Morgunblaðið - 03.02.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 03.02.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRUAR 1987 Bretland: Iraskir herfangar ílran Fréttir bárust af hörðum bardögum í gær syðst á landamærum íraks og írans, þar sem íranir hófu mikla sókn snemma í síðasta mánuði. Fullyrtu írakar, að þeir hefðu brotið á bak aftur sókn Irana í grennd við borgina Basra og fellt eigi færri en 80.000 íranska hermenn í bardögunum þar. Ekkert lát er heldur á loftárásum striðsaðila. Þannig gerðu íraskar herþotur harðar loftárásir á ýmsar borgir í íran í gær. Héldu íranir því fram, að 68 skólasúlkur hefðu beðið bana í loftárás íraka a borgina Mianeh. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu af 2000 íröskum herföngum bak við gaddavír í fangabúðum í Suðvestur-íran. Lögreglan leggur hald á gögn hjá BBC St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Rannsóknarlögreglan lagði um helgina hald á gögn hjá BBC-sjón- varpinu í Glasgow i húsrannsókn, sem stóð í 28 klukkustundir. Gögnin höfðu verið notuð til að undirbúa þáttaröð hjá BBC- sjón- varpinu, sem nefnist „Secret Society". Þessar aðgerðir koma í beinu varlega aðgerð að ræða, að BBC Vopnasala Bandaríkjastjórnar til íran: Reagan forseti skrifaði minnisgreinar um málið Washington, Jerúsalem, New York, AP, Reuter. RONALD REAGAN Bandaríkja- forseti skrifaði hjá sér minnisat- riði um vopnasölu stjórnarinnar til íran, að því er sagði í frétt dagblaðsins The Washington Post á sunnudag. Talsmaður Hvíta hússins hefur staðfest frétt þessa, en nefndarmenn sem rannsaka vopnasöluna á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa enn ekki ákveðið hvort far- ið verði fram á að Reagan láti minnisgreinar sínar af hendi. í frétt dagblaðsins var því spáð að forsetinn og embættismenn myndu berjast gegn því að minnis- atriðin yrðu gerð opinber. Minnti blaðið á hve erfiðlega rannsóknar- nefndum gekk að fá upplýsingar frá Richard Nixon Bandaríkjafor- seta er Watergate-málið komst í hámæli á sínum tíma. Donald Reg- an, yfírmaður starfsliðs Hvíta hússins, mun hafa sagt rannsóknar- nefnd öldungadeildarinnar frá minnisgreinunum í síðasta mánuði er hann svaraði spumingum nefnd- armanna. Þá skýrði dagblaðið The New York Times frá því um helgina að embættismönnum í vamarmála- ráðuneytinu hefði verið fullkunnugt um að vopnasalar hefðu reynt að flytja vopn fyrir rúman einn millj- arð Bandaríkjadala til Iran. Hafði blaðið eftir einum vopnasalanna að embættismennimir hefðu vitað af þessu fyrir rúmu ári. Sagði í frétt- inni að mun fleiri hergögn hefðu verið send til Iran en Bandaríkja- stjóm hefur viðurkennt. Á meðal hergagnanna vora bandarískar or- ustuþotur og flugskeyti en ekki er vitað hvort þau komust öll til skila. Flutningar þessir vora ekki stöðvað- ir, þótt óleyfilegir væra, sökum þess að með þessu vonuðust emb- ættismennirnir til að afla leynilegra upplýsinga m.a. um sovéska skrið- dreka sem íranir höfðu náð af írökum. Vopnasalan átti sér stað um það leyti er stjóm Reagans for- seta átti í samningaviðræðum um sölu á vopnum til Iran. Yitzhak Rabin, vamarmálaráð- herra ísrael, neitaði því á sunnudag að ísraelar hefðu flutt fjármuni og vopn til Contra-skæruliða í Nic- aragua. Sagði hann stjómina hafa hafnað beiðni þessa efnis frá hátt- settum embættismanni í Þjóðarör- yggisráði Bandaríkjanna. Talið er að Rabin hafi átt við Oliver North ofursta, sem var vikið úr starfi vegna vopnasölunnar. í skýrslu rannsóknamefndar öldungadeildar- innar, sem birt var í síðustu viku, sagði að Rabin hefði lagt til að hagnaður af vopnasölunni rynni til Contra-skæraliða. Talsmaður Isra- elsstjórnar endurtók í gær fyrri fullyrðingar stjómvalda um að þeim hefði ekki verið kunnungt um að skæruliðar hefðu verið studdir með þessum hætti. Dagblaðið Maariv, sem gefið er út í Israel, hafði um helgina eftir ónefndum ísraelskum embættismanni að vopnasending frá ísraelum til írana hefði verið afturkölluð er uppvíst varð um vopnasölu Bandaríkjamanna þang- að. Sagði í frétt blaðsins að sovéskir rifflar, sem Israelar hefðu komist yfir, hefðu verið komnir um borð í skip en því hefði verið snúið aftur til hafnar. Talsmaður stjómarinnar hefur vísað þessum áökunum á bug. framhaldi af aðgerðum lögreglunn- ar gegn Duncan Campell, blaða- manni á New Statesman, sem undirbjó þátt fyrir BBC um Silicon- njósnahnöttinn. Þessum aðgerðum hefur verið mótmælt víða í landinu. Lögreglan hóf húsleitina á laug- ardag í krafti heimildar, sem gefin var út á grandvelli laga um ríkis- leyndarmál frá 1911. BBC ákvað að krefjast úrskurðar dómstóls um lögmæti heimildarinnar þar sem hún væri svo rúm að ekki væri hægt að framfylgja henni. Réttur í Glasgow féllast á rök BBC og ákvað að heimildin skyldi dregin til baka. Lögreglan fékk þá nýja hús- leitarheimild, en hún reyndist gagnslaus því hún var gefin út á rangt heimilisfang. Þriðja heimildin dugði lögreglunni og lagði hún hald á gögn fyrir alla þættina sex í þátta- röðinni „Secret Society“ sem fjallaði um starfsemi leyniþjónustunnar í Bretlandi. Lögfræðingar BBC töldu að hús- leitarheimild lögreglunnar næði einungis til efnis, sem notað hefði verið til að vinna þáttinn um Silic- on- njósnahnöttinn. Rétturinn í Glasgow féllst á að fyrsta heimildin hefði verið of rúm en tvær þær seinni stóðust kröfur réttarins. Lög- reglan fékk heimild til að rannsaka efni vegna allra þáttanna og fór á brott með tvo bílfarma. Duncan Campell, sem kom þess- um aðgerðum af stað með því að birta efnið úr þætti sínum í New Statesman í síðastliðinni viku, sagði að þessar aðgerðir væra „fáránleg tilraun" lögreglunnar til að koma í veg fyrir að efni þáttanna yrði opin- bert, því að það væri þegar orðið það. Gerald Kaufman, talsmaður Verkamannaflokksins í innanríkis- málum, sagði að þessar aðgerðir lögreglunnar væra árás á þegnrétt- indi. David Owen, leiðtogi Banda- lags fijálslyndra ogjafnaðarmanna, sagði að sumir hlutir yrðu að vera leynilegir. En hér væri um svo al- ætti að láta reyna á það eins og mögulegt væri hvort hún stæðist fyrir lögum. Ríkinu væri ekki heim- ilt að r’aðast inn á skrifstofur og taka það sem því lysti. Ríkið yrði að vera ábyrgt gagnvart lögum. Ihaldsmenn svöraðu Owen og sögðu að þessi ummæli væra þáttur í stjórnmálabaráttu hans en vörðuðu ekki kjarna málsins. Hann væri sá að hér væri um lögregluaðgerð að ræða því væri hún ekki af pólitísk- um toga spunnin. „Höfuðsynd að drepa kú 'U Nýju Delhi. AP. UM EITT þúsund vestur-þýskar kýr sleppa við að lenda í slátur- húsinu, en verða þess i stað fluttar til Indlands, þar sem kýr eru heilagar og í hávegum hafð- ar sem móðurtákn samkvæmt hindúadómi. Talsmaður vestur-þýska sendi- ráðsins í Nýju Delhi segir, að fyrstu kýrnar séu þegar komnar flugleiðis til Indlands og þeim hafi verið kom- ið fyrir á ríkismjólkurbúum og bæjum í nágrenni Bombay og í héraðinu Tamil Nadu á Suður- Indlandi. Evrópsku kýmar era miklu nythærri en hinar indversku. Það hefur komið miklu róti á hugi manna í Indlandi að frétta, að evrópskar kýr verði að láta lífið vegna offramleiðslu og verðfalls á mjólkurafurðum í Evrópubanda- lagslöndunum. Hanchi Mutt, einn af fjóram æðstuprestum hindúa, hefur nýlega gengist fyrir stofnun nýrra samtaka, sem hlotið hafa heitið „Frelsum kýmar“. „Að drepa kú er engu minni höf- uðsynd en að vega móður sína,“ sagði Mutt, þegar hann mælti fyrir fjársöfnun til Indlands-flutninga á EB-kúm, sem era í lífshættu í heimahögum. Stjórnarskrárkosningar á Filippseyjum:: Lýðræði endurreist og völd forsetans skert Manila, Reuter. HINNI nýju stjórnarskrá, sem lögð var fyrir almenning á Filippseyjum í gær, er ætlað að endurreisa lýðræði þar. Síðustu tvo áratugi hefur landinu ýmist verið stjórnað í krafti herlaga eða einræðis. Allir þeir sem orðnir era fullra átján ára vora spurðir eftirfarandi spurningar: „Samþykkir þú hina nýju stjómarskrá Filippseyja, sem stjómarskrámefndin heftir sett saman?" Nýju stjórnarskránni hefur verið dréift í milljónum eintaka til þess að gefa almenningi kost á að gera sér grein fyrir um hvað er kosið. Þetta er 80 síðna rit, sem er ritað á flóknu lagamáli, og hafa margir fullyrt að að afar fáir kjós- endur hafí kynnt sér innihald þess. Ef stjómarskráin verður sam- þykkt verða þingkosningar í maí og kosið verður til sveitarstjóma í ágústmánuði. Stjómmálaflokkum verður heimilt að bjóða fram í kosn- ingunum. Þá verða völd forsetans veralega skert, einkum hvað varðar framkvæmdavaldið en Ferdinand Marcos, fyrram forseti, var einmitt sakaður um valdniðslu í skjóli þess. í stjórnarskránni er einnig tekið tillit til krafna sem hin ýmsu mann- réttindasamtök á Filippseyjum hafa sett fram. Verða þeir sem era hand- teknir framvegis leiddir fyrir dómara strax og auðið er. Þeir sem sakaðir era um innrás, byltingartil- raunir eða annað það sem ógnar almannaheill verða þó undanskildir þessu ákvæði. Þá verða menn fram- vegis látnir lausir gegn tryggingu. Auk þessa er kveðið á um að herlög megi aðeins gilda í 60 daga að til- skildu samþykki þingsins og hæstiréttar. Þá er tekið fram að forsetinn megi ekki setja herlög líkt og Marcos gerði en hann ríkti í skjóli þeirra frá 1972 til 1981. í stjórnarskránni er Filippseying- um heitið sjálfstæðri stefnu í utanríkismálum. Eyjamar vora ný- lenda Spánveija í tæpar fjórar aldir auk þess sem Bandaríkjamenn og Japanir réðu um tíma yfír eyja- skeggjum. Þá er einnig kveðið á um að Filippseyjar skuli vera Katólskar nunnur greiða atkvæði í Manila í gær. Keuter „lausar við kjamorkuvopn“ en ákvæði þetta er ekki skýrt nánar. Bandaríkjamenn hafa reist tvær hérstöðvar á Filippseyjum. Forsetinn verður kjörinn til sex ára og má hann einungis sitja að völdum eitt kjörtímabil. Næsti for- seti verður kjörinn árið 1992. Öldungadeildarþingmenn mega sitja tvö kjörtímabil og þeir sem veljast í fulltrúadeildina þijú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.