Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987
25
í skugga
r til Irans
AP/Símamynd
aeðu stjórnarinnar fyrir árið 1987.
i í einkaskrifstofu í forsetaibúðinni
um. Ástæðan er sú að stjómmála-
menn telja mikinn meirihluta
bandarísku þjóðarinnar trúa því að
áhrifamesta vopnið gegn atvinnu-
Ieysi sé að koma í veg fyrir
samkeppni erlendis frá. Aukinheld-
ur styðja báðir flokkar frumvarpið
þó svo að demókratar séu frekar
hlynntir slíkri lagasteningu en repú-
blikanar.
Afvopnunarviðræður
Eftir því sem ég kemst næst
hefur Reagan enn ekki leitt hugann
að því hvort, og þá hvemig, hann
getur beint athygli almennings frá
vopnasölumálinu. Nánir samstarfs-
menn hans hafa sagt mér að hann
treysti á að almenningur þreytist á
málinu þegar fjölmiðlar geta ekki
lengur boðið upp á krassandi frá-
sagnir af því. Raunar virðast frétta-
menn þegar hafa blóðmjólkað málið
en yfirheyrslur þingnefndanna
munu vafalítið hleypa í það nýju lífi.
Áhrifamesta leiðin til að draga
athygli fólks frá vopnasöluhneyksl-
inu er sú að setja fram nýjar
afvopnunartillögur eða leggja til að
leiðtogafundur verði haldinn. Ýmsir
hafa bent á að þetta myndi tæpast
duga þar sem afvopnunarmál séu
full sérhæfður málaflokkur til að
vekja almenna athygli. Á hinn bóg-
inn myndu stjómmálamenn hika við
að leggja stein í götu forsetans ef
stjómin hefði frumkvæði að af-
vopnunarviðræðum.
Mér hefur verið sagt að Irank
Carlucci, nýskipaður öryggisráð-
gjafí, hafí að undanfömu unnið að
því að meta stöðu afvopnunarmála
eftir leiðtogafundinn í Reykjavík.
Honum em fyllilega ljós þau mistök
sem Reagan gerði á þeim samn-
ingafundi þegar hann eftirlét
Sovétmönnum óþarflega mikið
svigrúm fyrir sjónarmið sín. Mér
þykir því ólíklegt að Carlucci muni
ráðleggja forsetanum að eiga fmm-
kvæði að frekari afvopnunarvið-
ræðum á næstunni. Vitaskuld er
hugsanlegt að Mikhail S. Gorbachev
Sovétleiðtogi setji fram nýjar hug-
myndir til að leiða deilu ríkjanna
til lykta. Hugsanlega kann Gorba-
chev að vera reiðubúinn til að
samþykkja tilraunir með geimvopn
í einhverri mynd. Að sögn Gary
Hart öldungadeildarþingmanns,
sem nýlega ræddi við Gorbachev,
gaf hann, og einkum og sér í lagi
Eduard Shevardnadze utanríkisráð-
herra, sterklega í skyn að hann
kynni að vera reiðubúinn til að
semja um geimvopnatilraunir. Gary
Hart sagði sovéska ráðamenn vera
reiðubúna til að semja við Reagan.
En ef Bandaríkjamenn hyggjast
eiga fmmkvæði að afvopnunarsam-
komulagi þurfa þeir að fá tiyggingu
fyrir því frá Sovétstjóminni að við-
ræðumar skili árangri ef slíkt
fmmkvæði á að gagnast Reagan
forseta. Enn hefur ekkert komið
fram sem bendir til þess að Reagan
gæti styrkt stöðu sína með þessum
hætti.
Höfundur þessarar greinar,
Henry Brandon, var um 30 ára
skeið fréttaritari Lundúnablaðs-
ins Sunday Times í Washington
ogþekkirpersónulega flesta r&ða-
menn þar. Hann er einnig kunnur
fyrir viðtöl sín við Ronald Reagan
Bandaríkjaforseta ogaðra banda-
ríska stjórnmálamenn. Eiginkona
hans varíeina tíð sérlegur aðstoð-
armaður Nancy Reagan. Brandon
hefur oftar en einu sinni skýrt
fyrstur manna fr& ýmsum afdri-
faríkum viðburðum í Washington
ogskrifarnú fasta dAlkn um
bandarísk stjómmál og alþjóða-
mál frá Washington. Hefur
Morgunblaðið fengið einkarétt á
greinum hans hérá landi.
íthúðar j afnaðar-
og* talar ekki við þá
l Morgunblaðsins.
eftir að Vranitzky myndaði sam-
steypustjóm með Þjóðflokknum,
ÖVP, og Alois Mock, formaður
ÖVP, var skipaður utanríkisráð-
herra. Kreisky telur það hneyksli
að formaður flokks sem studdi
Kurt Waldheim í forsetakosningun-
um sé utanríkisráðherra landsins
og óttast að það muni draga dilk á
eftir sér. Hann var sjálfur skipaður
utanríkisráðherra í samsteypu-
stjóm stóm flokkanna 1953 og
segir að það sé hefð að jafnaðar-
maður eða hlutlaus aðili gegni
embætti utanríkisráðherra í ríkis-
stjóm sem SPÖ á aðild að. Hann
segir Vranitzky og hans menn ekki
hafa hundsvit á alþjóðamálum og
því ekki skiija mikilvægi utanríkis-
ráðherraembættisins.
Jafnaðarmenn áttu von á að
Kreisky myndi gagnrýna flokkinn
eftir að hann sagði af sér, en varla
nokkur átti von á að hann myndi
úthúða forystumönnunum eins og
hann gerir í viðtalinu. Varaformenn
flokksins skrifuðu honum langt bréf
eftir að viðtalið birtist og segja
gagnrýni hans ranga og óréttmæta.
Vranitzky telur best að orðum
Kreiskys verði gleymt.
Kreisky er á heilsuhæli að jafna
sig eftir inflúensu um þessar mund-
ir. Hann ætlar að skýra andstöðu
sína gegn stjóminni frekar þegar
hann losnar af sjúkrahúsinu.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir MICHAEL WALDHOLZ
Hillir undir stórsig-
ur í baráttunni við
hjartasjúkdómana?
Mevacor, nýtt lyf frá bandaríska
fyrirtækinu Merck, getur komið í
veg myndun hættulegs kólesteróls
GÓÐ tíðindi eru væntanleg af baráttunni við hjartasjúkdómana
- innan skamms kemur á markaðinn nýtt lyf, sem getur verulega
lækkað kólesterólmagn i blóði, blóðfituna, sem er mesti bölvaldur-
inn. Robert M. Stark, hjartasjúkdómafræðingur og aðstoðarpró-
fessor við læknaskólann í Yale, segir, að um sé að ræða
„tímamótalyf", sem muni geta komið í veg fyrir „tugi þúsunda
hjartaáfalla á ári hveiju“.
Búist er við, að bandaríska
lyfjaeftirlitið samþykki nýja
lyfíð á næstu mánuðum en fram-
leiðandi þess, Merck & Co., á þó
fyrir höndum það erfíða verk að
sannfæra milljónir Bandaríkja-
manna, sem annars kenna sér
einskis meins, um að mikil blóð-
fíta geti aukið líkumar á að þeir
fái hjartasjúkdóma síðar á ævinni.
Auk þess er það einsdæmi með
þetta nýja lyf, að ætlast er til,
að það sé tekið í langan tíma til
að hindra sjúkdóma einhvem tíma
í framtíðinni.
Merck-fyrirtækið hefur stund-
um átt á brattann að sækja með
ný ljrf en sérfróðir menn um lyfja-
markaðinn telja, að nú muni
takast betur til. Er það spá þeirra,
að lyfið, sem kallast Mevacor og
er þekkt efnafræðilega sem lova-
statin, muni seljast fyrir meira en
einn milljarð dollara árið 1991 og
komast þar með í flokk eftirsótt-
ustu lyfja í heimi.
Mevacor er árangur rannsókna,
sem vísindamenn Merck-fyrirtæk-
isins hafa stundað í tíu ár á örlítilli
sameind úr ákveðnum sveppi.
Hófust þær raunar áður en sann-
að var, að kólesteról væri sá
skaðvaldur, sem það er, og þykja
sýna vel hvers vegna Merck er
jafn framarlega í lyíjaiðnaðinum
og raun ber vitni.
Seint á sjötta áratugnum feng-
ust margir vfsindamenn við að
kortleggja það efnafræðilega
ferli, sem leiðir til myndunar kól-
esteróls, en það var ekki fyrr en
árið 1975, að ljóst var, að ákveð-
inn hvati, kallaður HMG-CoA,
átti mestan þátt í myndun þess.
Tiltölulega fá fyrirtæki fengust
þó við að fínna efni, sem gæti
gert hvatann óvirkan, og á þess-
um tíma voru það aðeins getgátur,
að aðeins sumar tegundir kólest-
eróls yllu fitumynduninni og
hugsanlegum hjartaáföllum.
Japanska fyrirtækið Sankyo
varð fyrst til að fínna efnið í viss-
um sveppi og vísindamennimir hjá
Merck tóku þá til óspilltra mál-
anna við að leita þess í öðrum,
skyldum sveppum. Það fundu þeir
árið 1978. Sankyo hætti við rann-
sóknir á efninu þegar f ljós kom,
að það olli krabbameini í tilrauna-
dýrum, en það átti ekki við um
efnið, sem vísindamennimir hjá
Merck fundu. Það reyndist engar
aukaverkanir hafa.
Tvennt varð til þess að ýta
undir frekari rannsóknir. Ifyrir
það fyrsta kom í ljós, að fitumynd-
un á æðaveggjum stafaði af
ákveðinni kólesteróltegund, sem
kölluð er LDL, og hitt var skýrsla
Bandaríkjastjómar á árinu 1984
þar sem sýnt var fram á með
óyggjandi hætti, að með því að
draga úr myndun LDL fækkaði
hjartasjúkdómum verulega. Það
er einmitt það, sem Mevacor gerir.
Að fá lækna til að nota lyfíð
verður hins vegar ekkert áhlaupa-
verk. Margir Bandaríkjamenn,
sem hefðu annars gott af Mevac-
or, hafa ekki hugmynd um hvort
kólesterólmagnið í blóði þeirra er
svo mikið, að hætta geti stafað
af, og auk þess eru margir „lækn-
ar ekki vissir um gagnsemi þess
að lækkaþað", segir John Laragh,
hjartasjúkdómafræðingur við
læknadeild Comell-háskólans í
New York og einn efasemda-
mannanna. „Merck á enn eftir að
sannfæra okkur og allan almenn-
ing.“
Markaðssérfræðingar Mercks
gera sér fula grein fyrir þessu. Á
næstu mánuðum ætla þeir að efna
til auglýsinga- og kynningarher-
ferðar þar sem kólesteról verður
útmálað sem heilsufarslegur óvin-
ur þjóðarinnar númer eitt og
miklu fé verður varið til að styrkja
þau félög og samtök, sem beijast
gegn hjarta- og æðasjúkdómum.
Vegna þess, að stöðugt verður
að taka inn lyfíð til að viðhalda
lágu kólesterólstigi, getur það
hugsanlega orðið að hreinustu
gullnámu fyrir Merck ef það verð-
ur almennt notað en eins og áður
hefur verið minnst á, er hætt við,
að margir læknar verði tregir til
að ráðleggja ungu og heilbrigðu
fólki að taka það inn um alla
framtíð. Vísindamennimir hjá
Merck segja, að aukaverkanir
Mevacors séu sama og engar en
sumar rannsóknir benda til, að
langvarandi notkun þess geti
valdið starblindu, vagli eða skýi á
auga. Þess vegna telja margir,
að bandaríska lyfjaeftirlitið muni
líklega takmarka notkun þess við
það fólk, sem sannanlega hefur
of mikið af LDL-kólesteróli í blóði
sínu.
Á vegum Merck er nú einnig
unnið að því að sýna fram á, að
Mevacor geti leyst upp blóðfítu í
stífluðum eða hálfstífluðum æðum
en það sjúkdómsástand veldur
dauða nærri 700.000 Bandaríkja-
manna á ári hveiju. „Ef okkur
tekst það,“ sagði dr. P. Roy Vage-
los, forseti Merck, „höfum við svo
sannarlega dottið í lukkupottinn."
Eins og fyrr segir þykir Merck-
fyrirtækið bera höfuð og herðar
yfír önnur fyrirtæki í lyfjaiðnaðin-
um, jafnt í Bandarikjunum sem
annars staðar. Fer einkum orð af
því fyrir að gefast ekki upp þótt
öll sund virðist lokuð. Sem dæmi
um það má nefna, að árið 1971
fundu vísindamenn þess örveru,
sem gaf af sér það, sem þeir köll-
uðu „ofurlyf", sýklalyf, sem réð
niðurlögum næstu allra bakteríu-
sýkinga, sem vitað er að hijá
menn. Þegar það var rejmt á
mönnum kom hins vegar í ljós,
að hvati, sem mjmdast í nýrunum,
eyðilagði lyfíð alveg.
Víðast hvar hefðu menn lagt
árar í bát en hjá Merck varð
glíman við nýrnahvatann að
ástríðu, sem loks bar árangur f
desember 1985. Þá kjmnti Merck
nýtt og afar öflugt sýklalyf, sem
kallast Primaxin. Er það til
margvíslegra nota, hefur t.d. auk-
ið llfslíkur ungs fólks, sem þjáist
af „cystic fíbrosis", arfgengum
sjúkdómi í lungum og meltingar-
færum. „Þróun þessa lyfs er eitt
besta dæmið, sem ég þekki, um
vísindaleg vinnubrögð í ljr^'aiðn-
aðinum," segir David Paisely,
efnafræðiprófessor við háskólann
í Illinois. „Hjá flestum öðrum fyr-
irtækjum hefði lyfíð verið lagt á
hilluna."
(Höfundur er blaðamaður við
Wall Street Journnl)
Næg hreyfing og hollt mataræði eru enn sem fyrr besta vörnin
við hjartasjúkdómum en nú er von á nýju Iyfi, sem hugsanlega
getur jafnvel losað kyrrsetumanninn við allar áhyggjur. Þá verð-
ur hann líka að taka það inn stöðugt alla ævi.