Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Af Halamiðum á Hagatorg Hafa skal það sem sannara reynist eftir Sigstein Pálsson Fyrir jól kom út ævisaga Einars Ólafssonar í Lækjarhvammi. Þar segir hann sögu sína, sem spannar yfir 90 ár, fæddur af fátæku for- eldri, vel greindur og kjarkmikill, stendur stæltur á vígvelli lífsins og sigrar. Söguna skráir Þórunn Vald- imarsdóttir, sagnfræðingur, eftir fyrirsögn Einars. Virðist mér sögu- ritarinn koma vel til skila efni því er honum er fengið í hendur til að gera úr bók er ber heitið „Af Hala- miðum á Hagatorg“, ævisaga Einars Ólafssonar í Lækjarhvammi. Bókina hef ég lesið mér til ánægju, sérstaklega fyrri hlutann. En ég varð fyrir vonbrigðum er ég las kaflann sem ber yfirskriftina „Holdanautaleiðangur 1960“. En þar segir á bls. 227 frá innflutningi holdanauta á vegum ríkisins árið 1933. „Nautgripimir vom fluttir inn á vegum hins opinbera. Þeir vom hafðir í sóttkví í Þemey, rétt undan landareign Magnúsar Þor- lákssonar á Blikastöðum. Magnús sat í stjórn Búnaðarfélags Islands og hafði einhver afskipti af gripun- um, og sagt var að hann hefði upp á sitt eindæmi látið róa með kálfinn nýborinn upp á land. Sumir ávíttu Magnús fyrir gáleysið, en aðrir lof- uðu hann fyrir framtakssemina, þótt kálfurinn hefði verið vega- bréfslaus." Hvorki er það rétt að Magnús á Blikastöðum hafi upp á sitt eindæmi flutt kálfinn í land, né kálfurinn hafi verið vegabréfslaus. Em fyrir því auðfundnar skjalfestar heimildir er _hér skulu til færðar. í fyrsta lagi ársskýrsla Búnaðar- félags íslands skráð af M. Stefáns- syni í Búnaðarritinu árið 1935 bls. 16: „Allir hini innfluttu gripir (bæði fé og naut) vom settir í Þerney og „Hvorki er það rétt að Magriús á Blikastöðum hafi upp á sitt eindæmi flutt kálfinn í land, né kálfurinn hafi verið veg-abréfslaus. Eru fyr- ir því auðfundnar skjalfestar heimildir er hér skulu til færðar.“ hafðir þar í sóttkví. Gekk allt vel með karakúlféð, svo að taka mátti það úr eyjunni í septembermánuði, og hefir ekki síðar orðið vart við neina aðflutta kvilla í því. En á nautgripunum kom fram hringorm- ur (Herpes tonsurans), sem dýra- lækni tókst ekki að lækna. Var því það ráð tekið að lóga öllum gripun- um í ársbyijun 1934. En Galloway- kýrin kom hingað með fangi og var nýborin bolakálfi er henni var lóg- að. Var hann alinn fyrst í Þerney mánaðartíma en þá barg Magnús Þorláksson á Blikastöðum lífi hans, tók hann til sín með samþykki at- vinnumálaráðherra og félagsstjórn- ar og hafði hann í sóttkví fram á vor svo lengi sem læknar töldu frek- ast þörf á. En í haust seldi hann kálfinn Búnaðarsambandi Suður- lands og er hann nú á búi þess í Gunnarsholti." í öðm lagi hef ég í höndum afrit af bréfi Búnaðarfélags íslands til atvinnumálaráðuneytisins dagsett 25.4. 1934 svohljóðandi: „M. St./Á.J. 25/4 1934 I framhaldi af bréfí félagsins til hins háa ráðuneytis dags. 14. febrú- ar þ.á. og með tilvísun til fylgiskjals með því, bæði snertandi Galloway- kálfinn úr Þemey, leyfír félagið sér virðingarfyllst að tjá ráðuneytinu að samkvæmt þar til fengnu leyfi ráðuneytisins flutti Magnús Þor- láksson bóndi á Blikastöðum kálfinn heim til sín undir umsjón dýralækn- is (16. en ekki 6. febr.) og hefur alið hann síðan, og í samráði við dýralækni einangrað hann í kjallar- anum undir íbúðarhúsi sínu og gætt þess vandlega að eigi gæti borist smiti (ef um smiti væri að ræða) frá kálfínum til annarra naut- gripa á staðnum. Einnig hefur Magnús samið við Hafliða Pétursson bónda í Þemey um eldi kálfsins, þann tíma er hann var hjá Hafliða, og lítur félagið svo á, að þar með sé kálfurinn greiddur og orðinn eign Magnúsar, enda hefur hann undirgengist þau skil- yrði, sem fram em tekin í bréfi ráðuneytisins hingað, dags. 12. febrúar b.á. Hinn 17. þ.m. skoðuðu þeir kálf- inn — ásamt undirrituðum — Hannes Jónsson dýralæknir og Júlí- us Siguijónsson, núverandi for- stöðumaður Rannsóknarstofu Háskólans, og samkvæmt meðfylgj- andi vottorði þeirra telja þeir kálf- inn þá heilbrigðan og að af honum geti engin smitunarhætta stafað. Fyrir því vill félagið hér með, eftir ósk Magnúsar Þorlákssonar mælast til þess, að ráðuneytið heim- ili honum að taka kálfínn úr sóttkví og ala hann með öðmm nautgrip- um, svo sem honum þykir best henta. En jafnframt telur félagið rétt að ráðuneytið leggi fyrir dýra- lækninn í Reykjavík að hafa eftirlit með heilbrigði kálfsins fyrst um sinn. Ennfremur vill félagið mælast til þess að ráðuneytið leggi fyrir dýra- læknninn og forstöðumann Rann- sóknarstofu Háskólans að þeir skoði bráðlega gripina í Þemey og láti í ljósi álit sitt um það hvort eyjan sjálf muni vera smituð af hringormi og sé þess vegna óhæf til ábúðar. Afrit af bréfi Búnaðarfélagsins til atvinnumálaráðuneytisins, sem getið er um í greininni. Þess skal getið, að kálfurinn er stór og efnilegur, eða 17. þ.m. þá nærri 3‘/2 mánaða gamall, álíka stór og 6 mánaða gamlir kálfar á Blikastöðum. Félagið leyfír sér að vænta svars við fyrsta þóknanlega hentugleika. Virðingarfyllst, M. Stefánsson" Þeim, sem vildu kanna þetta mál frekar, bendi ég á skýrslu er ber yfírskriftina „Þættir um innflutning bú§ár og karakúlsjúkdóma,“ tekin saman af nefnd þeirri, er skipuð var af landbúnaðarráðherra 3. sept. 1946, til þess að endurskoða gild- andi löggjöf um vamir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúk- dóma, fjárskipti og innflutning búfjár. Dagsett í Reykjavík 1. feb. 1947 og undirskrifuð af Árna G. Eylands, Jóni Pálmasyni og Jónasi Jónssyni. Mér þykir miður að Einar í Lækj- arhvammi skyldi falla fyrir þeirri freistni að kjósa fremur að skreyta ævisögu sína með gróusögum er öfundarmenn tengdaföður míns komu á kreik, en sannleikanum, sem hlýtur að hafa verið honum tiltækur. Höfundur er fyrrvernndi bóndi og hreppstjóri á BHkastöðum. Slysavarnir og fjölmiðlar eftir Jakob Jónsson í íslenskri fréttamennsku gætir vaxandi tilhneigingar til að varpa fram staðhæfingum, sem vekja æsing, óvild og gmnsemdir. Og ég fæ ekki varist þeirri hugsun, að virðing fyrir persónulegumtilfínn- ingum hafí minnkað. Sem dæmi nefni ég lætin, sem urðu út af Hjálp- arstofnun kirkjunnar. Sú rannsókn, sem kirkjan sjálf lét framkvæma, leiddi í ljós, að betur mátti fara í fáeinum atriðum — og vel mátti lagfæra það án þess málflutnings, sem lamaði hjálparstarfið sjálft. Við erum með í alþjóðlegu samstarfí, t.d. í sambandi við íþróttir, skák- tafl, bókmenntir og líkamsfegurð, — og allt kostar þetta peninga. Það ætti því engan að furða á því, að nokkur tilkostnaður fylgi samvinnu um hjálparstarf. Og það þarf heldur engan að furða á því, þótt eitthvað sé hægt að finna að ákvörðunum mætustu manna. Hitt er furðu- Iegt, að gagnrýnendur skyldu ekki geta fundið aðrar leiðir til að koma kvörtunum sínum til Lskila, heldur en blaðaskrif, sem hafa grafið svo undan sjálfri hjálparstarfseminni, að það þarf nýtt átak til að reisa hana við. Það, sem ég vildi sagt hafa er einfaldlega þetta: Það er réttmætt að fínna að ef ágallar eru á hjálpar- starfí — en það á að velja þær leiðir, sem ekki koma í veg fyrir hjálp eða skemma fyrir þeim, sem af góðum vilja ætla sér að rétta hungruðum brauð. Ég hafði raunar ekki hugsað mér að skrifa fyrst og fremst um Hjálp- arstofnun kirkjunnar, þó að ég hafi á iiðnum árum talið þá þjónustu með því besta, sem íslenska kirkjan hefir haft með höndum. En þetta mál kom aftur í huga minn, þegar sjónvarpið skellti framan í mig og aðra landsmenn einhverri kaldrana- legustu „frétt“, ef frétt skyldi kalla, sem mínum eyrum hefur borist. Ég gat ekki skilið yfirlýsingar læknisins og foringjans úr Land- helgisgæslunni öðru vísi en svo,, að stjórnstöð Slysavarnafélags- ins ætti óbeina sök á dauða íslenskra sjómanna á hafi úti. Allt myndi hafa vel tekist ef ráðin væru tekin af Slysavamafélaginu og fengin Landhelgisgæslunni. Ég ætla ekki að reyna að lýsa því, hvernig mér varð við. Mér varð Dr. Jakob Jónsson „Ef einhver ágreining- ur er um verkaskipt- ingu — er ekki hægt að jafna þann ágreining öðruvísi en að slengja kaldranalegum ásökun- um framan í fólk, sem áratugum saman hef ir af samviskusemi og dugnaði staðið vorð um líf okkar?“ hugsað til alls þess fólks, sem hefir misst ástvini sína í sjóinn. Ég hefí haft þó nokkur kynni af fólki í þess- um sporum, meðan ég gegndi prestsstarfi. Ég hefi kynnst gleði þess og þakklæti fyrir starf Slysa- varnafélagsins og Landhelgisgæsl- unnar. Og nú lítur út fyrir, að annar aðilinn sé að gera hinn tortryggileg- an í augum þjóðarinnar. Oðruvísi gat þetta ekki litið út. Og þegar ég set þetta í samband við þann stíl, sem sumir fréttamenn eru fam- ir að nota (alls ekki allir) í flutningi sínum, vöknuðu hjá mér óþægilegar spurningar: Hveija á nú að fara að æsa og gegn hveijum? Hveijum á að skemmta og hveijir særast? Ef einhver ágreiningur er um verka- skiptingu — er ekki hægt að jafna þann ágreining öðmvísi en að slengja kaldranalegum ásökunum framan í fólk, sem áratugum saman hefir af samviskusemi og dugnaði staðið vörð um líf okkar? Tvær greinar hafa komið í Morg- unblaðinu, sem ættu að geta skýrt málið. Raunar hefir viðkomandi ráðherra þegar gert ráðstafanir til að leysa ágreininginn og vonandi tekst það. En yfirlýsing frá fram- kvæmdaráði Slysavamafélagsins og drengilegur stuðningur björgun- arsveitar og slysavamadeildar í Grindavík hafa stórkostlega þýð- ingu, til glöggvunar, því að þar kemur skýrt fram, að engin ástæða er til að vantreysta Slysavamaf é- laginu eða víkja því til hliðar, þegar um er að ræða björgun mannslífa. Þeir, sem komnir eru til ára sinna, muna vel þá tíma, þegar Slysavarnafélag íslands var stofn- að. Sjálfur hafði ég gott tækifæri til að kynnast því fólki, sem að málunum stóð, bæði í Reykjavík og út um landið. Eg man eftir eldlegum áhuga karla og kvenna, sem litu á slysavarnir sem heilaga þjónustu við guð og menn, hafna yfír flokka- drætti, meting eða smámuna- hyggju. Slysavarnafélag íslands lyfti merkinu hátt og bar gæfu til að fylgja hugsjóninni eftir, sam- kvæmt vegvísan kristinnar trúar. Ég vona, að ógætni nokkurra manna, sem láta leiðast út í æsing- ar fjölmiðlanna, verði okkur öllum áminning um að standa vörð um þann félagsskap, sem er „mesta og sterkasta aflið til að annast þessi mál“, eins og Grindvíkingamir komast að orði. Lýk ég svo máli mínu með þeirri ósk, að sem best samvinna sé með öllum þeim, sem leggja fram krafta sína til björgun- ar mannslífum. Aðeins eitt ennþá. Sjónvarpið leiðir fram menn, sem kenna Slysa- varnafélaginu um, að TF SÝN var ekki send á vettvang. Síðan er upp- lýst, að það er sjálfstæð ákvörðun stjómstöðvar Landhelgisgæslunn- ar að láta flugvélina bíða til morguns. Og deildarstjóri SVFÍ taldi þetta rétta ákvörðun. Nú er mér spum: Ber fréttastofa sjón- varps enga ábyrgð á því, að þjóðinni er gefin röng hugmynd um atburð, sem snertir viðkvæmustu strengi mannlegra tilfínninga? Eigum við ekki von á afsökunarbeiðni? Höfundur er fyrrveran di sóknar- prestur og fyrrverandi formaður Siysa varnadeiidarinnar Ingólfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.