Morgunblaðið - 03.02.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 03.02.1987, Síða 18
Desemberdagar í New York IV MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 198? eftirBraga Asgeirsson Nútímalistasafnið í New York — The Museum of Modern Art, eða MoMA eins og það er skammstaf- að, er á dagskrá í þessum pistli. Hér er um að ræða eitt veglegasta og elsta nútímalistasafn veraldar, er opnaði dyr sínar þann 7. nóvem- ber árið 1927, og sem flest söfn nýlista í heiminum draga dám af. Sjálft Nútímalistasafnið í París, Museum de l’Arte Modeme, mun- fyrst hafa tekið til starfa árið 1937. Safnskrá MoMA, sem út kom 1984, er í stóru broti, 600 síður og vegur 2V2 kíló. í henni em 1070 myndir og þar af 219 í lit. Gefur það nokkra hugmynd um umfang safnsins heimsþekkta við fimmtugustu og þriðju götu (II West 53 Street). Safnið er framar öðru byggt yfir framsækna list tuttugustu ald- arinnar, en í stofni þess eru einnig myndir síðimpressjónistanna Þrír forstöðumenn safnsins, sem mikið hafa komið við sögu: Alfred H. Barr, jr. René d’Hamcourt og Richard E. Oldenburg, sem hefur verið í starfi frá 1972. Hið hugumstóra þríeyki: Lillie P. Bliss, Mrs. Comelius J. Sulli- van (Mary Quinn) og Mrs. John D. Rockefelier, jr. (Abby Aldrich). forseta. Hún var árið 1929 viður- kenndur safnari síðimpressjónist- anna og samtímalistar og var náinn vinur málarans Arthurs B. Davies, sem var einn þeirra, er skipulögðu The Armory Show. Bliss festi sér fimm málverk á sýn- ingunni ásamt allnokkru af teikn- ingum og grafík, sem voru fyrstu myndir í safni hennar af nútíma- list. Hún afrekaði það að fá sjálft Metropolitan-safnið til að halda fyrstu sýningu sína á nútímalist 1921, sem spannaði tímabilið frá impressjónistunum til síðkúbisma Picassos. Fjandsamleg viðbrögð fjölmiðla þrátt fyrir vandaða sýn- ingu útilokuðu framhald á slíkum sýningum af hálfu safnsins, en ein- mitt sú afstaða þjappaði fram- sæknum öflum saman um stofnun sérstaks safns nútímalistar. Mrs. Sullivan, fyrrum Mary Quinn, ólst upp í Indianapolis og vann sem kennari í New York, áður en hún giftist Comeliusi J. Sullivan, málafærslumanni og safnara fágætra bóka og mál- verka. Sullivan þessi hafði lengi verið vinur djarfs safnara samtí- malistar, Johns Quinn, sem þó var ekkert skyldur Mary. Sá ráðlagði frúnni að festa sér allnokkur verk á Armory-sýningunni, sem svo mynduðu kjamann í safni hennar. Mrs. Sullivan var einnig vinur málarans Arthurs B. Davies, sem áleit, að safn Johns Quinn gæti myndað frábæran stofn að safni; en John Quinn dó árið 1924, safn hans var selt á uppboði, svo og safn Davies sjálfs við dauða hans, Qórum árum seinna. Hvað Mrs. Rockefeller snertir var hún alin upp í áhuga á listum og naut hér föður síns, Senator Nelson W. Aldrich frá Rhode Is- land. Hann var gráðugur safnari evrópskrar listar, sem kynnti henni söfn Evrópu, er hún var þar á ferð með honum á unga aldri. Seinna fékk hún sérstakan áhuga á fram- sækinni list og varð sannfærð um að Ameríka þarfnaðist sérstaks safns nútímalistar, einkum lifandi listamanna. Sonur hennar, Nelson Aldrich Rockefeller, sem síðar kom mikið við sögu MoMA, segir í formála bókar um sitt eigið safn: „Móðir mín var vön að undirstrika þörfína á nútímalistasafni með því að vitna til harmsögunnar af Vincent van Gogh, eins af upphafsmönnum síðimpressjónismans, sem dó þijátíu og sjö ára á geðveikrahæli, ófær um að selja myndir sínar tií að kaupa sér brauð — aðeins til að njóta ánægjunnar af endurmati mynda sinna mörgum árum eftir dauða sinn ... Tilgangur móður minnar með hinu nýja safni var að stytta svo um munaði tímann, sem liði, frá því er mikið listaverk væri skapað og til þess, er það hlyti almenna viðurkenningu." Abby Aldrich hlýtur þannig að frönsku, er teljast brautryðjendur nýrrar, ferskrar myndhugsunar. Að sjálfsögðu er hugmyndin sótt til gamla heimsins, og þá fyrst og fremst til þeirra hræringa, sem þar áttu sér stað og voru sem óðast að hasla sér völl meðal kappsfullra myndlistarmanna vestan hafs og þá einkum eftir hina miklu sýningu evrópskrar framúrstefnulistar, „The Armory Show“, í New York 1913. Saga nútímalistasafnsins er ekki síður spennandi en safnið sjálft og einkum fyrir þá sök, að það eru þijár konur, sem teljast frumkvöðl- ar safnsins, þær Lillie P. Bliss, Mrs. Comelius J. Sullivan (skímamafn Mary Quinn) og Mrs. John D. Rockefeller, jr. (Abby Aldrich). Konur koma og heilmikið við alla sögu safnsins, þótt stjómendur þess hafi fram að þessu aðallega verið karlmenn, og hér eru í fremstu röð þær Mrs. Simon Gugg- enheim, með listaverkagjöfum sínum, Mrs. John D. Rockefeller III, er var lengi drífandi kraftur í stjómsýslu, sem og Elisabet Bliss Parkinson — og Dorothy C. Miller, sem átti mikinn þátt í uppbyggingu amerísku deildar safnsins allt frá 1942, er hún tók mikinn íjörkipp. Miller lagði og þar með fyrir sumt grunninn að því veldi, sem amerísk nútímalist er í dag. Frá því að Miller tók við kynningu innlendrar framúrstefnulistar og þar til hún dró sig í hlé 1969, stóð hún fyrir mörgum annáluðum sýningum á amerískri samtímalist. Það má alveg slá því föstu, að framsækin nútímalist eigi hvar- vetna konum heilmikið að þakka viðgang sinn, velmenntuðum, metnaðarfullum konum, er voru hér næmari á hræringar samtí- mans en t.d. steinríkir eiginmenn þeirra eða feður. Svo sagt sé rétt aðeins af hinum þrem valkyijum, þá var Lillie T. Bliss dóttir vefnaðarvöruverk- smiðjueiganda, sem var innanríkis- ráðherra í stjóm MacKinleys Safnið eins og það var eftir endurbyggingu 1939, teiknað af húsameisturunum Philip L. Goodwin og Edvard D. Stone.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.