Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 19 Sameiningarmál Útvegsbanka og Búnaðarbanka: Einungis sameining en ekki yfirtaka til umræðu í stjórninni Forsætisráðherra segir brýnt að ljúka málinu á næstu dögum UMMÆLI Stefáns Valgeirssonar, fonnanns hankaráðs Búnaðar- bankans, þess efnis að sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka komi ekki tiligreina í hans huga, heldur einungis yfirtaka Búnaðar- bankans á Utvegsbankanum hafa vakið athygli þeirra sem að þessum málum vinna nú. Morgunblaðið snéri sér til formanna stjórn- arflokkanna, Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra, formanns bankaráðs Útvegsbankans og formanns starfsmannafélags Útvegs- bankans og leitaði álits á þessum ummælum. Ríkisstjórnin ræddi sameining- armál bankanna á fundi sínum í gærmorgun og þar greindi Halldór Asgrímsson frá því að ráðherrar Framsóknarflokksins hefðu fengið umboð þingflokks Framsóknar- flokksins til þess að ræða við ráðherra Sjálfstæðisflokksins um þá tillögu sem Seðlabankinn hafði lagt fram og þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hafði þegar samþykkt. í kjölfar ríkisstjómarfundarins í gær, var haldinn fyrsti viðræðu- fundur ráðherra stjórnarflokkanna um sameiningarmál Búnaðar- banka og Útvegsbanka. Fyrir Sjálfstæðisflokk eru í viðræðunum þeir Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra og Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra, en fyrir Fram- sóknarflokk þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Halldór Asgrímsson sjávarútvegs- ráðherra. Forsætisráðherra sagði að afloknum fundinum að ráð- herrarnir myndu funda áfram um þessi mál næstu daga, enda væri brýnt að ljúka því á næstu dögum. „Höfum ekki áhyggjur af yfirlýsingum Stef- áns“ „Við höfðum gert þessa tillögu um sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka að okkar tillögu og samþykkt að vinna að henni,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það verður rætt um útfærslu á þeirri hugmynd nú næstu daga,“ sagði Þorsteinn og er hann var spurður hvort það lægi í loftinu að fallið yrði frá hugmynd um stofnun hlutafélags um nýja bankann sagði hann: „Nei, það liggur ekkert fyrir um það.“ Þorsteinn sagði er hann var sþurð- ur álits á ummælum Stefáns Valgeirssonar: „Stefán er nú í sér- framboði, og við höfum ekki miklar áhyggjur af yfirlýsingum hans.“ „Umboðið nær til sam- einingar“ Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins segir það rétt að samþykkt þing- flokks Framsóknarflokksins frá því í nóvember, hafi verið þess efnis að Búnaðarbanki yfirtæki Útvegsbanka, en þingflokkurinn hafl í fyrradag samþykkt á fundi sínum umboð til ráðherra sinna, að þeir gangi til viðræðna um sam- einingu bankanna á grundvelli tillögu Seðlabankans frá því 10. nóvember sl. „Það er ekkert ákvæði í því umboði sem við erum með núna, að um yfirtöku Búnað- arbanka á Útvegsbanka verði samið. Ef það verður niðurstaðan, að Útvegsbankinn verður endur- reistur með 900 milljón króna framlagi, eins og verið er að ræða um,“ sagði Steingrímur, „þá standa bankarnir nokkuð jafnt að vígi.“ „Tillaga Seðlabankans var um sameiningii“ „Aðalatriðið er það, að um sam- runa þessara tveggja banka verði að ræða, þannig að bankakerfíð í heild verði skilvirkara. Tillaga Seðlabankans, sem stjórnarflokk- arnir hafa komið sér saman um að ræða nánar, ijallar um samein- ingu bankanna, en ekki yfírtöku Búnaðarbanka á Útvegsbanka," sagði Geir Hallgrímsson seðla- bankastjóri. „Ekki hægt að taka ummælin mjög alvar- lega“ „Samkvæmt okkar upplýsing- um, er þetta ekki yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, heldur ein- ungis orð eins þingmanns flokks- ins, sem er þar að auki að fara út í sérframboð. Þar af leiðandi er varla hægt að taka þessi ummæli mjög alvarlega,“ sagði Björg Sig- urðardóttir, formaður Starfs- mannafélags Útvegsbankans. Hún sagði að stjóm starfsmannafélags- ins hefði rætt þessi ummæli Stefáns, og komist að þeirri niður- stöðu að ekki væri þörf á að svara þeim. „Hlýtur að vera mis- mæli hjá Stefáni“ „Ég held að þetta hljóti að vera einhver mismæli eða misskilningur hjá Stefáni Valgeirssyni formanni bankaráðs Búnaðarbankans,“ sagði Valdimar Indriðason formað- ur bankaráðs Útvegsbankans. Hann kvaðst ekki telja að Stefán meinti það, að Búnaðarbankinn ætti að yfirtaka Útvegsbankann. „Það má taka upp samvinnu þess- ara banka og vinna að sameiningu þeirra, en það verður ekki um neina yfirtöku að ræða,“ sagði Valdimar. Háskólabíó frum- sýnir „Othello“: Gefur starfs- mönnum Sin- fóníunnar á- góða af frum- sýningunni STJÓRN Háskólabíós hefur ákveðið að gefa starfsmannafé- lagi Sinfóníuhljómsveitar ís- lands ágóða af frumsýningu kvikmyndarinnar Othello, sem frumsýnd verður kl. 17.00 laug- ardaginn 31. janúar. Othello er eins og kunnugt er ein af óperum Verdis, en kvik- myndagerðin er eftir Zefírelli. Starfsmannafélagið ætlar að verja ágóðanum til að bæta vinnuað- stöðu hljómsveitarmanna í Há- skólabíói. „Það er ýmislegt sem þarf að laga þrátt fyrir ýmsar endurbætur upp á síðkastið, bæði á sviði og í kaffistofu. Ennþá vant- ar þó geymsluaðstöðu fyrir hljóð- færakassa, lyftu fyrir flygil og stóla, svo eitthvað sé nefnt, og til er áætlun fyrir bættan hljómburð í bíóinu. Starfsmannafélagið hefur kosið að verja ágóðanum í betri lýsingu á sviðið, bæði til að bæta vinnubirtu hljóðfæraleikaranna og eins til að gera tónlistargestum til hæfis, en þeir hafa kvartað yfir því hversu illa við erum „upplý á sviðinu," sagði Sesselja Halld- órsdóttir, stjómarmaður í starfs- mannafélaginu. Sesselja sagðist gera sér vonir um að hægt yrði að safna um 250.000 krónum með því að frum- sýningargestir greiddu 300 krónur fyrir miðana sem er svokallað styrktargjald. Tónlistarfólk úr Sin- fóníuhljómsveitinni ætlar að leika fyrir bíógesti í hálftíma áður en sýning kvikmyndarinnar hefst. / REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.