Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 t Móðir okkar, VILBORG JÓNSDÓTTIR, kjólameistari, Efstasundi 2, andaðist í Landspítalanum 22. janúar. Hraf nhildur Jónasdóttir, Hallgrímur Jónasson, Ásgerður Jónasdóttir. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar, elIas kristinn haraldsson, vörubifreiðastjóri, frá Rlfi, sem lést þann 15. janúar síðastliðinn í Landspítalanum verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju 24. janúar kl. 14.00. Ester Friðþjófsdóttir, Baldur Freyr Kristinsson, Elvar Guðvin Kristinsson, Dóra Sólrún Kristinsdóttir, Jóhann Rúnar Kristinsson, Helena Sólbrá Kristinsdóttir, Hafalda Elin Kristinsdóttir, Jófríður Sofffa Kristinsdóttir, Snœdis Elfsa Kristinsdóttlr, Guðbjörg Huldfs Kristinsdóttir, og barnabörn. Guörún Elfsabet Jensdóttir, Þórdfs Bergmundsdóttir, GuöbrandurJónsson, Katrfn Gfsladóttir, Gústaf Geir Egilsson, t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN S. GUÐLAUGSDÓTTIR, Asgarði, Svalbarösströnd, verður jarðsungin frá Svalbarðsstrandarkirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Tómas Þórhallsson, Sigrún Pálsdóttir, Jón Þórhallsson, Þurfður Sigurvinsdóttir, Magnús Þórhallsson, Kristján Þórhallsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN BJÖRG BORGÞÓRSDÓTTIR, Þiljuvöllum 27, Neskaupstað, veröur jarðsungin frá Þjóökirkjunhi í Hafnarfirði föstudaginn 23. janúar kl. 15.00. Guðmann Guðbrandsson, Bára Guömannsdóttir, Jón Borgþór Sigurjónsson, íris Kristjánsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Herdís Sigurjónsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Þórhildur Sigurjónsdóttir, Jón Ólafsson og barnabörn. t Móðir okkar, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Brœðraborgarstíg 55, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 23. janúar, kl. 13.30. F.h. vandamanna, Kristmundur Anton Jónasson, Magnús IngvarJónasson. t Þökkum hlýhug og kveöjur við andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GRÍMHEIÐAR ELÍNAR PÁLSDÓTTUR. Jónfna M. Gfsladóttir, Ingibjörg Gfsladóttir, Valgerður H. Gísladóttir, Magnús R. Gíslason, Gfsli Baldur Garðarsson, Vilborg Kristjánsdóttir, og Brandur Tómasson, Leifur Valdimarsson, Andrés Gilsson, Dóra Jóhannsdóttir, Helga Baldursdóttir, Ethel Bjarnasen barnabörn. t Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför konunnar minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, Norðurgötu 11, Siglufiröl. Aðalbjörn Rögnvaldsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Anna K Karls- dóttir - Minning Fædd 4. júlí 1929 Dáin 15. janúar 1987 í dag er borin til grafar Anna K. Karlsdóttir, sem var ein af stofn- endum Myndlistarklúbbs Seltjarn- arness. Þann tíma sem hún var starfandi var hún mjög virk, var í stjóm og tók þátt í flestum samsýn- ingum á Seltjarnamesi. Þar sem hún lagði hönd á plóginn var það af heilum huga gert. Við þökkum samfylgdina og vott- um fjölskyldu hennar samúð okkar. Myndlistarklúbbur Seltjarnarness. Á haustdögum 1943 settist hópur meyja í 1. bekk Kvennaskólans í Reykjavík og þóttust hólpnar að komast í þennan eftirsótta skóla. Á þessum aldri, þegar allt er í deigl- unni, bindast oft ævilöng vináttu- bönd og svo varð með þennan hóp. í honum vom nokkrar stúlkur sem áttu heima við suðurenda tjarnar- innar og var Anna Kristín Karls- dóttir ein af þeim. Við sem bjuggum þar þekktum vel frk. Ragnheiði, forstöðukonu Kvennaskólans, og bámm mikla virðingu fyrir henni eins og allir, sem hana þekktu. I ærslafullum leikjum barnanna í hverfmu vom fá landamæri virt, með fáum undantekningum og þar var garðurinn hennar fröken Ragn- heiðar að sjálfsögðu friðhelgur. Þetta voru góðir dagar og mikil gleði sem við áttum saman, ógleym- anleg vetrarkvöld þegar við rennd- um okkur á skautum. Anna var, eins og við hinar vildum vera, fagur- limuð og leikin á svellinu. Foreldrar hennar vom hjónin Karl 0. Bjamason varaslökkviliðs- stjóri og Kristín L. Sigurðardóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins um árabil. Þau hjón komust vel af og bjuggu við Bjarkargötu. Það var og er ein yndislegasta gata borgar- innar. Byggð á aðra hlið og björkin í Hljómskálagarðinum á hina, sem var á þessum ámm lítil og lágvaxin. Nú í vor, þegar fjömtíu ár verða liðin síðan þessi samstillti hópur úr Kvennó útskrifaðist, verður sú stund tregablandin því á rúmum mánuði hafa tvær bekkjarsystur kvatt, Anna og Amheiður Guð- mundsdóttir, en löngu áður lést Guðrún Steinsen. Alltaf var hist a.m.k. þrisvar á ári og talin léleg mæting ef ekki mættu nema fjórtán eða svosem 2/s hlutar bekkjarins. Allir þræðir saumaklúbbsins svo- nefnda voru í höndum Önnu. Hún greiddi þá af stakri prýði og reglu- semi. Ef hún gat ekki mætt vissum við hinar varla hjá hverri hann yrði næst. Við munum hendurnar henn- ar fallegu og hversu hnitmiðað hún dró úr pússi sínu „bókhaldið" og ákvað næsta stað eða kom með til- lögu þar um, réttara sagt. Við munum rödd hennar milda og sef- andi og hlátur hennar gáskafullan og stundum strákslegan. Hún var sannarlega kátur og skemmtilegur félagi en hún átti líka sínar alvöru- stundir og bjó yfír hæfileikum sem fáum eru gefnir. Rúmlega tvítug giftist Anna Kristni Michelsen, góðum dreng, sem reyndist henni frábærlega og ýtti mjög undir að hún fengi notið hæfileika sinna á sem flestum svið- um. Þau eignuðust ijögur efnileg börn, sem hún var þakklát fyrir. Við bekkjarsystumar allar kveðj- um hana með þakklæti og trega. Góður guð blessi minningu hennar og veiti ástvinum hennar styrk sinn. Sigríður G. Johnson Halldóra K. fsberg Ég veit að þú fékkst engu, vinur ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að andlát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú er um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. Tómas Guðmundsson t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróð- ur og tengdasonar, JÓHANNESAR PÁLSSONAR, Suðurgötu 16, Sandgerði, sem fórst með mb. Arnari ÍS 125 23. nóvember sl. Sérstakar þakkir færum við björgunarsveitarmönnum og öðrum þeim, sem þátt tóku í leitinni. Anna Margrót Kristjánsdóttir, Páll Jóhannesson, Heiða Fjóla Jóhannesdóttir, Helga Björg Jóhannesdóttir, Páli Jóhannesson, Gestheiður Jónsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Grfmkell Pálsson, Fjóla Gfsladóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, JÓNS EÐVALDSSONAR, Suðurgötu 28, Sandgerði, sem fórst með mb. Arnari (S 125 23. nóvember sl. Sérstakar þakkir færum við björgunarsveitarmönnum og öðrum þeim, sem þátt tóku í leitinni. Guðbjörg Astvaldsdóttir, Grétar Mar Jónsson, Kári Jónsson, Sesselja Aðalsteinsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Vignir Sigursveinsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, WINSTON HANNESSON. Wincie Jóhannsdóttir, Sigurður Jóhannsson. Miskunnarlaust og óvægið hefur hönd dauðans teygt sig inn í garð- inn og hrifsað til sín eitt af blómunum okkar. Agndofa og með hjartað fullt af sorg spytjum við: Dauði, hvers vegna tekur þú þetta blóm sem stendur í fullum skrúða og brosir móti sól, en ekki hið föla, sem jafn- vel þráir komu þína? Það er ef til vill ekki hægt að ætlast til að þú vitir hve mikinn svip einmitt þetta blóm setti á garð- inn okkar og hve annt okkur var um það. Þannig hugsum við vinir Ónnu er við hnípnir fylgjum kærri vin- konu hinsta spölinn. Að kveðja hana er erfiðara en orð fá lýst. í vinahópi var hún ávallt kölluð Anna Mikk og kunni hún því vel. Hún var þeim kostum búin að vera alltaf hrókur alls fagn- aðar þar sem hún fór með sínu glaða fasi og alkunnu spaugsemi. Með glaðværð sinni hressti hún upp á tilveruna og átti alltaf eitthvað að gefa öllum. En hún Anna átti fleiri hliðar en þær sem sneru að gamanmálum. Hún var einlægur og tryggur vinur vina sinna og hjálparhella, ef í nauð- ir rak. Kynni og vinátta okkar og Onnu og Kidda hófst fljótlega eftir að við fluttum öll á Seltjarnames um 1960 og sú vinátta dafnaði og efldist með árunum. Þau Anna og Kiddi reistu sér hús á Unnarbraut 30 og bjuggu þar um 20 ára skeið, en fluttu sig síðan um set og keyptu sér minni íbúð við sömu götu númer 12. Þau hjónin hafa bæði verið áhugasöm við uppbyggingu og félagsmál á Seltjarnamesi. Kristinn átti sæti í sveitarstjóm um árabil og síðustu árin var Anna virkur og dugandi fulltrúi í tómstundaráði bæjarins og starfaði þar af áhuga og ánægju. Þegar hægja tók á heimilisstörfun- um sneri Anna sér að ýmsum áhugamálum sem ekki gafst tími til meðan bömin vom yngri. Nokkr- ir áhugaaðilar hér á Nesinu tóku sig til og stofnuðu Myndlistarklúbb Seltjamarness árið 1971 og varð hann brátt vettvangur glaðværs samstarfshóps. Anna var einn stofnfélaga og virkur þátttakandi um skeið. Hún hafði mikla hæfileika á myndlistarsviðinu og bera faileg verk hennar vott um þann mikla Fróóleikur og skemmtun fyrirháasemlága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.