Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Mikil loðnuveiði MOKVEIÐI var á loðnumiðunum síðastliðinn miðvikudag'. 29 skip Gott verð fyrir karfa í Þýzkalandi VERÐ fyrir ferskan karfa í Þýzkalandi er enn í hærri kantin- um. Tvö skip voru í þýzkum höfnum í gær og fengu nálægt 60 krónum að meðaltali fyrir hvert kíló af karfanum. Skafti SK seldi 159,4 lestir í Bremerhaven á miðvikudag og fimmtudag. Heildarverð var 9,4 milljónir, meðalverð 59,05 krónur. Hegranes SK hóf löndun í gær og lýkur henni á morgun. Meðalverð fyrir þann hluta aflans, sem seldur var í gær, var 58,70 krónur. Aflinn af Sæborgu RE, sem dreg- in var biluð inn til Peterhead í Skotlandi, var fluttur landleiðina til Grimsby og seldur þar í gær. Það voru alls 48,4 lestir að verðmæti 3,2 milljónir. Meðalverð var 46,56. voru þá alls með 23.800 lestir, sem er með mestu veiði einn sól- arhring frá upphafi vertíðar. A fimmtudag dró úr veiðinni enda mörg skip við löndun, en síðdeg- is höfðu fimm skip tilkynnt um tæpar 3.000 lestir. Eitt skip fór með afla til Færeyja á fimmtu- dag. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, voru eftirtalin skip með afla á miðviku- dag: Hilmir SU 1.350, Eldborg HF 1.450, Víkingur AK 1.300, Beitir NK 1.400, Bjarni Ólafsson AK 1.170, Erling KE 700, Huginn VE 600, Eskfirðingur SU 620, Skarðsvík SH 650 og Fífill GK 650. Síðdegis í gær höfðu eftirtalin skip tilkynnt um afla: Þórshamar GK 580, Rauðsey AK 620, Ljósfari RE 530, Víkurberg GK 560 og Keflvíkingur KE 530. Verð fyrri loðnuna er nú á bilinu 1.700 til 2.100 krónur fyrir lestina, en fitu og þurrefnisviðmiðun er mismunandi eftir stöðum. í Færeyj- um munu nú greiddar 2.100 krónur fyrir lestina. j Morgunblaðið/Júlíus Ovænt lending íReykjavík EIN af Boing þotum Flugleiða lenti óvænt á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær. Ástæðan var sú að Keflavíkurflugvöllur lokaðist um stundarsakir vegna þoku. Vélin var að koma frá Kaupmanna- höfn þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist og var því gripið til þess ráðs að lenda í Reykjavík. Skömmu síðar opnaðist Keflavfkurflugvöllur aftur og lentu aðrar vélar þar samkvæmt áætlun. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir (rlandi er 1040 millibara hæð. Norður af landinu er smálægð sem hreyfist austnorðaustur. Víðáttumikil en hægfara 980 millibara djúp lægð um 1200 km suöur af Hvarfi. SPÁ: Vestan- og suðvestanátt verður ríkjandi, víðast gola eða kaldi (3-5 vindstig). Súld eða rigning með köflum um vestanvert landið en þurrt að mestu á norður- og austurlandi. Hiti á bilinu 4 tll 8 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR: Vestan- og norðvestanátt og skúrir eða slydduél um vestan- og norðvestanvert landið. Orkomulaust að mestu um sunnan- og suðaustanvert landiö. Hiti á bilinu 2 til 4 stig. SUNNUDAGUR Fremur hæg norðan- og norðaustanátt, víða él á norður- og austurlandi en úrkomulaust og bjartviðri um sunnan- og suðvestanvert landið. Hiti um frostmark. Heiðskírt TÁKN: O Léttskýjað Hálfskýjað 4_ jjjjjj^ Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * *- * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus XJ Skúrir — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur |~^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hitl 8 veður skýjað Reykjavík 7 þokaígr. Bcrgen 3 súld Helsinki -4 léttskýjaö Jan Mayen 0 snjókoma Kaupmannah. 0 snjókoma Narssarssuaq -14 alskýjað Nuuk -9 hálfskýjað Osló -6 þokumóða Stokkhólmur -7 skýjað Þórshöfn 8 súld Algarve 12 skýjað Amsterdam 3 þoka Aþena 9 skýjað Barcelona 11 þokumóða Beriin -2 komsnjór Chicago -2 snjókoma Glasgow 9 lóttskýjaö Feneyjar 1 helðskfrt Frankfurt -5 frostúði Hamborg 1 þoka Las Palmas 22 alskýjað London 7 þokumóða Los Angeles 6 léttskýjað Lúxemborg -8 hrímþoka Madríd 6 súld Malaga 14 skýjað Mallorca 14 skýjað Miami 23 háffskýjað Montreal —9 alskýjað NewYork -i alskýjað París -6 snjókoma Róm 11 þokumóða Vfn -6 snjókoma Washington -1 snjókoma Winnipeg -24 léttskýjað Borgarráð stofnar húsnæðislánasjóð Lánar til endurbyggingar húsa sem hafa varðveislugildi BORGARRAÐ hefur samþykkt að stofna sérstakan lánasjóð sem aðstoði við viðgerðir og endur- byggingu húsnæðis í eigu annarra en Reykjavíkurborgar. Húsin skulu hafa sérstakt varð- veislugildi að mati umhverfis- málaráðs eða sjóðsstjórnar. Á fundi borgarráðs siðastliðinn föstudag var samþykkt að veita 10 milljónum króna til sjóðsms. Umhverfísmálaráði var falið að gera nánari tillögur um reglur sjóðsins, stjóm hans, upphæð lána, úthlutunartíma og önnur veigamikil atriði. Ákveðið var að lán úr sjóðn- um beri hæstu Landsbankavexti á hveijum tíma og séu veitt til að minnsta kosti 15 ára. Lánin skulu tryggð með fasteignaveði. Morgunblaðið/Þorkell Þorramaturinn þykir mörgum ómissandi á þessum árstíma. Veitingahöllin er einn þeirra veitingastaða sem bjóða mun upp á þennan þjóðlega mat af hlaðborði allar helgar á næstunni. Jóhannes Stefánsson veitingamaður er með myndarlegan þorra- bakka. Þorri genginn í garð ÞORRI, fjórði mánuður vetrar samkvæmt fornu timatali, gengur í garð í dag. í bók sinni „Saga daganna" segir Ámi Björnsson þjóðháttafræðing- ur að líta megi á þorra sem heiti vetrarvættis eða veðurguðs en því hafi einnig verið haldið fram að þar sé komið gælunafn Ása-Þórs. Heimildir um uppruna þorrablóta að heiðnum sið eru heldur fátæk- legar. Fyrr á öldum, eftir að kristni var lögtekin, héldu menn þó mannfagnaði á heimilum fyrsta dag þorra. Þorrablót vom endur- vakin í tengslum við þjóðemis- hreyfíngu á síðustu öld en „þorramatur" og veislur þar sem hann er etinn eru síðari tíma uppátæki. Fram á 19. öld var fyrsti dagur þorra tyllidagur víða um land. Jónas Jónasson segir í bók sinni „íslenskir þjóhættir" að eftir forn- um munnmælum hafi bóndi á hveijum bæ átt að „fagna þorra" snemma morguns með sérkenni- legum hætti. Hann átti að vera í skyrtu einni fata, fara með fót í aðra buxnaskálmina en draga hina á eftir sér. Þannig til fara bar honum að hoppa á öðmm fæti þijá hringi kringum bæinn og fara með Þorrakveðju sem nú er gleymd. Af þessum sið er ann- að heiti dagsins dregið: Bónda- dagur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.