Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 35 Guðbjörg Halldórs- dóttir — Minning Fædd 31. maí 1906 Dáin 14. janúar 1987 Lit ég liðin árin langa fama braut. Gleði, sorg og sárin, sigur, tap og þraut. Brosir myndin bjarta, besta drottins gjöf, móðurhönd og hjarta, helgar líf og gröf. (M.M.: Til móður minnar) Langri ævi er lokið. Oneitanlega finnst manni gæta nokkurs tóm- leika þegar vinir og ættingjar hverfa á braut. Samt sem áður ættum við ekki að hryggjast, frekar gleðjast yfir vistaskiptunum. Gleðj- ast vegna þess að þegar heilsan er farin og kraftarnir þrotnir er ekki hægt að óska neins frekar en hvíldar fyrir þann sem sjúkur er. Aðeins eitt vitum við öll, að ein- hvern tíma kemur að því að við kveðjum þetta líf. Enginn getur alfarið komið í þeirra stað. Mennirn- ir eru um svo margt ólíkir hver öðrum. Hver einstaklingur hefur sín sérkenni. Þannig var það með Guð- björgu Halldórsdóttur móðursystur mína, eða Guggu eins og hún venju- lega var kölluð. Hvatinn að þessum kveðjuorðum er sú mikla ræktar- semi og einlæga vinátta sem hún sýndi mér ætíð, en hún var mér sem önnur móðir. Guðbjörg Halldórsdóttir andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 14. þessa mánaðar eftir langvarandi veikindi. Útför hennar verður gerð frá Akra- neskirkju í dag. Guðbjörg fæddist á Bíldudal 31. maí 1906. Hún var dóttir Halldórs Þorkelssonar bónda og konu hans, Ingibjargar Loftsdóttur, ljósmóður. 1922 fluttist hún ásamt foreldrum sínum til Akraness þar sem hún bjó til dauðadags. 5. nóvember 1931 giftist hún Birni J. Björnssyni vélstjóra og út- gerðarmanni á Akranesi en hann lést 28. maí 1969. Hjónaband þeirra var mjög farsælt. Þau hjónin eign- Kjartan J. Jóhanns- son — Kveðjuorð Kveðja frá Rotaryklúbbi Kópavogs Kjartan J. Jóhannsson læknir gekk til fylgis við Rotaryhreyfing- una vestur á ísafirði árið 1938 og var virkur félagi í Rotary allt þar til yfir lauk. Hann gekk í Rotaryklúbb Kópa- vogs árið 1963, tveimur árum eftir stofnun klúbbsins, og var ávallt síðan mjög virkur félagi í klúbbnum okkar. Þannig eru aðeins örfáar vikur síðan hann mætti á sinn sein- asta fund. Það var áreiðanlega engin tilvilj- un að Kjartan var virkur félagi í Rotaryhreyfingunni í tæp 40 ár. Fullyrða má að þjónustuhugsjón Rotary hafi fallið mjög að allri skap- höfn Kjartans. Til marks um það er fjórpróf Rotary. Það hljóðar þannig: Er það satt og rétt? Er það drengilegt Eykur það yelvild og vinarhug? Er það. öllum til góðs? Samkvæmt hugmyndum Rotary skal ávallt, þegar taka skal afstöðu til mála, prófa niðurstöðu með mælikvarða ú'órprófsins. Því aðeins að prófíð sé jákvætt í öllum atrið- um, er hún í anda Rotary. uðust eitt barn, er lifði, Halldóru Björnsdóttur, en hún er gifi T''rði Oskarssyni útgerðarmann. \kra- nesi. Eiga þau 5 böm. Gugga var sérstaklega 'ð og traust kona, hógvær en með sí ,i a tign í fasi og framkomu , a. st ekki mikið á. Gugga var sérstal iega barngóð, bæði var hún þolis noð við börn og hafði einstakt lag , j laða það góða fram í þeim. Það vi.r gagnkvæmt að hún hændist ao bömum og böm að henni. Og barnabörnin hennar og bornii' þess í ríkum mæli. Gugga var af þeirri manng r sem lagði áherslu á að halda friðH við samferðamenn sína, fara hii.ar mjúku leiðir í mannlegum samskiut- um þótt hún hefði vissulega . tr ákveðnu skoðanir á hlutunum kæmi þeim til skila, hávaðalau. Þeir sem þekktu Kjartan Jó- hannsson vita, að öll hans störf og En hennar kappsmá! var að fólkið hennar væri hamingjusamt og nyti þess að vera til. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa átt Guggu fyrir móðursyst- ur. En ég sem barn var svo lánsöm að fá að dveljast á sumrin hjá henni, og eru mínar bestu minning- ar úr æsku frá þessum tíma. Hún var mér og mínum sem besta móð- ir. Slíkan kærleik er aldrei hægt að þakka sem vert er. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum Guggu með söknuði og biðjum Guð að blessa hana. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Guðrún Hjálmarsdóttir Waage. athafnir voru í þessum anda. Hann ’ar lifandi tákn þess, sem Rotary 1 og á að standa fyrir. T/j-.tan var ekki aðeins virkur ft gi í klúbbi sínum. Hann var ei rr æðsti embættismaður Rotary á íslandi í hinu alþjóðlega Rotary- starfi, þegar hann gegndi starfi umdæmisstjóra starfsárið 1951—1952, en þá var hann félagi í Rotaryklúbbnum á ísafirði. Naut hann sín vel sem fulltrúi íslands og hafði mikla ánægju af þessu mi' tvæga og erfiða starfi. Kjartan var útnefndur Paul Harr- •s-fr'agi af Rotaryklúbbi Kópavogs, en þaö er mesti heiður, sem Rotary- klúbbar geta veitt félögum sínum fy:" frábær störf. ,r’ð félagar Kjartans í Rotary- k.u i Kópavogs kveðjum einn af láttarstólpum klúbbsins og er nú skarð fyrir skildi. Við vottum eigin- konu og börnum dýpstu samúð. Kostir KASKO eru augljósir! Ársávöxtun hækkaði 11. janúar og er nú 18,68%. Hafðu KASKÓ að leiðarljósi. VéRZlUNRRÐRNKINN -vimuci með ftén, (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.