Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Fjögurra klukkustunda framhaldsumræður um fræðslustjóramálið á Alþingi: Ráðherra hvatt- ur til að leita sátta • Sturla fær 3 mánaða laun. Hugsanlega einnig gjafsókn ef hann stefnir menntamálaráðherra • Skólar á Norðurlandi eystra lamaðir og kennarar annars hugar, sagði Stefán Valgeirsson • „Fullt traust“ menntamálaráðuneytis til Sturlu 1984 • Fræðslustjóranum varð á í messunni en vinnubrögð ráðherra fordæman- leg, sagði Ragnar Arnalds • Málið snýst ekki um skólastefnu, heldur hvort lögin gildi, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, hlýðir á umræður um fræðslustjóramálið á Alþingi UMRÆÐUM um brottvikningu fræðslustjórans i Norðurlands- umdæmi eystra var haldið áfram á Alþingi i gær og lauk þeim, þegar þær höfðu staðið í rúmar fjói'ar klukkustundur. Samtals hefur Alþingi því varið milli átta og níu stundum til að ræða mál þetta. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, upplýsti, að hann hefði óskað eftir því við fjármálaráðherra að vegna fjöl- skylduaðstæðna fengi fræðslu- stjórinn fyrrverandi fjárhæð úr ríkissjóði sem svarar til 3 mánaða launa. Hann ítrekaði hvatningu um, að málið færi fyrir dómstóla og taldi það einu leiðina til að hreinsa sig af áburði um valdni- ðslu og lögbrot. Það var Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, sem hóf framhaldsumræðuna á Alþingi í gær. Hann rifjaði upp að við um- ræðurnar á þriðjudaginn hefði hann upplýst, að fræðslustjórinn fyrrver- andi hefði ' leigt og innréttað húsnæði án vitundar menntamála- ráðuneytisins. í Morgunblaðinu daginn eftir hefðu fræðslustjórinn og formaður fræðsluráðs borið þetta baka og sakað sig um ósann- indi. Fréttamaður Ríkisútvarpsins hefði þá farið ofan í málið og leitt í ljós, að allt stóð þetta heima. Fræðslustjórinn hafði ekki undirrit- að leigusamninginn, en undirbúið hann að öllu öðru leyti. Ráðherra sagði, að óneitanlega bæri þetta keim af því að vera samantekinn ráð þeirra félaga um að koma sök á annan mann, Ingólf Ármannsson, sem gegndi fræðslustjórastöðunni um hríð. Ráðherra sagði, að vegna þessarar framkomu formanns fræðsluráðs treysti hann sér ekki til að starfa með honum fyrr en hann hefði gefíð skýringar á um- mælum sínum og beðist afsökunar. Sverrir Hermannsson kvaðst hafa vikið Sturlu Kristjánssyni úr starfí samstundis að tillögu ríkislög- manns, sem hefði bent á það að ef fræðslustjórinn yrði áfram á launa- skrá gæti það verið notað í mála- rekstri til að staðhæfa að ráðherra hefði ekki talið sig hafa full rök fyrir brottvikningunni. Ráðherra sagði, að sín vegna mættu menn halda áfram þrætum um þetta mál í þingsölum, en hann kvaðst vilja hvetja menn til að spara stóru orðin og hyggja að staðreynd- um málsins. Ef menntamálaráðu- neytið ætti einhveija sök í þessu máli væri hún sú ein, að láta þessa ósvinnu viðgangast svo lengi sem raun bæri vitni. IRáðherra verji skólamenn Ingvar Gíslason (F.-Ne.) sagði, að deilumálið hefði engan veginn skýrst á Alþingi. Hann vék að reikn- ingnum vegna leigu húsnæðis undir fræðsluskrifstofuna og kvaðst ekki sjá að þar væri um ámælisverðan hlut að ræða. Hins vegar ætti hann eftir að kanna gögn málsins í ráðu- neytinu og myndi notfæra sér rétt sinn, sem fyrrverandi menntamála- ráðherra, í því skyni. Ingvar sagði, að hinar löngu umræður á Alþingi hefðu ekki leitt í ljós, hvers vegna menntamálaráð- herra greip til þeirrar aðferðar að reka fræðslustjórann samstundis úr starfí. Ekkert hefði t.d. komið fram, sem sýndi að hann hefði mis- farið með fé. Hann kvaðst þekkja það frá ráðherratíð sinni, að býsna erfítt gat verið að vinna með Sturlu. Sturla hafí þá verið skólastjóri í Þelamörk og upp komið deila í skól- anum, sem leiddi til þess að hann var ekki tekinn til starfa í nóvem- ber. Þá hefði hann ákveðið að flytja Sturlu úr embætti þar og í fyrra starf sitt sem fræðslustjóra. Ingvar kvaðst ekki vita betur en Sturla hefði innt störf sín þar vel af hendi og skólar í umdæminu ekki stöðv- ast af hans sökum. Ingvar kvað það sína skoðun, að þetta deilumál snerist um þá skóla- málastefnu sem ríkja skyldi í landinu. Hann sagði, að svo virtist sem ráðherra beindi spjótum sínum sérstaklega að Norðurlandsum- dæmi eystra og ætlaði að beita þar sérstöku aðhaldi og þá ekki síst, hvað sérkennslu varðaði. Það væri ekki stórmannlega gert að beina skeytum að þeim þætti. Þingmaðurinn fjallaði síðan al- mennt um grunnskólalögin frá 1974 og nýmæli sem í þeim væru. þ.á m. um fræðsluskrifstofur úti á landsbyggðinni. Hann sagði, að þetta væri tilraun til valddreifíngar og stofnun þessara skrifstofa og rekstur hlyti að kosta nokkurt fé. Hann kvaðst sammála ráðherra um, að fræðslustjórar heyrðu undir ráð- herra og hann hefði lagt á þetta áherslu á fundum með fræðslustjór- um í ráðherratíð sinni. Aftur á móti ætti ekki að vera um neinn einstefnuakstur að ræða í samskipt- um þessara aðila. Rétt væri að ráðherra hefði oft - milliliðalaust - samband við fræðslustjórana. Ingvar sagði, að það væri skylda menntamálaráðherra að veija skólamenn og kveða niður hleypi- dóma um einstakar starfsstéttir þeirra, s.s. sálfræðinga og uppeldis- fræðinga. Þetta hefði hann ekki gert og kallað þetta fólk hálfgerðum ónöfnum á Alþingi. Ingvar Gíslason kvaðst styðja menntamálaráðherra og vera andvígur vantrausti á hann, en sagði að ráðherra yrði að fara sátta- leiðina í þessu máli. Hann las síðan skeyti, sem honum hafði borist frá fræðsluráði Norðurlandsumdæmis eystra, en þar er farið fram á að Alþingi kjósi hlutlausa rannsóknar- nefnd til að kanna samskipti fræðsluyfirvalda í umdæminu og ráðherra. Ingvar kvaðst ekki hafa tekið afstöðu til þessarar tillögu og vildi að ráðherra hefði forgöngu um sáttaviðræður við norðanmenn. Ef málinu lyki ekki með þeim hætti yrði að taka það upp á Alþingi á ný. IGjafsókn kemur til greina Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, kom aftur í ræðustól og svaraði Ingvari ýtar- lega. Hann sagði, að dómstólar gætu skorið úr um það, hvor aðilinn hefði rétt fyrir sér í þessu máli og hann vildi fá slíka niðurstöðu, sem annaðhvort dæmdi hann eða sýkn- aði af ásökunum um valdníðslu og lögbrot. Hvernig má það vera, að þeir sem telja á rétt sinn gengið, treysta sér ekki til að fara þessa leið? spurði hann og kvaðst ætla að ræða það við íjármálaráðherra að stefnandi fengi gjafsókn, þ.e. málskostnaður hans yrði greiddur úr ríkissjóði. Ráðherra kvaðst ekki hafa neina löngun til að standa yfír höfuðsvörðum manna, en hann gæfi ekki mannorð sitt baráttu- laust. Sverrir kvaðst undrandi á ræðu Ingvars Gíslasonar og vakti athygli á því að dæmið um húsaleigureikn- inginn væri aðeins ein af mörgum ávirðingum fræðslustjórans og dregið fram vegna fullyrðinga fræðslustjórans og formanns fræðs- luráðs um að þeir hefðu ekki komið nálægt því. Vegna ummæla Ingvars um sambandsleysi ráðherra við fræðslustjórann minnti Sverrir á, að fyrir lægi staðfest að fræðslu- stjórinn hefði enga tilraun gert til að hafa samband við ráðherra frá því s.l. vor vegna þess að hann hefði talið aðrar leiðir vænlegri. Þá sagði Sverrir, að fullyrðingar um að umdæmið væri útundan í sér- kennslumálum hefðu ekki við rök að styðjast, en þessum ósannindum hefði þó verið haldið fram í allan vetur að undirlagi fræðslustjórans. Ef þingmenn teldu of litlum fjár- munum veitt til þessara mála í kjördæminu ættu þeir að beita sér fyrir því á Alþingi, en það hefði ekki verið gert. „Eg hef aðeins ve- rið menntamálaráðherra í 15 mánuði, en Ingvar Gíslason var ráðherra í fjögur ár. Var þetta aldr- ei á hans borði?“ spurði Sverrir. Ráðherra ítrekaði síðan hvatningar til þingmanna, að tala varlega í þessu máli. IVarðáí messunni Ragnar Arnalds (Abl.-Ne.) sagði það rangt, að hér væri um flokkspólitískt mál að ræða eins og ráðherra hefði fullyrt. Gagnrýnend- ur ráðherra væru úr öllum stjórn- málaflokkum og fremstir færu skólamenn. Sá eini, sem reynt hefði að gera málið pólitískt, væri menntamálaráðherra sjálfur og það væntanlega til þess að fá flokks- menn sína til að fylkja liði með sér. Ragnar gagnrýndi þá aðferð, sem ráðherra notaði við brottreksturinn, og taldi hana harða og óvægna. Þær ávirðingar fræðslustjórans, sem ráðherra hefði nefnt, væru ekki þess eðlis að grípa þyrfti til þessarar aðferðar. Þingmaðurinn sagðist alls ekki ætla að halda því fram, að ekki mætti finna neinar ávirðingar í störfum fræðslustjór- ans. Margt benti til þess að honum hefði orðið á í messunni og yfirboð- arar hans hefðu haft ástæðu til að gremjast. En það væri algengt, að ráðherra og embættismönnum semdi ekki og þegar deilur kæmu upp ætti ekki að beita harðari viður- lögum við agabrotum en efni stæðu til. Ragnar sagði, að í þessu máli væri út í hött að fara dómstólaleið- ina og hún væri hneykslanleg hugmynd. í lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna væri gert ráð fyrir leið í málum af þessu tagi, sem ráðherra hefði átt að fara, þ.e. víkja embættismannin- um úr starfí tímabundið meðan rannsókn færi fram. Þá héldi hann hálfum launum og fengi það sem ávantaði endurgreitt ef rannsókn leiddi í ljós að uppsögn væri órétt- mæt. Sú ákvörðun ráðherra, að veita fræðslustjóranum 3 mánaða laun alls ófullnægjandi. Þá sagði Ragnar Arnalds, að rétt væri að hafa í huga að emb- ætti fræðslustjóra væri mjög óvanalegt í stjómkerfínu. Hann væri annars vegar útibússtjóri menntamálaráðherra í viðkomandi fræðsluumdæmi og skipaður af ráð- herra, en hins vegar framkvæmda- stjóri fræðsluráðs og þannig starfsmaður þess. Fræðsluráð heyrði ekki undir ráðuneytið heldur sveitarfélögin og í þessu tilviki Fjórðungssamband Norðurlands. Fræðslustjórar ættu því tvo hús- bændur - ráðherra og fræðsluráð - og í starfi sínu drægjust þeir óneit- anlega inn í kröfugerð fræðsluráðs á hendur ráðherra. Hér væri um hagsmunaárekstur að ræða, en menn hefðu misjafnlega gott lag á að sigla þama milli skers og báru. Ragnar kvað málið í óþægilegri stöðu, en örlítið sáttahljóð hefði verið í ráðherra fyrr í umræðunum. Hvatti hann ráðherra til að bijóta odd af oflæti sínu og taka málið til endurskoðunar. IVíða pottur brotinn Eiður Guðnason (A.-Vl.) kvaðst fagna sáttatón í ræðu menntamála- ráðherra. Hann kvaðst hafa vissar efasemdir um gagnsemi umræðn- anna á Alþingi og skoraði á ráðherra til að taka málið til endur- skoðunar. Eiður vék að málefnum sér- kennslu og sagði, að á því sviði hefði engin aukning orðið í sínu kjördæmi s.l. 4 ár. Ráðherra hefði skýrt mun á aðbúnaði sérkennslu í þéttbýli og dreifbýli með tilvísun til þróunarsögu þessara mála. En það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.