Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987
Morgunblaöið/Kr. Ben.
• Ragnar Torfason skorar hór í leiknum gegn Grindavík í gær-
kvöldi. Dagbjartur Willardson reynir að koma vörnum viö.
ÍR lagði UMFG
Grindavík.
„GRINDVÍKINGAR er orðið al-
vörulið og við spiluðum við þá
með því hugarfari," sagði Einar
Bollason, þjálfari ÍR-inga, eftir
að þeir höfðu unnið UMFG
81—69 í hörkuspennandi leik í
1. deild körfuknattleiksins í
Grindavík í gærkvöldi.
Grindavík skoraði fyrstu körf-
una og var Guðmundur Bragason
þar að verki. Eftir sex mínútur
tókst ÍR-ingum að ná forustunni
og voru Jóhannes Sveinsson og
Ragnar Torfason óstöðvandi.
Síðustu fimm mínútur fyrri
hálfleiks kom afleitur kafli hjá
Grindvíkingum og gengu ÍR-ingar
á lagið og gerðu út um leikinn
og höfðu 18 stiga forustu í hálf-
leik, 50-32.
Grindvíkingar komu mjög
ákveðnir til leiks í seinni hálfleik
og byrjuðu að saxa á forskot ÍR-
inganna og eftir 9 mínútur höfðu
þeir minnkað muninn í 6 stig,
61—66 og allt á suðupunkti.
Þá var tekið leikhlé og eftir það
virtist stemmningin í Grindavík-
urliðinu detta niður. Ragnar og
Jóhannes skoruðu sitt hvora
körfuna fyrir ÍR og munurinn 10
stig.
Þannig hélst munurinn út leik-
inn. Tíminn vann með ÍR-ingum
og undir lokin kom Kristinn Jör-
undsson inn á og stjórnaði spil-
inu af öryggi og leyfði hverri sókn
að taka sinn tíma og síðan var
skotið úr öruggum færum. Úrslit-
in voru ráðin og lauk leiknum
81-69 fyrir ÍR.
Stigahæstir hjá ÍR voru Jó-
hannes Sveinsson með 30 stig
og Ragnar Torfason með 23 stig
en stigahæstur hjá UMFG var
Guðmundur Bragason með 28
stig.
— Kr. Ben.
Evrópukeppni B-þjóða í badminton:
Sigur gegn Wales
LANDSLIÐIÐ í badminton sigraði
Wales 4:3 í fyrsta leiknum í Evr-
ópukeppni B-þjóða, sem hófst i'
Belfast á írlandi í gær.
Þórdís Edwald sigraði í einliða-
leik kvenna, Þórdís og Ása Páls-
dóttir í tvíliöaleik, Snorri Þ.
Ingvarsson og Guðmundur Adolfs-
Sovétmenn
mörðu Svía
SVÍAR voru óheppnir að ná ekki
að sigra Sovétmenn í leik þjóð-
anna i Eystrasaltskeppninni í
handknattleik í gærkvöldi. Loka-
tölur urðu 24:23 fyrir Sovétríkin
eftir að þeir höfðu haft 20:14 yfir
er 8. mín. voru til leiksloka.
Mikil barátta og leikgleði gerði
það að verkum að Svíum tókst að
minnka muninn en mistök eins
þeirra besta manns, Wieslander,
undir lokin komu í veg fyrir betri
úrslit. Hann ætlaði að gefa fram á
hornamann í hraðaupphlaupi en
sendi beint í hendur Sovétmönn-
um og þeir skoruðu síðan úr
síðustu sókn leiksins. Þar með lauk
æsispennandi leik þar sem Svíar
voru hvattir af 2.500 áhorfendum
— greinilega vinsælir hér í Austur-
Þýskalandi.
Sigurður
í uppskurð
SIGURÐUR Gunnarsson verður
að gangast undir uppskurð á
næstunni. Komið hefur í Ijós að
liðþófinn í vinstra hné er slitinn.
Sigurður sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins að
hann færi líklega í uppskurð 7.
febrúar á sjúkrahúsi í Madrid. En
ef hann kæmi heim til íslands
mundi hann leika með í Flugleiða-
mótinu og fara síðan í uppskurð.
Dalglish
keypti
Statham
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morg-
unblaðsins á Englandi.
LIVERPOOL keypti í gær bak-
vörðinn Derek Statham frá
WBA fyrir 250 þúsund pund.
Hann á að taka stöðu Jim
Beglin sem fótbrotnaði í bikar-
leiknum gegn Everton á
miðvikudagskvöld.
Derek Statham er 27 ára og
hefur leikið þrjá landsleiki fyrir
England. Hann er mjög sterkur
vinstrifótar bakvörður og hefur
verið hjá WBA í 10 ár. Graeme
Souness, framkvæmdastjóri
Glasgow Rangers, haði sýnt
áhuga á að kaupa hann.
Statham hefur átt við meiðsli
að stríða fyrr í vetur en er nú
í góðri æfingu og mun leika
með Liverpool gegn Newcastle
á Anfield á laugardaginn.
Mimms seldur
Bobby Mimms, varamark-
vörður Everton, hefur verið
lánaður til Blackburn Rovers
sem leikur í 2. deild. Mimms
stóð í marki Everton í byrjun
keppnistímabilsins þar sem
Neville Southall var meiddur.
Nú hefur Southall tekið stöðu
sína aftur og þv/ ekki pláss fyr-
ir Mimms.
ÍBK-sigur
Keflavík
KEFLVÍKINGAR sigruðu Framara
eins og við var búist í úrvals-
deildinni í körfuknattleik í
Kefiavik í gærkvöldi. Lokatölurn-
ar urðu 80:60, í hálfleik var
staðan 43:32 fyrir ÍBK. Leikurinn
var ekki skemmtilegur á að horfa
og var Gunnar Þorvarðarson,
þjálfari ÍBK, ekki ánægður með
leik sinna manna að þessu sinni.
Framan af fyrri hálfleik stóðu
Framarar í Keflvíkingum og munaði
þar mest um að Símon Ólafsson
er farinn að leika með liðinu að
nýju. Hann hafði ekki heppnina
með sér að þessu sinni því að lokn-
um 18 mínútum varð hann að fara
af leikvelli með 5 villur. Þar með
fór öll spenna úr ieiknum og spurn-
ingin aðeins um það hve stór sigur
ÍBK yrði.
Kefivíkingar léku ekki vel að
þessu sinni oy verða að gera bet-
ur um næstu helgi ef þeir ætla sér
að gera sér vonir um að sigra
UMFN. Mest áberandi hjá þeim
voru Jón Kr. Gíslason og Hreinn
Þorkelsson. Hjá Fram var Þorvald-
ur Geirsson bestur ásamt Símoni
Ólafssyni meðan hans naut við.
Þá má nefna Jón Júlíusson sem
stóð sig ágætlega.
STIG ÍBK Jón Kr. Gíslason 21, Hreinn
Þorkelsson 18, Sigurður Ingimundarson
9, Gylfi Þorkelsson og Guðjón Skúlason 8
hvor, Matti Ó. Stefánsson 6, Falur Harðar-
son og Ingólfur Haraldsson 4 stig hvor
og Ólafur Gottskálksson 2 stig.
STIG Fram: Þorvaldur Geirsson 22, Jón
Júlíusson 12, Símon Ólafsson og Ómar
Þráinsson 8 stig hvor, Jóhann Bjarnason
4 og þeir Örn Þórisson, Þorsteinn Guð-
mundsson og Guðbrandur Lárusson 2
stig hver.
Dómarar voru Jón Otti Jónsson
og Ómar Scheving.
B.B.
Jafnt hjá Svíum
í fyrsta leiknum
SVÍAR og Vestur-Þjóðverjar
gerðu jafntefli, 21:21, á miðviku-
dagskvöld. Staðan í hálfleik var
10:5 fyrir Svía.
Svíar byrjuðu mjög vel en ung-
verskir dómarar voru heldur hliða-
hollir Vestur-Þjóðverjum og náðu
þeir að jafna leikinn fyrir leikslok.
Björn Jilsen var markhæstur í liði
Svía með 7 mörk, Wislander skor-
aði þrjú. Schwalb var markhæstur
Vestur-Þjóðverja með 10 mörk,
Neitzel kom næstur með 5 mörk.
son í tvíliðaleik karla og Árni Þór
Árnason og Elísabet Þórðardóttir
í tvenndarleik. Broddi Kristjánsson
keppti ekki vegna meiösla.
í gærkvöldi lék ísland síðan
gegn Wales og sagði Hrólfur Jóns-
son, þjálfari, að íslenska liðið hefði
komið mjög á óvart í leiknum.
Broddi var betri og lék gegn Phil
Sutton, þekktum atvinnumanni, í
einliðaleik og vann 18:17 og 15:12
- úrslit sem enginn átti von á. ís-
lendingar unnu einnig í tvíliðaleik
karla og Elísabet vann í einliðaleik
kvenna, en Þórdís tapaði þar
óvænt og þá tapaðist tvíliðaleikur
kvenna.
Úrslitin réðust því í tvenndar-
leiknum og var sú keppni æsi-
spennandi og jöfn. En ísland
tapaði og leikur því um 5. - 8.
sæti á mótinu.
Úrslitaleikirnir fara fram í dag
og á morgun, en 14 þjóðir taka
þátt og var keppt í fjórum riðlum
í undankeppninni.
Þeir voru
miklu betri
-sagði Bogdan landsliðsþjálfari
„ÞEIR VORU einfaldlega miklu
betri í þessum leik,“ sagði Bogd-
an Kowalczyk, landsliðsþjálfari
íslands, eftir tapið gegn Vestur-
Þjóðverjum i' gær.
„Það gekk ekki upp hjá strákun-
um að fara eftir því sem ég setti
Eystrasalts-
keppnin
A-Þýskaland - fsland 17 : 17
Pólland - Sovótrlkin 27 : 24
Svíþjóð - V-Þýskal. 21 : 21
Sovótrfkin - Sviþjóð 24: 23
A-Þýskal. - Pólland 27 : 18
V-Þýskaland - Island 25 : 16
STAÐAN
V-Þýskaland 2 1 1 0 48:37 3
A-Þýskaland 2 1 1 0 44:35 3
Sovótríkin 2 1 0 1 48:50 2
Pólland 2 1 0 1 45:51 2
Svfþjóð 2 0 1 1 44:45 1
ísland 2 0 1 1 33:42 1
Sigurður
og Einar
til Spánar
SIGURÐUR Gunnarsson og Einar
Þorvarðarson munu ekki leika
með i'slenska liðinu tvo síðustu
leiki Eystrasalstkeppninnar. Þeir
þurfa að leika með liði sínu Tres
de Majo i' spönsku deildinni á
sunnudaginn.
Þeir missa því að leikjunum við
Sovétmenn og Svía, sem fram fara
á morgun og á sunnudaginn.
Pólverjar
burstaðir
EFTIR góðan leik í fyrsta leik
sínum gegn Sovótríkjunum töp-
uðu Pólverjar stórt, 18:27, fyrir
Austur-Þjóðverjum í Wismar í
gærkvöldi. Staðan í leikhléi var
11:13 fyrir heimamenn.
Línumaðurinn snjalli hjá Aust-
ur-Þjóðverjum, Ingolf Wiegert, var
maðurinn á bak við þennan sigur
þvi kappinn skoraði 10 mörk í leikn-
um og ekkert þeirra var gert úr
víti. Borchardt skoraði 4 mörk og
þar af 2 úr víti. Hjá Pólverjum skor-
aði Klempel 4, þar af 3 úr vítum,
og Danidzuuk gerði einnig 4 mörk
og 2 þeirra úr vítaköstum.
Þjóðverjar gripu til þess ráðs í
leiknum að taka stórskyttuna stór-
hættulegu, Klemþel, úr umferð og
dugði það vel því hann skoraði
aðeins 1 mark í leiknum ef víta-
skotin eru undanskilin.
fyrir þá áður en leikurinn hófst og
þegar Þjóðverjar leika eins vel og
þeir geta, en það gerðu þeir í dag,
þá er ekki von á góðu.
Ég held það hafi haft slæm áhrif
á leik okkar hversu vel strákarnir
í þýska liðinu þekkja okkar stráka
sem leika í Bundesligunni. Þau
áhrif hefðu getað farið á hinn veg-
inn, en því miður gerðist það ekki
að þessu sinni."
Eystrasaltskeppnin:
Skúli Sveinsson
skrifar frá
Austur-Þýskalandi
Annar
dómarinn
mætti ekki
LEIKUR Hauka og KR í úrvals-
deildinni í körfubolta, sem vera
átti í íþróttahúsinu við Strand-
götu i' Hafnarfirði í gærkvöldi, fór
ekki fram. Annar dómarinn mætti
ekki til leiks og reyndi hinn dóm-
arinn, Jóhann Dagur Björnsson,
árangurslaust að fá einhvern til
að hlaupa i' skarðið.
Forráðamenn beggja félaga
voru að vonum daprir, enda ekki
nema von. „Ég hef aldrei lent í
svona í úrvalsdeildinni, en því mið-
ur kemur þetta oft fyrir í neðri
deildunum," sagði Jón Sigurðsson,
þjálfari Hauka, þegar Ijóst var að
leikurinn færi ekki fram. Bæði liðin
voru komin til að leika og tilbúin í
slaginn, áhorfendur voru mættir á
pallana og starfsmenn Sjónvarps-
ins voru í viðbragðsstöðu með
upptökuvélarnar.
Ekki náöist í forsvarsmenn KKÍ
í gærkvöldi til að fá nánari skýring-
ar á þessu, en vonandi kemur
þetta ekki fyrir aftur.
Arsenal
fær erfiða
mótherja
DREGIÐ var f undanúrslitum
enska deildarbikarsins í gær.
Arsenal mun mæta annað hvort
Tottenham eða West Ham og Li-
verpool mætir sigurvegurunum
úr viðureign Southampton og
Shrewsbury.
Leikir Tottenham og West Ham
og Southampton og Shrewsbury
Town verða spilaðir í næstu viku.
Þá verður úr því skorið hvaða lið
mæta Arsenal og Liverpool í und-
anúrslitum keppninnar.