Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 9 Innilega þakka ég frœndum og vinum góðar kveðjur og hlýhug á sjötugs afmœli mínu 31. desember sl. LifiÖ öll heil. Björn Bjarnason, Vigur. UTSALA Karlmannaföt kr. 4.495,- Stakirjakkar kr. 3.995,- Terelynebuxur kr. 850,- 995,- 1.095,- og 1.395,- Gallabuxur 750,-og 795,- Riflaflauelsbuxur kr. 695,- o.m.fl. ódýrt. Andrés SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22, SlMI 18250. síma 1 HÓNUSTA GREIÐ SLUKORTAÞ J ÓNU STA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! Leikir 24. januar 1987 1 X 2 1 Coventry - West Ham 2 Luton - Leicester 3 Man. United - Arsenal 4 Norwich - Chelsea 5 Oxford - Wattord 6 Q.P.R. - Southampton 7 Shefl Wed. - Charlton 8 Tottenham - Aston Villa 9 Wlmbledon - Mar, C,ty — -- 10 Birminpham - Stoke 11 Grlmsby,-Ipswich 12 ORIþam - Derby Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardagakl. 9.00-13.30 Fátæktarumræður á villigötum Þjóðviljinn hefur að undanförnu verið að birta greinaflokk um fátækt hér á landi með viðtölum við fólk, sem býr við kröpp kjör. Enda þótt almenn hagsæld sé líklega hvergi meiri í heimin- um en hér á landi býr nokkur hópur fólks við efnalegar aðstæður sem eru hrein hneisa og full ástæða til að vekja myndarlega athygli á því. Þjóðviljinn gengur hins vegar allt of langt í þessu efni, þegar hjúkrunarfræðingur með tæpar 50 þúsund krónur í grunnlaun er talinn fátækur. Þá er verið að umsnúa fátæktar- hugtakinu og leiða umræður um þessi mál afvega. Um það er fjallað í Staksteinum í dag. Hvað er fá- tækt? Fátækt er að sönnu hugtak, sem ekki er auð- velt að skilgreina og notað er í mismunandi merkingu í daglegu máli. Sums staðar erlendis, s.s. í Bandarikjunum, eru til opinberar viðmiðanir, svonefnd fátæktarmörk. Þá eru menn opinberlega taldir fátækir, ef tekjur þeirra fara niður fyrir ákveðna tölu, sem stjóm- völd ákveða á grundvelli hagrannsókna. Hér á landi er slík viðmiðun ekki fyrir hendi, en ýms- ar tillögur um fátæktar- mörk hafa þó komið fram i fjölmiðlum. Eðlilegt virðist, að telja það fólk efnalega fátækt, sem getur ekki eða á í mjög miklu basli við að reka eigið heimili og veita sér hluti og af- þreyingu, sem allur þorri fólks á kost á. í þessum skilningi er fátækt að sjálfsögðu afstætt hug- tak og merkir annað hér á landi en t.a.m. í löndum þriðja heimsins. Það þýð- ir þó ekki, að hver og einn geti lagt sinn skiln- ing í hugtakið eða hægt sé að teygja það enda- laust með tilliti til aðstæðna. Með slíkuin hætti yrði það fullkomin merkingarleysa. í greinaflokki Þjóðvilj- ans um fátækt hér á landi hefur verið rætt við fólk sem lent hefur utangarðs í þjóðfélaginu af ýmsum ástæðum, m.a. vegna eig- in breyskleika, s.s. drykkjuskapar, og virðist hjálpar þurfi. Þar þurfa félagsmálayfirvöld eða góðgerðarsamtök ein- staldinga að koma til skjalanna. Umræðurá villigötum í greinaflokknum hafa Uka birst viðtöl, sem þar eiga ekki heima og eru til þess eins fallin að drepa þýðingarmiklu efni á dreif. Skýrt dæmi um þetta er viðtal í blað- I inu í gær við hjúkruna- I rfræðing, sem er | deildarstjóri á skurðdeild á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hér er um fráskilda þriggja bama móður að i ræða, sem hefur tvö böm í heimili, tvitugan pilt og tólf ára stúlku. Grunn- laun konunnar em samkvæmt Þjóðvilja- greininni 48.133 krónur á mánuði. Þau laun em langt fyrir ofan þau lág- markslaun, sem samið var um í síðustu kjara- samningum. Að auki kveðst konan vinna miklu yf irvinnu og vinna hennar að jafnaði 140-150% og upp í 200% á mánuði. Það þýðir verulega viðbót við grunnlaunin. Fram kem- ur ennfremur að konan býr í eigin húsi, þar sem bömin hafa sérherbergi, og hún fær meðlags- greiðslur frá fyrrverandi eiginmanni. Hér er alls ekki verið að segja, að konan sé sérlega öfundsverð af kjömni sínum og eflaust er það rétt hjá henni að peningamir em fljótir að hverfa. Sjálf segir hún, að grunnlaunin nægi aðeins fyrir skött- um og mat. En það er út í hött, að kalla þessar aðstæður hennar fátækt Þegar fátæktarhugtakið er orðið svona vítt er hætt við því, að hin raun- vemlega fátækt gleym- ist. Þá getur svo farið, að fólk, sem hefur brýna þörf fyrir hjálp, fái hana ekki. Líklega háttar svo til hér á landi, að raun- vemlega fátækt — miðað við íslenskar aðstæður en ekki erlendar — er eink- um að finna hjá ákveðn- um hópi ellilífeyrisþega og ungra mæðra, sem em einstæðar og eiga litla skólagöngu að baki. Stjómmálamenn þurfa að gera sér grein fyrir vanda þessa fólks og finna leiðir til að bæta kjör þess verulega. Nú- verandi ástand er þjóð- félaginu til lítils sóma. Síðan er auðvitað fólk, sem er fátækt af því að það er óreglusamt eða á við einhver sálræn vandamál 'að stríða. Það fólk þarf á sérstakri meðferð að halda og eng- ar einfaldar lausnir em til á vanda þess. Þar kem- ur fjárstyrkur yfirleitt ekki að gagni og því mið- ur em stundum engin úrræði til. En kjami málsins er sá, að við megiun alls ekki horfa fram hjá því að þrátt fyrir góðæri og almenna velmegun hér á landi býr nokkur hópur fólks við bág kjör af því að það hefur ekki að- stöðu eða þrek til að lifa betra lífi. Um þetta eig- um við að ræða feimnis- laust og af fullri alvöm. En þegar farið er að teygja fátæktarhugtakið og láta það ná yfir fólk, sem hefur þokkaleg kjör og jafnvel yfir meðallagi, er verið að gera þeim sem í raunverulegum vanda em staddir bjam- argreiða. Metbfllinn Lada Samara er til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Lada Samara 4ra gíra: 247 þús. Lada Samara 5ra gíra: 265 þús. LADA samaRa ’87

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.