Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Þinghald fyrir kosningar Reagan forseti vopnasölunnai Á þriðjudaginn kemur flytur Ronald Reagan Bandaríkjaforseti stefnur Þessi mynd er tekin af honum á dögunum við undirbúning undir ræðuna í Hvíta húsinu. Nálægðin við kjördag er far- in að setja svip sinn á stjómmálabaráttuna eins oggef- ur að skilja. Þó hefur kjördagur ekki enn verið formlega ákveð- inn. Er raunar furðulegt, að forsætisráðherra skuli ekki hafa tekið af skarið í því efni. Eins kæmi sér vafalaust vel fyrir stjómmálamenn, að sem fyrst yrði ákveðið, hvenær Alþingi hætti störfum á þessum kosn- ingavetri. Það er ljóst, að þinghald leggst niður 23. til 27. febrúar, á meðan Norðurlanda- ráð fundar í Finnlandi. í byijun mars er svo landsfundur Sjálf- stæðisflokksins, sem einnig setur strik í störf Alþingis. Eigi að kjósa hinn 25. apríl, er vafa- laust skynsamlegast að stefna að þinglausnum fyrir þing Norð- urlandaráðs. Er ekki að efa, að þingmenn geti afgreitt þau mál, sem brýnust em fyrir kosningar, á fáeinum vikum, ef vilji stendur til þess. I öllum flokkum em menn sammála um, að það þurfi að endurbæta tekjuöflunarkerfi ríkisins. Þetta er flókið og marg- þætt mál. Fyrir Alþingi liggur nú fmmvarp að nýjum tollalög- um, þar sem mælt er fyrir um mikilvægar nýjungar í tekjuöfl- un ríkissjóðs. Ætti að verða unnt að afgreiða þetta mál fyrir þing- lok. Þá hefur Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra, lagt fram fmmvarp um virðisaukaskatt. Á hinn bóginn hefur ráðherrann skýrt frá því, að ekki verði lögð áhersla á það mál núna; hitt sé brýnna að taka afstöðu til stað- greiðslukerfís skatta. Er nú unnið að því í ijármálaráðuneyt- inu að smíða fmmvarp um staðgreiðslukerfíð með það fyrir augum, að það komi til fram- kvæmda frá og með næstu áramótum. Aðilar vinnumarkaðarins em sammála um stuðning við það, að staðgreiðslukerfið verði tekið upp. Til að það sé unnt er nauð- syniegt að fínna lausn á ýmsum tæknilegum vandamálum og ná samkomulagi um stefnumótandi atriði eins og það, hvemig farið skuli með skattaafslætti af ýmsu tagi. Á hinn bóginn er ljóst, að fmmvarp um staðgreiðslukerfí skatta verður ekki afgreitt án þess að vilji sé til þess hjá þing- mönnum bæði meðal stjómarliða og hinna, sem sitja í stjómarand- stöðu. Nú þegar hin tæknilega vinna er að komast á lokastig, verður þess vart bæði innan Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins, að áhrifamenn þar vilja ekki, að fmmvarpið nái fram fyrir kosningar. Ýmislegt bendir til þess, að forvígismenn þessara flokka vilji ekki unna Þorsteini Pálssyni því að hrinda þessu máli í framkvæmd. Pólitísk afbrýðisemi á eftir að setja svip sinn á þingstörfín þessar síðustu vikur fyrir kosn- ingar. Hún á líklega eftir að ráða meiru um afstöðu margra þingmanna til mikilvægra mála en hlutlægt mat. Ef spenna eykst milli stjómarflokkanna frá því sem nú er, tekst ef til vill ekki að afgreiða nein umdeild þingmál. Þeim mun meiri ástæða er til þess fyrir forsætisráðherra að taka af skarið um kjördag og þingslit. Eitt er það mál, sem þing- menn komast ekki hjá að taka afstöðu til, áður en þeir hefja baráttuna fyrir endurkjöri. Hér er vísað til kosningalaganna og reglnanna um úthlutun þing- sæta. Það hafa komið fram svo alvarlegar ábendingar um van- kanta á þessum reglum, að nefnd sú, sem starfar undir for- mennsku Páls Péturssonar, formanns þingflokks framsókn- armanna, að þessum málum getur ekki látið þær sem vind um eyru þjóta. Ekki má gleyma bankamálun- um, þegar litið er til þinghaldsins næstu vikur. Eftir að einkabank- amir koma ekki lengur til álita, þegar leitað er lausnar á vanda Útvegsbankans, er málið á vald- sviði þingmanna. Ná stjómar- flokkamir saman um það? Eftir að Stefán Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, er kominn í sérframboð en situr samt í þingflokki framsóknar- manna, hafa líkur á samstöðu stjómarflokkanna í þessu máli ekki aukist. Þar er einnig tekist á um gmndvallaratriði, sem skil- ur á milli flokkanna: Sjálfstæðis- menn vilja minnka hlut ríkisins en framsóknarmönnum er ákaf- lega annt um hið pólitíska forræði í bankamálum eins og á öðrum sviðum. Störf þingmanna einkennast af því, að þeir láta hendur standa fram úr ermum jafnvel nótt sem nýtan dag, skömmu áður en hlé er gert á þingstörfum eða fyrir þinglausnir. Þessi lokalota kosn- ingaþings þyrfti að hefjast sem fyrst, svo að unnt sé að slíta því á hentugum tíma. eftirHenry Brandon Þeir sem gerst þekkja til innan veggja Hvíta hússins hafa áhyggjur af því að yfirheyrslur þingnefnda vegna vopnasölu Bandaríkjastjórnar til írans komi til með að skerða forystu- hæfni Reagans forseta. í einka- samtölum viðurkenna hinir sömu að þeir hafi þó meiri áhyggjur af andlegum og líkamlegum þrótti forsetans. Það sem einkum skelfir vini hans og aðstoðar- menn eru þau þreytumerki sem forsetinn hefur sýnt, einbeiting- arskortur hans og furðulegt áhugaleysi á þeim málum, sem hann þarf að kljást við. Raunar hefur Ronald Reagan aldrei getað einbeitt sér lengi að sama málaflokknum og gildir þá einu hvort um er að ræða flókin mál- efni, sem eru til umræðu í Þjóðarör- yggisráðinu, eða skýrslur sérfræð- inga um tiltekin efni. Sérfræðingum hefur löngum verið ráðlagt að hafa útskýringar sínar ekki lengri en fímm mínútur. En síðustu mánuði virðist Reagan ekki hafa verið með sjálfum sér og aðstoðarmenn hans hafa fengið fijálsari hendur en áð- ur. Vissulega getur Reagan enn beitt persónutöfrum sínum, sem hafa tryggt honum forsetastólinn svo lengi sem raun ber vitni. Hins veg- ar vakti það athygli hve ræða forsetans í árlegri útsendingu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar um jól- in var þróttlaus. Ég sat nærri sviðinu en heyrði samt illa hvað forsetinn sagði. í eitt skiptið greip hann skyndilega í hönd konu sinnar, sem stóð við hlið hans, eins og hann þyrfti á stuðningi hennar að halda. Takið var þéttingsfast og hnúar beggja hvítnuðu. Nokkrir vina hans, sem hafa hitt hann að máli nýlega, hafa sagt að svo virðist sem forsetinn hafi glatað þeirri smitandi bjartsýni, sem ætíð hefur einkennt hann. Hann virðist þunglyndur og áttavilltur. Ronald Reagan treystir greinilega á sjálfan sig þegar allt leikur í lyndi, en hann virðist skorta sálarþrek til að mæta mótbyr. Nancy, eiginkona hans, gengur allra manna harðast fram í því að tryggja sálarró forsetans og hingað til hefur hún staðið sig frábærlega. Geysimikið hefur verið skrifað um hvaða hlutverki hún gegnir í lífí forsetans. Henni hefur verið hrósað fyrir hversu vel hún annast hann og hve umhugað henni er um vel- ferð hans. Nancy Reagan á miklu meira hrós skilið. Hún telur það vera hlutverk sitt að hugsa um hag hans og heilsu og hún er full metn- aðar fyrir hans hönd. Hingað til hefur hún gætt þess að heims- byggðin öll geri sér ekki ljóst hversu mjög Reagan treystir á stuðning hennar og ráðgjöf. Aðstoðarmenn Reagans Þar sem frammistaða forsetans er undir því komin hvaða menn hann fær sér til aðstoðar skiptir miklu að hæfustu menn sem völ er á veljist til þeirra starfa. Fáir gera sér betur grein fyrir þessu en eigin- kona hans. Einmitt sökum þessa hefur hún ráðlagt Reagan að Iosa sig við Donald Regan, yfírmann starfsliðs Hvíta hússins. Regan við- urkennir fúslega að hann hafí enga þekkingu á stjómmálum. Hann hef- ur reynt að vera eins konar „framkvæmdastjóri" forsetans en sem ráðgjafí hefur hann algjörlega brugðist. Ronald Reagan tókst að forðast margar gildrur fyrstu fjögur árin sem hann sat á forsetastóli. Þetta má fyrst og fremst þakka James Baker, fyrrum starfsmanna- stjóra, sem tók við embætti fjár- málaráðherra af Donald Regan. Reagan forseti hefur lýst yfír að hann hyggist ekki reka Regan þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir (meðal annars frá Nancy Reagan). En jafn- vel þeir sem telja sig skilja afstöðu forsetans hika nú ekki við að lýsa því yfir á opinberum vettvangi að Donald Regan eigi að vera staða sín ljós og láta af störfum. Vita- skuld væri hentugt fyrir alla aðila ef Regan gæti tekið sæti í Iávarða- deild þingsins en því miður er engin slík deild á Bandaríkjaþingi. Pólitískar afleiðingar Næstu tvö ár gefa hvorki Reagan forseta né Repúblikanaflokknum tilefni til bjartsýni. Almennt er talið að yfírheyrslur hinna ýmsu nefnda Bandaríkjaþings vegna vopnasölu- málsins muni standa yfír næstu sex mánuði. Forsetinn og aðrir embætt- ismenn geta flýtt fyrir yfirheyrslun- um með því að skýra atriði sem enn hafa ekki fengist svör við. Grund- vallarspumingin er sú hvort Reagan forseti hafi samþykkt vopnasöluna eins og Robert McFarlane, fyrrum öryggisráðgjafi, hefur haldið fram eða hvort hann var henni andvígur líkt og Donald Regan hefur fullyrt frammi fyrir þingnefndum. Þeir John Poindexter, fyrrum öryggis- ráðgjafi, og Oliver North ofursti geta veitt svör við þessari spum- ingu. Ef í ljós kæmi að þeir hefðu skipulagt vopnasöluna án sam- þykkis forsetans væri Reagan vitaskuld laus allra mála. Hins veg- ar virðast flestir þingmenn sann- færðir um að forsetanum hafí verið fullkunnugt um vopnasöluna þó svo að erfítt geti reynst að sanna það. Nokkrir þingmenn hafa sagt mér að þingið muni samþykkja fyrir- fram náðun til handa North og Poindexer eftir þriggja til fíögurra mánaða árangurslausa rannsókn til að forða því að yfirheyrslumar lendi í blindgötu. En þar til það gerist munu þingmenn demókrata vafa- laust færa sér málið í nyt eins og þeim er frekast unnt. í þeirra aug- um kann að vega þyngst að opinbera fyrir þjóðinni mistök for- setans. Þeir munu gera sér sem mestan mat úr slælegri framkvæmd þeirrar stefnu sem forsetinn hafði markað, lélegri yfírstjóm innan veggja Hvíta hússins og því ábyrgð- arleysi að heimila mönnum eins og North ofursta að bijóta lög í því skyni að ná þeim markmiðum, sem hann vissi að forsetinn hafði sett sér; að fá gísla í Líbanon leysta úr haldi og styðja Contra-skæmliða í Nicaragua. Reagan hefur glatað trausti þingmanna og skoðanakannanir sýna að stór hluti þjóðarinnar hefur snúið við honum baki. Sökum þessa munu þingmenn, og sér í lagi demó- kratar, ekki hika við að takast á við Reagan. Forsetinn mun ekki eiga jafn auðvelt með að snúa þing- mönnum til fylgis við sjónarmið sín. Þetta kann einkum að eiga við þeg- ar hann leggur beiðni sína um áframhaldandi stuðning við contra-skæmliða fyrir Bandaríkja- þing og þegar þingið mun hvetja hann til að beita ekki neitunarvaldi gegn frumvarpi um viðskiptahöft. Vandséð er hvort Reagan tekst að fá þingmenn til að leggjast gegn fmmvarpinu en þeir em almennt hlynntir haftasteftiu og vemdartoll- Austurríki: Kreisky i möiuium ZUrich, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara BRUNO Kreisky, fv. kanslari Austurríkis og heiðursforseti austurríska __ Jafnaðarmanna- flokksins, SPÖ, gagnrýnir for- ystumenn flokksins harðlega í viðtali sem birtist í austurríska vikutímaritinu profil nú f vikunni og segist ekki lengur vilja neitt með þá hafa. Hann segir Franz Vranitzky, kanslara, ekki hafa gert annað en uppfylla óskir borgarastéttarinnar siðan hann tók við kanslaraembættinu af Fred Sinowatz, formanni SPÖ, í sumar og segir forystu flokksins hafa blekkt sig og aðra. Kreisky sagði af sér öllum emb- ættum innan flokksins í síðustu viku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.