Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 3 H- Morgunblaðið/Guðmundur Pétursson Landgöngubrýrnar komnar á sinn stað LOKIÐ hefur verið við að setja upp landgöngubrýrnar sex við nýju flugstöðina á Keflavíkurflug- velli. Að sögn Jóns E. Böðvarsson- ar frarnkvæmdastjóra byggingar- nefndar flugstöðvarinnar eru þessar brýr mjög fullkomnar, þar sem hægt er að breyta lengd þeirra og stöðu þannig að þær henti mismunandi gerð flugvéla. Einnig er fremst í landgöngunum sérstakur rafræsibúnaður fyrir flugvélar. Nú er verið að vinna við innrétting- Akranes: Vélaskiptum á Sturlaugi að ljúka Akranesi. NÚ ER að Ijúka vinnu við vélaskipti í togaranum Sturlaugi H. Böðvars- syni, en skömmu eftir að hann var keyptur til Akraness komu fram skemmdir i aðalvél hans. Togarinn hét áður Sigurfari II. frá Grundar- firði og var sem kunnugt er seldur á nauðungaruppboði í byrjun síðasta árs. Þrátt fyrir þessa vélaskemmd hef- ur útgerð togarans gengið mjög vel, gerð var bráðabirgðaviðgerð á henni og stundaði skipið veiðar allt fram í byijun nóvember, en hóf veiðar í marsmánuði. Afli skipsins þessa rúma 8 mánuði var alls 4.313 tonn ar flugstöðvarinnar, setja upp milli- veggi, klæða loft og mála, auk þess sem verið er að smíða ýmiskonar sérbúnað í stöðina. Að sögn Jóns bendir ekkert til annars en þær áætl- anir standist að fyrsta flugvélin verði afgreidd frá stöðinni 14. apríl næst- komandi. Þessi mynd var tekin af einni landgöngubrúnni við nýju flug- stöðina. INNLENT og aflaverðmætið nam röskum 93 milljónum. Aflinn er að meðaltali 500 tonn á mánuði sem er mjög gott. Vinnu við vélaskiptin verður lokið á næstu dögum og mun skipið þá strax heija veiðar. Verkið er unnið í skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. hér á Akranesi og að sögn Har- alds Sturlaugssonar framkvæmda- stjóra H.B. og Co. hf., sem á og gerir út togarann, hefur verkið gengið sérlega vel og allt staðist áætlun. Þess má geta að togarinn var byggður í skipasmíðastöðinni á sínum tíma. Skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvars- syni er Kristján Pétursson sem hefur um langan tíma verið fengsæll skip- stjóri hér á Akranesi. - JG Þrjár milljónir vant- ar til að Aida beri sig Ósamið við byggingamenn og engir samningafundir Verkfall líklega í mars hjá Trésmiða- félagi Reykjavíkur ef ekki semst íslenska óperan skuldar rúmar tíu milljónir króna og er það uppsafnað tap Óperunnar frá stofnun fyrirtækisins fyrir fimm árum. Um er að ræða m.a. opin- ber gjöld og skuldir við stærri fyrirtæki, að sögn Þorsteins Gylfasonar, ritara Islensku óper- unnar. Ljóst er að endar munu ekki ná saman fjárhagslega á sýningum óperunnar Aidu, sem nú er á fjölum íslensku óperunnar í Gamla bíói. Þorsteinn sagði að fullvíst væri að a.m.k. þrjár milljónir kr. vantaði uppá. íslensku óperunni voru veitt- ar 4,7 millj. kr. á fjárlögum ársins 1987, en stofnkostnaður við upp- setningu Aidu hljóðar upp á 7 til 7,5 millj. kr. Þá er eftir að taka svokallaðan kvöldkostnað inn í dæmið, eða þau laun sem listafólk- inu, kór og hljómsveit, er greitt fyrir hverja sýningu. Hver sýning á Aidu kostar 515.000 kr. „Ég barðist fyrir þriggja milljóna króna aukaframlagi úr ríkissjóði, en það tókst ekki. Við vitum ekki ennþá hvemig við komum til með að brúa bilið þannig að uppsetning- in á Aidu standist fjárhagslega, en ljóst er að við höfum ekki fjármagn til að setja upp fteiri verk á árinu við óbreytt ástand," sagði Þor- steinn. íslenska óperan aflar sjálf um 70% af rekstrarfé fýrirtækisins, 20% hafa komið úr ríkissjóði og 10% hefur ekki verið hægt að greiða til þessa, að sögn Þorsteins. „Fyrir milligöngu menntamálaráðherra lánaði Landsbankinn íslensku óper- unni 1.6 millj. kr. fyrir áramótin út á fjárveitingar. þessa árs. Lánið var mjög aðkallandi þar sem ekki var búið að greiða listafólki því sem fram kom í haustsýningum á II Trovatore launiri sín,“ sagði Þor- steinn. FELAGSFUNDUR í Trésmiðafé- lagi Reykjavíkur hefur lagt blessun sína yfir verkfallsboðun telji stjórn, trúnaðarmannaráð og samninganefnd félagsins það nauðsynlegt til að knýja á um gerð nýrra kjarasamninga. Félög í Sambandi byggingarmanna eiga ekki aðild að samningum ASÍ og VSÍ, sem undirritaðir voru í byij- un desember. Samningaviðræður hafa staðið yfir með hléum frá þvi þá, en nú hefur samninga- fundur ekki verið boðaður í nokkra daga. Grétar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að samn- ingaviðræðumar væru komnar í svo til algera sjáldheldu. Félagið hefði ekki séð ástæðu til þess að óska eftir fundi með vinnuveitendum und- anfarið og þeir myndu ekki eiga frumkvæði að fundi nema viðsemj- endur breyttu í einhveiju afstöðu sinni til kröfugerðar félagsins. Grétar sagði að það væri ófrá- víkjanleg krafa að taxtar félagsins yrðu færðir að greiddu kaupi, eins og ákvæði væru um í samningunum frá því í febrúar í fyrra. Þessu væri frestað í samningum ASÍ og VSÍ frá því í desember og þeir væru ekki tilbúnir til þess að fresta því að launaskriðið væri tekið inn í taxta- kaupið fram eftir þessi ári og jafnvel til ársloka. Hann sagði að nýgerðir samningar ASÍ og VSÍ væru hvergi nærri fullnægjandi og breyttu litlu fyrir flesta félagsmenn Trésmiðafé- lags Reykjavíkur. Það kæmi skýrt fram i launakönnun Kjararann- sóknanefndar að laun félagsmanna væru langt yfir því sem taxtamir segðu til um. Þá þyrfti einnig að semja um laun í ákvæðisvinnu. Grétar sagði að ef ekki semdist og boðað yrði til vinnustöðvunar, þá yrði ekki af henni fyrr en í marsmán- uði. Hann sagði að félagið myndi hafa samráð um vinnustöðvun við félög trésmiða í nágrannasveitarfé- lögunum og hann ætti ekki von á öðru en félögin stæðu saman um aðgerðir, þó ekkert lægi fýrir form- lega þar að lútandi. ...ALLTAF GOTT Mfi ö Mm t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.