Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 Mið-Asíulýðveldið Tadzhikistan: Sovésk yfirvöld vilja draga úr fæðingum Moskva.AP. SOVÉSK yfirvöld tilkynntu á miðvikudag að gripið yrði til aðgerða til að stemma stigu við hárri fæðingatíðni í mú- slimska asíulýðveldinu Tadzhikistan, þrátt fyrir að ríkjandi stefna kremlarbænda sé að hvetja sovétmenn til barneigna. Tass-fréttastofan skýrði frá því að tíðni fæðinga í Tadzhikist- an væri sú hæsta í öllum Sovétríkjunum, og tvísýnt væri hvort efnahagskerfið megnaði að skapa nægilega mörg störf fyrir hinn ört vaxandi mannafla. Bandarískir þingmenn senda Gorbachev bréf Skora á Sovétleiðtogann að hraða afgreiðslu beiðna um brottflutning Látið hefur verið í veðri vaka að þessar aðgerðir standi ekki í neinu sambandi við þjóðerni íbúanna, en tala þeirra hefur fjórfaldast frá ár- inu 1920. Tass-fréttastofan gaf í skyn að aðstoð við stórar íjölskyldur kynni að verða skorin niður, og sagði að fræðslustarf heilbrigðisyfirvalda mundi jafnvel nægja til að draga úr fjölda fæðinga svo eðlilegt ástand myndaðist, en það var ekki skilgreint nánar. Hins vegar er ef- ast um að opinber herferð stjórn- valda nægi til að fækka barneignum í þessu fjöllótta lýðveldi sem á landamæri að Afganistan, Pakistan og Kína, því þar ríkir gömul hefð fyrir barnmörgum fjölskyldum og árangursríkar leiðir til að draga úr fjölda fæðinga kunna að verða vandfundnar. Vestrænir sérfræðingar hafa bent á að mishá fæðingartíðni með- al Sovétlýðveldanna 15 kunni að leiða til óstöðugleika innan Sovéska valdakerfisins, og þette mál þykir vera hið viðkvæmasta. Þrátt fyrír hlutfallslega fjölgun meðal þjóða sem ekki eru af slavneskum uppr- una, hafa slavar, og þá sér í lagi Rússar, verið í öllum helstu lykil- stöðum innan stjómarinnar, hers- ins, menntakerfisins og valdakerfis kommúnistaflokksins. Gremja ann- arra þjóða vegna rússneskar drottn- unar kom berlega í ljós 17.-18. desember í óeirðunum í Kazakstan, sem komu í kjölfar þess að Kazak- stana, sem gegnt hafði stöðu flokksleiðtoga í lýðveldinu, var vikið á brott og Rússi tók við stöðu hans. Samkvæmt nýjustu mannfjölda- tölum í Sovétríkjunum, sem Tass kunngerði sl. laugardag, er heildar- Qöldi Sovétmanna nú 281.7 milljón- ir, sem þýðir 2.9 milljóna aukningu á síðasta ári. Tíðni fæðinga jókst; tala fæddra árið 1986 var 19.9 fyr- ir hveija 1.000 íbúa, en var 19.4 árið áður. Opinberar tölur náðu ekki til einstakra þjóða, en nýjustu tölur þar að lútandi, sem birtar voru 1979, sýndu svo ekki varð um villst að múslimum í Mið-Asíu fjölg- aði_ hlutfallslega mest. í hinum Evrópska hluta Sov- étríkjanna halda flestar mæður áfram að vinna utan heimilis eftir barnsfæðingu, sem hefur latt fólk þess að eignast stórar fjölskyldur og kjósa nú flest hjón að eignast aðeins eitt bam. Aftur á móti er það alvanalegt að mæður í Tadz- hikistan eignist allt að 5-6 böm og sagði Tass að ef þróuninni yrði ekki breytt mundi það leiða til „flók- ins lýðfræðilegs ástands". Sagði fréttastofan að erfítt yrði að útvega öllum vinnu ef svo héldi sem horfði, en gat þess að hingað til hefði þó tekist að skapa atvinnu handa öll- um. Það væri þó slæmt að helming- ur íbúa Tadzhikistan væri of ungur til að vinna, það leiddi til lítillar framleiðslu miðað við fólksfjölda. Algengasta aðferðin til að reyna að hafa stjóm á ijölskyldustærð í Sovétríkjunum er fóstureyðing, og víst að erfitt getur reynst að fá múslimi í Tadzhikistan til að gang- ast inn á slík úrræði. I skýrslu mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 1981 kem- ur fram að hver sovésk kona gengst að meðaltali undir fóstureyðingu sex sinnum á ævinni. Washington. AP. YFIR 40 þingmenn öldungadeild- ar Bandaríkjaþings skrifuðu undir bréf, sem sent var Mikhail S. Gorbachev á mánudag. Þar er Sovétleiðtoginn hvattur til að hraða afgreiðslu brottflutnings- beiðna andófsmanna, krabba- meinssjúklinga og kvenna, sem eiga maka sína utan Sovétríkj- anna. Í bréfinu, sem demókratinn Frank Lautenberg skrifaði, er Gorbachev hrósað fyrir að hafa látið til sín taka á þessu sviði nýlega, þar á meðal að veita Inna Meiman ferða- leyfi. Meiman kom til Washington frá Moskvu á mánudag og mun gangast undir meðferð vegna krabbameins. Eiginmanni hennar, sovéska andófsmanninum Naum Meiman, sem einnig er sjúkur, var hins vegar neitað um fararleyfi. Þrátt fyrir nokkrar tilslakanir á reglum, sem gilda um utanferðir Sovétborgara og brottflutning þeirra úr landi, virðist mörgum Bandaríkjamönnum sem heit- strengingar Gorbachevs um úrbæt- ur á þessu sviði, hafí meir verið í orði en á borði. Sovéskir embættismenn viðhafa oft seinagang við afgreiðslu beiðna um fararleyfí, þar á meðal þegar í hlut eiga sjúklingar með ólæknandi krabbamein, segir í bréfi þingmann- anna. Meðal krabbameinssjúklinga, sem sótt hafa um ferðaloyfi, nefna þingmennirnir Benjamin Charney, 48 ára gamlan mann með húð- krabbamein og hjartasjúkdóm, og Edward Erlikh, sjö ára gamlan dreng, sem er að deyja úr hvítblæði. Þingmennirnir nefna, að á síðustu 14 mánuðum hafi 20 konur fengið leyfi sovéskra embættis- manna til að hverfa til eiginmanna sinna erlendis, en beiðnir 22 hafa ekki hlotið afgreiðslu. „Við heitum á yður að greiða fyrir afgreiðslu þessara mála og sýna þannig í verki góðan ásetn- ing,“ sagði í bréfinu. Guatemala: 12 slasast í eldgosi Guatomalaborg.AP. TÓLF manns slösuðust þegar eldfjallið Pacaya, sem stendur í um 25 km. fjarlægð frá höfuð- borg landsins, tók að gjósa á miðvikudag. Hinir slösuðu urðu fyrir glóandi hnullungum og grjóti sem ultu nið- ur hlíðar fjallsins og á þorpið Caldera sem stendur við rætur þess. Engin alvarleg slys munu þó hafa orðið á fólkinu, en yfirvöld hófu þegar í stað brottflutning fólks af svæðinu. Fáu aukakílóin mun hættu- legri en haldið hefur verið Chicago. AP. LÍFSLÍKUR of þungra ein- staklinga eru minni en flestar rannsóknir hafa gefið til kynna. „Jafnvel örfá aukakíló kunna að vera mun hættulegri en al- mennt hefur verið talið,“ segir dr. Joann E. Manson, sem starfar við Brigham-kvensjúkdómaspít- alann í Boston, „og þeirrar tilhneigingar hefur gætt hjá rannsóknaraðilum að vanmeta þá hættu, sem yfírþyngd hefur í för með sér.“ Manson segir frá því í tímariti bandarísku læknasamtakanna nýlega, að í öllum helstu rann- sóknum, þar sem kannað hafí verið sambandið milli yfírþyngdar og ótímabærra dauðsfalla, hafí gætt a.m.k. eins af þremur áhrifaríkum skekkjuvöldum. Einn þeirra felst í því, að látið var undir höfuð leggjast að taka tillit til reykinga, sem eru algeng- ari meðal grannholda fólks og gera að verkum, að meðaldánar- tíðni þess sýnist hærri. Annar skekkjuvaldurinn stafar af því, að láðst hefur að taka til- lit til sjúkdóma, sem valda þungatapi fyrir ótímabært dauðs- fall. Þetta hefur á sama hátt og reykingamar í för með sér hækk- un á meðaldánartíðni grannholda fóiks í fyrmefndum rannsóknum. Þriðji skekkjuvaldurinn á svo rætur sínar að rekja til þess, að ekki er tekið tillit til þátta eins og hás blóðþrýstings og fitu- og sykurstigs í blóði. Þessir þættir auka hættuna á ótímabæru dauðsfalli og geta stafað af yfir- þyngd. Þó að fyrrtaldir skekkjuvaldar geri niðurstöður rannsóknanna vægast sagt óáreiðanlegar heim- ildir um kjörþyngd, virðist svo sem lægsta dánartíðnin sé hjá þeim hópi, sem er a.m.k. 10% léttari en Bandaríkjamenn eru að meðaltali, að sögn Mansons og félaga hennar. (Samkv. könnun frá 1979 var meðalþyngd 180 sm hárra bandarískra karla 85 kg.) Dánartíðnin hjá meðalþungu fólki er a.m.k. 5-10% hærri en hjá fólki í kjörþyngdarflokki. Dr. Manson segir, að margt fólk hyllist til mistúlka hættuna af reykingum og yfírþyngd. „Jafnvel þótt offíta sé áhættu- þáttur að því er varðar ótímabær dauðsföll, eru reykingar enn skæðari," segir Manson. „Margir grípa til þess ráðs að reykja í því skyni að ná af sér aukakílóunum og halda sér grönnum, en það er hörmulega misráðið. Sá sem ekki reykir getur leyft sér að fara a. m.k. 40% fram yfir meðalþyngd, áður en hann lendir í sama áhættuflokki og meðalþungt reykingafólk," segir hún. „Ef reykingafólk langar til að lengja líf sitt, ætti það fremur að einbeita sér að því að hætta að reykja en að losna við auk- akílóin," bætir hún við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.