Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 45 Þáttur Þorgeirs Astvalds- sonar góður Kæri Velvakandi. Ég vil lýsa mikilli ánægju með þátt Þorgeirs Ástvaldssonar á sunnudagsmorgnum á rás 2. Hann er hreint afbragð, léttur og leikandi og án þungarokksins og hávaðans, sem er oft svo áber- andi á rásinni og Bylgjunni. En nú langar mig til að beina þeirri fyrirspurn til Þorgeirs, hvort þau á rás 2 geti ekki tekið á móti óskalögum fyrir þáttinn á sunnu- dagsmorgnum fyrirfram, t.d. á föstudögum eða laugardögum. Ég reyndi mikið að koma að lagi á sunnudaginn var en komst aldr- ei að, því að síminn á rás 2 var alltaf á tali. Þetta er eini tíminn í vikunni, sem öll fjölskyldan er heima að hlusta saman og þess vegna væri gott ef rás 2 bætti þjónustuna. Guðlaug Bjarnadóttir Þessir hringdu . . . Verslunin Kaupstaður til fyrirmyndar Hjón í Kópavogi höfðu sam- band: Okkur hjónum langar til að koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks og sérstaklega verslun- arstjóra verslunarinnar Kaupstaðar fyrir frábæra þjónustu og úrlausn okkar mála í versluninni. Aðeins sjónar- mið rétthafa reifuð Einn úr Vesturbænum hringdi: Mér fínnst að íjölmiðlafólk hafi brugðist skyldu sinni að undanförnu í þeirri leiðindadeilu, milli mynd- bandaleiga, sem nú hefur brotist fram í rauðum logum. Sjónarmið rétthafa hefur verið rækilega skýrt en varla minnst á stöðu hinna sem standa utan þeirra samtaka. Ég rek sjálfur myndbandaleigu og á dögunum, þegar lögreglan gerði upptæk hjá mér myndbönd, fór hún m.a. með ótextað barna- efni. Þrátt fyrir þetta líðst þeim hjá Stöð 2 að sýna ótextað barnaefni af og til. Og ég fullyrði að það eru engin lög til sem banna mynd- bandaleigum að leigja ótextað barnaefni - en sýning slíks efnis er bönnuð í sjónvarpi. En hvað þá með Rás 2, spyr sá sem ekki veit? Ég hef hringt í menn sem höfðu hönd í bagga með þessu eignanámi og spurt þá hvaða efni væri ólög- legt að hafa á leigum. Enginn hefur getað svarað þessari spumingu minni. Og það hef ég eftir fógeta að öll þessi mál séu afskaplega laus í reipunum og raunar viti enginn nákvæmlega hvað er leyft og hvað bannað af myndböndum. Fann lykla Magni hringdi: A Vatnsendahæðinni fann ég 8 Bandaríkjaforseti á góðri stund. Ekki er Geir hrifinn af um- fjöllun íslenskra fréttamanna um forsetann. Með minnimáttar- kennd að leiðarljósi Geir R. Andersen skrifar: Það fer nú að verða hvimleitt þetta áróðursstríð, sem margir íslenskir fréttamenn stunda, eink- um þó á ríkisfjölmiðlunum, gegn forseta Bandaríkjanna í sambandi við svokallað íransmál. En það þarf svo sem ekki írans- mál til. Allt frá því að leiðtoga- fundurinn var haldinn hér í Reykjavík og Reagan forseti flutti ávarp til landsmanna sinna á Keflavíkurflugvelli, hafa frétta- menn á vinstri væng varla mátt vatni halda fyrir meintri hneyksl- an á framkomu forsetans og á því, að ekki skyldi hann hafa hald- ið fréttamannafund í stíl við þann er leiðtogi Sovétmanna hélt. Síðan hefur varla linnt látum í garð stjómvalda í Bandaríkjunum og þó einkum í garð forsetans. Eins og fram kom í skrifum hjá Víkveija í Morgunblaðinu nýlega hafa fréttamenn í ríkisfjölmiðlun- um tekið til við nýstárlegar fréttaskýringar frá eigin bijósti, svo sem með því að bæta við ýmsum athugasemdum í lok frétt- ar, sem þeim fínnst sennilega ekki nægilega skýrð, án eigin at- hugasemda. Þessar athugasemdir eru t.d., eins og kom fram hjá Víkverja: „Þá vitum við það“ og fleira í þeim dúr. Einn fréttamannanna mátti til með að bæta við frétt sína um stuðning almennings í Bandaríkjunum við forseta sinn í íransmálinu: „Gott er að eiga góða að“, hvað svo sem áhorfend- ur sjónvarps leggja svo út af slíkum viðbæti. I útvarpsþætti sídegis sl. sunnudag (11. janúar) um erlend málefni, að mestu bandarísk, var m.a. blaðafulltrúi ríkisstjómarinn- ar, sem annars kemur aldrei fram opinberlega nema í Helgarpóstin- um, látinn gefa nokkrar einkunn- ir. Hann lagði út af nýjustu við- burðum í Washington, hvað annað! og talaði þar um „kúreka" forsetans og átti þar við aðstoðar- menn hans og ráðgjafa. Hvar skyldu vera fleiri kúrekar við ráð- gjöf en einmitt í þessu landi elds og ísa? En nóg um það. Eitt skemmtilegt dæmi kom upp í einum af þessum útvarps- þáttum, sem eiga að fjalla um daglega viðburði. Það var í þætt- inum Torgið, eitt síðdegið. Þar voru einir þrír aðilar að fjalla um atvinnuhætti hér og framtíðarsýn, og allt gott um það að segja. Nema, að í lokin kvað einn þeirra upp úr um, að langt væri í það, að hér sköpuðust skilyrði fyrir meiriháttar tæknivinnslu á sviði hátækni, eða þvílíku, því hér á landi væri því miður hvorki til að dreifa hertækni eða geimvísind- um. Ekki gat ég greint hver það var sem þetta mælti, en það brá svo við, að þetta voru lokaorð þáttarins og honum skyndilega lokað með þessum orðum. Ég reyndi síðan að ná til hljóð- varpsmanna í síma til að grennsl- ast fyrir um, hver það hefði verið sem þannig hefði þorað að mæla, og var mér svarað því, að ekki hefði enn borist skýrsla umsjónar- manns þessa þáttar til tækni- manns, svo að það mætti upplýsa. Sá sem varð fyrir svörum á tækni- stofu, kvaðst halda að þessi ummæli hlytu nú bara að hafa „dottið svona upp úr“ þessum við- mælanda. En svona liggja nú straumam- ir. Þeir sem hafa aðra viðmiðun en hinir opinberu fréttaskýrendur ríkisijölmiðlanna, og fylgja ekki endilega vinstri túlkunum, eru ekki taldir hafa verið „með sjálf- um sér“, er þeir mæla frá eigin bijósti. Auðvitað er það ekki hlutverk ríkisfjölmiðlanna að „matreiða" fréttir ofan í landslýð, heldur að segja hlutlaust frá því sem gerist. Það er því miður of algengt að bæði umsjónarmenn þátta í ríkis- fjölmiðlunum og einstaka frétta- ritarar erlendis, t.d. í Banda- ríkjunum, sá er nemur fjölmiðlafræði í landi „markaðs- hyggjunnar" leggi sig alla fram um að koma á framfæri minni- máttarkennd sinni, sem oftar en ekki verður þeirra leiðarljós í umfjöllun atburða. Þakkir til Ingva Hrafns Annar áhorfandi skrifar: Þriðjudaginn ö.jan. sl. skrifaði „Áhorfandi“ í Velvakanda Morgun- blaðsins og lýsir óánægju sinni yfír að fréttir í sjónvarpi RÚV skuli hafa verið færðar til kl. 20. Mér skilst einnig að hann sé yfir höfuð óánægður með fréttatímann. Ég vil aftur á móti lýsa sérstakri ánægju með færsluna aftur til kl. 20 og held að svo sé með flesta. Ég horfí alltaf á fréttirnar kl.20 og lýsi ánægju minni með þann tíma, og færi hér með bestu þakkir til Ingva Hrafns fréttastjóra og til allra fréttamanna hans sem allt er afburðafólk í sínu starfi. Fréttirnar kl. 19.30 eru á slæm- lykla á hring (á honum var einnig upptakari). Upplýsingar í s.78197. Askorun til S.Á.Á. ■ 0859-0478hringdi: Kæru forráðamenn happdrættis S.Á.Á., mig langar til að spyija ykkur að svolitlu: Af hveiju er ekki svarað í uppgefið símanúmer á happdrættismiðanum mínum sem ég keypti af ykkur (s.681552)? Viljið þið gjöra svo vel og birta vinningsnúmer í öllum blöðum og ekki sakar að svara í umrætt síma- númer. Eru auglýsing- arnar aðeins fyrir útvalda? Af og til kemur sú umræða upp að ríkisfjölmiðlunum beri að hætta um tíma, a.m.k. fyrir minn smekk. Ég hlusta alltaf þegar ég get á fréttir ríkisútvarpsins kl. 19, sem eru mjög góðar. Síðan hlusta ég á „Daglegt mál“ og á mánudögum sleppir maður ekki þættinum „Um daginn og veginn". Það kemur þá fyrir að ég kíki á fréttir á Stöð 2, bara til að sjá Pál Magnússon, sem kemur alltaf vel fyrir og er afburða góður frétta- maður. Og ekki skemmir það að Páll er alltaf í svo fínum fötum frá Sævari. í öllu okkar fjölmiðlafári eru fréttir sýndar og lesnar 30-40 sinn- um á dag og ættum við því að vera vel upplýstir og ánægðir. að birta auglýsingar. Það hljóta allir að sjá, sem á annað borð vilja eitthvað hugleiða þetta mál, að hugmyndin er fáránleg, að m innsta kosti á meðan einkastöðvamar ná ekki um allt landið. Auglýsingar geta komið sér alveg jafn vel fyrir mann sem býr á Austurlandi og hinn sem býr í Reykjavík. Eða er það ekki á hreinu? Þakkir til Heimis Piltur hringdi: Ég vil þakka Heimi Karlssyni fyrir körfuboltann sem hann sýnir alltaf af og til á Stöð 2. Gætirðu kannski sýnt leiki með Pétri Guð- mundssyni Heimir? Svo langar mig til að spyija þig hvort þú gætir klár- að það sem Bjarni Félixson byijaði á, nefnilega að sýna seinustu úr- slitaleikina í bandarísku körfubolta- deildinni? Fjöllin tóku jóðsótt og fæddist lítil mús Velvakandi. Menntamálaráðherra hefur vik- ið fræðslustjóra einum úr starfi. Hlaupa þá ýmsir upp til handa og fóta, telja ráðherra vinna fólskuverk hið mesta og væna hann um valdníðslu. Fræðslustjóri virðist einn halda ró sinni og hyggst leita réttar síns fyrir dómi. Allt er þetta gaspur hvimleitt, galendum til hneisu, fræðslustjóra síst til framdráttar og honum trú- lega mót skapi. Ymsir þeir sem hæst gala eiga enga aðild að máli þessu, svo sem menntaskólakennarar á Akureyri og fræðslustjóri á öðru landshomi. Lög eru í gildi á íslandi um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Væri nú ekki við hæfi að bíða dóms hvort. fræðslu- stjóri reynist sýkn eða sekur? Við höfum tvö dómsstig sem alþjóð treystir en höfum enn losnað við alþýðudómstóla, þótt marga fysi að setjast þar í dómarasæti. J.G. PjiflVv iHEILRÆÐI tVjlASOV' Til sjómanna Sjómenn: Meðferð gúmbjörgunarbáta er einfold og fljótlærð. Þó geta mistök og vanþekking á meðferð þeirra valdið Qörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð þessara þýðingarmiklu björgunartækja. Hjálpist að því að hafa björgunartækin í góðu ástandi og ávallt tiltækileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.