Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Sjávarafurðadeild Sambandsins: 14.100 lesta aukning útflutnings milli ára Sjávarafurðadeild Sam- bandsins flutti á síðasta ári út 69.100 lestir af sjávarafurðum að verðmæti tæpir 7 milljarðar króna. Árið 1985 nam útflutn- ingurinn 55.000 lestum að verðmæti 5,1 milljarður. Aukn- ing í magni nemur þvi 14.100 lestum, 26% og í verðmætum 1,9 milljarður króna eða 36%. Af frystum sjávarafurðum voru fluttar utan 54.400 lestir á móti 48.800 árið áður. Aukning- in er 5.600 lestir eða 11,5%. 8.030 lestir af fiskimjöli fóru utan í fyrra en 3.310 lestir árið áður. Alis voru fluttar út 4.820 lestir af skreið og hertum haus- um, en 1985 mátti heita að útflutningur skreiðar lægi niðri enda voru þá aðeins fluttar ut- an 370 lestir. Frysting hjá framleiðendum á vegum Sjávarafurðadeildarinnar nam um 50.000 lestum 1986 og var það 4,4% meira en árið áður. Því var á árinu gengið á brigðir sem nam 4.000 til 5.000 lestum. Því má áætlað útflutningsverð- rnævi bundið í birgðum hafi verið um 500 milljónum króna lægra í árslok 1986 en ársbyijun. Japan og Kóera 4,5% (5%). Hlut- fallstölurnar miðast við magn. Sveiflan, sem verður á útflutn- ingi freðfisks milli Bandaríkjanna og Evrópu, á einkum rætur sínar að rekja til lækkandi gengis dals- ins. Á síðari hluta ársins 1986 urðu verulegar verðhækkanir í Bandaríkjunum og höfðu þær þá þegar nokkur áhrif í þá átt að beina framleisðlunni á ný inn á markað þar. Freðfiskmarkaðurinn í Bandaríkjunum er mjög styrkur nú og eftirspum mikil. Hins vegar er gengi dalsins lægra en það hefur verið um langt skeið og óvissa um samkeppnisstöðu þeirra markaða, sem greiða fyrir vörur með dölum. Morgunblaðið/Bjami Pálsson. Hluti fundarmanna á fundi sjálfstæðisfólks í Reykjaneskjördæmi „við upphaf kosningbaráttu", en sú var yfirskrift baráttufundar að Kirkjuhvoli í Garðabæ síðast liðinn þriðjudag. Upphaf kosningabaráttu: Fjölmennur fundur sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi Mest var flutt til Bandaríkjanna af frystum afurðum eins og undan farin ár. Þangað fóru 25.210 lest- ir, sem er um 4% minna en árið áður. Til Bretlands voru fluttar 12.080 lestir, 17% aukning milli ára, til Sovétríkjanna 6.680 lestir, 54% aukning, til Frakklands 3.900 lestir, 61% aukning og til Japans og Kóeru um 2.500 lestir eða sama magn og árið áður. Hvað varðar aukninguna á útflutningi til Sovétríkjanna ber þess að geta, að þar er fremur um að ræða sveiflu í afskipunum milli ára en raunverulega söluaukningu. Hlut- deild helztu markaðslanda af framleiðslu Sjávarafurðadeildar- innar var sem hér segir árið 1986. Innan sviga er hlutdeild ársins 1985: Bandaríkin 46% (54%), Bretland 22% (21%), Sovétríkin 12% (9%), Frakkland 7% (5%) og VEL á þriðja hundrað manns sóttu baráttufund sjálfstæðis- fólks í Reykjaneskjördæmi, sem haldinn varð að Kirkju- hvoli í Garðabæ síðast liðinn þriðjudag. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, fjallaði um stefnumál Sjálfstæðisflokksins, starfs- árangur ríkisstjórnarinnar og nauðsyn þess að varðveita hann sem undirstöðu batnandi kjara og betra þjóðfélags í næstu framtíð. Fluttar vóru tvær framsögu- ræður. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjalladi sem fyrr segir um starfs- árangur ríkisstjómarinnar og einstök þingmál, sem nú er að unnið, stefnumál Sjálfstæðis- flokksins og kosningabaráttuna iaæaaw—i—■ i wm \ m - m Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur yfirlits- og hvatningarræðu. Á vinstri hönd honum situr Ólafur G. Einarsson, fundarstjóri og formaður þingflokks sjálfstæðismanna, og Matthías Á Mathiesen} utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Reykjaness- kjördæims. Á hægri hönd er Tryggvi G. Árnason, fundarritari, formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ. framundan. Matthías Á. Mathie- sen, utanríkisráðherra, ræddi einkum utanríkis- og öryggismál og kjördæmismál, og nauðsyn þess að tryggja sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins til áhrifa á framvindu í þjóðfélaginu á kom- andi kjörtímabili. Fjölmenni var á fundinum, sem fyrr segir, fyrirspurnir bomar fram og almenn þátttaka í um- ræðum. Fundarstjóri var Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks sjálfstæðismanna, og fundarritari Tryggvi G. Árnason, formaður FUS á staðnum. Meðal þeirra, sem þátt tóku í umræðum, var Salome Þorkelsdóttir, þing- maður Reyknesinga, og Ellert Eiríksson og Víglundur Þor- steinsson, sem skipa sæti ofar- lega á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu. Norðfjarðar- kirkja RÉTT 90 ár verða liðin laugar- daginn 24. janúar nk. síðan Norðfjarðarkirkja var vígð. Vígsla hennar fór fram þann dag árið 1897 og framkvæmdi sr. Jón Guðmundsson þáverandi sóknar- prestur safnaðarins vígsluna. Áður hafði kirkjuhús Norðfirð- inga staðið á Skorrastað en kirkjur munu hafa verið þar allt frá önd- verðri kristni í landinu. Síðasta kirkjuhús á Skorrastað fauk og eyðilagðist í ofsaveðri sem gekk þar yfir þann 8. mars árið 1896. Ekki þótti viturlegt þá að endurbyggja kirkjuna en þess í stað ákveðin nýbygging og jafnframt að flytja kirkjustæðið út að Nesi. Það var síðan strax um vorið 1896 að framkvæmdir hófust við hina nýju kirkjubyggingu. Menn gengu fyrst að grjótaðdrætti og þá með lítilfjörlegum tækjum. Allt var gert með handafli einu, flytja gijót- ið, bijóta það og byggja úr því. Upp komst grunnurinn og stendur óhaggaður enn þann dag í dag. Það var Gísli heitinn Þorláksson sem sá um það verk sem sannarlega lofar meistarann. Strax og grunnurinn var tilbúinn var byijað á timbur- vinnu og um nýár 1897 var kirkjan 90ara fullreist og nær tilbúin til notkunar þó ýmis smávægilegúr frágangur væri þá eftir. Yfirsmiður við kirkju- bygginguna var Vigfús Kjartansson en með honum unnu Olafur Ás- geirsson, Siguijón Ólafsson og Jón Jónsson auk fleiri sem lögðu hönd á plóginn en eru ekki nafngreindir í skjölum kirkjunnar. Má fullyrða að allir þeir unnu verk sín vel eins og reyndar býr enn að. Kirkjan var síðan vígð eins og áður segir 24. janúar 1897 sem var 3. sunnudagur eftir þrettánda. Ýmsir gripir úr gömlu Skorrastaðakirkju eru varð- veittir og notaðir í Norðfjarðar- kirkju. Má þar nefna prédikunar- stólinn, altarisstjaka, sálmatöflu og fleira. Það má segja að Norðfjarðar- kirkja hafí þjónað vel hlutverki sínu þessi 90 ár. Oft hefur þó borið við að húsið hafí verið of lítið við sum- ar athafnir. Er. eftir að safnaðar- heimilið komst í gagnið árið 1983 hefur veríð hægt að nýta það sem viðbót með því að útvarpa og sjón- varpa þangað því sem fram fer í kirkjunni. Með tilkomu safnaðar- heimiiisins gjörbreyttist öll starfs- aðstaða safnaðarins og má segja að hún sé nú til fyrirmyndar og ýtt Norðfjarðarkirkja. undir fjölbreyttara safnaðarlíf. í tilefni af afínæli Norðfjarðar- kirkju nú hefur sóknamefnd ákveðið að leita til sérfræðinga um að gera úttekt á kirkjuhúsinu. Verð- ur leitað eftir tillögum og hugmynd- um þeirra um það á hvem veg megi standa að endurbótum og endumýjun kirkjuhússins. Er stefnt að því, að vinna með markvissum hætti næstu 10 árin við að koma kirkjuhúsinu í gott lag. Vígsluafmælis kirkjunnar verður minnst sunnudaginn 25. janúar nk. Verður hátíðarmessa í kirkjunni þann dag kl. 14.00. Sr. Bemharður Guðmundsson fréttafulltrúi þjóð- kirkjunnar prédikar en sóknarprest- urinn sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari. Kór Norðíjarðarkirkju syngur við undirleik organistans Ágústar Ármanns Þorlákssonar. Eftir messu býður sóknamefnd kirkjugestum til kaffidrykkju í safn- aðarheimilinu og munu konur úr kvennfélaginu Nönnu sjá um þann þátt hátíðarhaldanna. Það er von sóknamefndar að Norðfírðingar fjölmenni til kirkju sinnar þennan dag og sameinist um að fagna þess- um tímamótum. „Set fót- inn fyrir slíkar út- sendingar“ - segir Sverrir Her- mannsson um ótextað efni á Stöð tvö „ÉG læt kanna þetta þegar í stað. Það verður settur fótur fyrir svona útsendingar ef satt reyn- ist,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra aðspurður um hvort ráðuneyti hans hygðist gera athugasemdir við ótextað erlent efni sem sent er út á Stöð tvö. Stöð tvö sendir út þætti sem nefnast Myndrokk og eru fyrst og fremst tónlistarþættir með dægur- tónlist frá breska sjónvarpsfyrir- tækinu Music Box. Sunginn texti í þessum þáttum er ekki þýddur. Að undanfömu hefur sjónvarpsstöðin einnig sýnt snyrtivömauglýsingu þar sem erlend leikkona talar þjóð- tungu sína án íslenskrar þýðingar. „Ég hef sjálfur ekki kynnt mér þessa dagskrá. Um þetta gilda strangar reglur og verður hart tek- ið á brotum á þeim, sagði Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.