra en það er. deildina, vom það ekki Hringskon- umar líka þar að verki? Hvemig var það með Hvítabandið, Reykja- lund og margar aðrar stofnanir í þágu heilbrigðiskerfísins? Sannleik- urinn er sá að ríkið hefur aldrei haft nóg aflögu til að gera heil- brigðismálunum góð skil hér í höfuðborginni og það var einmitt þetta framtak borgarinnar, sem hefur knúið fram að ástand mál- anna er ekki verra en það er. Þetta er mikilsvert atriði í málinu. Davíð borgarstjóri hefur látið reikna út einhveija upphæð, sem hann telur halla borgarinnar miðað við að rekstri spítalans verði komið á ríkið. Svona mál má reikna á ýmsa vegu og ætla ég ekki að ræða það, en þessi upphæð er aðeins brot úr hundraðshluta af fjárhagsá- ætlun borgarinnar. Ef hann vill spara fyrir hönd borgarinnar ætti hann að byija á því að minnka glasaglauminn svolítið! Ef við lítum á málið frá sjónar- miði ríkisins, þá er á það að líta að það hefur skyldum að gegna úti á landsbyggðinni á sviði heilbrigðis- mála og sem borgarbúi vil ég segja það að mér fínnst, af ýmsum ástæð- um að sú hlið heilbrigðismálanna ætti að hafa forgang. Svo er líka á það að líta að ríkis- sjóður verður mjög oft að hlaupa undir bagga með atvinnuvegunum og ýmsum fjárglæfrafyrirtækjum athafnamannanna. Þarf það t.d. ekki að létta undir með 4 hey- kögglaverksmiðjum, 2 kartöflu- verksmiðjum, steinullarverksmiðju, járnblendiverksmiðju, flugfélagi, flóabátum, landbúnaðinum, sjávar- útveginum, frystiiðnaðinum svo ekki sé minnst á Hafskip og Útvegs- bankann? Svona má lengi telja. Ætli það verði ekki lítill afgangur handa heilbrigðisþjónustunni? Dæmi um starfsemi ríkisspítala: í fyrra var maður einn á ferð um nótt á Hafnarfjarðarveginum. Sá hann þá eldbjarma úr einu húsi Kópavogshælisins, en hælið er fyrir þroskaheft fólk, margt ósjálfbjarga. I húsi þessu voru sofandi sjúkling- ar, en enginn gæslumaður að nóttu tij. Eftir brunann kom í ljós, að ríkið sem rekur hælið, hafði ekki haft fjárráð eða ekki vilja til að setja þar upp viðvörunarbúnað gegn elds- voða, þar sem önnur verkefni voru á óskalistum annarra sjúkrahúsa ríkisins. Hugsið ykkur nú. Heilbrigðisráðherra landsins birt- ist í sjónvarpinu og hældi sér af því að hafa getað útvegað peninga til að kaupa jafn sjálfsagðan hlut og viðvörunartæki! Tækin eru talin sjálfsögð í öllum stærri húsum í bænum. Þar sem framlag ríkisins til hæl- isins hefur verið svo knappt, hefur verið stofnað foreldrafélag til að þrýsta á um endurbætur. T.d. gat það með samskotum komið upp útilaug fyrir þá sjúklinga sem voru ferðafærir. Svo er félagið stöðugt að nauða á framkvæmdastjóm ríkisspítalanna um endurbætur, en alltaf er eitthvað þarfara við fjár- munina að gera. Hagræðingarsnill- ingar hafa komist að því að hagkvæmt sé að fæði fyrir sjúkling- ana sé matreitt úti í bæ, en það er afturför frá því sem áður var. Ósjaldan hefur það komið fyrir að vantað hefur hrein handklæði og hreinan sængurfatnað, þegar á hef- ur þurft að halda; svona má lengi telja. Nú er svo komið að eitt helsta úrræði stjómar félagsins er að reyna að koma því til leiðar að hælið verði gert að sjálfstæðri stofnun — koma því undan stjóm ríkisspítalanna! Þegar svo Davíð borgarstjóri kynnir það að hann hefur hug á að selja ríkinu Borgarspítalann, rísa menn til andsvara ekki einungis starfi fólk spítalans heldur almenn- ingur í borginni. Hversvegna? Hér fyrir framan er minnst á það mikilvæga framtak þegar borgar- stjómin greip í taumana og byggði spítalann og rak með myndarbrag. Nú er fyrirhugað að selja hann ríkinu, sem hefur í fjöldamörgu öðm að snúast. Því óttast margir, að ef borgin sleppi taki af rekstri spítalans, verði það til þess að starf- semin bíði mikinn hnekki. Einhveij- ir niðurskurðarmenn í ráðuneytinu ráði þá ferðinni. Þetta er mergurinn málsins. Höfundurer verkfræðingur. Opið bréf til hlutaðeig- andi yfirvalda, ríkis, borg- ar, ferða- og fjármála eftirFriðrik * Asmundsson Brekkan í kjölfar leiðtogafundarins sem haldinn var hér á síðastliðnu ári spunnust umræður um það hvemig bezt væri að standa að áframhald- andi nýtingu á þeirri gífurlegu athygli sem land og þjóð fékk. Gætti bæði svartsýni og bjartsýni en nú virðist dampurinn vera farinn úr þeirri umræðu. Bréf þetta er rit- að til þess að kynna hugmynd mína og endurvekja þannig og móta nýj- an farveg þessara umræðna áður en atburðurinn gleymist í þoku- slæðu annarra alþjóðaviðburða. Kosturinn við stuttan fyrirvara á staðarvali leiðtogafundarins var sá að ungir menn og hugmyndir gerðu hraðaupphlaup og náðu að sigra stöðnun þunglamalegs kerfís, sem hugsanlega hefði gengið af þessu máli dauðu hefði fyrirvarinn verið lengri. Margar hugmyndir fæddust á staðnum og var fylgt eftir og var stórkostlegt að vera í brennidepli þessa atburðar bæði fyrir og eftir og sjá inn í heim allra þeirra sem hafa góðar hugmyndir og fram- kvæmdastyrk sem þama braust út. Nú höfum við Höfða sem hvert mannsbam jarðarinnar sem kann að lesa og eitthvað fylgdist með á síðastliðnu ári þekkir. Þegar rætt er um hugmyndir, öflun nýrra Friðrik Ásmundsson Brekkan markaða, aukinn ferðamanna- straum þá ber ávallt að hafa í huga að við stefnum að hæstu gæðum og sem beztum árangri. Til þess að viðhalda vægi þess heimsat- burðar sem hér átti sér stað, verðum við að öðlast gæðastimpil í vitund heimsins. Þennan gæðastimpil bú- um við til sjálf í formi þess að árlega skulu veitt alþjóðleg verðlaun í nafni Höfða og þau afhent í októ- ber, fundardaga forsetanna tveggja. Ég hef hugleitt verðlaun „Til þess að viðhalda vægi þess heimsatburð- ar sem hér átti sér stað, verðum við að öðlast gæðastimpil í vitund heimsins. Þennan gæðastimpil búum við til sjálf í formi þess að árlega skulu veitt al- þjóðleg verðlaun í nafni Höfða og þau afhent í október, fundardaga forsetanna tveggja.“ af þessu tagi allt frá því að forseti Bandaríkjanna, Nixon, og Pompidou Frakklandsforseti hittust hér á Kjarvalsstöðum og stundum laumað því að ráðamönnum og öðr- um að athugandi væri að setja upp ljósmyndakassa með smá minnin- garplatta á Kjarvalsstöðum til minningar um þennan atburð, gera hann áþreifanlegri í vitund þeirra sem til Kjarvalsstaða koma. Þetta þarf ekki að vera mjög áberandi, því safnið er auðvitað fyrst og fremst íslenskt listasafn, en at- burðurinn þolir alveg að minnst sé á hann. Höfðaverðlaunin geta verið Morgunblaðið/Rax Frá leiðtogafundinum í Reykjavík í október 1986. Reagan og Gorbac- hov. í ýmsu formi, en fyrst og fremst skal vanda til hugmyndarinnar og útfærslu hennar og virðuleiki og traust skal haft í fyrirrúmi. Verð- launahugmyndin verður að komast til skila um heim allan sem nokkurs konar Nóbelsverðlaun sem menn leggja sig fram um að fá. Hugmynd að nafni gæti verið, „The Höfði House International Order of Merit“ og auk skjals með tilheyr- andi minningarpeningi yrðu verð- launin vegleg, eða um tíu milljónir króna, sem yrðu vextir af sjóði, sem útflytjendur, framleiðendur, bank- ar, ríki og borg myndu stofnsetja. Hér yrðu árlega hundruðir frétta- manna á lágmarksferðamannatí- manum og myndu þá vekja athygli á landi og þjóð á þeim tíma og þeim ferska friðarvilja sem hér ríkir. Tíminn er naumur til skipu- lagningar á þessu máli, því október 1987 er ekki langt undan. Við fáum ekki annað tækifæri til þess að út- færa slíka hugmynd. Stofnanir eða einstaklingar einn eða fleiri myndu njóta verðlaunanna en fyrst og fremst fengjum við ævarandi já- kvæðan stimpil á gestgjafafram- kvæmd okkar á sínum tíma, gestgjafar friðarvonar, gestgjafar mannkyns, vettvangur mikilla at- burða. Hófundur starfar sem blaðafull- trúi lyú Menningarstofnun Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.