Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 29 Eiður Guðnason, þingrnaður Alþýðuflokksins, kvaðst ekki verja embættismenn sem hlýddu ekki lögum og fyrirmælum yfirboðara sinna. En í þessum efnum væri viða pottur brotinn hjá ríkisstofnun- um. væri erfitt að svara foreldrum bama úti á landi með þessum hætti. Þeir spyrðu með rétti, hvort sín böm ættu ekki sama rétt og önnur. Þessi mál þyrfti að skýra betur en gert hefði verið og því hefðu allir þing- menn Alþýðuflokksins beðið um formlega skýrslu frá ráðherra um þau á Alþingi. Eiður Guðnason kvaðst ekki ætla að verja þá embættismenn, sem ekki hlýddu lögum og fyrirmælum yfirmanna sinna. En í þessu efni væri víða pottur brotinn og í því sambandi nefndi hann, að yfirmað- ur innlendrar dagskrárgerðar ríkis- sjónvarps hefði farið býsna frílega fram úr fjárhagsáætlun. Sá maður heyrði ekkert síður undir mennta- málaráðherra en Sturla Kristjáns- son og þar væri um stærri upphæðir að ræða. Ef ástæða væri til að reka Sturlu þá væri ástæða til að láta hið sama gilda um aðra embættis- menn í hans sporum. í því sambandi nefndi hann fyrrnefndan dagskrár- stjcra. Stefán Valgeirsson (F.-Ne.) sagði, að þingmenn hefðu rætt þetta mál í um sex klukkustundir og væru litlu nær. Stór orð hefðu fallið, sem vart væru sæmandi virð- ingu Alþingis. Ráðherra hefði í dag stigið eitt spor í rétta átt með því að óska eftir þriggja mánaða laun- um handa fræðslustjóranum brott- rekna. Með því væri hann að viðurkenna, að hann hefði ekki átt að láta brottvísunina taka sam- stundis gildi, heldur fara þá leið sem venjulega væri farin í svona tilvik- um og lög gerðu ráð fyrir. í framhaldi af þessu ætti ráðherra að skipa nefnd til að rannsaka allt málið. Stefán kvaðst kveðja sér hljóðs vegna þess, að ófremdarástand væri í kjördæmi sínu og það bitn- aði á bömum. Varla væri um annað talað en fræðslustjóramálið. Kenn- arar væru annars hugar og stress- aðir í kennslustundum og segja mætti að allt skólahald í kjördæm- inu væri í molum. I„Fullt traust“ til Sturlu 1984 Steingrímur J. Sigfússon (Abl.-Ne.) minnti á, að á þriðjudag- inn hefði hann lagt tíu skrifaðar spumingar um málið fyrir ráðherra. Þeim hefði ekki verið svarað. Þing- maðurinn ijallaði um mun á sér- kennslu í Reykjavík og í kjördæmi sínu og taldi á það hallað. Þingmaðurinn sagði, að það væri furðulegt að heyra ráðherra hvetja til þess að honum yrði stefnt í þessu máli. Lögin gerðu ráð fyrir því, að fjármálaráðherra væri stefnt í slíkum tilvikum, svo menntamála- ráðherra gæti þess vegna verið að laxveiðum í Hrútafjarðará meðan málið væri dómtekið. Þingmaðurinn kvað fleiri en ráð- herra geta dregið fram gömul bréf og skírskotaði með þeim orðum til upplesturs Sverris Hermannssonar við umræðumar á þriðjudaginn. Hann kvaðst hafa undir höndum persónulegt bréf til Sturlu frá menntamálaráðuneytinu frá því 27. júní 1984, þar sem orðrétt segði að ráðuneytið bæri „fullt traust til yðar sem fræðslustjóri." Þegar þetta var skrifað hefði Ragnhildur Helgadóttir verið menntamálaráð- herra. Til þessa bréfs hefði verið vitnað, þegar ráðuneytið sendi Sturlu persónulegt bréf á ný af öðru tilefni 14. mars s.l., í ráð- herratíð Sverris Hermannssonar. í ljósi þessarar traustsyfirlýsingar frá 1984 væri undarlegt að heyra ávirðingar frá 1980 nú lesnar upp. Loks gerði þingmaðurinn saman- burð úr Ríkisreikingi á útgjöldum ráðuneyta með tilliti til heimildar á fjárlögum og heimilaðra aukafjár- vitinga. Kom þar fram, að stundum er verulegur munur á heimiluðum útgjöldum og endanlegum reikn- ingi. IBrottvikning’ á rökum reist Birgir ísleifur Gunnarsson (S.-Rvk.) kvaðst hafa fylgst mjög gaumgæfilega með umræðum um þetta mál. Hvað málsmeðferð varði megi gagnrýna, að ráðherra hafi ekki undirbúið eftirleik málsins - upplýsingagjöf - nægjanlega, sem hugsanlega hefði dregið úr fjöl- miðlafárinu. Brottvikningin sjálf sýnist hinsvegar á rökum reist. Bæði ráðuneyti og ríkisstofnanir hafa farið fram úr fjárlagafjárveit- ingum og fengið aukafjárveitingar. I langflestum tilfellum stafí um- frameyðsla af kauphækkunum á fjárlagaárinu, sem ekki vóru fyrir séðar eða tekið tillit til við út- gjaldaáætlun. Það er rangt að bera umframeyðslu af þessum toga, eins og hér hefur verið gert, saman við eyðsluákvarðanir aðila, sem teknar eru í trássi við fjárlög, og þvert á fyrirmæli fjárveitingavaldsins, lög- gjafans, og framkvæmdavaldsins, ráðuneytisms. Birgir ísleifur vitnaði til 67. greinar grunnskólalaga, 4. máls- greinar, en þar væri skýrt tekið fram, að áætlanir í skólaumdæmum skuli hveiju sinni miða við það fjár- magn, sem til viðkomandi starfs- þáttar er ráðstafað í fjárlögum. Sú afstaða, að ijárlög skipti ekki máli né fyrirmæli þings eða ráðuneyta, embættismenn geti einfaldlega gengið fram að eigin geðþótta, þvert á þingræðið og stjórnkerfið, gengur ekki. Og það er ekkert skjól í þeirri staðhæfmgu að fjárlög séu „vitlaus“, sem einfaldlega þýðir að Alþingi, sem lögin setur sé það vit- laust, að ganga verði þvert á fyrirmæli þess í viðkomandi löggjöf. Þetta mál snýst ekki um sér- kennslu né skólapólitík, heldur það, hvort embættismenn geti gengið þvert á Qárlagaákvæði og fyrir- mæli viðkomandi ráðuneytis. Þetta er einfaldlega spuring um hvort lög eigi að ríkja í landinu. Guðrún Helgadóttir (Abl.- Rvk.) sagði að enginn ágreiningur væri í Alþýðubandalaginu um stefnu í sérkennslumálum né fræðslumálum yfirhöfuð. Þeir, sem væru andvígir stjórnarstefnunni í þessum efnum, fengju aðstöðu til þess að vori - í kosningum - að styðja þá sem stuðla vilja að breyt- ingum til hins betra. Embættismenn eigi hinsvegar ekki að vinna störf sín í trássi við lög eða stjórnvöld né byggja afstöðu í embættisbréfum á því að fjárlög séu það vitlaus, að það eigi ekki að fara eftir þeim. Guðrún sagði efnislega að hvaða ráðherra sem væri hefði, við þessar aðstæður, krafizt breytinga. Betra hefði hins- vegar verið að leysa fræðslustjó- rann frá starfi um stundarsakir og láta á reyna, hvort ekki hafi verið hægt að ná samkomulagi í þá veru, að hann lyti lögum í þessu efni. Emmættismönnum ber að fara lög- um, jafnvel þó að fjárlög eigi í hlut, sagði þingmaðurinn. Jóhanna Sigurðardóttir (A.- Rvk.) sagði m.a. að afstaða ráð- herra væru að hluta til reist á greinargerð fjármálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins. (Hér kallaði ráðherra fram í: Þú ættir að tala við flokksbróður þinn, Örlyg Geirsson - en hann er yfirmaður skrifstofunnar). Ástæða er til rannsaka, sagði þingmaðurinn efn- islega, hve traust sú skýrsla er í raun - og hvort rétt hafi verið að þessari brottvikningu staðið. Enn- fremur, hvort skrifa eigi meinta sambúðarerfíðleika alfarið á reikn- ing fræðslustjórans. ILítill ávinningnr af brottrekstri? Jón Baldvin Hannibalsson (A.- Rvk.) sagðist ekki leggja dóm á gjörðir fræðslustjórans á þessu stigi. Hinsvegar væri eðilegt að spyrja, hver hefði orðið árangurinn af brottrekstri framkvæmdastjóra Lánasjóðs námsmanna og fræðslu- stjórans í Norðurlandsumdæmi eystra. Stjómarflokkamir stæðu í deilum um það, hvemig eigi að standa að Lánasjóðsmálinu og mál væm öll í hnút í viðkomandi skóla- umdæmi. Hvað hefur unnizt? Jón Baldvin sagðist hinsvegar ekki slá skildi fyrir embættismenn, sem fari ekki að lögum. Kristín Halldórsdóttir (Kl,- Rn.) vakti athygli á því að ráðherra hefði ekki svarað spumingu sínum, þessefnis, hvað hafí leitt til þess að aðalskrifstofa menntamálaráðu- neytisins hafi farið 7,9 m.kr. fram úr fjárlögum, sem sjá mætti á lista yfir aukafjárveitingar. Talað væri um „greiðsluerfiðleika“ í skýringu, en gera þyrfti betri grein fyrir málinu. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) veittist harðlega að menntamála- ráðherra fyrir ofríki, hroka og ruddaskap, sem hann hafi sýnt í öllu þessu máli. Hann hafí t.a.m. kallað alþýðubandalagsfólk hyski. Það orð væri raunar hól í munni ráðherrans. Svavar sagði að sérfræðingar í skólakerfinu megi eiga von á góðu, eða hitt þó heldur, ef Sverrir Her- mannsson yrði áfram húsbóndi í menntamálaráðuneytinu. Hann lauk ræðu sinn með því að lýsa því yfir að óhjákvæmilegt væri að taka frekar á þessu máli á Alþingi. „Það er ekki hægt að láta hér staðar numið," sagði þingmað- urinn. Með þeim orðum lauk umræðun- um og var klukkan þá að ganga átta. Menntamálaráðherra fundar með fræðslustjórum: Eng'in hætta á að aðrir taki upp vinnubrögð Sturlu Fræðslustjórar ganga af fundi menntamálaráðherra í gærmorgun. Morgu nblaðið/Þorkell - sagði Sverrir Hermannsson eftir fundinn SVERRIR Hermannsson menntamálaráðherra segist hafa gengið úr skugga um að engin hætta sé á að aðrir fræðslu- stjórar landsins, „taki upp svipuð vinnubrögð og Sturla Kristjánsson," eins og ráðherra orðaði það, en hann boðaði fræðslustjóra til fundar við sig s.l. miðvikudag. „Ég vildi vita í fyrsta lagi hvort nokkur hætta væri á því að einn góðan veðurdag tækju fræðslustjórar uppá því að hafa fjárlög eða fyrirmæli ráðuneytis- ins að engu. Þeir kváðu ekki hættu á því. Ég vildi í öðru lagi fá að vita hvort ég gæti að óvörum átt á hættu að vakna við það að þess- ir starfsmenn menntamálaráðu- neytins hefðu ákveðið að slíta starfssambandi við ráðuneytið. Því töldu þeir ekki hættu á. Ég spurði af því gefnu tilefni að þrátt fyrir það sem upplýst hefur verið um hegðun, framferði og viðhorf Sturlu Kristjánssonar fóru þeir það samt fram á það í bréfí til mín að ég setti hann aftur inn í embætti. Þetta þurfti ég að ganga úr skugga um og er nú sannfærð- ur um að engin hætta er á að þeir takj upp svipuð vinnubrögð og Sturla, en en það var afar mikilvægt fyrir mig að eyða þeirri tortryggni sem upp gæti komið þess vegna,“ sagði Sverrir Her- mannson þegar Morgunblaðið spurði hann um ástæðuna fyrir fundi hans með fræðslustjórum. Bréfíð sem ráðherra talar um er ályktun sem Pélag fræðslu- stjóra samþykkti á fundi í Reykjavík á mánudaginn. Þar er vísað til laga um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna og mótmælt fyrirvaralausri brott- vikningu Sturlu Kristjánssonar fræðslustjóra í Norðurlandsum- dæmi eystra, sem er talin gróf árás á rétt og atvinnuöryggi starfsmanna ríkisins. Jafnframt er vísað til bréfs fræðslustjóra frá 26. ágúst 1986 og ítrekuð þau rök sem þar koma fram að Sturla Kristjánsson hafi í engu brotið trúnað við yfírboðara sína. „Vænt- ir fundurinn þess að Sturlu Kristjánssyni verði veitt staðan að nýju,“ segir síðan orðrétt í ályktuninni. Undir ályktunina skrifa Pétur Hinsvegar sagði hann að fræðslu- stjórar hefðu ekki hugleitt frekari aðgerðir, hvað þá uppsagnir og engir frekari fundir væru fyrir- hugaðir um þetta mál af þeirra hálfu. Bandalag kennara á Norðurlandi eystra: Ekkert sem réttlætir brottreksturinn STJÓRN Bandalags kennara á Norðurlandi eystra (BKNE) kom saman til fundar þann 21. janúar sl. og ályktaði þá m.a. um fræðslustjóramálið. Ályktunin er svohljóðandi: „Stjóm Bandlags kennara á Norðurlandi eystra mótmælir harð- lega þeim persónulegu árásum á einstaka skólamennn, sem mennta- málaráherra hélt uppií þingræðu á Alþingi þann 20.01.1987. Einnig mótmælir stjórnin harð- lega þeirri málsmeðferð ráðherra að tala með lítilsvirðingu um það fólk, sem fremst stendur í þessari baráttu norðan heiða. Stj’omin vill taka fram að þetta mál er algjörlega óflokkspólitfskt af okkar hálfu. Við lítum svo á, að í ræðu ráð- herra fyrmefndan dag, hafi ekkert það komið fram sem réttlætt geti brottrekstur fræðslustjóra 13.01. 1987. Stendur því ályktun okkar, sem samþykkt var ásamt skóla- stjórnendum 14.janúarsl. óhögguð. Ennfremur lýsum við furðu okkar á ummælum menntamálaráðherra um starfsfólk fræðsluskrifstofu Norðurlands eystra í nefndri þing- ræðu. Af því tilefni lýsum við óskomðu trausti okkar á starfsfólk fræðsluskrifstofunnar og störf þess á hennar vegum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.