Morgunblaðið - 03.02.1987, Síða 3
o
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987
3
Frestur til að skila
tilboðum til 6. mars
ÚTBOÐSGÖGN vegna sjóflutn-
inga á vörum frá Bandaríkjun-
um til varnarliðsins hér á landi
voru send út síðastliðinn föstu-
Styrkjum
úthlutað úr
Kvikmyndasj 6ði:
Hæsta fram-
lagið í „Trist-
an og Isold“
- kvikmynd
Hrafns Gunn-
laugssonar
ÚTHLUTAÐ hefur verið 47,8
millj. kr. úr Kvikmyndasjóði fs-
lands fyrir árið 1987. Á fjárlög-
um til sjóðsins eru 55 millj. kr.,
en til kaupa á húsnæði fyrir
Kvikmyndasjóð og Kvikmynda-
safn íslands fara 4,6 millj. kr.
2,6 millj. kr. fara til reksturs
og síðari úthlutana.
Tíu styrkir voru veittir vegna
leikinna kvikmynda, sex vegna
heimildamynda og þrír í önnur
verkefni. Hæsta framlagið, 15
millj. kr., hlaut Hrafn Gunnlaugs-
son vegna fyrirhugaðrar kvik-
myndar sinnar „Tristan og Isold“.
Tíu millj. kr. styrk hlaut Frost
Film hf. vegna myndarinnar
„Foxtrot“. Þrjár millj. hlaut kvik-
myndafyrirtækið Tíu tíu sf. vegna
myndarinnar „Svo á jörðu sem á
himni". Tvær millj. kr. komu í hlut
Bíó hf. vegna kvikmyndarinnar
„Meffí“ og einnig til Eiríks Thor-
steinssonar vegna myndarinnar
„Skýjað". Friðrik Þór Friðriksson
hlaut 1,8 millj. kr. vegna Skyt-
tanna. Egill Eðvarðsson fékk eina
millj. vegna kvikmyndar sem hann
kallar K.U.M.L. og Kvikmynd fékk
sömu upphæð vegna „Himnaríkis
hf.“ Ágúst Guðmundsson hlaut
hálfa milljón til að setja enskt tal
við kvikmynd sína Útlagann og
Kristberg Óskarsson hlaut
200.000 vegna kvikmyndar er
nefnist „Skyggni ágætt“.
Jón Hermannsson hlaut hæstan
styrk, 5 millj. kr., fyrir heimilda-
myndina „Hin römmu regindjúp“.
Magnús Magnússon fékk 1,2 millj.
kr. vegna „Snjófugla". Hálfa millj-
ón hver fengu þau Anna Bjöms-
dóttir vegna heimildamyndarinnar
„Ást og stríð", Jón Björgvinsson
vegna „88 gráður austur" og Páll
Steingrímsson vegna heimilda-
myndar sinnar um hvalveiðar.
Filmusmiðjan hf. fékk 300.000 kr.
fyrir heimildamynd um Miðnes-
heiði.
Til Kvikmyndahátíðar hafa 1,5
millj. kr. verið veittar og sama
upphæð fór til Kvikmyndasafns
íslands. Þá hlaut Sigurður Öm
Brynjólfsson 300.000 króna fram-
lag fyrir teiknimynd.
Formaður úthlutunamefndar
Kvikmyndasjóðs er Knútur Halls-
son ráðuneytisstjóri í menntamála-
ráðuneyti og aðrir í nefndinni eru
Birgir Sigurðsson rithöfundur og
forseti Bandalags íslenskra lista-
manna og Friðbiert Pálsson
framkvæmdastjóri.
dag. Frestur til að skila tilboð-
um er til 6. mars næstkomandi.
Útboð á vamarliðsflutningun-
um er samkvæmt samningi milli
íslands og Bandaríkjanna, sem
undirritaður var af utanríkisráð-
herrum ríkjanna Matthíasi Á.
Mathiesen og George P. Shultz
24. september síðastliðinn. Samn-
ingurinn gerir ráð fyrir að skip frá
báðum ríkjunum geti tekið þátt í
samkeppni um flutningana. Geng-
ið var út frá að ríkin tvö gerðu
með sér samkomulag um heildar-
skiptingu milli íslenskra og
bandarískra skipafélaga til að ná
markmiðum samningsins. Því
samkomulagi mætti breyta eftir
þörfum án atbeina Bandaríkja-
þings, ef aðilar samningsins yrðu
ásáttir um það. Með samkomu-
lagi, sem var undirritað um leið
og samningurinn, er gert ráð fyrir
að lægstbjóðandi flytji 65% farms-
ins en næstbjóðandi frá hinu
landinu 35%. Samkævmt sam-
komulaginu er þó ekkert því til
fyrirstöðu að lægstbjóðandi flytji
meiri farm ef bjóðandinn frá hinu
landinu er ekki til reiðu.
Ekki lágu fyrir upplýsingar um
hversu margir aðilar óskuðu eftir
útboðsgögnum, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins voru
þar á meðal a.m.k. fjögur íslensk
skipafélög, Eimskip og Skipadeild
Sambandsins, Nesskip og Skipafé-
lagið Víkur.
USA
KOMIÐ OG REYNSLUAKID
ÞEIM NÝJU AMERÍSKU
MERCURY TOPAZ GS
FRAMHJÓLADRIFINN LUXUSBÍLL MEÐ SJÁLFSKIPTINGU, VÖKVASTÝRI,
RAFMAGNSRÚÐUM OG LÆSINGUM, LUXUSINNRÉTTINGU, ÚTVARPI OG
ÝMSUM AUKABÚNAÐIÁ AÐEINS kr. 695.000.-
FORD BRONCOII
ÓSKABÍLL ALLRA JEPPAÁHUGAMANNA, 140HÖVÉL, VÖKVASTÝRI, MIKILL
AUKABÚNAÐUR OG VERÐIÐ AÐEINS kr. 995.000.-
Opið
virW
daga
frá
frá
kl.
<M8
13-T*