Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 6
0 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987
ÚTVARP / SJÓNVARP
W 9
Oll sem
einn
Það hringdi í mig maður á dögun-
um og var ekki beint ánægður
með hið margumrædda nýársleikrit
Nínu Bjarkar. Eg reyndi nú svona að
skýra mína, afstöðu en þá bætti við-
mælandi minn við: Ég vil ekki þurfa
að láta sérfræðinga segja mér hvemig
á að horfa á leikrit. Það vill svo til að
minn ágæti viðmælandi hefir sjálfur
samið sjónvarpsleikrit og kann vel til
verka. Hvað um það er ég honum inni-
lega sammála um að auðvitað er lítið
varið í þau leikverk sem aðeins þar til
skipaðir sérfræðingar kunna skil á. Það
er ekkert við því að segja þótt til dæm-
is læknar smíði ritgerðir er aðeins eiga
erindi við lækna eða þótt vélvirki semji
verklýsingu er skilst eigi utan vélvirkja-
stéttarinnar. Hér eru sérfræðingar að
talast við og leikmenn kunna lítt skil
á þeim hugtökum og þeim fræðilega
grundvelli er umræðan byggir á. Lista-
menn eru hins vegar þjónar alls
almennings og eiga raunar allt sitt
undir því að snerta þjóðarsálina, ef svo
má að orði komast. Með öðrum orðum
er listamaðurinn að beijast við jafn
marga „sérfræðinga" og reka augu eða
eyru í listaverkið. Ég er einn þeirra og
ekki hótinu færari en allir hinir að
skilja þar kjamann frá hisminu. Hins
vegar vona ég að hinar löngu setur
íyrir framan skjáinn, bæði sjónvarps-
skjáinn og ritvinnsluskjáinn, hafi máski
liðkað eitthvað um hina gagnrýnu
hugsun og ekki síst þessa tíu putta er
hamra textann. Og úr því þetta mál
ber á góma vil ég ekki láta hjá líða
að minnast á þá listrýnendur er ég tel
hvað hæfasta.
Nýju Jotin...
Undanfarið hafa umsjónarmenn
bamaútvarpsins á rás 1 kvatt krakka
í stól bókmenntagagnrýnenda. Er hrein
unun að hlusta á bókadóma bamanna.
Þau gleyma sér stundum svolítið við
að rekja söguþráðinn, en slík er ein-
lægnin að áheyrandinn getur treyst því
að ritdómarinn sé að lýsa sínum eigin
skoðunum, óháður stormhviðum tísku
og snobbs. Og blessuð bömin fara ekki
í grafgötur um hvemig góð bók á að
vera. Lítil stúlka lýsti þannig góðri
bók: Hún er bæði alvarleg og hlægileg
og segir frá einhveiju sem skiptir máli.
Þama er sko ekki verið að vefja sann-
leikann í skrautleg klæði fræðimennsk-
unnar. Krakkamir höfðu annars alveg
óbundnar hendur með val á bókum.
Tók ég eftir því að fjórir höfundar
höfðu vinninginn á jólabókamarkaði
bamanna; Guðrún Helgadóttir, Guð-
mundur Ólafsson, Andrés Indriðason
og Hrafnhildur Valgarðsdóttir. Virtist
mér sem krakkamir læsu nánast sömu
jólabækumar líkt og við fullorðna fólk-
ið.
.. keisarans
Lesendur hafa vafalaust þegar áttað
sig á því hvert undirritaður er að fara
hér í spjalli. Ég er persónulega þeirrar
skoðunar að dauðlegir menn eigi ekki
að setjast á hátimbraða dómarastóla
og skoða þaðan listrænar afurðir sam-
borgaranna. Góð listaverk eru sameign
fjöldans og þar eru allir jafngildir sér-
fræðingar. En þeir menn fmnast
vissulega er telja rétt að setjast uppá
skýin og dæma þaðan hinar listrænu
afurðir. Jón Óttar Ragnarsson hefír nú
um nokkurt skeið setið í slíkum dóm-
arastóli á Stöð 2. Jón Óttar á létt með
að skilgreina viðhorf sitt til listaverka
þannig að skilst. Hef ég áður vikið að
þessum ágæta hæfíleika Jóns Óttars.
En svo gerist það að Jón seilist uppá
stjömuhimininn og nælir þar i stjömur
er hann límir á listaverkin líkt og sé
hann handhafí guðlegs valds. Að mínu
mati á ekki að nálgast listaverk með
slíkan veldissprota. Það er ekki á færi
dauðlegs manns að taka sér slíkt vald
og gefa listaverki lokaeinkunn. Slík
stjömugjöf er ekki aðeins móðgun við
listamanninn, er leggur verk sitt í dóm
almennings heldur og við áhorfendur,
er vilja vega og meta verkin, til dæmis
A /nninJualli mimnlnfrMi* nmooffnap í
a giuiiufviii iiiuiiinviciui --r 11-g.- .
Qölmiðlum.
Ólafur M.
Jóhannesson
Stöð tvö:
Kókaín
Um víða veröld
■■■■1 Á ólæstri dag-
OA45 skrá Stöðvar tvö
í kvöld verður
fréttaskýringarþátturinn
Um víða veröld, í umsjá
Þóris Guðmundssonar
fréttamanns.
Að þessu sinni verður
sýndur þáttur frá BBC um
eiturlyfið kókaín og þann
vanda sem því fylgir. Þá
er greint frá nýju afsprengi
kókaíns, sem „crack" nefn-
ist og gerir fólk háð því
strax frá fyrstu neyslu.
Fylgst er með ferli kók-
aíns frá afskekktum
stöðum rómönsku Ameríku
til stórborga Banda-
ríkjanna og rætt við eitur-
lyfjasala, neytendur,
borgara og lögreglu.
M.a. kemur fram að lög-
reglan telur sig vera að
sigrast á heróíni og maríjú-
ana, sem fram að þessu
hafa verið með algengustu
eiturlyfjum. Hins vegar
segjast einstakir lögreglu-
þjónar vera hræddir um að
þeir hafi tapað stríðinu
gegn kókaíni. Er kannski
ekki að furða þegar litið
er til þess hversu miklir
fjármunir eru í húfi.
Smyglari nokkur segir t.d.
frá því að hann hafi smy-
glað 400 kg af kókaíni inn
Starfsmenn fikniefnalögreglunnar í kókaínverksmiðju í Kólumbíu.
í Flórída, en fyrir það magn
hafi hann fengið tvær og
hálfa milljón Bandaríkja-
dala.
Ennfremur er sagt frá
hinum svokölluðu „kókaín-
barónum“, en þeir hafa
sankað að sér ótrúlegum'
auðæfum og völdum. Einn-
ig er algengt að þeir hafi
ágætis samskipti við ríkis-
stjórnir margra Suður-
Ameríkuríkja. í þættinum
í kvöld er t.d. sagt frá ein-
um sem gerði sér lítið fyrir
og keypti sér einkaeyju,
þar sem hann reisti kókaín-
verksmiðju. Má ljóst vera
að í mörgum tilfellum er
um meiriháttar iðnað að
ræða.
I
UTVARP
FOSTUDAGUR
23. janúar
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin.
Jón Baldvin Halldórsson,
Sturla Sigurjónsson og
Guðmundur Benediktsson.
Fréttir eru sagðar kl. 7.30
og 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Tilkynningar eru lesn-
ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25.
Erlingur Sigurðarson talar
um daglegt mál kl. 7.20.
9.00 Fréttir.
9.03Morgunstund barnanna:
„Hanna Dóra" eftir Stefán
Jónsson. Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir les (15).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.35 Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna.
9.4» Pingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Sögusteinn
Umsjón: Haraldur Ingi Har-
aldsson. (Frá Akureyri).
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Sigurður Einarsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Miðdegissagan:
„Menningarvitarnir'' eftir
Fritz Leiter
Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sína (16).
14.30 Nýtt undir nálinni. Elín
Kristinsdóttir kynnir lög af
nýjum hljómplötum.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
Lesið úr forustugreinum
landsmálablaða.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpiö.
17.00 Fréttir.
17.03 Síðdegistónleikar.
a. „Mignon", forleikur eftir
Ambroise Thomas. Nýja
fflharmoniusveitin leikur;
Richard Bonynge stjórnar.
b. Placido Domingo syngur
lög úr óperum eftir Wagner,
Verdi, Tsjaíkovski, Puccini
og Mascagni með Filharm-
oníusveit Lundúna; Edward
Downes stjórnar.
17.40 Torgið — Menningar-
mál. Umsjón: Þorgeir
Ólafsson. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
SJÓNVARP
áJi.
Tf
FOSTUDAGUR
23. janúar
18.00 Litlu Prúðuleikararnir
(Muppet Babies) 26. þáttur.
Teiknimyndaflokkur eftir Jim
Henson. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
18.25 Stundin okkar — Endur-
sýning. Endursýndur þáttur
frá 18. janúar.
19.00 Á döfinni
19.10 Þingsjá
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
19.30 Spítalalíf
(M*A*S*H) Sextándi þáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur sem gerist á neyðar-
sjúkrastöð bandaríska
hersins í Kóreustríðinu. Að-
alhlutverk: Alan Alda.
Þýðandi Kristmann Eiösson.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingarogdagskrá
20.35 í þorrabyrjun
Haukur Morthens og hljóm-
sveit flytja lög af ýmsu tagi.
Sum tengjast frosti og fönn-
um, önnur hækkandi sól og
sumri og mörg ástinni.
Sveinn Guðjónsson ræðir
vö Hauk milli atriöa. Stjórn
upptöku: Gunnlaugur Jón-
asson.
21.25 Fröken Marple
Fingurinn — Síöari hluti.
(The Moving Finger).
Breskur sakamálamynda-
flokkur um eina vinsælustu
söguhetju Agöthu Christie.
x.-.iiU; !.-sn Hickson.
nvait Iiutvwm trm 1 .
Þýðandi Veturliði Guöna-
son.
22.20 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður Hallur
Hallsson.
22.50 Selnni fréttir
22.55 Gripiö þjófinn
(To Catch a Thief)
Bandarísk bíómynd frá árinu
1955. Leikstjóri Alfred
Hitchcock. Aðalhlutverk
Grace Kelly og Cary Grant.
Alræmdur innbrotsþjófur
hefur sest í helgan stein.
Hann verður þess þá vísari
að einhver hefur tileinkað
sér vinnubrögð hans og
ákveöur að finna skálk þann
i fjöru. Þýðandi Þorsteinn
Þórhallsson.
■'0.45 Dagskrárlok.
(t
0
STOÐ2
FÖSTUDAGUR
23.janúar
17.00 Að skorast undan.
(Running Out). Bandarísk
kvikmynd frá CBS sjón-
varpsstöðinni.
Elisabeth St. Clair giftist 15
ára og varð móðir 16 ára.
Ábyrgðin varð henni ofviöa
og hún yfirgaf heimilið.
Mörgum árum seinna snýr
hún heim aftur.
18.30 Myndrokk.
19.00 Teiknimynd. Mikki
mús.og Andrés önd.
19.30 Fréttir.
20.00 Dynasty. Banda-
rískur framhaldsmynda-
flokkur.
20.45 Kókafn um víða ver-
öld. Fréttaskýringaþáttur í
umsjón Þóris Guömunds-
sonar. ( þessum þætti
• -----1 QQP
vsrCLT syna "'ynu „„„
um eiturlyfið kókain og i I_____
hvílíkt vandamál það hefur
skapað. Ennfremur er sagt
frá nýju en náskyldu efni,
krakk, sem gerir neytendur
samstundis háða þvi. Fylgst
er með aðgerðunum sem
beitt er í baráttunni við þetta
ógnvænlega eiturlyf.
§ 21.25 Stolt (The Pride of
Jesse Hallam). Bandarisk
sjónvarpskvikmynd frá 1984
með Johnny Cash, Brendu
Vaccaro og Eli Wallach i
aðalhlutverkum. Jesse
(Cash) er 45 ára ekkjumaður
og bóndi i Kentucky. Börn
hans eru Ted og Jenny, sem
á við alvarlegan sjúkdóm að
stríöa. Hann neyðist til að
selja bóndabýlið og flytja
búferlum til borgarinnar svo
hún komist í nauðsynlega
aðgerð. En Jesse kemst
fljótt að raun um að það er
sitthvaö að búa í sveit og
stórborg.
§ 23.65 Benny Hill.
Breskur gamanþáttur.
§ 23.20 Flótti til sigurs
(Escape to Victory).
Bandarísk biómynd frá
1981. Leikstjóri er John
Huston (heiður Prizzis) og
aðalleikari Sylvester Stall-
one. Aörir leikarar eru
Michael Caine, Pele og Max
Von Sydow. Æsispennandi
mynd um striðsfanga sem
fá að keppa í fótbolta við
þýska landsliöiö. Fangarnir
ákveöa aö grípa tækifæriö
og freista þess að flýja með
hjálp frönsku andspyrnu-
hreyfingarinnar.
§ 01.20 Myndrokk.
03.00 Dagskrárlok.
Þeir dagskrárliöir Stöðv-
ar tvö, sem sendir eru
út læstir, eru auökenndir
nnt»A tákninu §.
Daglegt mál
Endurtekinn þáttur frá
morgni sem Erlingur Sigurð-
arson flytur. (Frá Akureyri.)
19.45 Þingmál
Umsjón: Atli Rúnar Hall-
dórsson.
20.00 Lög unga fólksins. -
Valtýr Björn Valtýsson kynn-
ir.
20.40 Kvöldvaka.
a. Ljóðarabb. Sveinn Skorri
Höskuldsson flytur.
b. Hagyrðingur á Patreks-
firöi. Auðunn Bragi Sveins-
son fer með stökur eftir
Guðmund Sigurösson.
J
c. Gömul saga um síma
Vilhjálmur Hjálmarsson flyt-
ur frásöguþátt, annar hluti.
21.30 Sigild dægurlög.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Vísnakvöld.
23.00 Andvaka
Þáttur í umsjá Pálma Matt-
híassonar. (Frá Akureyri).
24.00 Fréttir.
00.05 Næturstund i dúr
og moll með Knúti R. Magn-
ússyni.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.
FOSTUDAGUR
23.janúar
9.00 Morgunþáttur í umsjá
Kolbrúnar Halldórsdóttur og
Kristjáns Sigurjónssonar.
Meðal efnis: Óskalög hlust-
enda á landsbyggðinni,
getraun og fleira.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist í
umsjá Gunnlaugs Sigfús-
sonar.
13.00 Bót í máli. Margrét
Blöndal les bréf frá hlust-
endum og kynnir óskalög
þeirra.
16.00 Sprettur. Þorsteinn G.
Gunnarsson kynnir tónlist
úr ýmsum áttum og kannar
hvað er á seyði um helgina.
17.00 Tekið á rás. Ingólfur
Hannesson lýsir leik íslend-
inga og Pólverja í Wismar á
Eystrasaltsmótinu í hand-
knattleik.
18.30 Hlé.
20.00 Kvöldvaktin - Andrea
Jónsdóttir.
23.00 Á næturvakt með Vigni
Sveinssyni og Þorgeiri Ást-
valdssyni.
03.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagöar kl. 9.00,
10.00,11.00, 12.20,15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
17.30-18.30 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
- FM 90,1
18.00-19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5
Föstudagsrabb. Inga Eydal
rabbar við hlustendur og les
kveðjur frá þeim, leikur létta
tónlist og greinir frá helstu
viðburðum helgarinnar.
989
BYL GJAN
FOSTUDAGUR
23. janúar
07.00—09.00 Á fætur með
Siguröi G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blööin og
spjallar viö híustendur og
gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Föstu-
dagspoppiö allsráöandi,
bein lína til hlustenda, af-
mæliskveðjur, kveðjur til
brúðhjóna og matarupp-
skriftir.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Haröar-
dóttur. Fréttapakkinn.
Jóhanna og fréttamenn
o.iniiinnar fvlniast meö því
sem helst er í fréttum, segja
frá og spjalla við fólk.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—16.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Pétur spil-
ar síðdegispoppiö og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00—19.00 Hallgrímur
Thorsteinsson ( Reykjavík
slðdegis. Þægileg tónlist
hjá Hallgrími, hann lítur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk
sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—22.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson. Þorsteinn leikur
tónlist úr ýmsum áttum og
kannar hvað næturlífið hefur
upp á að bjóða.
22.00—03.00 Jón Axel Ólafs
son. Þessi síhressi nátt
hrafn Bylgjunnar heldur
uppi helgarstuöinu með
góðri tónlist.
03.00—08.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Haraldur Gísla-
son leikur tónlist fyrir þá
sem fara seint I háttinn og
hina sem fara snemma
fætur.