Morgunblaðið - 03.02.1987, Side 25

Morgunblaðið - 03.02.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 1987 25 klæði, lök, ábreiður o.a.þ.h. sem tiltækt er. 3.4 Slökkvið á öllum loftræstiviftum í herbergi og á baði. Ef rofinn finnst ekki, þá troðið blautum tuskum í opin. 3.5 Bindið blautan klút fyrir vitin og andið í gegnum hann. 3.6 Reynið að hindra að reykur komist inn í herbergið með því að troða blautum tuskum úr baðkarinu í rifur meðfram hurðinni. Það besta væri að hafa ávallt í farangri sínum 2 rúllur af heftiplástri 3—5 sm breiðan og líma yfir allar rifur er reykur kemst inn um. 3.7 Ef hurðir og veggir fara að hitna svo að ekki er hægt að snerta þá með góðu móti, ausið þá með ísfötunni vatni úr baðkarinu á alla heita fleti. Látið vatn renna við- stöðulaust í baðkarið og leyfið því að renna fram á gólf í herberginu og bleyta vel í gólfteppinu. 3.8 Bijótið ekki gler í glugganum nema í ítrustu nauðsyn þegar reyk- ur og hiti fer að þrengja að. Reynið að bijóta rúðuna eins ofarlega og hægt er. Notið til þess fótinn á standlampa herbergisins, eða annan þungan hlut sem þægilegt er að handfjatla. 3.9 Þegar hitinn í herberginu fer að verða lítt bærilegur, bleytið þá í fötum ykkar og bleytið rúmdýn- umar og notið þær sem skjöld. Ef fer að loga inni í herberginu, gerið ykkur þá skýli úr dýnunum út við glugga og niður við gólf. Reynið að hafa vatn hjá ykkur til að bleyta í kringum ykkur. 3.10 Orvæntið aldrei. Missið ekki trúna á björgun. Látið ekki ofsa- hræðslu ná tökum á ykkur. Hugsið skýrt og gerið ykkur grein fyrir hvað sé best að gera næst í stöðunni með tilliti til framhaldsins. Fyrir um það bil tveimur árum voru norrænir slökkviliðsmenn, aðr- ir en íslenskir, á fundi í Svíþjóð. Síðustu nótt þeirra á hótelinu kom þar upp eldur í loftræstiklefa á einni hæðinni nokkm eftir miðnætti. Eld- urinn varð allmagnaður og áttu margir gestir í erfiðleikum með að bjarga sér. í næsta herbergi við, þar sem eldurinn kemur upp, var danskur slökkviliðsmaður. Komst hann ekki út. Var honum bjargað allvel á sig komnum eftir meira en hálftíma baráttu hans við að halda eldinum frá sér í herberginu. En þegar hon- um var bjargað logaði eftir hluti herbergisins og hann var kominn í skjól undir blautum rúmdýnum út við glugga. Þakkaði hann björgun sína því, að hann hafði farið eftir flestum þeim 10 ráðum, sem skráð eru hér að ofan. Það sem henti hann getur alveg eins hent mig eða þig. Verum viðbúin, þá eigum við alla möguleika til að komast af. Höfundur er tæknifræðingur og starfarsem verkefnastjóri hjá SlökkviliðiReykjavíkur, eldvam- areftirliti. Kísiliðjan hf. við Mývatn: Hætta er a að markaður tapist - segir Róbert B. Agfnarsson framkvæmdastjóri HÆTTA er á að Kísiliðjan hf. við Mývatn tapi verulegum við- skiptum vegna verkfalis undir- manna á kaupskipum, samkvæmt upplýsingum Róberts B. Agnars- sonar framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar. Róbert segir að nú þegar vanti kísilgúr frá verk- smiðjunni á helstu samkeppnis- markaði og að nú stefni í óbætanlegt ijón fyrir fyrirtækið. Árið 1985 var Klsiliðjunni afar hagstætt, samkvæmt upplýsingum Róberts. Þá varð met framleiðsla hjá verksmiðjunni, eða 29.400 tonn, og metsala, eða 27.700 tonn. Svo til öll framleiðslan er flutt út, aðal- lega til Evrópu. Vegna framleiðslu- aukningar á kísilgúr og falls dollarans jókst samkeppni frá bandarískum framleiðendum á Evr- ópumarkaði og minnknðí sala Kísiliðjunnar hf. þá um 16%, eða 4.300 tonn frá árinu 1985. Á árinu 1987 átti að blása til nýrrar sóknar á mörkuðunum og auka söluna á ný. Kaupskipaverkfallið hefur hins vegar sett strik í reikninginn því kaupendur þurfa að nota kísilgúr daglega í framleiðslu sína og verða því að geta treyst á reglulega af- hendingu kísilgúrs, bregðist hún neyðast þeir til að snúa sér annað. Róbert segir að samningamenn í farmannadeilunni verði að gera sér grein fyrir því að þeir séu ekki í einkastyijöld. Hagur útflutnings- greina sé lagður að veði í deilu þeirra og þjóðarhagur um leið. Samningamenn beri því mikla ábyrgð og gera verði þá kröfu til þeirra að samið verði strax þannig írpVara tjóni verði forðað. Eigendur spariskírteina! Með kaupum á einingabréfum fáið þið hærri vexti_______________________ Einingabréf 1 • Ávöxtun nú 14%—15% umfram verðbólgu • Sérfræðingar í verðbréfaviðskiptum fjárfesta að mestu leyti í verðtryggð- um skuldabréfum, tryggðum með fasteignaveði. Einingabréf 2 • Ávöxtun nú 10%—11 % umfram verðbólgu • Sérfræðingar í verðbréfaviðskiptum fjárfesta eingöngu í Spariskírteinum ríkissjóðs, bankatryggðum skuldabréfum og öðrum sambærilegum verð- bréfum. Einingabréf 3 • Nafnávöxtun nú 36% (raunvextir háðir verðbólgu) • Bréfin hljóða á handhafa • Sérfræðingar í verðbréfaviðskiptum fjárfesta í óverðtryggðum skulda- bréfum, skammtímakröfum og öðrum verðbréfum sem gefa hæstu mögu- legu ávöxtun. Gerið samanburð á vöxtum einingabréfa og annarra sam- bærilegra verðbréfa. Einingabréf eru alltaf laus til útborgunar og þau má kaupa fyrir hvaða upphæð sem er. Útgefandi Hávöxtunarfélagið hf., söluaðili Kaupþing hf. KAUPÞ/NG HF Húsi verslunarinnar. sími 68 69 88 Einingabréf • Veróbréfasala • Fjárvarsla ■ Fasteignasala Rekstrarráógiof • Visbending

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.