Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 10 Dagatal og fróðleiksmolar JANCJAR 1987 Gráðugur halur, nema geðs viti, etur sér aldurtrega; ott fær hlægis, er með horskurn kernur, marini heimskum magi. .... —~~ — ——.—'——~ Gráðugur maður etursór til ítana, gœtihann Cmi hófs. Heimskíir maður sem kann sér ekki magamál verðar að athlægi e.r hann kemur meðal viturra ntanna Fróðleiksmolarnir 1987 eru úr Hávamálum, ásamt með skýringar- texta á nútímaislenzku. List og hönnun Bragi Ásgeirsson Það eru nokkur ár síðan ég fór sérstaklega að taka eftir dagatali Verzlunarbanka íslands fyrir þá nytsömu fróðleiksmola, sem því fylgja, og ágæta hönnun. Það er ekki óalgengt, að slíkur fróðleikur sé látinn fylgja umbúð- um daglegrar neyzluvöru erlendis, t.d. mjólkur, og tók ég sérstaklega eftir þessu í Finnlandi er ég kom þangað fyrst. Þetta, að ýta á þennan hátt að fólki skilmerkileg- um fróðleik um hin fjölbreytile- gustu fyrirbæri í nánasta umhverfí hefur mikla þýðingu og dijúgt upplýsingagildi. Hvers konar fróðleikur um þjóðhætti, merkisdaga, flóru landsins, sögu og sitthvað fleira rennur þannig fyrirhafnarlaust í alla þá, sem yfirhöfuð eru mót- tækilegir fyrir slíku, auk þess sem forvitni margra vaknar til ennþá fyllri upplýsinga um hin afmörk- uðu fyrirbæri. Það, sem gefur framkvæmdinni sérstakt og fyllra gildi, er, að nær undantekningarlaust helst hún í hendur við úrvals hönnun og óað- fínnanlegan frágang, svo hér er einnig verið að upplýsa fólk um sjónmenntir — koma að tilfínn- ingu fyrir formrænni fegurð. A þennan hátt er mögulegt að mennta hinn breiða fjölda og hér eru menn einungis að bæta fyrir það, sem gleymst hefur í umróti iðnbyltingarinnar og misgóðum afleiðingum henar. Odýr og óvön- duð fjöldaframleiðsla hefur tröll- riðið markaðinum allt of lengi og nú hafa menn komist að þeirri niðurstöðu, að hér se um bruðl en ekki ávinning að ræða. Minnsti hluti kosnaðarins er nefnilega út- lit vörunnar og vaxandi sam- keppni hefur aukið vægi þessara steftiumarka. Sá framleiðandi, sem óskar eftir að koma góðri vöru út til neytandans, skilur mik- ilvægi þess að hann sé hér vel upplýstur — að hann sé hér með á nótunum og sé sjálfur fær um að velja og hafna. Hér erum við einmitt komin að frumkjama allrar menntunar, svo sem Platon skilgreindi það „að ala upp í list“, og hér var hann að vísa til mikilvægi skapandi kennda í daglegu umhverfí. Hér er og um frumhvöt og frumþarfír að ræða, því að um leið og maður- inn tapar þessari kennd, eru dagar hans taldir — menn athugi ein- ungis, hve samofíð þetta er náttúrunni sjálfri og öllu lífí á jrfírborði jarðar. Ef dýrið kann ekki að aðlagast umhverfi sínu er það búið að vera — hver og einn sér merki þess allt í kringum sig hafí hann augun opin og mó- tökutækið í lagi. Fjölbreytni náttúrunnar er hér órækasta sönnunin. Vaxandi ásókn fólks í listir og menningu í heiminum í dag stafar þannig vísast einungis af eðlis- bundinni sjálfsbjargarhvöt á tímum yfírþyrmandi tækniald- ar. . . — Ber að þakka Verzlunar- bankanum fyrir fróðleg, skemmti- leg og upplífgandi dagatöl á undanfömum árum, svo og öllum þeim, sem hér hafa lagt hönd á plóginn. Stöð 2 taki upp verk Islensku óperunnar FORRÁÐAMENN Stöðvar 2 hafa sýnt áhuga sinn á að taka upp á myndband þau verk, sem Is- lenska óperan tekur til sýninga. Málið verður rætt á stjómar- fundi íslensku óperunnar nk. mánudagskvöld, að sögn Garðars Cortes, stjómarformanns. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag, standa nú yfír viðræður á milli forráðamanna Þjóðleikhússins og Stöðvar 2 um slíka samvinnu. Garðar Cortes sagði í samtali við Morgunblaðið að sér litist vel á hugmyndina, en aðeins óformlegar viðræður hefðu farið fram. Ekkert hefði enn verið kannað hver kostnaður er af þessu, en fullvíst væri að Stöð 2 gæti ekki sýnt verkið fyrr en íslenska óperan hefði hætt sýningum. Garðar sagði að hver sýning Islensku óperunnar væri afskaplega dýr og nefndi hann hátt í 400.000 krónur fyrir eina sýningu á Aidu. Þessi kostnaður myndi eflaust hækka töluvert ef sjónvarpsupptökur kæmu inn í myndina þar sem greiða þyrfti lista- fólkinu samkvæmt öðrum og margfalt hærri töxtum, að sögn Garðars. Þú svalar lestrarþörf dagsins Atvinnuflugmenn: Hvetja ráðherra til að fara að tillögum Flugmálanefndar forgangsverkefni," sagði Kristján Egilsson formaður Öryggisnefndar félagsins. „Ástand flugvalla hér á landi er orðið óþolandi og við teljum brýnt að horft sé ábyrgum augum til næstu tíu ára.“ Kristján sagði að það væri sorglegt ef skýrslan gleymdist í hita komandi kosninga. Það væri hagur allra sem flugið þjónar að unnið yrði eftir henni. Kristján sagði að nær öllum flug- völlum á landinu væri áfátt í grundvallaratriðum. Hann nefndi sem dæmi að á engum þeirra væri öryggissvæði sem uppfyllti þær kröfur sem flugvélar á borð við Fokker Friendship F-27-vélar Flug- leiða gera. Samkvæmt reglum ætti að vera 75 metra breitt öryggis- svæði beggja vegna við miðlínu flugbrautar, þar sem vél gæti runnið yrðu mistök í lendingu, án þess að skaði hlytist af. Dæmi væru hinsvegar um flugvelli, t.d. á Húsavík, þar sem djúpar gjótur væru rétt við brautaijaðarinn. Rynni vél út af slíkri braut væri nær öruggt að slys hlytist af. AÐALFUNDUR Félagýs íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er áhyggjum yfir ástandi íslenskra flugvalla. Jafnframt er Matthias Bjarnason samgönguráðherra hvattur til að hrinda í fram- kvæmd tillögum Flugmálanefnd- ar sem hann skipaði. Nefndin skilaði af sér skýrslu í lok síðasta árs þar sem gert er ráð fyrir að 2 milljörðum króna verði varið til uppbyggingar flugvalla næsta áratug. „Skýrsla Flugmálanefndar er eina heildarplaggið sem gefið getur upplýsingar um ástand flugmála og Cterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! Við flytjum Skrifstofan verður lokuð frá hádeg í dag vegna flutnings. Opnum á sunnudaginn í nýju og betra húsnæði í Borg- artúni 29. F^jöldi annarra eigna á söluskrá! Guðmundur Tómasson, Finnbogi Kri8tján88on, ■_ Viðar Böðvarsson, viðskfr./lögg. (ast. H Mjög nauðsynlegt er að slökkviliðsmenn æfi reglulega reykköfun og samkvæmt lögum ætti að æfa í 25 tíma á ári. Reykköfunarnámskeið slökkviliða í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu KJeppjámsreykjum. REYKKÖFUNARNÁMSKEIÐ var Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Slökkviliðin fengu aðstöðu tíl þjálfunarinnar f gömlu íbúðarhúsi að Brekkukoti í Reykholtsdal. haldið á vegum Brunamálastofn- unar íslands með slökkviliðunum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fyrir nokkru. Slík námskeið eru haldin reglulega um land allt og á þessu ári er gert ráð fyrir að þau verði 23 alls. Slökkviliðin hér eru slökkvilið Hvalfjarðarstrandahrepps, slökkvi- lið uppsveita Borgarfjarðar með aðsetur að Reykholti og Bæjarsveit og slökkvilið Stafholtstungna, Akraness og Borgarness. Guðmundur Bergsson sagði að mjög nauðsynlegt væri að slökkvi- liðsmenn æfðu reglulega reykköfun og samkvæmt lögum ætti að æfa reykköfun í 25 tíma á ári. Mikið vantaði upp á að fullkominn hlífðar- búnaður til reykköfunar væri til staðar hjá hinum ýmsu slökkvilið- um. Fyrir fjórum árum var gefín út reglugerð um aðlögunartíma fyr- ir slökkvilið til að verða sér út um þennan hlífðarbúnað. Guðmundur Bergsson og Guð- mundur Haraldsson frá fræðslu- og þjálfunardeild Brunamálastofnunar ríkisins fengu aðstöðu til þessarar þjálfunar í gömlu íbúðarhúsi að Brekkukoti í Reykholtsdal. 15 slökkviliðsmenn sóttu námskeiðið frá slökkviliðunum sem áður eru talin. Guðmundur Bergsson sagði að „erfitt væri að reikna út gróða af slökkviliðum og þess vegna væri áhugaleysið oft mikið“. Guðmundur vildi leggja áherslu á forvamarstarf og sagði að sveitarfélög fengju ákveðið fjármagn gegnum bruna- f' tryggingariðgjald, það gæti verið ódýrara að kaupa reykskynjara á hvert heimili en að kalla út slökkvi- lið einu sinni. Slökkviáætlanir fyrir einstaka bæi eru heldur ekki fyrir hendi alls staðar. — Bernhard f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.