Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Málflutningur í Kaffibaunamáli: Yerjendur fínna ákær- um flest til foráttu MUNNLEGUM málflutningi í Kaffibaunamálinu var fram haldið í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Þá hélt Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., verjandi Hjalta Pálssonar, framkvæmdastjóra innflutningsdeild- ar SÍS, áfram ræðu sinni frá þvi á miðvikudag. Síðan héldu varnar- ræður sínar veijendur Sigurðar Ama Sigurðssonar, Gísla Theódórssonar og Amórs Valgeirssonar, þeir Eiríkur Tómasson hrl., Orn Clausen hrl. og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Guðmundur Ingvi sagðist í upp- því afslættir af hverri sendingu hafi máls síns vera sannfærður um að veijendur gætu sýnt fram á að farið hafi verið að lögum í kaffivið- skiptunum. Hann hafi heyrt á máli sækjanda að trúin væri farin að bila á ágæti ákærunnar. Það komi hvergi fram í málinu að Erlendur Einarsson og Hjalti hafi sammælst um að leyna Kaffibrennslunni afs- lættinum, né heldur að þeir hafi látið seljendur { Brasilíu útbúa aðra reikninga með öðru og hærra reikn- ingsverði en rétt var. Reikningamir hafi verið ófalsaðir og réttir, gjald- eyrir skilað sér aftur heim, viðskipt- in réttilega færð í bókhaldi og starfsmenn ekki getað ímyndað sér að þeir væru lögbrjótar. Þetta væri hreint innanríkismál hjá SÍS. Forráðamenn SIS í góðri trú Veijandi Hjalta sagði það greini- legt að rannsóknarlögreglan og ákæruvaldið hafi gefið sér þær for- sendur að SÍS hafí falsað vörureikn- ingana og síðan hafí verið ákært á grundvelli 155. greinar almennra hegningarlaga. Þá hafi strax í upp- hafi rannsóknar verið notað hug- takið umboðslaun um tekjur SIS af viðskiptunum. Hver hafi etið upp eftir öðrum og SÍS talinn umboðs- aðili. Augljóst væri af gögnum málsins að Brasilíumenn hafí litið á_SÍS sem kaupanda kaffisins, enda SÍS aðili að NAF, en ekki Kaffi- brennslan. Guðmundur Ingvi sagði að Hjalti, sem aðrir forráðamenn SÍS, hafí verið í góðri trú þegar hann taldi að SÍS bæru þessar tekjur. Því hafí ekki verið grundvöllur fyrir ákæru samkvæmt 248. grein hegn- ingarlaganna, því samkvæmt henni verði ásetningur að vera fyrir hendi. Það hafí ekki verið í verkahring Hjalta að ákveða hvert tekjurnar rynnu, en það hafí verið eðlilegt að hann áliti að SÍS bæru þær, því fyrirtækið hafði allan veg og vanda af kaupunum. SÍS hafí ekki getað annað en gefíð upp brúttóverð á reikningum til Kaffibrennslunnar, hafí ekki verið ljósir fyrr en síðar. Reikningar, sem sýndu verðið að frádregnum avisos, hafi verið greiðsluskilaskjöl. Veijandinn sagði eðlilegt að Kaffibrennslan hafi ekki fengið upplýsingar um þessa afslætti, því það væri venja að viðskiptavinir fái ekki upplýsingar um verðmyndun vöru. Hins vegar hafi forráðamönn- um fyrirtækisins verið í lófa lagið að afla upplýsinga um afsláttinn, t.d. úr erlendum tímaritum. Það gæti ekki staðist að forstjóri Kaffí- brennslunnar hafi verið jafn fákunnandi um þessi efni og hann haldi fram. Veijandinn lagði fram kröfu um að Hjalti Pálsson yrði sýknaður af öllum ákæruatriðum. Akærunni ábótavant Næstur flutti Eiríkur Tómasson, lögmaður Sigurðar Áma Sigurðs- sonar, mál sitt. Sigurður Árni var deildarstjóri fóðurvömdeildar SÍS til ársloka 1980, en tók þá við starfí forstöðumanns Lundúnaskrif- stofu fyrirtækisins. Eiríkur byijaði á að gagnrýna ákæruna og sagði m.a. að erfítt væri að sjá fyrir hvað skjólstæðingur hans væri ákærður þar sem verklýsing væri mjög stutt- araleg. Þá sagði hann að það lægi fyrir frá upphafí að reikningar þeir sem ákæran byggðist á væru gefn- ir út af kaffísölum í Brasilíu og hafí ekki verið breytt síðan. Þar með væru hlutlæg skilyrði 155. gr. hegningarlaga ekki til staðar og ákæran á hendur Sigurði Áma um hlutdeild í skjalafalsi fráleit. Þar sem reikningamir hafí verið efnis- lega réttir sé ekki hægt að tala um brot á gjaldeyrislögum. Eiríkur vék þessu næst að þeim hluta ákæm sem lýtur að 248. grein hegningarlaganna. Hann sagði að ljóst væri að Sigurður Ámi hafí ekki á nokkum hátt auðgast sjálfur vegna viðskiptanna og ef SÍS hafí auðgast á viðskiptunum við Kaffí- brennsluna, þá hafí það ekki gerst með ólögmætum hætti. SÍS hafí eignast rétt til afsláttargreiðslanna vegna aðildar sinnar að NAF, sem samdi við Brasilísku kaffimála- stofnunina um kaffikaup. Eiríkur sagði að varðandi meinta launung við Kaffíbrennsluna^ varð- andi afsláttargreiðslur til SÍS, þá væri ekki verið að dæma í þessu máli um siðferðislegan þátt fram- kvæmdanna og ekki gmndvöllur fyrir refsimáli. Hann vitnaði í grein eftir Ragnheiði Bragadóttur, kenn- ara í refsirétti við Háskólann, en þar segir að manni sé leyfilegt að segja rangt til um verð sem hann hefur sjálfur greitt fyrir vöm til að leyna ávinningi sínum. Þá ítrekaði hann að auðvelt væri að afla upplýs- inga um kaffíviðskipti í heiminum. Loks sagði veijandi Sigurðar Áma að hann hafí aldrei dregið neitt undan, jafnvel þótt það gæti verið óþægilegt fyrir hann. Þetta beri að meta þegar þáttur hans sé skoðaður. Þá sé þáttur hans í fullu samræmi við skipulag SÍS og starfsvenjur þar. I þriðja lagi sé framburður hans í fullu samræmi við framburð annarra, utan Hjalta. Framburður hans um vitneslq'u Hjalta varðandi kaffíviðskiptin sé studdur af framburði Amórs Val- geirssonar og vitnisir.s Guðrúnar Þorvaldsdóttur, auk fleiri. Bæði Hjalti og Erlendur Einarsson séu þekktir að því að vera röggsamir stjómendur og þeir hafi tæpast se- tið aðgerðalausir þegar miklar ákvarðanir vom teknar. Það sé ekki stórmannlegt af yfirmönnum að kasta sök, ef einhver sé, og ábyrgð á undirmenn sína. Eiríkur Tómasson krafðist þess að skjólstæðingur sinn yrði sýknað- ur. Ef hann hlyti dóm bæri að líta á að hann væri ungur maður með flekklausa sakaskrá og hlytu 70. og 74. grein hegningarlaga að valda því að hann yrði aðeins dæmdur til skilorðsbundinnar sektar, eða í mesta lagi til skilorðsbundinnar refsivistar. Erfitt að fyrirgefa ákæruvaldi Öm Clausen, verjandi Gísla The- ódórssonar, forstöðumanns Lund- únaskrifstofu SÍS til ársloka 1980, krafðist sýknu fyrir skjólstæðing sinn. Hann sagðist hafa verið nærri því að krefjast frávísunar ákæm hvað Gísla varðaði, en hefði ákveð- Morgunblaðið/Þorkell Veijendur ákærðu i Kaffibaunamálinu. Frá vinstri: Guðmundur Ingvi Sigurðsson, Jón Finnsson, Ragnar Aðalsteinsson, Eirikur Tómasson og Orn Clausen, hæstaréttarlögmenn. ið að láta niðurstöðu ráðast af efnisatriðum. Öm sagði að ef málið hefði legið eins fyrir í janúar 1986 og nú hefði aldrei komið til útgáfu ákæm síðar í þeim mánuði. Það væri þó hægt, þótt erfítt væri, að fyrirgefa ákæmvaldi fyrir að hafa látið glepjast til þess að ákæra. Lögmaðurinn sagði að meginat- riði málsins væri hvort SÍS hafí verið umboðsaðili í viðskiptunum eða ekki. Öm sagði ljóst að svo hafí ekki verið, því SÍS væri ekkert annað en heildsala fyrir dótturfyrir- tæki sín. Það væm hins vegar ýmsar ástæður til þess að málsaðil- ar hafi sagt að um umboðsviðskipti hafi verið að ræða og réði þar mestu að þeir hafí ekki gert sér grein fyr- ir sérstöku eðli viðskiptanna. Það sem hafí hins vegar fyrst og fremst valdið því að þetta mál hafí komið upp hafi verið að mönnum hafi ve- rið att út í það í taugaveiklun að greiða Kaffíbrennslunni alla afs- lætti. Kaffíbrennslunni hefði aldrei verið dæmdir afslættimir í einka- máli. Örn Clausen sagði að Gísli The- ódórsson hafí einungis framkvæmt fyrirskipanir yfirmanna sinna og ekki myndað sér skoðun á því hvert afsláttargreiðslumar áttu að renna. Hann hafi skilað mánaðarlegu yfír- liti yfír stöðu bankareiknings í London til endurskoðanda. Hann hafí ekki getað ákveðið fyrir yfir- boðara sína hvað átti að gera og hafí aldrei haft samband við Kaffí- brennsluna. Þá hafí hann hætt störfum sem forstöðumaður skrif- stofu SÍS í London um áramótin 1980-1981. Vetjandi Gísla sagði að e.t.v. mætti deila um það hvort það hafi verið siðferðislega rétt að SÍS fengi 33% hagnað af kaffiviðskiptunum, en málið snerist alls ekki um það, heldur hvort einhver refsiverður verknaður hafi verið framinn. Það hafi hins vegar ekki verið, því ekki hafí verið um umboðsviðskipti að ræða. Gísli Theódórsson hafí ekki svikið einn né neinn og það hafí Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1987: Tillögur meirihlutans gera ráð fyrir 109 millj. hækkun FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar fyrir árið 1987 kom til síðari umræðu og endanlegrar afgreiðslu í borg- arstjóra í gærkvöldi. Umræður stóðu enn þegar Morgunblaðið for í prentun um nótt. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að breytingatillögur þær sem meirihluti borgarráðs stæði að við síðari umræðu hefðu í för með sér 109 milljón króna hækk- un á niðurstöðutölum reiknings- liða borgarsjóðs. Þar af næmi hækkun rekstrargjalda tæplega 75,9 milljónum króna, en hækkun eignabreytingagjalda ríflega 33,1 milljón króna. Jafnframt þætti nú ljóst að gera megi ráð fyrir því að útsvarstekjur verði 80 milljón- um króna hærri og hluti borgar- innar í tekjum jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 29 milljónum króna hærri en reiknað hafði verið með við fyrri umræðu um frumvarpið í borgarstjóm. Davíð minntist í ræðu sinni á sameiginlegar breytingatillögur og sagðist ekki hafa getað séð- þegar þær voru fyrst kynntar í borgarráði að þær mörkuðu slík tímamót eða að í þeim kæmi fram svo nýstárleg stefna að ástæða myndi þykja til að kalla saman skyndifund blaðamanna enda mundi það ekki vera einstakar tillögur sem forystumönnum minnihlutaflokkanna þættu svo merk nýjung heldur það „fagnað- arundur" að þeim skyldi takast að ná saman um breytingartillög- ur, að vísu ekki að fullu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (kvfr.), sem gerði grein fyrir sam- eiginlegum sjónarmiðum minni- hlutans, sagði staðreynd málsins vera að lækkandi verðbólga hefði skilað borgarsjóði góðæri í formi aukinna tekna rétt eins og óða- verðbólga hefði skapað honum erfiðleika í formi lækkandi tekna að raungildi. Þrátt fyrir að álagn- ingarhlutfall útsvara hefði lækkað úr 11,88% 1983 í 10,1% á þessu ári hefði sú lækkun ekki haldið í við minni krónutöluhækkanir á laun og lækkandi verðbólgu. Vegna þess hversu óvanir menn- væru að hugsa +ut frá lækkandi verðbólgu hefði verið auðvellt fyr- ir Sjálfstæðismenn að halda því fram að skattalækkunarstefna þeirra og góð fjármálastjórn hefðu átt drýgstan þátt í því góðæri sem borgarsjóður byggi nú við. Sagði hún útsvarsálögur á Reykvíkinga engu minni nú en áður og fjár- málastjóm sjálfstæðismanna ganga svona upp og ofan, aðal- lega þó ofan. Ingibjörg Sólrún sagði að mað- ur hefði mátt ætla að umtalsverðu fé yrði varið til félagslegra fram- kvæmda á næsta ári vegna tekjuaukningar borgarsjóðs og þess aukna svigrúms sem hann nú nyti. Þessu væri hins vegar ekki að heilsa heldur ætti að nýta góðærið í ýmis gæluverkefni svo sem fyrirhugaða ráðhúsbyggingu, byggingu bílageymsluhúsa, kaupa á ýmsum fasteignum og fleira. Sagði hún þetta ekki ná nokkurri átt og því legðu borgarfulltrúar minnihlutans til að vemlegar áherslubreytingar yrðu gerðar á íjárhagsáætluninni. Þeir stæðuþví sameiginlega að rúmlega 70 breytingartillögum sem hefðu það að leiðarljósi að auka og bæta verulega félagslega þjónustu í borginni. Sérstaklega hefði það verið haft að leiðarljósi að gera sérstakt átak í málefnum bama, aldraðra og f leiguíbúðarmálum borgarinnar. Kostnaður vegna þessara til- lagna hijóðaði upp á 270 milljónir króna en yrði mætt með því að taka 152 milljónir króna úr fjár- festingu í fasteignum, 50 milljónir úr rekstrinum og gert væri ráð fyrir 66,5 milljónum króna vegna aukinna tekna þar sem minni- hlutaflokkamir gerðu ráð fyrir meiri fjölgun útsvarsgreiðenda á næsta ári en meirihlutinn. ekki verið hans mál hvort SÍS hélt fénu eða hvort það var sent áfram til Kaffibrennslunnar. Krafist frávísunar ákæru Ragnar Aðalsteinsson, veijandi Arnórs Valgeirssonar, sem tók við starfí Sigurðar Áma sem deildar- stjóri fóðurvörudeildar í ársbytjun 1981, tók síðastur til máls. Hann krafðist frávísunar ákæru hvað skjólstæðing sinn varðaði. Ragnar tók undir gagnrýni annarra veij- enda um galla á ákæru, sagði að rannsóknaraðilar og ákæruvald hefðu gefíð sér ákveðnar forsendur og unnið úr frá þeim. Rangt væri að ákærðu hafí látið útbúa reikn- inga með háu verði og aðra með lægra verði. Það væri aðeins einn vömreikningur fyrir hveija send- ingu, en annað skjal sýndi sömu upphæð, að frádregnum afslætti. Ákæran að þessu leyti næði auk þess ekki til skjólstæðings síns, því hann hafí ekki hafið störf hjá inn- flutningsdeild fyrr en í ársbyijun 1981 og þá hafí kerfið, sem kaffi- viðskiptin byggðu á, verið fullmót- að. Sagði lögmaðurinn að ákæruskjalið í máli þessu væri eitt það versta sem hann hefði séð og væm þau þó orðin mörg. Ragnar sagði að engar upplýs- ingar væri að fínna í ákæmskjali um það hvaða skjalafalsbrot hafí verið framið árið 1981 og hvaða hlut Amór hafí þar átt að máli. Ekki væri heldur að finna upplýs- ingar um hlutdeild hans í meintum gjaldeyrisbrotum, né heldur hvenær svokölluð launung gagnvart Kaffí- brennslunni hófst eða hvenær henni lauk. Hann benti á að það sem væri einna ljósast í ákæmnni væri að Amór hafí látið að því liggja við forráðamenn Kaffíbrennslunnar að afsláttur væri að fullu endurgreidd- ur árið 1981. Ekkert í bréfí skjól- stæðings síns til þessara forráða- manna væri þess eðlis að hægt væri að draga slíkar ályktanir. Þessu næst vék veijandi Amórs að forráðamönnum Kaffibrennsl- unnar. Hann hélt því fram að þeim hafi verið vel kunnugt um fram- kvæmd viðskiptanna. Valur Am- þórsson hafí verið stjómarformaður Kaffíbrennslu Akureyrar og SÍS og framkvæmdastjóri KEA, sem eigi helming Kaffíbrennslunnar á móti SÍS. Það hafí enginn, hvorki SÍS né KEA, getað leynt Kaffíbrennsl- unni neinu, því fyrmefndu fyrirtæk- in eiga hið síðastnefnda. Þá hafi Hjörtur Eiríksson, varaformaður stjómar Kaffíbrennslunnar, setið framkvæmdastjómarfundi SÍS. Þannig hafi þeir Valur og Hjörtur, sem stjómarmenn Kaffíbrennslunn- ar, verið fulltrúar KEA og SÍS og þeir hafí samþykkt framkvæmdina í verki. Ragnar sagðist neita að trúa því að Valur og Þröstur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Kaffí- brennslunnar, hafí átt færri gögn um kaffimál en hann sjálfur, sem aðeins sé óbreyttur kaffíneytandi. Loks sagði veijandinn að ef ákæ- ranni yrði ekki vísað frá hvað varðaði Amór Valgeirsson og efni talin til að refsa honum, þá beri að hafa í huga að hann hafí komið inn í fullmótað skipulag sem nýr starfsmaður og undir stjóm fram- kvæmdastjóra innkaupadeildar, Hjalta Pálssonar. Þá hafí Sigurður Gils Björgvinsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri, einnig haft mikil afskipti af kaffíviðskiptunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.