Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 23 Er Shultz með húðf lúr á þjóhnöppum? Washington, AP. Phyllis Oakley, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins vildi hvorki játa né neita hvort eitthvað væri hæft í fréttum þess efnis að mynd af tígrisdýri hefði verið ristuð á þjóhnappa George Shultz, ut- anríkisráðherra. Tígrisdýrið er vemdartákn há- skóla þess, sem Shultz útskrifaðist frá, Princeton University. Tímaritið The Spectator í Lundúnum hélt því fýrst fram að ráðherrann hefði látið tattóvera tígrisdýr á þjóhnappa sína. Blaðið sagðist hafa heimildir frá ónefndum kaupsýslumanni. Var hún ekki tekin alvarlega, en málinu hefur verið gefinn meiri gaumur í Washington þegar tímaritið News- week og The Washington Post birtu fregnir um húðflúrið. Eldingu laust niður í þotu Weinberger Washington, AP. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, komst í hann krappann á sunnudag er eld- ingu laust niður í þotu, sem hann var farþegi í. Weinberger var að koma úr helg- arfríi í heimabæ sínum, Bar Harbor í Maine, ásamt konu sinni. Var þotan, sem er af gerðinni, Gulf- stream III, rétt ólent er eldingu laust niður í henni. Lék allt á reiði- skjálfi en flugmanninum tókst að lenda heilu og höldnu. Eldingin skar trjónu þotunnar af , laskaði hægra hæðarstýri og skildi eftir sig brunamerki á skrokk flugvélarinn- ar. Ýms mælitæki biluðu, m.a. hraðamælir, og gerði það flug- manninum erfiðara fyrir. Tveir biðu bana í flug- árekstri Brownwood, Texas, AP. Tvær herþotur af gerðinni RF4C Phantom II skullu saman er þær æfðu loftbardaga sín á milli með þeim afleiðingum að tveir flugmenn af fjórum biðu bana. Atvikið átti sér stað yfir Brown- woodvatni í Texas, rétt vestur af þjóðvegi númer 279. Sprenging varð er þoturnar skullu saman og hröpuðu þær í ljósum logum til jarð- ar. Tveimur mönnum tókst að bjarga sér í fallhlíf. Engan sakaði á jörðu niðri. Kona hjólaði flugvél 16 km Edwardsflugstöðinni, AP. Þrítug bandarísk kona, Lois McCallin, setti flugmet í gær er hún flaug fótstiginni flugvél, Eagle, 16 kílómetra hring. Ætlunin var að McCallin flygi 8 kílómetra, en þegar hún kom yfir áfangastað fannst henni tilvalið að fljúga til baka aftur og setti því met í hringflugi. Flugvélin er aðeins 40 kíló og tók flugið röskar 37 mínútur. Næst verður reynt að slá met Bryans Allen, sem flaug fót- stignu flugvélinni Gossamer Alba- tross 35 kílómetra leið yfir Ermasund árið 1979. Bretar kaupa njósnahnött London, Reuter. Tímaritið New Statesman skýrði frá því í gær að brezka stjórnin hefði keypt njósnahnött, sem komið verði á braut yfir Sovétríkjunum. Hnötturinn er fyrsti njósnahnött- ur, sem Bretar eignast. Það eru fýrirtækin British Aerospace og GEC-Marconi sem smíða hnöttinn. Mikil leynd hefur hvílt yfir málinu, en ákveðið var árið 1983 að láta smíða hann. Tafir hafa orðið á því að honum yrði skotið á loft vegna Challenger-slyssins fyrir ári. Lifandi lax til Banda ríkjanna frá Noregi Norska fyrirtækið, SINT- EF, í Þrándheimi, hefur að undanfömu gert til- raunir með flutning á lifandi laxi til Banda- ríkjanna. Laxinn er fluttur sjó- leiðina, í gámum og segir Leif Jorgensen, starfs- maður fyrirtækisins, er sést hér kampakátur á þessari mynd hér til vinstri, að fundið hafi ver- ið ráð til að koma í veg fyrir að fiskurinn verði „sjóveikur“ og deyi á meðan á flutningi stend- ur. Telja forráðamenn fyr- irtækisins mun ódýrara að flytja laxinn á þennan máta, heldur en að slátra honum í Noregi og flytja hann síðan flugleiðis á markað, eins og nú mun algengast. LANCIA THEMA: ÍBURÐUR, ÞÆGINDI 0G TÆKNHEG FULLKOMNUN Við hjá Lancia viðurkennum fúslega að við höfum gaman af því að vera fyrstir. Fyrir 25 árum síðan smíðuðum við fyrsta ítalska bílinn með framdrifi. Það var líka okkar hug- mynd að smíða bíl með sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum og sjálfberandi yfirbyggingu. Og enn erum við í fararbroddi. Nú er það fólksbíll sem skipar sér á bekk með þeim bestu í Evrópu og sameinar krafta og aksturseiginleika sportbílsins og íburð og þægindi luxusbílsins. Petta er LANCIA THEMA. Að innan er THEMA íburðarmikill og geysilega rúmgóður og undir húddinu leynist 165 hestafla TURBO vél með millikæli og ýmsum tæknilegum eiginleikum, sem hingað til hafa eingöngu verið notaðir í vélar kappakstursbíla. Þessi vél skilar THEMA TURBO úr kyrrstöðu upp í 100 km hraða á aðeins 7.2 sekúndum og hámarkshraðinn er 218 km/klst! Vélin er næsta hljóðlaus og titringsdeyfar eyóa öllum titringi, þannig að þú finnur raunverulega aldrei fyrir þessum ógnarkrafti. Hröðunin og mýktin er slík, að líkast er að setið sé í þotu í flugtaki! Ef þetta er ekki nóg fyrir þig, þá er hægt að fá THEMA með 32 ventla FERRARI V8 vél og þá er hröðunin í 100 km hraða aðeins 6.8 sekúndur! LANCIA THEMA TURBO kostar nú aðeins 895 þúsund krónur* með álfelgum og ríku- legum búnaði. Aðrar gerðir af LANCIA THEMA kosta frá 760 þúsund krónum*. Ef þú telur að þú eigir aðeins það besta skilið, hafðu þá samband við okkur og fáðu að reynsluaka LANCIA THEMA TURBO, ÞAÐ ER LÍFSREYNSLA ÚT AF FYRIR SIG!. LANCIA THEMA ER FLUTTUR INN AF BÍLABORG H.F. ÞAÐ TRYGGIR ÖRUGGA ENDURSÖLU OG 1. FLOKKS ÞJÓNUSTU, SEM ER RÓMUÐ AF ÖLLUM SEM TIL ÞEKKJA! LANCIA THEMA FÆST I 5 MISMUNANDI GERÐUM: THEMA TURBO - 2000 cc, 165 hö, 0-100 km/klst = 7.2 sek. THEMA i.e - 2000 cc, 120 hö, 0-100 km/klst = 9.7 sek. THEMA 6V - 2850 cc, 150 hö, 0-100 km/klst = 8.2 sek. THEMA TURBO DIESEL - 2500 cc, 100 hö, 0-100 km/klst =11.9 sek. THEMA 8.32 - 2927 ccc, 218 hö, 0-100 km/klst = 6.8 sek. LANCIATHEMA^ ★ gengisskr. 14.1.87 BÍLABORG HR SMIÐSHÖFÐA 23, SlMI 68-12-99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.