Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987
37
Eiríkur J. Eiríks-
son - Kveðjuorð
lífskraft er einkenndi allt hennar
fas og framkomu. Hún stundaði
nám í Myndlistarskólanum í
Reykjavík í nokkur ár og hélt eina
einkasýningu á verkum sínum auk
ijölda samsýninga Myndlistar-
klúbbsins sem hún var þátttakandi
í.
Óhætt er að fullyrða að myndlist-
arhæfileikar Önnu hefðu átt eftir
að þróast, hefði henni enst aldur til.
Fyrir um það bil átta árum hóf
hún störf hjá Vélsmiðjunni Héðni
hf. og var það eins og með annað
sem hún tók sér fyrir hendur, dugn-
aður hennar og . verklagni gerðu
hana að vinsælum og eftirsóttum
starfskrafti sem kom sér vel áfram
í starfi.
Þau hjónin Anna og Kiddi höfðu
yndi af ferðalögum og höfðu farið
í nokkrar siglingar síðustu ár og
höfðu fullan hug á að halda því
áfram. Við höfðum nokkrum sinn-
um farið með þeim í ferðalög og
mikið var búið að bollaleggja um
næstu ferð.
Þau Anna og Kristinn voru ein-
staklega hamingjusöm og samhent
hjón sem unnu börnum sínum og
heimili framar öllu. Það var gott
að sækja þau heim á þeirra hlýlega
heimili.
Okkar elskulega vini, Kidda, og
börnunum, Karli, Kristínu, Sólveigu
og Önnu Karen, sendum við okkar
hlýjustu samúðarkveðjur. Ennfrem-
ur tengda- og bamabömum og
Bóbó bróður Ónnu.
Við sem þekktum til vitum að
móttökumar verða góðar þegar
Anna hittir fyrir ýmsa góða sam-
starfsmenn og vini handan móðunn-
ar miklu.
Elskulegrar vinkonu er sárt
saknað. Veri hún sæl að sinni.
Sigríður Gyða og
Sigurgeir Sigurðsson.
Að sr. Eiríki J. Eiríkssyni gengn-
um, langar mig til þess að minnast
þessa mikla skólamanns, uppalanda
og fræðimanns. Eg var nemandi
hans á Núpi og er bæði ljúft og
skylt að þakka fym það að hafa
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi. Hann
hafði miklu og góðu að miðla okkur
nemendum sínum.
Ég rifja ekki upp ættir og ævifer-
il sr. Eiríks, því að það hafa aðrir
gert. En glöggt mun ég ávallt
minnast hans, eins og hann kom
mér fyrir sjónir: Afreksmaður á
sviði fræðslumála, eldhugi og eld-
klerkur, áhlaupamaður að hverju
sem hann gekk. Vel man ég, er ég
sá sr. Eirík í fyrsta sinn fyrir um
það bil fjórum áratugum. Halda
skyldi aðalfund Kaupfélags Dýr-
firðinga og ég hafði fengið að fara
niður á Þingeyri að sjá kvikmyndina
„Söngur hindúans" með tónlist
Rimsky-Korsakoffs. Þegar út úr
samkomuhúsinu kom, sá ég þennan
aðsópsmikla mann, dökkan yfirlit-
um og laglegan, með köntuð,
spangarlaus gleraugu. Kvikmyndin
hafði haft mikil áhrif á mig, og
fannst mér í svip, að þarna væri
sjálfur hindúinn lifandi kominn. En
afi sagði mér, að þarna færi sr.
Eiríkur á Núpi.
Stundum er sagt um Islendinga,
að þá skorti tilfínningu fyrir hljóð-
falli og láti jafnvel illa að stjórn,
af því að þeir hafa ekki þurft að
gegna herþjónustu. En það var ein-
mitt nokkurs konar herþjónusta að
vera á Núpi undir stjórn sr. Eiríks.
Hann hafði slíkan aga, að þegar
hann „sat yfir“ í borðsal eða
lestíma, mátti heyra saumnál detta.
Svo góðu hljóði náðu ekki aðrir
kennarar. Vinnusemi var í hávegum
höfð á Núpi, og höfðu nemendur
að mínum dómi mjög gott af því.
Verkaskipting var glögg, hvort
heldur þvottar voru þvegnir, matur
borinn á borð, vaskað upp eða skól-
inn skúraður. Nemendur gerðu
hreingerningu á skólanum hátt og
lágt einu sinni á vetri. Ég hygg,
að uppalandinn góði og hugsjóna-
maðurinn hafi skoðað þetta sem lið
í því að þroska nemendur sína og
gera þá fúsa að leggja af mörkum
ólaunuð störf að félagsmálum. Hver
veit nema frelsið margumtalaða,
jafnvel til handa ungum börnum,
sem nú á dögum eiga að hafa fullt
tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi og at-
hafnafrelsi, geri það að verkum, að
allir vilja ráða, enginn getur stjórn-
að lengur og agaleysi og ringulreið
verður afleiðingin. Ég veit.að marg-
ir nemenda sr. Eiríks tóku hann sér
til fyrirmyndar og hafa sumir orðið
nýtir framámenn.
Sú tilhögun ríkti í Núpsskóla, að
nemendur lærðu lexíur morgun-
dagsins í skólanum sjálfum, en ekki
hver í sínu herbergi. Lesið var frá
klukkan hálf sex til klukkan hálf
tíu. Gert var hálfrar klukkustundar
kvöldmatarhlé. Hætt er við, að
þetta þætti vinnuharka nú til dags.
Oft langaði okkur heldur að fara í
gönguferð í sólskini og lognværu
fagurra síðvetrardaga, sem óvíða á
landinu verða fegurri en í Dýrafirð-
inum, þar sem spegilmynd fjallanna
sunnan megin fjarðar nær alla leið
yfir í fjöru að norðanverðu. En sr.
Eiríkur vissi, að varlegt er að gera
undantekningar frá reglum, því að
þá linast aginn. Aftur á móti kom
hann mjög til móts við nemendur í
ýmsu öðru. Stundum á laugardags-
kvöldum voru skemmtilegir dans-
leikir í skólanum. Þá sótti sr.
Eiríkur „djúkboxið“ sitt með hljóm-
plötubunkanum og fór með þetta
út á sviðið í íþróttahúsinu. Og eftir
messu á sunnudeginum var svo
ballið endurtekið. Og sr. Eiríkur
veitti fúslega leyfi til þess.
Ýmsar menningar-uppákomur
voru iðkaðar á Núpi í tíð sr. Eiríks.
Oft var efnt til málfunda á sunnu-
dögum. Þar stóðu nemendur á
öndinni af málgleði og miklar og
stundum yfirborðskenndar viður-
eignir áttu sér stað. Kvikmyndir
voru sýndar. Ég minnist sérstak-
lega óperunnar „Cavalería Rusti-
cana“, sem verður mér ógleyman-
leg, þar sem ég naut mín aldrei
sérstaklega við hefðbundinn gítar-
sönginn.
Arshátíðir skólans voru sóttar af
öllum Dýrfirðingum. Leikin voru
leikrit og kom sr. Eiríkur myndar-
lega við sögu sem listrænn ráðu-
nautur. Félagslíf var því óvenju
blómlegt á Núpi í tíð þessa mikil-
hæfa skólamanns.
Ræðumaður var sr. Eiríkur í þeim
mæli, að mál flestra kollega hans
fölnaði og bliknaði í samanburði við
ræðusnilli hans. Mörgum árum eftir
að ég var flutt suður á land, var
ég við útför í Dómkirkjunni. Sr.
Eiríkur jarðsöng. Hann fór með
Faðirvorið, þá slitgóðu bæn, með
þeim hætti, að sú meðferð ein og
sér var snilldin sjálf.
Það er haft eftir sr. Eiríki, að
hann hafi ávallt talið sjálfan sig
hafa prestskapinn í hjáverkum.
Ekki litum við nemendur hans svo
á. Allt dagfar hans og framkoma
öll minnti einmitt á guðsmann. Þeg-
ar hann messaði í Núpskirkju var
hann vissulega „klerkurinn", eins
og hann var oft nefndur þar, og
litla kirkjan nötraði af mælsku og
andagift þessa góða prests. Hins
vegar færu ekki margir í föt sr.
Eiríks að vinna tveggja manna
starf, því að hann var ekki ein-
hamur.
Nú, þegar við sjáum á bak þess-
um mikla gáfu- og hugsjónamanni,
vil ég þakka af heilum hug að hafa
fengið að njóta tilsagnar hans. Ég
held, að enginn nemenda hans á
Núpi hafi farið þaðan ósnortinn.
Elskulegri frænku minni, frú
Kristínu, stórkostlegri gáfú- og
dugnaðarkonu, votta ég mína
dýpstu samúð og bið Guð að bleSsa
hana og börnin þeirra.
Agjista Ágústsdóttir
AðalheiðurB. Líka-
frónsdóttir — Minning
Fædd 9. ágúst 1922
Dáin 12. janúar 1987
Aðalheiður varð bráðkvödd á
heimili sínu þann 12. janúar aðeins
64 ára að aldri. Ekki þykir það hár
aldur í dag, en hún hafði lengi átt
við vanheilsu að stríða, gengist
undir margar aðgerðir með litlum
árangri. Aðalheiður Bergþóra var
dóttir hjónanna Bjarneyjar Guð-
mundsdóttir og Líkafróns Sigur-
garðssonar, er bjuggu að Hrafns-
fjarðareyri í Jökulfjörðum.
Systkinin urðu 14, fjórir bræður og
tíu systur, sem öll komust upp.
Aðalheiður er sú þriðja af systrun-
um sem yfirgefur þennan heim.
Ung að árum giftist hún Benedikt
Guðmundssyni, búfræðingi frá
Hrafnabjörgum við ísafjarðardjúp.
Þau hófu búskap að Veðrará í Ön-
undarfirði, þar búnaðist þeim vel.
Benedikt þótti góður bóndi og til-
einkaði sér allt sem nýjast var í
búskaparháttum. En snemma bar á
því að hann gekk ekki heill til skóg-
ar. Þau seldu því jörðina og fluttu
til Reykjavíkur. Aðalheiður varð þá
fljótlega einstæð móðir með börn
þeirra fjögur kornung. Þá hófust
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fýrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
erfiðir tímar í hennar lífi. Hún vann
mörg ár á Farsóttarhúsinu, Land-
spítalanum og Kleppsspítlanum. En
þrátt fyrir langan vinnudag safnaði
hún engum veraldarauði, enda var
það henni ekkert kappsmál. Hún
átti þá einu ósk öllu öðru fremur
að börnin hennar kæmust upp, og
sú ósk rættist henni ríkulega, því
hún lifði að sjá þau öll verða að
myndarfólki. En sorgin gleymir
engum, fyrir fjórum árum missti
hún aðra dóttur sína, Soffíu, það
varð henni mikið áfall, enda voru
þær sérlega samrýndar og höfðu
lengst búið saman, eða þar til Soffía
giftist.
Öllum þeim sem aðstoðuðu hana
við uppeldi barnanna og í hennar
veikindum, var hún afar þakklát.
Böm hennar eru: Sigurlína sem er
gift og búsett á Húsavík, Soffía sem
er látin, Þorsteinn búfræðingur,
giftur og búsettur á Dalvík, Gunnar
múrarameistari, giftur og búsettu
í Reykjavík. Barnabörnin eru orðii
átta. Um leið og ég kveð Aðalheið
hinstu kveðju og þakka henn
ógleymanlega samfylgd, sendi é;
börnum hennar og öðrum aðstand
endum mínar innilegustu samúðar
kveðjur
Vinkona
Kristín B. Borgþórs-
dóttir - Minning
í dag kveðjum við elskulega syst-
ur og frænku, Kristínu Björgu
Borgþórsdóttur. Nú þegar hún er
farin frá okkur streyma minning-
amar fram í hugann. Minningamar
geymum við í hjörtum okkar. Það
er undarlegt að þegar lokastundin
kemur segir maður alltaf af hveiju
hún? En það er ekki spurt að því.
Þannig em víst vegir lífsins. Við
kveðjum Stínu með innilegu þakk-
læti fyrir allar skemmtilegu stund-
imar sem við áttum saman. Árið
1981 fluttist Kristín ásamt fjöl-
skyldu til Neskaupstaðar og var
fjarlægðin þá meiri en við hittumst
alltaf öðm hveiju. Kristín var alltaf
jafn skapgóð og ljúf í umgengni og
góður vinur. Kristínar er sárt sakn-
að á kveðjustund sem þessari. Við
biðjum góðan Guð að blessa minn-
ingu hennar og styrkja eiginmann
hennar, Guðmann Guðbrandsson,
böm, bamaböm og bamabamaböm
í þeirra erfiðu raun.
Brynja Borgþórsdóttir,
Gunna, Gunni, Helgi, makar
og börn.
Maria Magnús-
dóttir — Minning
í dag er til moldar borin frá
Fossvogskirkju amma mín og vin-
kona, María Magnúsdóttir, Bræðra-
borgarstíg 55, Reykjavík.
Amma fæddist á Sæludalstungu
í Hvammsveit, Dalasýslu, þann 4.
september 1901. Foreldrar hennar
vom Magnús Guðmundsson og
Ingibjörg Björnsdóttir og gengu
þau í húsmennsku hjá öðmm í sveit-
inni og varð þeim 7 barna auðið
og þröngt í búi, en létu það ekki
aftra sér í því að taka að sér eina
litla stúlku og ganga henni í föður
og móður stað. Bjuggu þau fyrstu
ár ömmu minnar í Saurbæ í Dölum.
Það vom erfiðir tímar. Þegar amma
var 9 ára þurftu þau að bregða
búi, var öllu fénu slátrað vegna
Riðuveiki. Þá var amma send í
kaupmennsku á næstu bæi. Síðan
liggur leið hennar suður á mölina
1922. Fékk hún vinnu hjá grasa-
lækni í Haukalandi. Var þar í eitt
ár, fór þá að vinna við saltfisk út
í Viðey. Árið 1923 kynntist hún
verðandi manni sínum, Jónasi Jó-
hanni Kristmundssyni, sem var
vélstjóri á mótorbátum í Reykjavík.
Hófu þau búskap í verkamannabú-
stöðum í Reykjavík. Varð þeim
þriggja barna auðið, Anton, Magn-
ús og Sóley sem lést á besta aldri
aðeins 38 ára að aldri. Amma var
alltaf vinur í raun. Ef þig vantaði
vin þá var hún vinur. Ef þig vant-
aði ömmu þá var hún amma. Amma
mín vann til 75 ára aldurs, þá fór
hún að kenna sér lasleika og fékk
svimaköst sem orsökuðu það að hún
fór ekki eins oft í bæinn og hún
gerði. Ömmu er sárt saknað á mínu
heimili því hún var eina amman sem
dætur rnínar, Sóley og Guðný, áttu
nú. Kalli mun sakna ömmu sárt því
honum var hún afar kær og kom
honum í ömmu stað.
Megi Guð vera ömmu minni mis-
kunnsamur og leiða hana um sali
himnaríkis í leit að ástvinum sem
hurfu á braut frá jörðu á undan
henni. Minningin um ömmu hófst
þegar ég fór til hennar til að sækja
tvinna, þá var ég aðeins 5 ára. Var
það í fyrsta sinn sem ég fór ein í
strætó. Síðan lágu leiðir okkar
reglulega saman og var alltaf jafn
gott að koma til hennar. Anna
María var alltaf tilbúin til að hlusta
og leiðbeina og hvetja ef þess þurfti.
Ég gæti haldið lengi áfram, en ég
vil eiga minningu mína um hana ein.
Hvíli hún í friði. Minning hennar
er ljós í lífi okkar.
María Guðnadóttir
Blómabúöin
Hótel Sögu
sími 12013
Blóm og
skreytingar
gjafavörur
heimsendingar-
þjónusta