Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Hæ, Stjörnuspekingur. Viltu vera svo vænn að lesa í stjörnukort mitt. Hvetjir eru helstu kostir mínir og hvað þarf ég helst að var- ast? Getur t.d. skýringin fyrir miklum kvíða legið einhvers staðar í stjömu- kortinu? Ég er fædd 11. maí 1965 í Keflavík. Með fyrirfram þökk.“ Svar Þú hefur Sól og Venus í Nauti, Tungl í Vog, Merkúr í Hrút, Mars, Úranus og Plútó Rísandi í Meyju og Júpíter og Miðhimin í Tvíbura. Naut, Vog, Meyja og Tvíburi. Hœgogþung Sól og Venus í Nauti tákn- ar að grunntónn þinn er frekar hægur og þungur. Þú ert róleg og vingjarnleg, þolinmóð og föst fyrir. Æskilegt er fyrir þig að búa við öryggi' í daglegu lífi, t.d. hvað varðar vinnu, heimili og fjárhagsstöðu. Ljúf Tung! í Vog táknar að þú ert tilfinningalega ljúf, vin- gjarnleg og þægileg í daglegri umgengni. Þú vilt vera tilitssöm og ná til sem flestra. Það er góður eigin- leiki en hins vegar þarft þú að varast að ganga of langt, vera of eftirgefanleg og þolandi. Naut og Vog saman skapa stundum manneskju sem lætur troða á sér, bakkar með sína eig- in sannfæringu og þarfir til að kaupa frið, eða til að móðga ekki aðra. ÓþolinmóÖ Merkúr í Hrút táknar að hugsun þín er hröð og óþol- inmóð. Hið jákvæða er að þú ert kraftmikil og hug- myndarík, en hið varasama að þú átt til að vera heldur agalaus. Þú átt t.d. erfitt með að hanga yfir skóla- bókum og lesa sömu bókina tvisvar. Kröfuhörö Mars Rísandi í Meyju, ásamt Úranus og Plútó, táknar að þú ert kröfuhörð og gagnrýnin á sjálfa þig, oft útaf smáatriðum. Þú ert samviskusöm og hefur ákveðna fullkomnunarþörf. Þú þarft hins vegar að var- ast að vera það hörð við sjálfa þig að þú bijótir þig niður. Hugsanleg ástæða fyrir kvíðatilfinningu, ásamt því sem nefnt er síðar, er sú að þú yfirfærir eigin kröfuhörku yfir á aðra. Maður sem er sjálfs- gagnrýninn getur haldið að aðrir séu sífellt að gagn- rýna það sem hann gerir. Það getur síðar leitt til kvíða og minnimáttar- kenndar. Þú þarft að gera þér grein fyrir því að það ert þú sjálft sem ert gagn- rýnin, og kallar á gagnrýni. Það ert þú sjálf sem ræður þessu. Þú þarft því að var- ast að vera of hörð, læra að vera góð við sjálfa þig og trúa á eigin hæfileika. KvíÖi Tvíburi og Meyja geta bent til viðkvæms taugakerfis. Það gæti verið ein af ástæðum fyrir kvíðatilfinn- ingu. Rétt mataræði gæti hjálpað í því tilviki, m.a. það að forðast kaffi og alla koffíndrykki og sömuleiðis sælgæti. Koffín og sykur- neysla hafa slæm áhrif á taugakerfíð. GARPUR Thit og ý/okKcjr hans faM fusxý/o- ífyd/i/fMt - meðtnót-oTKona - - é//fafö'fír/s? ss sfe>/7///':\ #4 tíeXPí/M l//i>'yLj/£MljAC<!U£sl 1 A£> /F/77//M/V MV£K M/? p/fí /S/VPAA/, 7//A£> f tí//<?//y/Vl> T//. fíTö&M pA r 1 P&RWA ELD06 SPRíMGJVR T/LAVRYdJA, SÉRBJM. tífílAMA/J- i -pt/RFUM Z/t>? » GRETTIR UÓSKA SMÁFÓLK MY 6RANPM0THER 5AV5 HER FIRST PATE UJAS AN EVENINGATTHE OPERA... Amma mín segir að sitt fyrsta stefnumót hafi ver- ið í óperunni. SHE 5AY5 SHE'll ALWAYS REMEMBER HOU) HER MOTHER IN5I5TEP THAT 5HE WEARWHITE 6LOVES Hún segist aldrei gleyma því, að mamma hennar skipaði henni að vera með hvita hanzka. HOW ABOUT HER PATE? WHO WA5 THE BOY ? Hvað um kærastann? Hvaða piltur var það? UVHO KNOWS? ALL 5HE REMEMBER5 15 THE WHITE 6L0VES! ^^'^•©ISeSUnitedFeaUjreSyndlcateJnc. Hver veit? Hún man bara eftir hvítu hönzkunum! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Varðþröng er eins konar af- brigði af þríþröng, eða þrefaldri kastþröng, þar sem annar vam- arspilarinn þarf að valda þijá liti. Sá er þó munurinn að í varð- þröng er valdið á einum litnum einungis „hjálparvald" — í raun er það makker sem valdar litinn með hjálp „varðspils" félaga. Ef nauðsynlegt reynist að láta þetta varðspil af hendi getur sagnhafí sviðið af makker slag á litinn með svíningu. Spilið frá í gær er ágætt dæmi um varþröng. Höndum AV hefur verið breytt. Norður ♦ ÁG VÁG108 ♦ ÁD9 ♦ Á1032 Vestur Austur *106 iiiin 49 ♦ KD95 | ¥76432 ♦ K862 ♦ G1053 ♦ G87 ♦D65 Suður ♦ KD875432 ¥- ♦ 74 ♦ K94 Vestur spilar út hjartakóng gegn sjö spöðum suðurs. Sagn- hafí drepur á hjartaás og hendir tígli heima. Trompar svo hjarta, fer inn á spaðaás og trompar aftur hjarta til að athuga hvort drottningin detti. Þegar það ger- ist ekki er tígulásinn tekinn og trompunum spilað í botn. Kast- þröng skal það vera! Norður ♦ - ¥ G ♦ D ♦ Á3 Vestur Austur ♦ - ♦ - ¥ D llllll ¥ — ♦ K ♦ G ♦ G8 ♦ D76 Suður ♦ 2 ¥ — ♦ - ♦ K93 Þannig lítur staðan út þegar einu trompi er óspilað. í spaða- tvistinn verður vestur að henda laufí til að halda valdi á rauðu litunum. Þá fer hjartagosinn úr blindum og austur kastar nafna hans í tígli. Laufgosinn fellur svo undir ásinn og 13. slagurinn fæst með því að svína fyrir drottningu austurs. Það eina sem sagnhafí þurfti að gæta sín á var að losa sig við lauftíuna í blindum til að stífla ekki litinn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Hastings um áramótin kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Eduards Gufeld, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og James Plas- kett, Englandi. 21. Dc5! (Eftir að svarta drottn- ingin hrekst úr vöminni vinnur hvítur auðveldlega. Svartur má auðvitað ekki þiggja drottningar- fómina vegna máts í borðinu) Df4+, 22. Kbl - Bc6, 23. Hd8+ - Be8, 24. Rd5 — De5, 25. Hxe8+! — Kxe8, 26. Rc7+ og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.