Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Farmenn boðaðir til fundar í dag RÍKISSÁTTASEMJARI ákvað í gær að boða til fundar með und- irmönnum á kaupskipum og talsmönnum kaupskipaútgerðar- innar í dag klukkan 14 til þess að kanna hvort grundvöllur væri til viðræðna, en hvorugur aðila hafði óskað eftir fundi. Sjómenn í verkfalli komu um tíma í gærmorgun í veg fyrir að annað leiguskip skipadeildar Sam- bandsins, sem er í áætlunarsigling- um, gæti lagst að í Sundahöfn, með því að koma í veg fyrir að skipið yrði bundið við bryggju. Létu þeir ekki af aðgerðum fyrr en Guðmund- ur Hallvarðsson, formaður Sjó- Norðurlands- kjördæmi eystra: Listi Stefáns fær ekki BB KJÖRDÆMISRÁÐ Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra hefur hafnað beiðni framboðsflokks Stefán Valgeirs- sonar um að fá að auðkenna frar.iboðslistann með bókstöfun- um BB. Þessi ákvörðun var tekin á fundi kjördæmisráðsins á Akureyri í gær. Standi sú ákvörðun telst framboð Stefáns ekki til Framsóknarflokks- ins og verður að velja listanum annan bókstaf. Ef listi Stefáns og hans manna kemur ekki að manni munu atkvæðin ekki nýtast Fram- sóknarflokknum eins og gerst hefði, ef hann hefði fengið stafina BB. mannafélags Reykjavíkur, kom á staðinn og fékk þá til þess. Guð- mundur sagði í samtali við Morgun- blaðið, að þessar aðgerðir hefðu ekki verið á vegum Sjómannafé- lagsins, heldur hefðu sjómennirnir ákveðið þær sjálfir. „Þeir vilja minna á sig. Eg get ekki tekið ábyrgð á því að slíkar aðgerðir end- urtaki sig ekki. Það sér ekki fyrir endan á þessu og ég mun ekki blanda mér frekar í slíkar aðgerðir ef til þeirra kemur," sagði Guð- mundur. í áiyktun frá Félagi íslenskra iðnrekenda vegna verkfalls undir- manna, segir að verkfallið hafi þegar haft alvarleg áhrif á íslenskt atvinnulíf. Þar sem útflutningur frá landinu hafi stöðvast sé öllum við- skiptasamböndum íslenskra fyrir- tækja erlendis stefnt í tvísýnu. Þetta eigi við um allan útflutning, en verkfallið hafi einnig haft í för með sér röskun á innflutningi hrá- efna og annara aðfanga fyrir innlenda framleiðslu og valdi það fyrirtækjunum auknum kostnaði og veiki samkeppnisaðstöðuna gagn- vart erlendum keppinautum. Síðan segir: „Það er algjörlega óþolandi að verkfall farmanna dragist á langinn vegna hringlandaháttar samninganefnda sjómanna og inn- byrðis ágreinings í þeirra hópi eins og nú virðist komið. Stjóm Félags íslenskra iðnrek- enda skorar á samninganefnd sjómanna að hefja nú þegar samn- ingaviðræður að nýju þannig að lausn fáist á þessari deilu sem allra fyrst. Að öðrum kosti er ljóst að verkfallið mun hafa í fór með sér verulegt og óbætanlegt tjón fyrir íslenskt atvinnulíf". Fræðslusljóramálið á Alþingi: Sturla fær greidd laun í þrjá mánuði — og hugsanlega gjafsókn komi til málaferla SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, greindi frá því á Alþingi í gær, að hann hefði óskað eftir því, að Sturla Krist- jánsson, hinn brottvikni fræðslu- stjóri, fengi greidd þriggja mánaða laun. Þá kvaðst ráðherra tilbúinn að beita sér fyrir því, að hann fengi gjafsókn, ef hann stefndi sér vegna brottvikningar- innar. Hvatti hann til þess, að sú leið yrði farin, því hann kvaðst vilja hreinsa sig af áburði um valdníðslu og lögbrot. Snót og vinnuveitendur; Næsti fund- ur í Vest- mannaeyjum VIÐRÆÐUM verkakvennafé- lagsins Snótar í Vestmannaeyj- um og vinnuveitenda hefur verið frestað til mánudags, en þá hefur verið boðaður fundur í Eyjum. Aðilar hittust í gær hjá ríkissáttasemjara og var þá þessi ákvörðun tekin. Snót felldi samninga ASÍ og VSÍ, sem gerðir voru í desember, og hafa viðræður staðið yfir með hléum frá því þá. Helsta krafa Snótarkvenna er að fá inn í samn- ingana ákvæði um starfsaldurs- hækkanir. Þá hefur verið ákveðinn fundur Sleipnis, félags hópferða- og lang- ferðabflstjóra, og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara í dag og hefst hann klukkan 16. Framhaldsumræðumar um fræðslustjóramálið stóðu í rúmar fjórar klukkustundir og lauk þeim á áttunda tímanum í gærkvöldi. Engin tillaga um vantraust á ráð- herra kom fram og enginn þingmað- ur lýsti stuðningi við tillögu fræðsluráðs Norðurlandsumdæmis eystra að Alþingi skipaði sérstaka rannsóknamefnd vegna málsins. Þingmenn stjómarandstöðunnar deildu enn á aðferð ráðherra við brottvikninguna og hvöttu hann til að eiga frumkvæði að því að ná sáttum. Stefán Valgeirsson skoraði á ráðherra að skipa sjálfur rann- sóknamefnd. Við lok umræðnanna lýsti Svavar Gestsson því yflr, að óhjákvæmilegt væri að taka fræðslustjóramálið upp á ný á Alþingi. Ekki væri hægt að láta hér staðar numið. Sjá ýtarlega frásögn af umræð- unum á Alþingi á bls. 28-29. FBM og FÍP hafa samþykkt FUNDIR í Félagi bókagerðar- manna og Félagi íslenzka prent- iðnaðarins samþykktu í gær nýgerðan kjarasamning milli að- ilanna. í Félagi bókagerðarmanna voru samningarnir samþykktir með 146 atkvæðum gegn 40. Fimm seðlar voru auðir og tveir ógildir. Samningamir eru á svipuðum nótum og samningur ASÍ og VSÍ frá því í desember og miða að því að einfalda taxtakerfið og færa kauptaxta nær raunverulega greiddu kaupi að sögn Svans Jó- hannessonar, varaformanns FBM. Samningurinn gildir til næstu ára- mótaogerafturvirkurti! l.janúar. Varðskipið Óðinn flutti brak úr flugvélinni til hafnar á ísafirði í fyrrinótt. Morgunbiaaið/Gfsii Úifarsson. Orsök flugslyssins ókunn; Getum að því leitt að vængur hafi rekist í sjó LEIT var haldið áfram i gær að flaki flugvélarinnar TF ORN sem fórst á ísafjarðardjúpi á miðvikudagskvöldið, en enginn árangur varð af þeirri leit. Rannsóknarmenn frá Flugmálstjóm og flugslysanefnd fóm til Akureyrar í gær en þaðan var vélin að koma úr skoðun og viðhaldi. Orsakir slyssins eru ókunnar en hugsanlegt er að annar vængur vélarinnar hafi rekist í hafflöt- inn, en hálfur vængur er það eina sem fundist hefur af vélinni. Flugmaður vélarinnar var einn í henni. Hann hét Stefán Páll Stefánsson, fæddur 1948, til heimilis að Brautarholti 14, ísafirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þijú börn, á aldrinum 6 til 19 ára. Pétur Einarsson flugmálstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri hægt að draga álykt- anir um orsakir slyssins fyrr en búið væri að draga saman öll hugsanleg rannsóknargögn. Flug- slys gætu verið óhemju flókin í rannsókn og hveijar nýjar upplýs- ingar gætu gerbreytt myndinni. Þó hefði mönnum fyrst komið í hug að vængur vélarinnar hefði rekist í sjóinn en engar öruggar sannanir væru fyrir því og þó svo væri, sé ekki hægt að geta til um ástæðuna. Karl Eiríksson starfsmaður flugslysanefndar og fleiri rann- sóknarmenn fóru til Akureyrar í gær en þar hafði flugvélin verið til viðgerðar og viðhalds hjá Flug- félagi Norðurlands undanfama daga. Umboðsmenn Flugmála- stjómar á ísafirði leituðu í gær að braki úr flakinu, og að flakinu sjálfu, með hjálp Landhelgis- gæslu, björgunarsveita og lög- reglu. Hörður Guðmundsson, flug- maður og aðaleigandi flugfélags- ins Ernir, sagði samtali við Morgunblaðið í gær að slysið væri mikið áfall fyrir félagið. „Það versta er auðvitað að missa góðan félaga og frábæran starfskraft með þessum hætti. Hvað varðar áhrifin á rekstur félagsins er ljóst að félagið þolir ekki svona áföll hvað eftir annað. Þetta er önnur vélin sem við missum á einu ári og ekkert félag þolir slíka blóð- töku til lengdar," sagði Hörður. Aðspurður um hvort hann teldi Stefán Páll Stefánsson. ástæðu til að herða öryggisreglur varðandi flug á Vestfjörðum í ljósi þessara atburða sagði Hörður að strangar öryggisreglur giltu um flug á Vestfjörðum sem og annars staðar á landinu. Hann sagði enn- fremur að ekkert benti til að rekja mætti orsök þessa slyss til ófull- nægjandi öryggisreglna. „Afkoma innlendrar dagskrár deildar stórsignr fyrir mig“ - segir Hrafn Gunnlaugsson vegna ummæla Eiðs Guðnasonar á Alþingi „VIÐ uppgjör nú um áramótin kemur i ljós að ég hef farið 3,5 milljónir fram úr áætlun og miðað við hvað innlend dagskrárgerð hefur stóraukist lít ég á það sem stórsigur fyrir mig,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson, deildarstjóri inn- lendrar dagskrárgerðar hjá sjónvarpinu, er hann var inntur álits á ummælum Eiðs Guðnasonar alþingismanns við umræður um Sturlumálið á Alþingi i gær. Þar gerði Eiður því skóna, að ef reka ætti Sturlu Kristjánsson úr em- bætti fræðslustjóra, mætti fara eins að með fleiri opinbera starf- menn og tilgreindi þar sérstak- lega deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá sjónvarpinu. „Það vill svo til, að í dag 22. jan- úar, var ég að fá uppgjör síðasta árs frá fjármáladeild," sagði Hrafn Gunnlaugsson. „Þar kemur í ljós að mér hafði verið áætlaðar 56,7 millj- ónir til að eyða á árinu. Ef þetta er skoðað bókhaldslega var ég um ára- mót búinn að eyða 66.074.000 krónum. Mismunurinn þama er 9.374.000 krónur. Inn í þetta dæmi verður að taka að af þessum 9.374.000 er greitt fyrirfram fyrir efni, sem er þá inneign, að upphæð 5.520.000 krónum. Mismunurinn er þá 4.854.000. Ég á útistandandi skuld vegna leiðtogafundarins upp á 1,3 milljónir sem dragast þá frá þess- um 4,8 milljónum þannig að raun- veruleg umframeyðsla er því 3.554.000. Þetta þýðir að innlend dagskrárgerðardeild fer um 6% fram úr áætlun. Samkvæmt þessu stendur innlend dagskrárgerðardeild best allra deilda sjónvarpsins um þessi áramót og miðað við að innlent efni hefur margfaldast á árinu þá er ég geysilega stoltur yflr þessari niður- stöðu og tel þetta mikinn og stóran persónulegan sigur fyrir mig. Út allt árið hefur verið rekinn sá áróður í sorpritum, að ég væri að bmðla og eyða. Nú veit maður hvað- an sá rógur er kominn. Það er fróðlegt fyrir menn að hugsa til þess, að þessi maður, Eiður Guðnason, sem fer með þennan róg hefur verið nefndur menntamálaráðherraefni Alþýðuflokksins. Ungt fólk og lista- menn, sem ganga til kosninga í vor geta þá vitað, hvers konar og hvem- ig innrættan mann það er að hefja til valda ef það kýs Alþýðuflokkinn. Hver heilbrigður maður sem skoðar þetta hann sér, að 6% um áramót fram úr áætlun við innlenda dag- skrárgerð, í þjóðfélagi sem við lifum í, er stprsigur. Ég leit á það sem mikinn sigur þegar ég skilaði lista- hátíð af mér á núlli, en ég lít á þetta sem ennþá stærri sigur. En það er fróðlegt til þess að hugsa, að sá maður sem fer með þennan róg, hann situr sjálfur í útvarpsráði þann- ig að það er með ólíkindum að hann sé ekki að tala gegn betri vitund. Það er einnig: athyglisvert að hugsa til þess, að Eiður Guðnason er kom- inn úr þeim flokki þar sem einu sinni var eldhuginn Vilmundur Gylfason, sem talaði um að þingmenn ættu ekki að misnota aðstöðu sína með setu í ráðum. Þetta er sá maður sem þaulsetnastur hefur verið f útvarps- ráði, hann hefur ofsótt nafna minn Ingva Hrafn Jónsson allt árið en nú virðast spjótin farin að beinast að mér og ég hlakka til að takast á við þennan rnann," sagði Hrafn Gunn- laugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.