Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 39 En hvers vegna hættir þú hjá ríkissjón varpin u ? „Ég var orðinn þreyttur á starfs- andanum. Þama er mikill stofnana- bragur á öllu og það þarf óendanlegt tuð til þess að fá smá- vægilegustu hluti í gegn. Síðast en ekki síst er kaupið einfaldlega ekki þess virði að maður sé að leggja sálarheill að veði.“ En þú ert líka nýbytjaður á Bylgj- unni? „Já, ég var að koma fram í út- varpi eftir eins og hálfs árs hlé og það var jafngaman og mig minnti. Að vísu tók fyrsta útsendingin svo- lítið á — fimm tíma törn — en það var skemmtilegt sarnt." Taugatitringur? „Hann er alltaf á sínum stað og ég myndi sakna þess ef hann væri ekki til staðar. Hann erómissandi." Nú heyrir maður fólk tala um að þú hugsir mikið um útlitið, sért montinn og hafir gaman af að sýna þig. Er þetta satt? „Ég er ljón, hef gaman af að sýna mig og hugsa mikið um sjálf- an mig, það er rétt. Hins vegar er önnur hlið á þessu máli og hún er sú að maður líður líka fyrir þetta. Ég forðast t.a.m. skemmtistaði vegna þess að ég er of þekktur." Þú hlýtur að hafa gaman af fjöl- miðlun — ætlarðu að leggja hana fyrir þig. „Það er rétt ég hef mjög gaman af ijölmiðluninni. Fjölbreytnin er slík að manni leiðist ekki. Hins veg- ar ætla ég ekki að læra fjölmiðla- fræði. Það er frekar að maður skelli sér utan í stutt námskeið eða starfsþjálfun. Annars skulum við láta framtíðina um leiða þetta allt í Ijós.“ Vel búinn í kuldanum Hann var vel búinn þessi púðluhundur, sem spígsporaði um Austur- völl ásamt eiganda sínum á dögunum. Eins og sjá má var hann klæddur í prjónaflík, en hún var þó ólík flestum öðrum hindalæðum að því leyti að hún er úr íslenskum lopa. Þjóðlegur hundur þrátt fyrir útlend- an uppruna. AUSTURSTRÆTI í dag S* >C er bóndadagur IvgnO og Þorri að byrja: bónaantim LjúfFengur Þorramatur: • Lundabaggar • Hrútspungar • Bringur • Hvalur • Vestfirskur gæöahákarl • Nýttslátur Blóömör Lifrarpylsa • Marineruð sild • Kryddsild • Reykt sild • Saltsíld • Sildarrúllur • Nýreyktur rauömagi • Harðfiskur i úrvali • Rófustappa • Kartöflusalat • Flatkökur • Rúgbrauö • Ný sviöasulta • Súr sviðasulta • Ný svinasulta • Soðiö hangikjöt • Nýreykt hangikjöt Hákarl frá Vopnafirði Heitt & gott: Heit svið og rjúkandi slátur. glaðan dag með ljúffengum Þorramat 2ja Wra, Þorrabakkinn gómsæti Blandaður súrmatur í fötu m/mysu (Lundabaggi - Sviöasulta - Hrútspungar - Bringur - Lifrapylsa og blóðmör) Gefum að smakka Opið til kl. 19 í dag en til kl. 13 á laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.