Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.01.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 1987 47 Hroðaleg útreið IMíu marka tap gegn Vestur Þjóðverjum í Rostock „ÉG HELD ég reyni að gleyma þessum afmælisdegi mínum sem allra fyrst,“ sagði Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir hina hroðalegu útreið sem íslendingar fengu gegn Vestur-Þjóðverjum f Eystrasaltskeppninni í gærkvöldi. Guðmundur varð 22 ára f gær og kom inn á undir lok leiksins. Þjóð- verjar tóku íslenska liðið heldur betur í karphúsið að þessu sinni og trúlega er þetta stærsta tap okkar gegn þeim frá því sögur hófust. Lokatölur í þessum afleita leik urðu 16:25 eftir að Þjóðverjar höfðu haft yfir, 6:12, í leikhléi. Það var svo sannarlega svartur dagur í sögu íslensks handknatt- leiks í gær hér f Rostock og vonandi er þetta svartasti dagur þessarar keppni. Strákarnir eru staðráðnir í því að leika ekki slikan leik aftur — og þarf varla mikið til. Hvattir af nokkrum íslendingum sem komu á leikinn gekk þokka- lega fyrstu mínúturnar. Sigurður Gunnarsson skoraði fyrstu þrjú mörk íslands og síðan kom nafni hans Sveinsson og bætti því fjórða við úr vítakasti. Áður hafði Sigurð- ur Gunnarsson látið verja frá sér eitt víti. Á meðan íslenska liðið skoraði þessi fjögur mörk skoruðu Vestur-Þjóðverjar sjö. Alfreð Gíslason og Sigurður Sveinsson minnkuðu muninn niður í eitt mark, 6:7, en síðan kom mjög slakur kafli hjá íslensku sókninni. Það var alveg sama hvað þeir reyndu, ekkert gekk upp. Varnar- leikur Þjóðverja var að vísu mjög góður þennan tíma og því erfitt um vik. Gott dæmi um hvað allt gekk á afturfótunum var að Þorgils Óttar Mathiesen náði ekki að grípa einar þrjár sendingar sem komu til hans inn á línuna og það er ekki oft sem slíkt hendir fyrirliða okkar. Á meðan ekkert gekk hjá okkur skoruðu Þjóðverjar fimm mörk án þess að okkur tækist að svara fyr- ir okkur. Vörnin var þó ekki svo léleg, heldur var það sóknarlelkur- inn sem brást. Flest marka Vestur-Þjóðverja á þessum kafla voru skoruð úr hraðaupphlaupum eða með dúndurskotum langt utan af velli, en Þjóðverjar hafa á að skipa stórkostlegum skyttum þar sem þeir Rudiger Neitzel og Mart- in Schwalb eru. Þeir eru báðir rétt tæpir tveir metrar á hæð og geysi- lega skotfastir. Lengi getur vont versnað Vonir þeirra sem bjuggust við að síðari hálfleikur yrði eitthvað skárri en sá fyrri urðu fljótlega að engu. Það sást strax í upphafi hans að íslenska liðið var ekki svip- ur hjá sjón frá því á miðvikudaginn er þeir léku gegn Austur-Þjóðverj- um. Varnarleikurinn var langt frá því að vera eins góður og sóknin var mjög slök að þessu sinni. Sem dæmi um það má nefna að það var ekki fyrr en á áttundu mínútu síöari hálfleiks sem íslenska liðið skoraði mark eftir fallega útfærða sókn. Hin 7 mörk liðsins höföu meira komið eftir happa-og-glappa sóknir eða eftir einstaklingsframtak, aldrei eftir að leikkerfi haföi gengið upp. Sigurður Gunnarsson batt endahnútinn á góða sókn með því að skora 8. mark íslands, en þá höfðu Þjóð- verjar gert 14 mörk. Munurinn á liðunum varð mest- ur 11 mörk er staðan var 12:23 og eftir það fengu hinir óreyndari í liði Þjóðverja að reyna sig og náði þá ísland að minnka muninn aðeins. Símamynd/ADN • Alfreð Gíslason var besti leikmaður íslenska liðsins í gærkvöldi. Hann skoraði fjögur mörk og lék vel bæði í sókn og vörn. Hér þrumar hann að þýska markinu. Til varnar eru Martin Schwalb og Ulrich Roth. Ekki dugði það þó til að koma í veg fyrir að leikurinn í gærkvetdi yrði sú martröð sem raun varð á. Það virðist vera venja að íslenska landsliðið í handknattleik fái útreið sem þessa í hverju móti. Leikurinn gegn Suður-Kóreu á HM í Sviss og ekki síður leikurinn við Sovét- menn í fyrra eru gott dæmi um það ásamt leiknum í gærkvöldi. Áfram skal haldið Það þýðir samt ekki að gofast upp þó móti blási heldur rífa sig upp og þó svo leikurinn í gær hafi tapast með miklum mun er ekki nótt úti enn um að góður árangur náist á þessu móti. Það er ekki mikið hægt að segja um frammistööu íslensku leik- mannanna í þessum leik. Allir léku langt undir getu og slíkt gengur ekki þegar leikið er við Vestur-Þjóðverja sem ná einum af sínum bestu leikjum. Alfreð Gíslason var besti maður íslands í leiknum. Hann er geysi- lega sterkur varnarmaður og lék þar að auki mjög vel fyrir liðið í sókninni, fiskaði nokkur vítaköst og átti margar skemmtilegar línu- sendingar. Allir leikmenn íslands fengu að reyna sig í þessum leik. Þjóðverjar léku glimrandi vel að þessu sinni og áttu þennan stóra sigur fyllilega skilið. Þeir léku mjög agað og skipulega og það er greini- legt að Simon Schobel, þjálfari þeirra, er á réttri leið með liðið. Leikmenn eru í mjög góðu líkam- legu formi og leika sem ein liðs- heild en það gefst best þegar á heildina er litið. Mjög góðir dómarar leiksins voru frá Austur-Þýskalandi. Mörk islands:Alfreð Gíslason 4, Sig- urður Gunnarsson 4/1, Kristján Arason 4/3, Sigurður Sveinsson 3/2, Karl Þráins- son.1. Mörk Þýskalands: Löhr 5, Bauert 4, Schwalb 4/2, Neitzel 3, Schubert 3, Roth 3, Hertelt 1, Schöne 1, Springel 1. Allt slæmt við leikinn - sagði Alfreð Gíslason, besti maður íslenska liðsins í gærkvöldi „ÞAÐ VAR allt slæmt viö þennan leik hjá okkur í kvöld og þvi ekkert gott um hann að segja,“ sagði Alfreð Gísla- son besti liðsmaður íslenska landsliðsins i leiknum i gær. Það var þó alla vega tilraun en hún gekk ekki heldur upp. Ég vona bara að þetta sé svartasti dagur okkar hér í þessari keppni," sagði Alfreð Gíslason. Skot Mörk Varin Yfireöa framhjá í stöng Feng- in víti Knetti glatað línus. sem gefur mark Skota- nýting Einar Þorv.son 8 SigurÖur Sveinsson 5/3 3/2 1 1/1 2 60% Geir Sveinsson 1 1 2 Guömundur Guömundsson 1 1 Bjarni Guömundsson 1 1 100% Siguröur Gunnarsson 7/2 4/1 3/1 1 58% Póll ólafsson 1 1 3 Kristján Arason 9/3 4/3 3 1 1 45% Alfreö Gfslason 8/1 4 4/1 2 1 50% Þorgils Óttar Mathiesen 2 0 1 1 2 3 Karl Þráinsson 3 1 2 34% Allir góðir í dag - sagði Simon Scobel þjálfari Þjóðverja „Þjóðverjarnir hafa æft mjög vel að undanförnu og þeir ætla sér að komast upp úr B-keppn- inni og á Ólympíuleikana. Þeir léku eins vel í kvöld og þeir geta og ég held að þetta sé Pesti leikur þeirra í langan tíma. Leikur okkur var hinsvegar ferlega dapur. Það er sama hvað við tökum, sóknina, vörn- ina eða markvörsluna, allt var ömurlegt. Við náðum ekki að gera það sem Bogdan sagði okkur og því fór sem fór. í sókn- inni gekk ekkert og þegar við Siggi vorum saman inná gátum við ekki leikið neitt nema frjálst. „VIÐ ERUM nú að Ijúka okkr und- irbúningi fyrir B-keppnina og því erum viö í mun betri leikæfingu en islenska liðið. Allir leikmenn mfnir léku mjög vel og eiga heið- ur skilið,“ sagði Schobel, þjálfari Vestur-Þjóðverja eftir leikinn. „Það sýndi sig núna að við get- um leikið hraðan og góðan sóknarleik. Vörnin hjá okkur var einnig mjög sterk i dag þannig að íslensku skytturnar áttu litla mögu- leika gegn okkur." - Hvað með B-keppnina? Áttu von á að þið komist áfram þar? „Það veit maður auðvitað aldrei, en við ætlum að gera okkar besta. við viröumst standa undir þeim væntingum núna sem fólk í Þýska- landi gerir til okkar og við það eykst sjálfstraust leikmanna þann- ig að það er aldrei að vita. Það er enginn öruggur í liðið ennþá og það getur vel verið að ég noti ein- hverja eldri leikmenn sem íað hefur verið að upp á síðkastiö að verði notaðiræn ég vil ekki nefna nein nöfn í því sambandi," sagði Scho- bel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.